Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 8
6 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. ágúst 1961 XSLENZKI kristniboðslæknir- inn, Jóhannes Ólafsson, hefur gegnt störfum um eins árs skeið í sjúkrahúsi norska kristniboðssambandsins í hér- aðshöfuðstaðnum Irgalem í Suður-Eþíópíu. Þótti það nauð synlegur undirbúningiur þess, að hann tækist einn á hend- ur læknisþjónustu í stöðvar- umdæmunum Konsó og Gi- dole. Þegar Jóhanhes kom til Ir- galem var þar fyrir norskur læknir, Tausjö að nafni. Hafði hann langa reynslu að baki sér. Svo var aðsókn mikil að sjúkrahúsinu, að Jóhannes og Áslaug kona hans, sem er Þjóðvegur skammt frá Irgalem. Inset-tré, svipar til bananatrés en ber ekki ávexti. beltisgróður þar sem leynist urmull af fuglum og dýrum. — Hita- Glefsur úr bréfi frá íslenzkum lækni í Suður-Eþídpíu hjúkrunarkona, gátu engan tíma tekið til málanáms. Við sjúkrahúsið störfuðu þrjár norskar hjúkrunarkonur, en í sambandi við það er hjúkrun- arskóli fyrir innlenda menn. Einn hjúkrunarmannanna í Konsó hefur fengið þar mennt un sína. Jóhannes hefur að hætti lækna verið sparsamur á fré- sagnir af starfi sínu. Hefur hann ekkert um það skrifað nema smá glefsur í einkabréf- um. Þau hjónin hafa fengið reynslu fyrir því, að mikla á- reynslu kostar að venjast ger- breyttu umhverfi. í starfinu sjálfu var flest mjög frábrugð ið því, sem þau höfðu vanizt hér heima. Byrjunarerfiðleik- arnir voru miklir: — Allt nýtt: Lyfjaheiti, sjúk dómar, vinnuaðferðir og mála glundroði. Lítill tími vinnst til að lesa amharísku, svo ég nú ekki tali um það sem ég þyrfti að lesa starfs míns vegna. Ekki gerir betur en að tími vinnist til að fletta upp því sem er mest aðkallandi hverju sinni. — Við höfum skipt með okkur störfum þann ig, að dr. Tausjö hefur lækn- ingastofuna en ég legusjúkl- inga. Hann aðstoðar þó við meiriháttar aðgerðir. f ársbyrjun 1961 skrifar Jó- hannes: — Dr. Tausjö segir að aldrei hafi verið önnur eins aðsókn að sjúkrahúsinu og nú, það er að segja af legusjúkling- um. Undanfarnar sex vikur hafa verið gerðir 120 uppskurð ir, stórir og smáir. Á lækn- ingastofuna koma 100 til 150 sjúklingar á degi hverjum. Það er ekki í samræmi við vestrænar kröfur að ætla ek'ki hverjum sjúklingi meiri tíma en við gerum. En með því einu móti komumst við yfir að hjálpa mörgum og það á jafn ódýran hátt og þessu fátæka fólki hæfir. Annríki eykst um allan helming, þegar annarhvor læknanna fer frá, einhverra orsaka vegna um lengri eða skemmri tíma, — máske sótt- ur til fjarlægra staða. — Undanfarna daga hefur hér verið óskaplegt annríki, — fyrir hádegi á lækninga- stofunni en síðdegis í sjúkra- húsinu. Á miðvikudag gerði . hér feiknmikla úrkomu og hrundi þá nokkur hluti fanga hússins. Fórust þá 9 fangar en 20 særðust mikið og voru flutt ir hingað. Við lögðum þá inn í ófullgerðan hluta sjúkrahúss ins, skoðuðum þá og gerðum að sárum þeirra langt fram á kvöld. — Svo virðist sem berkla- veiki sé að aukast í Suður- Eþíópíu. Við finnum daglega ný tilfelli af lungnaberklum á háu stigi. Því miður er skiln- ingur fólks á lækningum svo takmarkaður, að fæstir fást til að fara að okkar ráðum um að fcoma reglulega til með ferðar. Flestir hætta eftir 2 til 3 vikur. Það <er líka reynsla annarra lækna hér, að hafa verið strangt eftirlit með berklasjúklingum og jafnvel sækja þá heim til þeirra, van- ræki þeir að koma til meðferð- ar. Þann hátt hafa Bretar haft á sínum Health Centers víða í nýlendunum. Kristniboðslæknar taka sinn þátt í prédikunarstarfi, að svo miklu leyti sem þeir fá því við komið. Bæði nafa þeir guðræknisstundir i sjúkrahús unum og tala auk þess stöku sinnum á guðsþjónustum og samkomum. Þannig segist Jó- hannesi frá í einu bréfinu: — Um helgina var hér mót. Eg talaði á síðdegissamkom- unni. Kirkjan var þétt skip- uð, áheyrendur um 400, og voru konur þó á samkomu út- af fyrir sig á sama tíma. Síðasta bréf Jóhannesar sem hér verða birtar glefsur úr, er skrifað 2. júli síðastliðinn. — Tíminn líður ótrúlega fljótt þegar nóg er að gera. En staðreynd er það að við erum bráðum búin að vera hér eitt ár. Okkur hefur