Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 16
16 M ORCUIS BL AÐÍÐ Fimmtudagur 10. ágúst 1961 „Mínir vinir fara fjöld“ Nokkur orð til minningar um Kristján Albert Kristjánsson „Mínir vinir fara fjöld“, — þau flugu mér í hug, þessi orð Bólu-Hjálmars, þegar ég heyrði lát Kristjáns Alberts Kristjáns- sonar frá Suðureyri. Fyrir rúm- um hálfum mánuði hittumst við af tilviljun niðrj í Arnarhvoli og höfðum þá ekki fundizt lengi. Það vill verða svo í þeim mikla Víðgelmi, Reykjavík, að þar reyn ist lengra á milli vina heldur en þótt þá skilji fjallvegur eins og Botnsheiðin. ... Við Kristján tók um tal saman, gengum út í blíð viðrið og ráfuðum fram og aftur um steinda stétt, og hvorugur mundi hafa að því hugann leitt, að þetta kynnu að verða síðustu samfundir. Við drápum á liðna tíð og létum dátt, þegar upp skaut skrýtnum atvikum og mönnum, og við minntumst á líð andi stund og hennar vafstur og bjástur, þótti ekki vanta, að sitt hvað gerðist og ýmsar blikur væru á loftí, svo vel hér á vöru lándi sem í hinni stóru veröld æsifregna og áróðurs. Sumt virt ist okkur vel horfa og annað mið ur, en loks sagði ég glettinn, og um leið stöldruðum við í spori: „O, ætli þetta bjargist ekki allt saman, þó að við stöndum nú ut anbrautar og horfum á.“ Hann brá á loft silfurdósunum og hallaði ofurlítið á, broshrukk ur léku í augnakrókunum og hinu gamalkunna bliki brá fyrir í augunum. En allt £ einu varð hann alvarlegur og mælti — sló um leið tveim fingrum á dósalok ið: „Jú, o-jú. Og gott er það, að ekki höfum við elzt svo illa, að við ímyndum okkur, að allt bjarg ist ekki án okkar. Það eru nógu margir samt, eldri og yngri, sem hösvast og hrópa eins og jörðin hætti að snúast, ef þeir fari sér með gát og æpi lægra, og láta svo ógert það litla, sem þeir gætu gert og ættu að gera.“ Hann mátti trútt um tala. Hjá honum voru skyldurnar ræktar gVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAF héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. Félagslíf Þórsmerkurferðir laugardaga kl. 2 frá Bifreiða- stöð íslands — Sími 18911. Knattspyrnudeild Vals, 2. fl. Æfing í kvöld kl. 8 e. h. — Fundur eftir æfingu. Fjölmenn- ið. — Stjórnin. _______ Ferðafélag íslands ráðgerir tvær súmarleyfis ferðir 12. ágúst. Sex daga ferð um syjðri Fjallabaksveg. Hin ferðin er 9 daga ferð í Herðubreiðar- lindir. Upplýsingar í skrif" >fu féiagsins sím-r 19533 og 11798. Ferðafélag fslands ráðgerir fjórar \xk. dags ferðir og tvær sumarlleyfisferðir um næstu helgi. — Þórsmörk, Land- mannalaugar, Kjalveg og Kerl- ingarfjöll, í Grashaga, sex daga ferð um Fjallabaksveg syðri og níu daga ferð í Herðubreiðar- lindir. — Upplýsingar í skrif- stofu félagsins. Símar 19533 og 1179o. Ferðafélag ís.anos í félagi við íþróttakennarana Valdimar örnólfssón og Eirík Haraldsson, efna til skíðaviku ásamt skíðakennslu í Kerlingar- fjöllum föstudaginn 18. þ. m. — Þátttaka tilkynnist í skrifstofu félagsins fyrir næstkomandi mánudagskvÖld. og handtökin mörg um fram brýna skyldu, en hávaðinn lítill og handaslátturinn. ....Kristján Albert Kristjáns- son fæddist á Suðureyri í Súg- andafirði 28. janúar 1885. Foreldr ar hans voru Kristján Albertsson bóndi og verzlunarstjóri á Suður eyri og lengi hreppstjóri Súgfirð inga og forystumaður þeirra á flestum sviðum, og seinni kona hans, Guðrún Ijósmóðir Þórðar- dóttir. Bæði voru þau Súgfirðing ar að uppruna, hann fæddur á Stað og uppalinn á Gilsbrekku, hún frá Vatnadal. Hann var dug andi og farsæll framtaksmaður og réð vel almennum málum, jafnt heimamanna sem þeirra mörgUj’sem á s'eihustu árúm hans leituðu úr öðrum hérúðum til bjargar