Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 17
/f Fimmtudagur 10. ágúst 1961 MORGVTtVL 4 T) 1 Ð 17 Um stærstu laxa, sem vitað er að veiðzt hafi hér á landi F Y R I R nokkru gekkst Veiðimálaskrifstofan fyrir sýningu í Morgunblaðs- glugganum, og var þar m. a. sýndur Grímsey-jarlax- inn mikli, sem Óli Bjarna- son í Grímsey fékk í net í aprílbyrjun 1957. Varð mörgum vegfarendum, og þá ekki sízt veiðimönn- um, starsýnt á ferlíkið í glugganum, sem vó á sín- um tíma 49 pund blóðgað- ur. —■ Þessi sýning gefur tilefni til þess að rifja hér upp til gam- ans ýmislegt um stærstu laxa, sem sögur fara af hérlendis. Stórir Iaxar Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri, ritaði grein, sem hann nefndi „Stórir laxar“ í Nátt- úrufræðinginn 1957. Telur hann þar að Grímseyjarlaxinn mikli sé íslenzkur að uppruna. og gæti vel hafa verið úr Laxá í Þingeyjarsýslu, því í þá á ganga óvenju stórir laxar, svo sem alkunna er. Hinu má e.t. v. við bæta, að þeir, sem stunda að jafnaði laxveiði í Laxá telja það engum vafa undirorpið hvaðan risalaxinn er upprunninn! í grein sinni skýrir veiði- málastjóri frá þvf markverð- Víglundur Guðmundsson með 37 V; punda laxinn úr Brúará, 1952. Þessi mynd birtist á forsíðu Veiði- mannsins á sínum tíma. asta, sem honum er kunnugt um stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á landi. og er hér á eftir að mestu stuðzt við það. Risalax hjá Flóðatanga Á síðustu öld veiddist risa- lax í silunganet í Hvitá í Borg arfirði hjá Flóðatanga, en menn eru ekki á eitt sáttir um þyngd hans, hvenær hann var veiddur eða af hverjum. Björn J. Blöndal, rithöfundur hefur skýrt frá því bæði í bókinni „Að kvöldi dags“ og í „Veiði manninum“, að lax þessi hafi verið 70 pund að þyngd. Björn bar sögu þessa undir Þorstein Böðvarsson í Grafardal, sem heyrt hafði hana frá sömu mönnum og Björn. Taldi Þor steinn laxinn hafa vegið 65 til 70 pund, en hélt síðari töluna réttari. Stefán Ólafsson hefur talið í „Veiðimanninum" að Björn fari rétt með þyngd og annað í frásögninni um Flóða tangalaxinn, en bætir því við, að laxin hafi veiðzt í svokall aðri Sandskarðalögn, í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og einnig að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hafi veitt laxinn um 1880. Kjartan Bergmann sonur annars sögumanns ofan nefndra manna telur að laxinn hafi vegið 64 pund og er Jósef Björnsson honum sammála um þyngdina. Bréf frá Jósef I bréfi, sem Morgunblaðinu barst fyrir nokru frá Jósef á Svarfhóli, segir m.a. svo: Sá stærsti, sem ég veit um, veiddist á Flóðatanga í Stafholtstungum á seinni hluta síðustu aldar. Hann vó 64 pund, en frekari skil á hon um get ég reyndar ekki gert svo teljandi sé, en um þyngd ina veit ég að er rétt, því um það bar öllum saman, sem ég heyrði á það minnast, því um þessa risaskepnu var mikið talað í þá daga.