Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 5
Fimmíudagur 10. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 I l ( ----'Vr’ MENN 06 = MALEFN/= JOMO Kenyatta, foringi þjóð- ernissinna í Kenya, hefur nú verið látinn laus. Þegar brezka stjórnin ákvað að láta hann lausan, var því misjafnlega tekið. Þjóðernissinnar í Afríku fögnuðu ákaft, en sumir hinna hvítu leiðtoga vöruðu við nýrri hryðjuverkaöldu Mau Mau manna. Kenyatta er nú 70 ára gam- all og er orðinn lifandi tákn frelsis Afríku í augum þeirra Kenyamanna, sem á annað þorð hugsa um stjórnmál. Af- ríkubúar sjá í honum þjóðar- leiðtoga hafinn yfir alla flokka drætti kynþáttanna Og þann skoðanamismun, sem aðskilur aðra f»ringja þeirra. Kenyatta er af Ki'kuyu-þjóð flokkinum. Þegar hann var 10 ára gamail strauk hann að heiman frá hjörðinni, sem (hann átti að gæta. Komst hann til skozkrar kristinboðsstöðv- ar og hóf þar nám. Síðan gerðist hann vika- drengur hjá Evrópubúa nokkr um, varð vinnuveitandinn brátt hrifinn af gáfum drengs ins og fékk starf handa hon- um í skrifstofu eins ráðuneyt- isins. Kenyatta kom fyrst fram á svið stjórnmálanna 1921 þeg- ar Samtök ungra Kikuyu- manna voru stofnuð undir stjórn Harry Thuju. Frami hans í stjórnmálum varð skjót ur og 192i8 var hann orðinn ritstjóri blaðs Kikuyu-manna. 1929 fór hann til London til að ræða vandamál Kikuyu- þjóðflokksins, en þrátt fyrir fylgi Frjálslynda flokksins í London, sem þá hafði fengið áhuga á vandamálum Afríku, fék'k hann ekki áheyrn hjá nýlendumálaráðherranum. Sama ár var skipulögð ferð fyrir hann til Sovétríkjanna, en sú ferð hafði ekki mikil áhrif á Kenyatta oig varð hann aldrei kommúnisti. 1931 fór hann aftur til Lon- don án þess að vita að hann myndi ekki sjá föðurland sitt í 16 ár. Á meðan á þessari löngu dvöl stóð gekk Kenyatta í skóla og skrifaði bók sína „Facing Mount Kenya“, hélt fyrirlestra, vann sem landbún- aðarverkamaður í Sussex og aðstoðaði Kwame Nkrumah, W. E. B. Du Bois og George Padmore við skipulagningu hinnar frægu ráðstefnu Afrí'ku manna í Manchester 1945. í september 1946 snéri Keny atta aftur heim til Kenya. Þetta var á þeim tíma, sem stjórn brezka verkamanna- flokksins og landsstjórinn, Sir Philip Mitohell, mátu styrk- leika þjóðernissinna ekki að verðleikum, en Kenyatta var orðinn tákn þessa styrkleika. Hann var því ekki viður- kenndur leiðtogi þjóðar sinn- ar og reyndi landsstjórinn og stjórnin að freista hans með smástörfum innan nýlendu- stjórnarinnar. Þeir fordæmdu hann harðlega, þegar hann neitaði tilboðum þessum, en hóf í þess stað skipulagningu fyrsta flokks Kenyuimanna í Afríku, sem komst til áhrifa, The Kenya African Union. Kenyatta komst brátt í margar virðingarstöður meðal blökkumanna, og vann að því að leisa vandamál þjóðar sinn- ar. En nýlendustjórnin var Jomo Kenyatta ekki við því búin að hefja til- slakanir og brátt var hinn ógn- vekjandi félagsskapur Mau Mau farinn að vinna hryðju- verk sín. Kenyatta reyndi að nota vopn, sem hann gat fund- ið 1 stjórnarskránni, en hinir yngri fylgismenn hans vildu reka hvíta menn burt úr Kenya með ofbeldi, en sú að- ferð var algjörlega andstæð vilja Kenyatta. Kenyatta var tekin höndum 1953, sakaður um að hafa skipulagt hryðjuverk Mau Mau, en hann neitaði þeim á- sökunum, en síðan hefur hann verið hafður í haldi. Þegar hann var hnepptur í varðhald álitu margir í Kenya, að hann væri horfinn af sviði stjórnmálanna fyrir