á miðin af Suðureyrar- mölum, og kona hans var mynd- arhúsfreyja á gestkvæmu rausn arheimilj — pg sem Ijósmóðir þekkti hún gjörla heimilishætti um sveitina alla og var margra líkn og lán. Börn þeirra voru mörg og mannvænleg og urðu kunn að góðvild, trúmennsku og dugnaði. Kristján Albert stundaði nám í Verzlunarskóla íslands. Verzl- un stofnaði hann á Suðureyri og rak hana síðan um áratugi, var lengi póstafgreiðslumaður og hafði með höndum afgreiðslu- störf og fjárráð í sparisjóði Súg firðinga. Hann var kosinn eins oft í hreppsnefnd og hann gaf þess kost, Var skólanefndarfor- maður og lét sér mjög annt um skólamál Súgfirðinga, var lengi safnaðarfulltrúi og í sóknarnefnd, einnig sýslunefndarmaður og fulltrúi á hinum merku þing- og héraðsmálafundum Vestur-ísfirð- inga. Hann gekkst fyrir stofnun lestrarfélags og var hvatamaður að því, að íþróttafélagið Stefnir var stofnað, einn af fremstu mönnunum í mjög víðtækri og á- hrifaríkrj bindindisstarfsemi í Súgandafirði, frumkvöðull bún- aðarfélags í hreppnum og átti þátt í stofnun íshússfélags á Suð ureyri, og hann vann af áhuga og dugnaði að því, að upp kæm- ist þar samkomuhús. Yfirleitt átti hann meiri og minni þátt í flestu, sem fram gekk með Súg- firðingum í hans tíð vestra og horfa mátti til heilla. Öll sín störf vann hann hávaða laust og af einstæðri trúmennsku og góðvild, og fágæt prúð- mennska einkenndi alla hans I. O. G. T. Kaffiveitingar verða á kvöldin og um helgar. Stúkur sem ætla að fara að fara að Jaðrj eru beðn ar að hringja og láta vita með nægum fyrirvara. Jaðar. Samkomur Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8. — Að forfallalausu talar Mr. Hunt. — Allir velkomnir. SKIPAUTGCR0 RIKISINS Skjaldbreið vestur um land til ísafjarðar 12. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag til Ólafsvíkur, Grundarfjarð ar, Stykkishólms, Flateyjar, — Patreksf j arðar, Tálknaf j arðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og ísafjarðar. — Farseðlar seldir árdegis á morg- un. framkomu, hvar sem hann lét til sín taka. Menn vissu, að því var óhætt, sem var í hans höndum, og þeir vissu líka, að þyrftu þeir eitthvað undir hann að sækja, mundi þar góðu að mæta —- ef verðleikar voru til, en aldrei illu. Þegar hann vildi vinna máli fylgi kom honum vel sú næma mann- þekking, sem honum virtist í blóð borin, og þá ekki síður notaleg kímnin og hin víðtæká sköp- skyggni. Sem andstæði'ngúr v'ar hann prúður ævinlega, en sé þungt á og var trúr sínum mál- stað og sinna skoðanabræðra, én fylgdi þó engu og engum lengra en svo, að honum þætti ekki sóma sínum misboðið í málflutn ingj eða í aðgerðum til fráihdrátt ar málefnum eða mönnum. Kristján Albert kværrtist tutt ugu og tveggja ára Sigríði Jó- hannesdóttur hreppstjóra Hann- essonar í Botni í Súgandafirði, og eignuðust þau sjö börn. sem upp komust og öll eru enn á lífi. Þau eru: Guðrún, gift Jóni Gauta rafmagnsfræðingi í Kópavogi; Kristján Arnór húsgagnameistari í Reykjavík, kvæntur Huldu Jóns dóttur; Jóhannes útgerðarmaður í Rifi, kona hans heitir Þóra Á- gústdótfcir; Þórður kennari og starfsmaður í skrifstofu fræðslu- stjóra Reykjavíkur; Jón verk- stjóri á Suðureyri, kvæntur Rann veigu Magnúsdóttur; Þórdís, kona Kristjáns Gunnarssonar yf irkennara í Reykjavík, og Óskar framkvæmdastjóri fyrirtækisins ísvers á Suðureyri, kvæntur Að- alheiði Friðbertsdóttur.. Frú Sig ríður lézt árið 1946 og hafði þá verið heilsulaus um hríð og þau hjón flutt til Reykjavíkur sakir sjúkleika hennar, — „sæti ég eftir sár á kvisti,“ sagði Grím- ur. .. . f fimmtán ár vann Krist- ján hér syðra eftir lát konu sinn ar — og störf hafði hann hér á hendi til hinztu stundar. Hann hafði kennt hjartabilunar í meira en áratug, en var óvenjuheill, Vinna LátP dætur yðar læra að sauma 5 og 6 mánaða námskeið byrja 4. maí og 4. nóv. Sækið um ríkisstyrk. Kennaramenntun tvö ár. — Biðjið um skólaskrá. 