Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. ágúst 1961 ÞAÐ er engu líkar en það sé að „komast í tízku“ í Bandaríkjunum að stunda flugvélarán — og þrá „loftræningjanna“ (sbr.. sjóræningjar) virðist yfir- leitt stefna til Kúbu, „dýrðarríkis" Castros. — Það er annars síður en Æsandi andartak á E1 Paso-flugvellinum 3. á.gúst sl. — Lögreglumenn skjóta um á hjólbarða þotunnar, sem feðgarnir Leon Bearden og Cody Leon (16 ræna og komast á til Kúbu. úr bílum sín- ára) hugðust Loftrána-faraldur í Bandaríkjunum svo ástæða til að hafa þetta í flimtingum, því að þetta er orðið alvarlegt mál — svo alvarlegt, að flugumferðarstjóri Banda- ríkjanna hefur skorað á þingið að endurskoða lög- in um sjórán — og láta þau ná til „loftrána“ einn- ig. — Síðasta tilraunin til flugvélaráns var framin á flugvellinum í E1 Paso í Texas hinn 3. þ.m., er tveir bandarískir feðgar reyndu að ná á sitt vald farþegaþotu af gerðinni Boeing 707 og neyða flug- manninn til að halda til Kúbu. Þótt tilraunin mis- tækist, hefur hún vakið hvað mesta athygli af öll- um þáttum þessa óhugnan lega ránafaraldurs. Hér voru að verki feðgar, er lögreglan þekkti nokkur deili á — og allur gangur málsins á E1 Paso-vellin- m um var mjög „dramatísk- ur“, enda munaði harla mjóu, að ránið tækist, svo sem komið hefur fram í fréttum blaðsins. ■■ ★ Fyrri atburðir ☆ Loftræningjarnir eftir að þeir höfðu verið yfirbugaðir og handteknir . En ýmislegt var á undan gengið. Fyrr í sömu viku, eða hinn 31. júlí, reyndi vopn- aður farþegi að ná á sitt vald flugvél frá Pacific Air Lines. Særði hann flugmanninn skot sári á höfði — en brátt tókst að afvopna manninn og koma Vélarbilun gróusögur LÍTILSHÁTTAR vélarbilun er varð í björgunarbátnum G. J. Johnsen í síðastliðnum júnímán- uði, hefur orðið tilefni slúðursögu, og þá einnig illkvittningslegra og ómaklegra árása á Henry Hálfdánarson, því óvildarmenn hans virðast engu hálmstrái sleppa, sem gæti rýrt mannorð hans eða kastað skugga á starf- semi hans hjá Slysavarnafélag- inu. Sagan segir að báturinn hafi verið sendur með réttindalausa menn og vélin ef til vill bilað af þeim sökum. Báturinn legið í stórviðgerð á ísafirði, en H. H. áætlað viðgerðartíma 1 viku. Hér hljóti því eitthvað að vera að ger ast sem þurfi að fela og beri Henry, eða einhverjum öðrum að gefa skýrslu um þetta allt sam- an. Mér er vel kunnugt um. að hér er engu verið að leyna, frekar en öðru í starfsemi Slysavarna- félagsins. Henry Hálfdánarson skrifaði strax um þessa ferð þeg ar hann kom heim og-lýsti henni skilmerkilega og segir frá óhappi því, sem kom fyrir, að tannhjól í drifi brotnaði, svo að skilja varð bátinn eftir á ^afirði og fresta áframhaldi ferðarinnar, þar til varahlutur fengist og búið væri að lagfæra bilunina. Báturinn lagði upp í þessa um ræddu ferð hinn 22 maí s.l. Var förinni heitið vestur á Strandir til þess að „vísitera" björgunar- stöðvar félagsins. Skipstjóri var Lárus Þorsteinsson, skipherra hjá Landhtigisgæzlunni, sem auk þess að hafa margföld skipstjórn ar- og vélstjóraséttindi fyrir skip af þessari stærð, er þaulkunnug ur öllum þeim stöðum, sem fara átti til. Vélamaður var Þórður Kristjánsson, harðduglegur mað ur, þaulvanur meðferð minni diesesvéla og hefur mjög mikið haft með þessa vél að gera og