fullt og allt. Þetta hefur þó reynzt rangt, því að í varðhaldinu var hann hafður með í ráð- um um flest, er snertir stjórn- mál Kenya. Þar sem hann hefur dvalið í Maralal 200 mílur frá Nair- obi, hefur hann fengið fjölda heimsókna bæði leiðtoga Af- ríkumanna og í seinni tíð einnig stjórnmálamanna frá Evrópu. Nú þegar Kenyatta hefur fengið frelsi mun hann setjast að í húsi, sem nýlega var byggt handa honum, skammt frá Narobi. Á sviði stjórnmála er enn ekki vitað hver verður fram- tíð Kenyatta, en þeirri spurn- ingu er varpað fram, hvort hann verði ekki fyrsti ráð- herrann úr hópi blökku- manna. Getur hafa jafnvel ver ið leiddar að því, að hann taki við embætti forsætisráð- herra. Maðurinn er fæddur frjáls, en er þó ftllsstaðéx I fjötrum. — Rousseau, Auðvitað erum vér allir menn, — «n hamingjan sanna, mikill er samt munurinn. — A. Oehlcnchlager. Það er ekki sverð örlaganna, sem •egir oss, heldur næturmyrkrið, sem því er brugðið úr. — Þýzkt skáld. Kom ég um nótt »ð kirkjugarði, sá hjá móður minnar leiði, föður og bróður og fóstru minnar, fölnuð blóm á frosnum stöngli. Fór ég af baki og fífla kyssti. Sá ég sóleyjar og sáran grét, hvíldl við móður minnar leiði lúið brjóst við lága þúfu. T kirkjugarðimina Á Kolfreyjustað: Páil Olafsson. Húsnæði 2—4 herbergja íbúð óskast Fátt í heimili. Uppl. í síma 18195 í dag og á morgun. Tapað Einbaugur, snúra og stein- hringur tap>aðist í Land- mannalaugum 28. júlí. — Finnandi vinsamlega hringi í síma 24350 eða 23262. Fundarlaun. Hestur tapaðist frá Kirkjubæ á Rangár- völlum í maí sl. Alrauður, 6 vetra, mark sýlt vinstra. Ættaður úr Dalasýslu. — Vinsamlegast tilkynnið að Kirkjubæ um Hvolsvöll. Dugleg stúlka óskast Uppl. á staðnum eftir kL 8 á kvöldin. V ogaþ vottahúsið Gnoðarvogi 72. 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu. Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla 5156“ sendist blaðinu fynir mánudag. Risíbúð óskast til kaups. (Má vera óinnréttuð) Tilboð merkt: „1-3 — 5157“ sendist blað- inu fyrir mánudag. Húsgagnasmiðir Húsgagnasmiðir eða menn vanir verkstæðisvinnu óskast. — Eftirvinna eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 35585 frá bl. 9—6 e.h. Trésm. IMeiður Hallarmúla Reykjavík. Bréfritará Stúlka, vön enskum bréfaskriftum óskast nokkra tíma í viku. Umsóknir ásamt upplýsingum um hæfni sendist Mbl. fyrir laugardag merkt; „Verzlunarbréf — 1559“. Skemmtiferðafólk Munið hinar vinsælu ferðir á hestum að Trölla- fossi frá Hrísbrú. Farið tvisvar á dag. — Leiðsögumaður hverju sinnl. Pöntunum veitt móttaka í síma 23400. Saumastulkur—Atvinna Okkur vantar nú þegar nokkrar vanar saumastúlkur. Upplýsingar í verksmiðjunni Brautarholti 22 (Inngangur frá Nóatúni). Verksmiðjan DIJIiUR h.f. Atvinnurekendur Ungur reglumaður óskar eftir góðu starfi. Góð ensku kunnátta og reynsla í verzlunarbréfsskriftum og al- mennum skrifstofustörfum fyrir hendi. Góð meðmæli. Gæti hafið starf 1. nóv. Þeir er vildu sinna þessu, eru vinsámlegast beðnir að leggja tilboð merkt: „Vinna — 5259“, er farið mun verða með sem trún- aðarmál, inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. Tilboð óskast í flak M/s Nönnu G.G. 504 þar sem það er í fjörunni í Hafnarfjarðarhöfn. Frestur til að skila tilboðum er til 15. þ.m. Vélbátaábyrgöafélagið Crótta Beitningamenn óskast á bát, sem rsér frá Grindavík. Upplýsingar í síma 36653.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.