4ra mánaða námskeið 4. jan., 3ja mánaða 4. ágúst. C. Hargb0l Ilansen, Sími Telf. 851084. — Sy- og Tilskærerskolen, Nyk0bing F. Danm. Ung stúlka 20—30 ára óskast til húsverka. Góð laun, fæði og húsnæði plús vinnusloppar. — Fru. G. Bagge- sen. Marievej Kpbinhavn 3 Helle rup/v Kpbenhavn. Tvær ungar stúlkur ekki yngri en 18 ára, vanar daglegum hússtörfum, óskast í eitt ár til ungrar fjölskyldu á herragarði utan við Malmö; eiga að vinna við matreiðslu og sem stofustúlka, mega skiptast á. Húsmóðirin er dönsk. Ferðin ísland—Svíþjóð greidd. Svar með afriti af meðmælum send- ist: Fru von Arnold, Jordberga, Klagstrop, Sverige. fannst honum. síðustu vikur æv- innar — og hugði jafnvel til ut anfarar, sér til skemmtunar og fróðleiks. Og utan er hann far- inn, þótt annað yrði ferðasniðið en ætlað hafði verið, og mundi hann vart hafa farið á mis við mikið. Móttökurnar úti í lönd- um þessa heims mundu trauðla hafa orðið aðrar eins og þær, sem Sigríður Jóhannesdóttir og frændlið fjölmennt hefur nú veitt honum með velþóknan þess húsbónda, sem hann hafði þjónað vel og lengi á einum af útskækl- um höfuðbólsins. Sigríður Jóhannesdóttir varð mér svo hugstæð, eftir að ég hafði komið í fyrsta skipti á heim ili þeirra Kristjáns, að ekki hefðu samfundir okkar þurft að verða fleiri til þess að ég myndi hana ævinlega. Ég mun trauðla hafa hitt konu, sem sameinaði eins í öllu fari sínu og fasi mjúkláta og svo sem geislandi alúð og um- ^ hyggjusem; og alvöruþrungna, festu vökuls vilja. Sem kona ogi móðir mundi hún hafa verið fá- um lík, og umhyggja hennar og| hjálpsemi náði til allra sveitunga hennar, ef þeim var vant hjúkr( unar og hlýju eður hollra ráða.! Þessu miðlaði hún öllu að boði I á mönnum virtist fara þar furðu mikið eftir manngild; og hjarta- lagi, en ekki eftir híbýlastærð, verkssviði, titlum eða forfrömun. Þar var jafngilt talið að draga fisk úr sjó, fletja hann eða rá- skerða og að borga vinnulaun fyr ir verkun hans, veðsetja hann í banka og taka sinn mælda skerf í innskrift til olíuseljanda eða vélaverkstæðis. Og í Súganda- firði voru þeir ekki aldeilis á þVí, andstæðingar í landsmálum, að hundbeita börn hvers annars. Ónei, þar gat maður verið viss um, að væri til spilaborðs boðið hjá framámanni Sjálfstæðisflokks ins, þá væru þar og til kvaddir meira og minna rauðskjöldóttir heiðursmenn — og þetta á tímum hinna harkalegustu átaka £ ís- lenzku stjórnmálalífi. Og yfir spilum og kaffi ríktj glöð eining, áhugi á slemmum og hálfslemm um og á baunakaffi og heimabök uðu hnossgæti — en einnig á velferðamálum, sem ræða mátti f stórum dráttum — og svo var skotið meinlitlum skeytum skops og glettni og höfð á hraðbergi misviturleg skringiorð, sem höfðu þessum eða hinum af vöp um hrotið og verið hent á lofti. Kristján Albert var elztur hjarta síns, en auk þess líknaði hún með lyfjum, sem læknar vestur á Flateyri trúðu henni fyr ir. Mér þætti ekki undarlegt, þótt mörgum Súgfirðingum — og þá ekki sízt þeim, sem minnst máttu sín — hafi fundizt svo sem skuggar lengdust fjalla á milli í þeirra þröngu, en hýru byggð, þegar skip bar Sigríði alfarna suður fyrir Spilli og Sauðnes og aHa aðra núpa V.estfjarða — sjúka og tregandi er til vill sárast það að vita sig aldrei fram ar. eiga að lyfta hendi til sára- græðslu Vestur þar og aldre; oft ar renna aúgum mildi sinnar til huggunar og uppörvunar