gjörþekkir hana. Auk þess voru enn tveir menn á bátnum og var H. H. annar þeirra. Ég held, að allir, sem þekkja þessa 4 menn, sem hér ýttu frá landi, séu sammála um að bátur1 inn hafj verið vel mannaður. Ferðin gekk líka í alla staði vel og áætlun haldin þrátt fyrir norð angarð og nljög óhagstætt veður á vesturleið, þar til vélarbilun varð á ísafjarðardjúpi og bátinn varð að skilja eftir, en þá höfðu Strandirnar verið heimsóttar. Það er ekkert óvenjulegt að vél arbilun verði í skipj eða bát, og eru sjaldnast gerð hróp að skips höfn eða útgerðarfélagi vegna þeirra. Það er þá heldur ekkert óvenjulegt, að áætlaður viðgerð artími lengist í framkvæmd og getur margt valdið. í þessu til- felli mun annrík; isfirzku vél- smiðjunnar hafa tafið bátinn ca 3 vikur par eð ekki var talið jafn aðkallandi eða nauðsynlegt að koma honum af stað aftur, eins og bátum er voru að búast á síld veiðar. í öðru lagi var öll skips- höfn bátsins í Reykjavík og mun báturinn hafa verið tilbúin um 2 vikum áður en hægt var að senda hana aftur til þess að ljúka ferð inni. Skipshöfnin er öll bundin öðrum störfum, eins og flestir í veg fyrir áform hans. — Hinn 25. júlí reyndi annar byssumaður hið sama. En það fór eins fyrir honum — ein- um af áhöfn flugvélarinnar tókst að afvopna hann. En degi fyrr hafði Electra- flugvél frá Eastern Air Lines verið rænt — og flogið til Kúbu. Einn af farþegunum (Kúbumaður) beindi byssu að flugmanninum og neyddi hann til að breyta um stefnu, skömmu eftir að lagt var upp frá Miami á Florida. — Banda ríkjastjórn gerði þegar ráð- stafanir til þess að ná flug- vélinni úr klóm Castros — en hann neitaði afdráttaraust að láta hana af hendi, og sagð ist mundu hirða aðrar flug- vélar, sem „slæddust“ til Kúbu með slíkum hætti. — Það hafði þó gerzt áður, að flugvél, sem rænt hafði verið yfir Florida og flogið til Kúbu, hafði verið látin laus og leyft að fljúga aftur til Bandaríkj- anna. •fc Flugtak hindrað Eins og fyrr segir, vakti ránstilraunin í E1 Paso einna mesta athygli allra þessara atburða. Það var einungis að þakka snörum viðbrögðum lögreglu og flugvallarstarfs- manna í E1 Paso, að áform hinna fífldjörfu, afbrota- hneigðu feðga mistókust. Byssumennirnir leyfðu öllum nema fjórum hinna 67 far- þega að fara úr flugvélinni — þessum fjórum héldu þeir sem gislum til þess að reyna að hindra valdbeitingu af hálfu lögreglunnar. Eftir að eldsneyti hafði verið dælt á vélina, skipuðu leðgarnir flug manninum að reyna flugtak, þrátt fyrir hindranir, sem sett ar höfðu verið upp á flugvell- inum. Hefði það að líkindum tekizt, ef lögreglumenn hefðu ekki ekið á eftir flugvélinni og skotið á hjólbarða hennar. Þótt undankomuleið væri þannig lokað, neituðu byssu- feðgarnir enn að gefast upp og miðuðu áfram byssum sín- um á farþega og áhöfn. Svo fór þó, eftir langt og mikið taugastríð, að einum farþeg- anna tókst að koma föðurn- um að óvörum og slá hann niður — en lögreglumaður, sem tekizt hafði að laumast um borð í vélina, yfirbugaði soninn í sama mund. Þar með lauk þessu æsandi „ævintýri". Fyrstu viðbrögðin í Washing ton voru þau, að gefið var leyfi til þess að hafa vopnaða verði í farþegaflugvélum. Kann það að minna ýmsa á hina „gömlu og góðu“ daga póstvagnanna, þegar vopnað- ur vörður sat við hlið ekilsins