liðið þvi betur, þess lengur sem við erum hér. Ekki fer hjá því að við finnum stundum til þreytu. En vitundin um að vera mörgum til gagns vegur 'fyllilega upp á móti því. Mest virði er okkur þó að verða vör Guðs blessunar í starfimu. — Á þeim 11 árum sem hér hefur verið unnið að kristni- boði hefur ótrúlega mikið gerzt. Fréttir berast um að ný ir samfélagshópar kristinna manna hafi orðið til hér og þar. í kristniboðsstöðvar um- dæminu, sem heyrir undir Ir- galem, eru 77 slíkir hópar sem koma reglubundið saman á hverjum sunnudegi til að hlýða á Guðs orð. Flestir þeirra hafa byggt sér sinn eigin „kirkjukofa“, alveg við sitt hæfi. Norska kristniboðið forðast að láta þá verða sér háða fjárhagslega og styrkir þá mjög óverulega. Tveir prestar þjóna þessum söfnuð- T--------' — 1----‘ 1 ‘ að fá hinn þriðja. Kristniboðið sér bæði prestum og innlend- um trúboðum fyrir skóla- menntun. — Talsvert hefur borið á því, að kristnir menn í Suður- Eþíópíu sættu ofsóknum. Hér í Irgalem sitja nokkrir menn í fangelsi fyrir það eitt að þeir eru kristnir. Skömmu eft- ir uppreisnina fór nefnd krist- inna manna á fund keisarans og bar fram kvörtun vegna skerðingar á trúfrelsi. Keis- arinn tók nefndinni vel og hét að láta málið til sín taka. Nýlega var lúterska kirkjan hér í landi viðurkennd að lög- um. Er það talið vera mjög þýðingarmikið. Söfnuðunum er nú heimilt að kaupa lóðir, reisa kirkjur, skólahús og aðr ar stofnanir, og reka í sínu nafni. — Söfnuðirnir hafa unnið að því að koma á fót skólum úti á meðal almennings. Bene- dikt Jasonarson, kristniboði, hefir skrifað . um þetta í Bjarma og nefnt það þorps- fræðslu. Skólar kristniboðs- stöðvanna gera sitt til að örva þetta fræðslustarf og taka við nemendum til framhaldsnáms. Og hvílík þörf er ekki á því! Sl. vor var haldin í Addis Abeba ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um menningarmál. Var þá upplýst að Eþíópía væri meðal þeirra þjóða, sem eru skemmst á veg komnar í þeim efnum. Var frá því skýrt í útvarpi og blöðum. — Eg hef áður sagt frá því, að aðalritari æðsta embættis- manns Sidamohéraðs boðaði helztu leiðtoga kristniboðsfé- laga, sem starfa í héraðinu á sinn fund og skýrði frá því að öllum kristniboðum væri frjálst að starfa hvar sem er í héraðinu. Kristniboðum væri heimilt að ferðast um og pré- dika. Allt til þess höfðu þeir ekki leyfi til að prédika eða kenna annars staðar en á kristniboðsstöðvunum. Þetta boðar nýja tíma, nýja mögu- leika. — Enn hefur borizt frétt um að fremstu leiðtogar hinna fornkristnu Kopta hafi skorað á evangeliska söfnuði í land- inu, að taka saman höndum um að hindra frekari út- breiðslu Múhameðstrúar í landinu. Við vitum ekki hverju slíkt sætir. Hingað til hefur koptiska kirkjan unnið gegn evangelisbu kristniboði eftir getu. Vera má að henni sé farið að skiljast að ónóg sé að skvetta vígðu vatni á fólk til þess að það verði kristið. Jóhannes Ólafsson, kristniboðslæknir, og fjölskylda: Áslaug t Johnsen oer Ólafur Árni. Rúmlega 7 millj. jafnað niður á Siglufirði Allf að !8°/o útsvarslækkun frá útsvarsstiga kaupstaðanna SIGLUFIRÐI, 9. ágúst. — Bókin, í þeirri upphæð innifaldar 10 sem aliir lesa, en fáir dá, útsvars vanhaldaprósentur lögum sam- skráin, kom fyrir sjónir bæjar-; kvæmt. Lagt var á samkvæmt út- búa í gær. Alis var jafnað niður svarsstiga kaupstaðanna og öll sjö millj. 156 þús. kr., og erui útsvor síðan lækkuð um 8%. Til viðbótar verða þau útsvör, sem greiðast fyrir fyrsta september, lækkuð um 10% þannig að skil- vísir greiðendur fá um 18% af- slátt frá útsvarsstiga kaupstað- anna. Af félÖgum greiða hæst útsvör Kaupfélagið 194 þúsund, Olíu- verzlun íslands 112 þúsund Skelj ungur 87 þúsund, Kjötbúðin 80,200 krónur. Af einstaklingum bera hæst útsvör Vigfús Frið- jónsson, 60,100, Þráinn Sigurðs- son 59,100, Jón Jóhannsson 41,800 og Gestur Fanndal 40,900 krónur. Hér greiða nú 754 einstaklingar og 51 fyrirtæki útsvör. — Stefán. HADERSLEV, Danmörku, 9. ág. (Reuter) Níu hermenn særðust í gærkvöldi, er bifreið var ekið á fullri ferð beint inn í hóp gang- andi hermanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.