á þeim slóðúm, sem hún hafði fyrst litið ljós dagsins og síðan notið alls þess, sem var líkri konu ljúfast lífsyndi.... Um fas þess, sem fylgdi henni í för þessari, þarf ég ekki að geta mér til, þar hef ur ekki verið annað að sjá á yfir borðinu en líkt og litið væri á svartlygnan Súgandafjörðinn inn an Suðureyrar. En hin innra, — „hugur einn þat veit“, segir í fornu ljóði.. En mikill sjónar- sviptir mun sveitungum Krist- jáns og fleiri vinum hans vestra hafa verið að honum og margt vandráðnara eftir brottför hans. Þegar ég kem í eitthvert þorp ið og hitti þar menn að máli á heimilum þeirra og þá ekki síður á götu eða vinnustað eða á sam komu, finn ég fljótlega, hverrar ættar sá and; er, sem í þorpinu ríkir. Og á Suðureyri var fljót- fundið, hvar sem komið var, að þar var ríkjandi óvenjulega mátt ugur og hugnanlegur heildarblær manndóms og menningarvilja, prúðmennsku og glaðrar og öfga lausrar samhyggju til sjálfsbjarg ar og jákvæðrar sóknar. Og mat afgreiddir samdægurs HALLCÓR SKÓLAVÖRÐUSTÍG þeirra manna, sem mest höfðu ráð í Súgandafirði í þennan tíma, og þótt aðrir og þeirra heimili ættu sinn drjúga og happasæla þátt i að móta heildarsvip þann, sem var ríkjandi £ sveitinni — og mun vera það enn, góðu heilli —. Þá getur það ekki farið á milli mála, að áhrif persónuleika Krist jáns og þeirra hjóna beggja og þess anda, sem réð á heimili þeirra, hafi verið ómælanlega blessunarrík. Ég minnist þess með gleði, að okkur sumum. nágrönnum Súg- firðinga í áratugi, var Súganda fjörður eins konar hressingar. heimili og um leið skemmtistað- ur, þar sem einskis misjafns var að vænta, þar sem ljúf gleði og látlaus gestrisni, samfara jákvæð um áhuga á heill og heiðri byggð arlagsins, landshlutans og þjóð arinnar allrar hlúði að trú okkar á það, að dagleg viðleitni okkar hvers í sínu horni og á almenn- um vettvangi mætti til einhvers góðs og gagnlegs leiða, þótt sitt- hvað bæri á milli. Kristján var bókelskur maður en ekki bókaþræll. Hann kunni að meta gildi bóka til þekkingar auka, en ekki síður til menningar bóta. Það var á miðju sumri 1958 sem hann hitti mig og skýrði frá því, að Súgfirðingaféfagið í Reykjavík hefði tekið sér fyrir hendur að safna bókum handa Bókasafni • Suðureyrarhrepps, en það átti þá eftir meira en hálfrar aldar starf — loks að hljóta gott húsnæði. Glaður varð ég, og þá varð ég ekki síður reifur, þegar Kristján Albert kom á minn fund í fyrrahaust og færði mér skýrslu um, hvað unnizt hefði. f Súgfirðingafélaginu eru 130 manns. Það hafð; safnað 600 bind um, 362 á íslenzku og 238 á Norðurlandamálum, ensku og þýzku, og 1700 krónur höfðu auk þess safnast til kaupa á handbók um. Þessi gjöf til Súgfirðinga mun að ekki litlu leyti hafa verið gefin fyrir tilstilli Kristjáns, og mætti svo fara, að hún yrði all. áhrifamikil, þegar til lengdar lætur — jafnvel um land allt — eða svo mundi orðið geta, ef vel væri hún og notuð og fordæmið. Enn gaf hann, og lengi munu sveitungar hans og vinir njóta gjafa hans allra og minnast starfa hans og heimilis. MOLD GRASFRÆ TLIMÞÖKUR TTÉLSKORNAR Sknar 22822 og 19775. En bezt man ég Kristján Al« I bert frá þeim stundum, sem við áttum einir saman. Vel naut sín þá sem annars brosið og kímni- I blik augnanna, lipurð í hugsun og háttvísi í svörum — allt þetta sem allir þekktu, en þá naut sín fyrst harmskyggni hans á furður tilverunnar og hin djúpa, reynslu mótaða alvara. Og handtakið, sem þá fylgdi kveðjunum var ekkert hikþukl hálfmennis, sem lifað hefði á ábyrgð fortíðar —• eða förunauta sinna í nútíðinnL Guðmundur Gislason Hagalía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.