með byssuna reiðubúna. Samsæri? Rannsóknarnefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, sem fékk skýrslu um atburð- inn í E1 Paso, var tjáð, að Leon Bearden (faðirinn) hefði látið svo um mælt við rann- sóknarlögreglumann, að sér „geðjaðist ekki lengur að stjórn Bandaríkjanna“ — og því hefði hann ætlað að reyna að komast til Kúbu. — Rannsóknarlögreglan kvað nú vera að rannsaka lausfregnir um, að gert hafi verið sam- særi um að ræna enn fimm farþegaflugvélum og fljúga þeim tli Kúbu. Er því mjög strangt eftirlit haft með öll- um flugferðum í Bandaríkj- unum þessa dagana — og flugumferðarstjórnin hefir skorað á flugfélögin að hafa nánar gætyr á öllum, sem fara um borð í flugvélar þeirra. Allmiklar umræður urðu í þinginu um alla þessa atburði — og kröfðust ýmsir ákveð- inna aðgerða gegn Castro- stjórninni á Kúbu, sem sýni- lega stæði að bak; loftrána- faraldrinum. — Ef það sann- ast, að Kúbustjórn og loftræn ingjarnir hafi gert samstæri um ránin, sagði öldungadeild- armaðurinn Clai Engle frá Kaliforníu (demokrati), þá •hlýtur slíkt að skoðast sem „styrjaldaraðgerðir — og ber þá að haga sér í samræmi við það“. starfsmenn Slysavarnafélagsins og tók það því að sjálfsögðu nokkurn tíma unz þeir gátu allir losnað um stund úr sínu aðal- starfi, þar sem um svo langa ferð var að ræða. Vélsmiðjan Þór á ísafirði ann aðist skipti á hjólum þeim er brotnuðu og fór engin önnur eða meiri aðgerð fram, hvorki á bát eða vél. Skipshöfnin tók bátinn laugardaginn 22. júlí og hélt hinni áætluðu ferð áfram. Komið var aftur 29. 7. til Rvík ur. Vél og skip í ágætis lagi og skipstjóri og skipshöfn ánægðir með ferðina, sem gekk í alla staði vel. Öll björgunarskýli félagsins á þessum slóðum voru heimsótt og skoðuð. Þessj skýli eru sem kunn ugt er dreifð um hina hrikalegu strönd og 1 flestum tilfellum langt frá mannabyggðum og höfnum og því mjög óaðgengileg venjuleg um skipum. Þessi ferð G. J. Johnsen á senni lega eftir að marka tímamót í sögu Slysavarnafélagsins. þar sem' eigið skip með merki félags- ins rennir upp að öllum þessum skýlum og björgunarsveitirnar á þessum afskektu stöðum fá tæki færi til að tala við fulltrúa félags ins og sjá með eigin augum þetta vel útbúna og fallega björgunar tæki, sem ætti að vera (og verð ur) stolt félagsins og einn af hin- um styrkustu hlekkjum í starf- semi þess. Ýmsir, sem bó telja sig hlynnta Slysavarnafélaginu, hafa fundið hvöt hjá sér til að hnjóða í þenn an ágæta bát, sem félaginu var gefinn útgjalda og kostnaðarlaust af stórhuga og velviljuðum heið- ursmanni, telja hann óþarfan og óheppilegan. Reynzlan er hins vegar að sanna hið gagnstæða og fer þá vonandi líka nöldurs og níðröddum fækandi. Það væri vissulega öllum vin. um Slysavarnafélagsins kærast. Reykjavík, 1. 8., 1961 Guðfinnur Þorbjörnsson. Viðræður Rusks PARÍS, 8. ágúst (Reuter). —' Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk í dag á fund de Gaulle, forseta, og ræddi við hann um Bizerta-málið. Áður en ráðherrann heldur heimleiðis, mun hann fara til Rómar og eiga fund með Fanfani, forsætisráð- herra Ítalíu, sem er nýkominn heim frá viðræðum við Krúsjeff í Moskvu. Loks mun Rusk á fimmtudaginn ræða við Aden- auer, kanzlara Vestur-Þýzka- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.