Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. ágúst 1961 MORCVNBLAÐtÐ 13 Tjarnarborg riýtt félagsheJmili Ólafsfirðinga Sli. tAUGARDAG var vígt nýtt félagsheimili á Ólafsfirði. Ber það nafnið Tjarnarborg og er að frágangi og tilhögunr eitt hið full komnasta samkomuhús sinnar tegundar hérlendis. Ví gsluljóð TJARNARBOBG Vígsluljóð 29/7 1961. Við heimsækjum vini á hátíðastund á hlýjum og sólbjörtum degi. Við öll höfum þráð þennan fagnaðarfund, sem fyrnast né gleymast mun eigi, því vonirnar urðu að veruleik hér þá vígt þetta félagsheimili er. Þið ötula fólk, bæði meyjar og menn, sem mest hafið stutt hér til dáða. Við sáum það áður, og sjáum það enn, að seinþreytt þið eruð til ráða. Ef lyfta þarf björgum til bóta í byggð, þið bjóðist til starfa af festu og tryggð. Við trúum því hiklaust að til séu enn þeir töfrar, sem valda því máttu, að íslenzkar byggðir og bæir og menn sér blessandi varðengla áttu, I>eir hlífi ykkur öllum við sjó og í sveit, þeir signi og verji vorn itthagareit. ' J. M. Vinna hófst við húsbygginguna fyrir um 6 árum. Teikningar gerði Haldór Kalldórsson arki- tekt í Reykjavík, en innanhús- teikningu Sigvaldi Thordarson arkítekt. Byggingameistari var Gísli Magnússon, Ólafsfirði. Yfir smiður innanhúss var Þórður Friðbjarnarson frá Akureyri, en Magnús Stefánsson rafvirkja- meistari á Ólafsfirði sá um raf- lagnir. Hans og Kristján Vigfús- synir frá Litla-Árskógi máluðu innanhúss, en Sigmundur Jóns- son annaðist utanhúss-málningu. Nýja blikksmiðjan í Reykjavík Tjarnarborg — félagsheimili Ólafsfirðinga setti upp lofthreinsunarkerfi en Tómas Björnsson á Akureyri ann aðist hitalögn. Að þessari bygg- ingu standa Ólafsfjarðarbær á- samt 10 félögum á Ólafsfirði. Vígsluhátíðin hófst laust eftir kl. 15, sl. laugardag, en til hennar var boðið öllum fullorðnum heimamönnum, svo og burtflutt um Ólafsfirðingum, en þeir Aðalsalur félagsheimilisins Á mættu margir. A sjötta hundrað manns sat þetta hóf og var veit- inga neytt sem slysavarnarkonur önnuðust svo og konur úr verka kvennafélaginu Siguiwon og einn ig konur úr kvenfélaginu Æsk- unni. Framkvæmdastjóri hússins er Jakob Ágústsson. Björn Stefánsson setti samkom una, og stjórnaði ræðuhöldum, en margir tóku til máls, bæði heimamenn og burtfluttir Ólafs- firðingar. Séra Kristján Búason flutti vígsluræðu og Gísli Magn- ússon múrarameistari lýsti hús- inu. Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri rakti sögu byggingar innar frá upphafi. Á milli ræðu halda var almennur söngur og honum stjórnaði Kristinn Þor- steinssor. Akureyri. Einnig söng Erlingur Vigfússon einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar. Að borðhaldi loknu var stiginn dans af miklu fjöri frameftir nóttu, við undirleik „Gautanna“ frá Siglufirði. Á sunnudag var svo barnaskemmtun og var til hennar boðið öllum börnum bæj arins. Tjarnarborg er mjög glæsi legt hús, stendur það í hjarta Frh. á bls. 17. Kaupsýslumenn ekki skamma verðir? — Nokkurs konar opinberir starfsmenn — Allt mælt og vegið, svo að réttlætið fengi notið sín — Ævintýramennska að leita nýrra viðskiptasambanda! — Ekkert náttúrulögmál að íslendingar verði að búa við verri viðskiptakjör en aðrir — um þetta m. a. f jallar Vettvangur í dag HÉR á árunum kom varla svo út kommúnistablað, að þar væru heildsalar ekki hrakyrtir. Og