Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 6
6 M OH CJJTS BT/AÐ1Ð Fimmtudagur 10. agúst 1961' Símtal við Krúséíí EIGINKONA Titovs geimfara Tamara, dvaldist hjá vinkonu sinni, Valentínu Gagarin, meðan maður hennar var í geimferðinni. Tamöru var alls ekki rótt, hún hafði upphaf- lega verið því andvíg að Tit- ov gerðist geimfari, og hún vék ekki frá útvarpinu fyrr eiv-frá því var skýrt að geim farið hefði lent og maður henn ar væri heill á húfi. Tamöru varð sem sagt ekki svefnsamt þann sólarhringinn, þótt Tit- ov svæfi svefni hinna rétt- látu um borð í Vostok II. Tamara sagði -við frétta- menn á mánudaginn, að Titov hefði sagt henni að vera á- hyggjulaus og hefði hún stöð- ugt haft hughreystingarorð hans í huga, þar sem hún sat fyrir framan útvarpið og beið frétta. — Rödd Ghermanns var svo nærri, sagði hún, rétt eins og hann sæti í næsta her- Íbergi. Þau hjónin hafa verið gift í þrjú ár. Eitt barn hafa þau eignast — son — en hann dó aðeins sjö mánaða gamall. Tamara sagði, að það hefði verið erfiður reynslutími — drengurinn hefði verið auga- steinn föður síns . Titov hafðr ekki fyrr lent á jörðu niðri en hann greip sím ann og hringdi til Krúsjeffs forsætisráðherra. Þegar símtal ið kom var Krúsjef að ræða við sendiherra Argentínu í Moskvu, Ceda Barros Hurt- ado. Krúsjeff sneri sér að hon um brosandi og sagði — Þér getið heyrt samtal mitt við geimfarann. — Já ég heyri til þín Ghermann Stepanovich Titov, kallaði hann síðan í sím tólið — Ég heyri til þín og óska þér til hamingju. Titov: — Félagi Krúsjeff, ég tilkynni þér að það hlut- verk, sem flokkurinn og stjórn in fékk mér í hendur hefur verið leyst. Krúsjeff: Ágætt. Málrómur þinn er líkastur því sem þú værir að koma frá brúðkaupshátíð. Titov: — Vel sagt Nikita Sergeyevich. Há- tíð var það — en„ ekki brúð- kaupshátíð. Krúsjeff (síðar): — Þú hef ur unnið hetjudáð. Þú hefur uppfyllt drauma mannkyns- ins. Við erum hreykin af þér. Þú verður héðan í frá talinn fullgildur félagi í kommúnista flokki Ráðstjórnarrikjanna. Héðan í frá ert þu talinn tullgildur félagi kommúnista-1 flokksins, sagði Krúséff wmm Prír minkar unnir með hrífum KONA, SEM stödd var vestur á Ströndum fyrir nokkrumn dögum leit inn á skrifstofur Mbl. í gær, og skýrði frá því, að fyrir nokkr um dögum, er bóndinn að Bæ, Guðmundur Ragnar Guðmunds- son var að rifja hey niðri við sjó, sá Ingimar sonur hans nvar sex minkar voru á kreiki í fjör- unni. Brugðu þeir feðgar hart við og réðust að minkahópnupn mcð hrífur að vopni. Tókst þeim að vinna þrjá minka með hrífunum en hinir sluppu í stórgrýtisurð í fjörunni. Er þetta til marks urr. hve krökkt er orðið af minkum á þessum slóðum. • Sveppaframleiðsla fyrir stríð Um daginn minntist ég hér í dálkunum á nýja sveppa- framleiðslu, sem er að byrja í Borgarfirðinum. Húsmóðir ein hér í bænum hefur vakið athygli mína á því, að fyrir stríð voru hér framleiddir alveg einstaklega góðir svepp- ir. Hún sagðist einu sinni hafa komið niður í Matardeild og sá þá fallega sveppi í aflöng- um kössum. Hún spurði stúlk- una hvað þeir kostuðu og var sagt að askjan kostaði 5 kr. — Þá ætla ég að fá hana, sagði hún. — Ha, ætlið þér að kaupa þetta, varð búðarstúlkunni að orði. — Þessir sveppir komu frá Jóni frá Laug, skammt frá Geysi, og voru alveg einstak- lega bragðgóðir. Um skeið keýpti þessi húsmóðir sér alltaf sveppina frá Laug í Mat- ardeildinni. En skyndilega hurfu þeir af markaðinum. Hún spurði hverju þetta sætti, og var sagt, að nú væri her- inn búinn að finna þessa herramannsfæðu, sem lítt seld ist til íslendinga, Og keypti hann upp alla framleiðsluna. Sveppir hafa sem sagt verið ræktaðir fyrr á íslandi með góðum árangri. • Eldur eyðir súrefni Fyrir helgina var sagt frá hér í blaðinu, að ljósmyndari Mbl. hefði orðið fyrir slysi með þeim hætti að leið yfir hann í tjaldi og kviknaði í því. Tjaldið var þétt og lokað með rennilási og gastæki búið að loga í því nokkuð lengi. í gær kom hér maður, sem taldi að svipað hefði komið fyrir í ferðalagi, sem hann var í um helgina. Meðan tveir menn óðu á eina inni á öræf- um, til að kanna hana áður en ekið væri yfir, biðu félagar þeirra í bílnum. Þeir ákváðu að hafa þar heitt Og notalegt, þegar mennirnir kæmu blautir Og kaldir inn og létu því loga á tveimur gastækjum, en höfðu glugga og dyr vandlega lokað. Allt í einu fékk einn þeirra aðsvif. Hann svitnaði, missti meðvitund og fékk krampa. Þetta stóð í 5—10 mínútur og urðu þeir félagar að sjálfsögðu skefldir. En þeg* ar búið var að opna gluggana og lofta vel út, batnaði menn- inum strax Og fann hann ekki til þessa kvilla framar. Ekki vita þeir félagar h* ort þetta stafaði beinlínis af súrefnis- skorti, eftir að eldurinn var búinn að eyða því um stund úr loftinu í þessum litla bíl, en létu sér detta það í hug, eftir að þeir lásu frásögnina af ljós- myndaranum. HvOrt sem það er rétt eða ekki, er full ástæða til aðvara fólk um, að gæta þess að hafa ávallt nægilegt hreint loft í litl um kofum, bílum eða þcttum tjöldum úr gerfiefnum, ef gas- tæki eða primus er látið loga lengri tíma, því eldurinn eyðir að sjálfsögðu súrefninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.