“ Kjartan Bergmann telur, samkvæmt grein Þórs Guðjóns sonar, og hefur það eftir föður sínum, Guðjóni Kjartanssyni, bónda á Flóðatanga, að stóri laxinn hafi veiðzt á búskapar árum Ásmundar Þórðarsonar á Flóðatanga, 1840—1862. Tel ur Kjartan að Ásmundur hafi veitt laxinn, eða Björn sonur hans, sem síðar bjó á Svarf- hóli. Þá hefur Kristján Fjeld- sted í Ferjukoti það eftir Sig urði föður sínum, að Flóða- tangalaxinn hafi vegið 120 merkur, eða 60 pund. En hvort sem laxinn hefur verið 60, 64 eða 70 pund að þyngd þá er hann stærsti lax, sem sögur fara af hér á landi. 45 punda lax í ádrætti Árið 1895 veidist 45 punda lax í ádrætti í Laxá í Þingeyj- arsýslu. Veiddist laxinn frá Nesi, en þar bjó þá Þorgrímur Pétursson. Laxinn veiddu Sig urður Guðmundsson og Jakob Þorgrímsson í Vitaðsgjafa, en Steingrímur Baldvinsson, bóndi í Nesi og Karl Sigurðs- son, bóndi á Knútsstöðum eru heimildarmenn veiðimála- stjóra um þennan stórlax. 36 punda hoplax Sigurður Sigurðsson, bóndi að Núpum í Aðaldal, segir 1957 í bréfi til Sæmundar Ste fánssonar, stórkaupmanns, að jóladag 1929 hafi fundist dauð ur stórlax í Laxá í Þingeyjar sýslu. Telur Sigurður að lax inn hafi verið 123 cm. frá trjónu aftur að sporði, eða um 133 cm. ef sporðlengdinni er bætt við. Minnir Sigurð, að lax inn hafi vegið 36 pund, og hef ur hann því verið 40—49 pund Bræðurnir Þorvaldur, Björn og Jón J. Blöndal með 36 punda laxinn, sem sá síðastnefndi fékk við Svarthöfða í ágúst 1930. Jakob Hafstein með stóra laxinn úr Höfðahyl, 10. júlí 1942. nýrunninn úr sjó, því gera má ráð fyrir að hann hafi tapað alt að 30% af þyngd sinni frá því hann gekk í ána. Telur veiðimálastjóri líklegt, að hér hafi verið um að ræða einn af fjórum stærstu löxum, sem á land hafa komið hér. Sjö stórlaxar Til eru frásagnir af sjö löx um á milli 36 og 39 pund að þyngd. Stærsti lax, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, fék'kst fyrir 44 árum í lögn, sem kölluð var Vikin og var úti í Ölfusá. í júní 1946 fékk Kristinn Sveins son 38 % pd. lax á stöng í Hvítá hjá Iðu og í septembefbyrjun 1952 veiddi Víglundur Guð- mundsson 37 % pd. lax á stöng á mótum Brúarár og Hvítár. f Hvítá í Borgarfirði hafa veiðst tveir 36 pd. laxar. — Fékkst annar í króknet hjá Ferjukoti rétt fyrir 1920. í netinu var einig 26 pd. lax. Hinn laxinn var veiddur á stöng í ágúst 1930 fyrir Svart höfða af Jóni J. Blöndal, hag fræðingi frá Stafholtsey. Laxá mesta stórlaxaáin f Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt tiltölulega flestir stór- laxar miðað við laxafjöldann sem gengur í ána og má því ó hikað telja hana mestu stór- laxaá á landinu. Tveir 36% pd. laxar hafa veiðzt á stöng í henni, annar af L. S. Fort- pscue hjá Nesi 1912, en hinn fékk Jakob Hafstein í júlí 1942, í Höfðahyl. Hér hefur verið drepið á stærstu laxa, sem Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóri hefur haft spurnir af, en gaman væri að heyra hvort einhverjir kynnu að vita deili á fleiri stórlöxum, sem veiðzt hafa hér á landi, og ef svo er, þá eru það vinsamleg tilmæli að þeir sendi Mbl. eða veiðimála skrifstofunni upplýsingar þar að lútandi. — hh Presta- félag Hóla- stiftis PRESTAFÉLAG Hólastiftis held- ur aðalfund sinn á Hóium í Hjaltadal um næstu helgi. Fundurinn hefst laugardaginn 12. ágúst kl. 2 e.h. með ávarpi formanns, sr. Sigurðar