ekki vönduðu ýmsir aðrir þeim kvéðjurnar. Starfsheiti stórkaupmanna var vel á vegi að verða vinsælasta skammar- yrði vinstri manna. i En hve margir hafa veitt því athygli, að heita má að skamm- ir þessar séu hljóðnaðar? Kaup- inennirnir virðast orðnir álíka sauðmeinlausir og sendisveinarn ir þeirra. Á þá er ekki lengur eyðandi púðri í vinstri press- unni. 1 _ Og hve margir hafa hug- leitt hvernig á þessu getur stað- ið? 1 Óumdeild staðreynd er það, að kommúnistar ætla sér að kollvarpa hinu lýðræðislega Stjórnarfari og reisa þess í stað, það sem þeir kalla alþýðulýð- ræði. Staðreynd er það líka, að öllum áróðursmætti beita þeir hverja stundu í þágu þess mark- miðs, og reyna þá auðvitað að eyðileggja það, sem þeir telja styrkast í hinu lýðræðislega þjóðfélagi hverju sinni. Með þetta í huga er ómaksins vert fyrir alla þá, sem lýðfrelsi unna, að leita svars við spurn- ingunni: Hvernig getur á því staðið, að þeir telja kaup- mannastéttina ekki lengur 6kamma verða? Fyrst hlýtur mönnum þá að detta í hug, að kaupmenn séu ekki lengur einhver öflugasta stétt atvinnurekenda, sem gegni einu þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu á þann hátt, sem lýðræðisskipulagið ætlist til — og kommúnistar þar af leiðandi telji sér skylt að berjast hart gegn. □ Hvaða breyting er það þá, sem orðið hefur á högum kaup- mannastéttar og verzlunar- mannastéttar í heild? í stuttu máli eitthvað á þessa leið: Þeir, sem verzlun ráku, voru á hafta- tímanum gerðir að nokkurs konar opinberum starfsmönn- um. Einum heildsalanum var t.d. sagt, að hann mætti flytja inn þessa vörutegund fyrir eina milljón, aðra fyrir tvær og þá þriðju fyrir þrjár milljónir króna það árið. Síðan var hon- um sagt, að á þessa vöru* mætti hann leggja ákveðinn hundraðs- hluta af verði. Segjum að álagningin hafi numið 400 þús- und krónum í heild. Það nægði til að greiða þremur starfs- mönnum laun, borga skrifstofu- kostnað og sitthvað smávegis. Sjálfur hefði innflytjandinn svo svipaðan afgang og maðurinn í riefndinni, sem gæðunum út- hlutaði. Allt var mælt og vegið, svo að réttlætið fengi notið sín. Sérstaklega var svo lögð á það rík áherzla, að menn sólunduðu ekki fjármunum með þeirri ævintýramennsku að leita nýrra viðskiptasambanda eða leggja í óþarfa innkaupakostnað. Ríkið skyldi sjá fyrir því að alltaf væri hæfilegur vöruskortur, svo að allt seldist samstundis, sem inn yrði flutt, og þess vegna skipti verðlag og vöru- gæði ekki miklu máli. Gott þótti það svo, þegar heildsalar, og jafnvel Sambandið meðtalið, fengust til þess að hafa sam- stöðu um ákveðin innkaup, skipta vörunni á milli sín sjálf- ir og hlífa nefndunum við ó- þarfa umstangi. Þá var líka endanlega girt fyrir allt þvaður um það að vörur væru mismun- andi dýrar eða mismunandi góð ar í verzlununum, heldur allt slétt og fellt og lagað að vilja valdhafanna. Þessir dagar voru ekki erfiðir fyrir innflytjendur, ef frá eru skildar þreytandi setur á nefnda skrifstofunum. Þeir vissu fyrir- fram, hvað þeir hefðu í tekjur, þurftu engu að hætta og lítið á sig að leggja. Þeir duglegri gátu svo stofnsett annað fyrir- tæki, til dæmis smáiðnað eða eitthvað slíkt og náð sér í tvö- föld forstjóralaun, þótt hvor um sig væru kannske ekki mjög rífleg. 