Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLÁÐ1Ð Fímniíudagur 10. ágúst 1961' Útgeíandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BANDINGI KOMMÚNISTA ¥»egar Framsóknarflokkur- * inn myndaði Hræðslu- bandalagið með Alþýðu- flokknum voríð 1956, sagðist hann gera það til þess að ganga milli bols og höfuðs á kommúnismanum á íslandi og eyða áhrifum Sjálfstæðis- flokksins á stjórn landsins. Niðurstaðan varð sú að Framsóknarmenn tóku komm únista með í ríkisstjórn strax að kosningum loknum og unnu ósleitilega að því með- an vinstri stjórnin fór með völd í tvö og hálft ár, að efla áhrif þeirra, sem mest þeir máttu. — Síðan vinstri stjórnin rofnaði hafa Framsóknarmenn gerzt alger handbendi kommúnista. Það er þess vegna rétt sem Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, sagði í ræðu á héraðsmóti Sjálfstæðismanna í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp sl. sunnudag, að Fram- sóknarflokkurinn er í dag bandingi kommúnista. Hann hefur enga sjálfstæða stefnu í íslenzkum þjóðmálum. — Hann eltir kommúnista í einu og öllu. Þannig styðja Framsóknar menn nú kommúnista af al- efli innan verkalýðsfélag- anna í baráttunni við lýð- ræðissinna. Þeir hjálpa þeim tU þess að hefja pólitísk verk föll í þeim tilgangi að brjóta nið'ur lífsnauðsynlegar við- reisnarráðstafanir í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þeir hjálpa þeim einnig til þess að kljúfa raðir vinnuveit- enda og til að hefja kapp- hlaup milli kaupgjalds og verðlags. Hvenær sem komm únistar krefjast liðsinnis Framsóknarmanna er orðið við þeirri liðsbón. Þeir Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson eiga nú einskis ann- ars úrkostar en að elta kommúnista út í hvert það forað, sem þeim þóknast að stefna út í. } — ★ — Hversvegna er svo hörmu- lega komið fyrir Framsókn- arflokknum, sem einu sinni sagðist vera lýðræðisflokkur og „milliflokkur“ í íslenzk- um stjórnmálum? Ástæðan er engin önnur en sú að Framsóknarflokk- urinn hefur firrt sig trausti allra annarra en flugumanna hins alþjóðlega kommún- isma á íslandi. Hann hefur gengið undir það jarðarmen að ljá lið sitt til hvers- konar moldvörpustarfsemi og skemmdarverka gagnvart hagsmunum íslenzku þjóðar- innar. Svo mikið er lánleysi Framsóknarflokksins að jafn vel í utanríkis- og öryggis- málum hafa leiðtogar hans stutt hræsnisáróður kommún ista, ög baráttu þeirra gegn þátttöku íslands í samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða. Framsóknarflokkurinn berst í dag um eins og bandingi á fleka Moskvu-kommúnism- ans. Hið fáheyrða ábyrgðar- leysi hans og sviksemi gagn- vart íslenzkum þjóðarhag hefur valdið víðtækum klofn ingi innan raða hans. Þenn- an klofning reyna foringj- arnir að breiða yfir með sí- felldum upphrópunum og æsingum. En margt bendir til þess að bandinginn muni ekki sleppa heill á húfi af fleka kommúnista. íslenzk- ur almenningur gerir sér Ijóst hvað hér er að gerast. Hinn alþjóðlegi kommún- ismi hefur bergnumið stjórn- málaflokk, sem einu sinni var talinn ábyrgur lýðræðis- flokkur, en svífist nú einskis til þess að grafa undan ör- yggi þjóðarinnar, í senn á sviði efnahags- og utanríkis- mála. V erkfal Isforí ngj- arnarnir felldu geng/ð ¥Tm það getur engum heil- vita manni blandazt hug ur, að það voru foringjar og forgöngumenn hinna póli- tísku verkfalla, sem í raun og veru felldu gengi ís- lenzku krónunnar nú í sum- ar. ÖU þjóðin vissi að út- flutningsframleiðslan gat ekki bætt á sig auknum til- kostnaði. Það fór því ekkert á milli mála að af verulegri kauphækkun á þessu sumri hlyti að leiða hallarekstur og í kjölfar hans nýja . gengis- fellingu. Formælendur hinna pólitísku verkfalla vissu þetta mæta vel. Jakob Frí- mannsson, formaður SÍS og framkvæmdastjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga, lýsti því yf- ir á aðalfundi KEA sl. vor sem sinni skoðun, að af hækkuðu kaupgjaldi hlyti að leiða gagnráðstafanir til verndar útflutningsframleiðsl unni. Engu að síður lét hann hafa sig til þess að kljúfa samtök vinnuveitenda á Norðurlandi og hjálpa komm únistum til þess að brjóta skörð í múra viðreisnarinn- ar. Vitanlega gerði Jakob Frímannsson