Stefáns- sonar, vígslubiskups, en síðan fara fram venjuleg aðalfundar- störf. Rætt verður sérstaklega um útgáfustarfsemi félagsins og væntanleg hátiðahöld á Hólum sumarið 1963 á tveggja alda af- mæli Hóladómkirkju. Önnur dagskráratriði verða sem hér segir: Sr. Stefán V. Snævarr á Völl- um flytur erindi um „ýmsar helgi athafnir og framkvæmd þeirra", og verða umræður um það efni. Sr. Finnbogi L. Kristjánsson í Hvammi heldur fræðilegan fyrir lestur um frumkristnina, en sr. Pétur Sigurgeirsson á Akureyri segir frá kirkjulegu starfi í Vest urheimi og sýnir myndir til skýringar. Um kvöldið verður helgistund í kirkjunni og annast hana sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ. Sunnudaginn 13. ágúst, að morgni, lýkur fundarstörfum, en kl. 2 e.h. hefst almenn guðsþjón- usta í Hóladómkirkju og prédik- ar þar gestur fundarins, síra Sig- urður Einarsson, skáld í Holti, en dómprófastur, sr. Björn Björnsson, og vígslubiskup þjóna fyrir altari. f messulok flytur síra Friðrik A. Friðriksson, prófastur á Húsavík, erindi. Prestar Hólastiftis munu fjöl- menna á fund þennan, en að sjálf sögðu eru allir aðrir prestar einnig velkomnir heim að Hólum fundardagana. Aðeins þarf að til kynna það í tíma, sé um gistingu að ræða eða aðra fyrirgreiðfelu. Myndin er af Gunnari og Krist björgu. HoríÖu reiÖur um öxl — 70. sýnintj — Tjarnarborg Frh. af bls. 13. Ibæjarins en lítil tjörn sunnan Ihússins prýðir umhverfið og á hún eflaust eftir að setja sinn svip ábæinn, þegar fullkomlega er frá henni gengið. Tjarnarborg er að flatarmáli 506 fermetrar, en 3800 rúmmetrar. Aðalsalurinn rúmar 250—300 manns. en auk herbergi, svo og búningsherbergi •g rúmgott eldhús auk annara þess eru svalir sem munu hafa nálægt 100 sæti, þá er veitinga- salur til hliðar við aðalsalinn og er þar rúm fyrir 100 manns við borð. Leiksvið er mjög rúmgott, og er búið hinum fullkomnustu tækjum. Kvikmyndasýninga- vélar eru enn ókomnar en þær verða af þýzkri gerð „BAUER“. Á efri hæð er allstór fundarsal- ur, en auk þess nokkur minni herbergi.svosem búningsherbergi og rúmgott eldhús, auk annarra geymslna. Með tilkomu þessa húss hefir rætzt langþráð ósk Ólafsfirðinga um fullkomið og vandað félagsheimili, en þess var brýn þörf, því lélegur húsakostur var til skemtanahalds í þessum ört vaxandi bæ. Stjórn Tjarnar- borgar skipa nú Ásgrímur Hart- mannson bæjarstjóri, Björn Ste- fánsson skólastjóri, Jón Ásgeirs- son, Gísli Magnússon, Jónmund- ur Stefánsson, Jakob Ágústsson og Ármann Þórðarson. st. e. sig. N.K. FÖSTUDAG sýnir leikflokk ur Þjóðleikshússins leikritið — „Hbrfðu reiður um öxl“ í 70. sinn og verður sú sýning í Keflavík í Félagsbíói. Á laugardaginn kem ur verður leikurinn sýndur í hinu nýja og glæsilega félags- heimili í Biskupstungum Ara- tungu, en á sunnudag á Hellu. Auk þess verður leikurinn sýnd ur á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum á næstunni. Horfðu reiður um öxl hefur verið sýnt í flestum samkomuhús um landsins á þessu sumri og er þetta lengsta leikferð Þjóðleik- hússins um mrgra ára bil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.