1 sjálfu sér var þetta þægilegra en að eiga það á hættu að sendingin, sem mest var fyrir haft og helzt átti að græða á, yrði svo seld undir kostnaðarverði vegna duttlunga neytenda. Þannig bar það að, að reisnin hvarf af kaupsýslustéttinni um leið og íslenzkir neytendur, einir allra meðal lýðfrjálsra þjóða, voru sviptir þeim kjara- bótum, sem harðsnúin sam- keppni fæíir þeim. En nú segja menn: Þessi tími er liðinn, innflutningur er að verulegu leyti frjáls og nú eiga innflytjendur að láta hendur standa fram úr ermum, keppa um hylli neytenda og gera sem' hagkvæmust innkaup. Þetta er að nokkru leyti rétt, en alls ekki öllu leyti. í fyrsta lagi er.það enn svo, að í gildi eru ströng verðlags- ákvæði, sem segja til um, hve mikið megi leggja á hverja vörutegund. Og því dýrari, sem varan er, þeim mun fleiri króp- urnar fær innflytjandinn og jafnframt vörudreifandinn, smá- salinn. En ekki nóg með það. Því er svo einkennilega fyrir- komið, að því nauðsynlegri sem varan er, þeim mun minna fæst oftast fyrir að útvega hana. í öðru lagi eru enn veiga- mikil viðskipti bundin við Áustur-Evrópuríkin. 1 þeim við- skiptum er um mjög takmark- aða samkeppni að ræða og var- an yfirleitt lítt eftirsótt. í þriðja lagi er verzlunin yfir leitt févana. Menn reyna að halda í horfinu. Þeir gætu ekki, þótt þeir vildu, lagt í mikla áhættu, enda ekki eftir miklu að slægjast þótt þeim tækist fyrir harðfylgi að ná inn betri og ódýrari vöru. En fjárskortur verzlunarinnar stafar meðfram af fráleitum skattalögum. Við vitum það blaðamennirnir, sem allt reynum að þefa uppi, að kaupmenn og verzlunarfélög heyja nú harða hríð til að fá hrundið þeim álagningarreglum, sem nú munu orðnar þannig, að fé gengur af verzluninni dag hvern, svo að þeir, sem fylgja frjálsu framtaki, þurfa naunj- ast, fremur en hinir, að hafa áhyggjur af umræðum um einka- eða félagsverzlun — nema þá sem sagnfræði — ef áfram stefnir sem horfir. En þá vaknar spurningin um það, hvort kauDmenn séu reiðubúnir til að mæta frjálsri samkeppni, þ. á m. banni við hverskyns samtökum um verðmyndun. Það skal fúslega játað, að fæstir þeirra eru vel undir slíka bar- áttu búnir. En samt er það eina lausnin. Ef lappað er upp á álagningarreglurnar, getur það framlengt embættismennskuna í íslenzkri verzlun, en það getur ekki endurvakið traustið á og virðinguna fyrir heilbrigðri og þróttmikilli verzlunarstétt. Og sízt af öllu getur það tryggt frambúðarhagsmuni þeirrar þjóð ar, sem rekur hvað mest utan- ríkisviðskipti allra þjóða. Það er ekkert náttúrulögmál, að íslendingar verði að búa við verri viðskiptakjþr en aðrir. En það er algilt viðskiptalögmál, að frjálsræði £ verzlun örfar al- hliða framfarir um leið og það tryggir hag neytenda. Þær leif- ar haftakerfisins, sem verðlags- eftirlit er, verður að afnema fyrr en síðar. Það er verð vörunnar til neyt andans, gsfeði hennar og sú þjón usta, sem almenningur nýtur, sem máli skiptir að lokum, en ekki hver hluti verðsins er álagning. Og allt þetta verður hagkvæmara neytendum í frjálsri og harðri samkeppni. Skáldlegir stjórnmálamenn tala oft um þjóðarskútuna. —■ Henni verður ekíci siglt undir fúnum seglum, þótt vel hafi ver ið staðið að endurbyggingu henn ar að undanförnu. Vonandi hafa fleiri leitt að þessu hugann um það leyti sem framangreint var skrifað — á frídegi verzlunarmanna. Ey. Kon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.