þetta sam- hálsinn“ FERÐAMENN frá Norður- löndum og víðar að, sem ek- ið hafa um Danmörku suður til annarra Evrópulanda, mun mörgum hafa orðið mið ur fögur orð á vörum, þegar þeir komu að Kielar-skurð- inum — og sáu, að verið var að snúa hinni gömlu vendi- brú til þess að hleypa áfram skipunum, sem biðu þess að komast leiðar sinnar. Þetta þýddi, að ferðamaðurinn varð að bíða góða stund, áð- ur en brúnni var snúið á ný, svo að hann gæti ekið bíl sínum yfir. Og þá bölvaði skipstjórinn á næsta skipi, sem var kannski rétt í þess- um svifum að koma að brúnni — og varð nú að bíða þess sjö mínútur að fá að Halda áfram ferðinni. — Þannig var þessi fimmtuga brú víst álíka óvinsæl meðal sæfara og landferðamanna — enda hefur hún löngiun í daglegu tali gengið undir því óvirðulega nafni „Flöskuháls- inn“, og verið talin versti Daginn áður en göngin voru formlega opnuð til umferð- ar, voru þau sýnd almenningi. Framvegis fær gangandi fólk hins vegar ekki að fara um göngin — en siðar á að gera sérstök göng fyrir fótgangandi og hjólreiðamenn. . . farartálminn á Evrópuvegi 3, sem er aðalumferðaræðin frá Skandinavíu suður um Ev- rópu, alla leið til Lissabon. — ★ — Við sögðum „var" um brúna, því að nú þarf hún ekki lengur að verða nein- um þyrnir í augum. „Flösku- hálsinn“ hefur verið brotinn — og mun ekki framar valda ljótum mupnsöfnuði, hvorki á sjó né landi. — Hiijn 26. júlí síðastliðinn opnaði vest loksins brotinn in" undir Kielar- skurð eru geysileg samgöngubót — og eittbvert mesta Hér sést inn í munna jarðgangnanna að norðanverðu. kvæmt fyrirskipunum Her- manns Jónassonar og Ey- steins Jónssonar. Það liggur þannig fyrir nargsannað að það voru /erkfallsforingj arnir í Komm únistaflokknum og Fram- sókharflokknum sem unnu það óþurftarverk að höggva enn nýtt skarð í hina verð- litlu íslenzku krónu, sem nú- verandi ríkisstjórn hafði þó tekizt að skapa nýtt traust á, utan lands og innan. Ö/æð/ og ómenning skemmtana- verzlunar- ¥ ýsingarnar a ^ lífinu um mannahelgina eru margar ó- fagrar. Mikill fjöldi fólks hefur að vanda leitað út úr þorpum og kaupstöðum til fagurra og fjölsóttra staða víðsvegar um land. — En á mörgum þessara staða hefur taumlaust ölæði og skríl- mennska sett svip sinn á framkomu fólksins. Hundruð unglinga og fullorðinna hafa reikað um ofurölvi og valdið hneykslun siðaðra manna, sem gjarnan hafa viljað njóta sumars og sólar í faðmi íslenzkrar náttúru. Slík framkoma fjölda fólks setur sorglegan ómenningar- stimpil á þjóðina í heild. Sá hópur er raunalega stór, sem ekki getur skemmt sér án þess að nálgast stig skyn- lausrar skepnu. Úr þessu verður naumast bætt með lagaboðum og bönnum. Heilbrigt almenn- ingsálit, sem fordæmir óhóf- ið og vesaldóminn, er það eina, sem hindrað getur end- urtekningu slíks framferðis. Það verður að hefja herferð gegn hinum taumlausa og siðlausa drykkjuskap, sem landlægur er orðinn á ein- stökum hátíðis- og frídögum. íslendingar verða að skafa þennan ómenningarstimil af séc. — mannvirki i Evrópu ur-þýzki samgöngumálaráð herrann, Seebohm, „Evrópu . jarðgöngin“ svonefndu, semí liggja undir Kielar-skurðinn í Rendsburg — og samtímis var hafizt handa um að rífa hina fimmtíu ára gömlu, ó- ivinsælu vendibrú. Munu vist Ifáir hafa kvatt hana með söknuði, þótt hún hafi gegnt sínu hlutverki um hálfrar laldar skeið, sjálfsagt eins dyggilega og til var stofnað. 100 þús. lestir af steypu og járni Hin nýju jarðgöng mega sennilega teljast eitthvert mesta mannvirki, sem lagt hefur verið í um norðan- verða Evrópu — a.m.k. erj hér um að ræða mestu jarð- göng, sem gerð hafa verið 1 allri álfunni enn sem komið er. Jarðgöngin, sem nú eri unnið að undir fjallrisann, Mont Blanc, eru reyndar enn stórkostlegra mannvirki — en það er enn langt í land, að þeim verði lokið. — Framkvæmdir við „Evrópu- jarðgöngin“ hófust í nóvem- ber 1957. í>au eru um 1200 metra löng, og í þeim eru ;vær 7 metra breiðar ak- brautir. Á þeim þrem og hálfu ári (rúmlega), sem lið- in eru síðan framkvæmdir. hófust, hafa um 1.000 verka- menn unnið að því með um 300 stórum og smáum vinnu- Framhald á bls. 15. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.