Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. ágúst 1961 ' Island á litlar sigurvonir landskeppninni um Þýzka liðið kemur í kvöld STERKASTA landslið í frjálsum íþróttum, sem hingað hefur komið kemur í kvöld. Það er B-lið Austur-Þjóðverja, sem á laugardag og sunnudag mætir landsliði íslands á Laugardalsvellinum. Þessi landskeppni er endurgjald fyrir samskonar keppni er háð var í Swerin í A-Þýzkalandi í fyrra. Þá sigruðu Þjóðverjar með 40 stiga mun (111:71) og við þeim blasir enn stórsigur. En það er ánægjulegt að svo góðir íþróttagarpar sem þessir Þjóðverjar eru skuli koma hingað til keppni við okkar beztu — og til að sýna öllum er sjá vilja, hvað frjálsíþróttakeppni á Evrópumæli- kvarða er. — if Ójafn Ieikur Aðeins í örfáum greinum getum við veitt A-Þjóðverjum harða keppni. Það skeður t. d. í þrístökki, í stangarstökki, í langstökki,»í hástökki og í 3000 m hindrunarhlaupi. í öðrum greinum munum við vart ógna þeim. En í sumum greinum eiga Þjóðverjar afburðamenn, sem vsentanlega allir vilja sjá í keppni — og það kannski mjög jafnri milli þeirra. Keppnisgreinar Keppt verður í 16 greinum — 8 greinum hvorn dag. Keppn in hefst á laugardag kl. 4 og verður þá keppt í 110 m gr. hl., kúluvarpi, langstökki, stangar- stökki, 1500 m hlaupi, hindrun- arhlaupi, 400 m hlaupi og kringlukasti. Á sunnudagskvöldið lýkur keppninni og hefst hún þá um kvöldið kl. 8. Keppt verður í 100 m hlaupi, 400 m gr. hl., spjótkasti, þrístökki, hástökki, 5000 m hlaupi, 1000 m boðhl. og sleggjukasti. Verð aðgöngumiða er 40 kr. stúka, 30 kr. stæði og 10 kr. barnamiðar. ic Tilhögun komunnar Þjóðverjarnir sem koma eru 25 keppendur auk 4 manna far- arstjórnar, en af fararstjórun- um eru tveir þjálfarar og lækn- ir. Þjóðverjarnir búa á Nýja- Garði. Þeir fara í boði bæjar- stjórnar til Hveragerðis, en halda heimleiðis á mánudags- morgun. Jens Guðbjörnsson, formaður móttökunefndar, sagði í gær, að Þjóðverjar hefðu tekið mjög vel á móti íslendingum í fyrra og það væri ósk allra að eins vel færi um þá hér núna. Þetta er 11. landskeppni sem íslands gegnur til, þ.e.a.s. þar sem mætt er til leiks með 2 menn í hverri grein. Auk þess koma fjögurra landa keppnirn- ar tvær, sem ísland hefur tekið þátt í með einum manni í hverri grein. Af þeim 10 full- j gildu landskeppnum sem ísland * hefur háð hafa íslenzkir frjáls-; íþróttamenn unnið 7 en tapað 3. ’ Möguleikar okkar Eins og fyrr segir eru það Vilhjálmur, Valbjörn, Jón Þ. Ólafsson og Kristleif- ur Guðbjömsson sem fyrir- fram má reikna með að veiti Þjóðverjum harðasta keppni. Vilhjálmur mætir í þrístökk- inu Rieckbom, en hann varð nýlega a-þýzkur meistari í greininni með 15.70 metra. Samt er hann í B-liði lands síns. Það sýnir breidd þeirra, en reglumar munu vera þannig, að sá sem ekki hafi í ár tekið þátt í keppni A- landsliðs megi vera í B-Iið- inu. I langstökki mætir Vil- hjálmur Schmöller, sem í ár hefur stokkið 7.47 m, en Vil- hjálmur á bezt 7.29 m. 1 stangarstökkinu keppa fyrir Þjóðverja Beyme, sem stokkið hefur 4.40 m og Tiedtke, sem stokkið hefur 4.20 í ár. Þarna á Valbjörn sigurmöguleika, ef tognunin í baki háir honum ekki. í hástökki keppa fyrir Þjóð verja Ulrich og Schröder, en þeir hafa báðir stokkið 2.00 í ár. Jón Þ. á því sigurmögu- leika með sína 2.03 m. 1 hindrunarhlaupi keppir m.a. Durner fyrir Þjóðverja. Hann á bezt 8.51, en hefur ekki náð þeim tíma í ár. — Kristleifur á 8.56.4 og mun án efa verða harður í horn að taka. Kerlingarf jöllum. -n. * ■ Við nýja íþróttaskólann í Reykjadal. Annað skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum FYRR í sumar gengust Valdimar Örnólfsson og Eiríkur Haraldsson fyrir skíðanámskeiði í Kerlingar- fjöllum. Tókst námskeiðið mjög vel og voru allir sem þátt tóku í því himinlifandi ; yfir góðu skíðalandi og góðum aðstæðum yfirleitt. Var dvalizt í skála Ferðafélags Xslands og bíll ævin- lega til taks að flytja fólkið að snjónum og til skálans aftur að kvöldi. Skíðaland er fyrir byrj- endur jafnt sem lengra komna og tilsögn veitt öllum sem vilja. Vegna eftirspurna hafa þeir <£r ___ ■ Iþróttanámskeið í Reykjadai NÚ nýverið hefur landareignin Reykjadalur í Mosfellssveit, eign Stefáns heitins Þorláksson- ar, verið keypt af þeim Vil- hjálmi Einarssyni og Höskuldi Goða Karlssyni. Á landareign- inni, sem er 4 ha, er glæsilegt 270 ferm hús með 70 ferm sal. Aðstaða til útiíþrótta og fjöl- þættrar innistarfsemi er öll hin ákjósanlegasta á stað þessum. Auk þessara aðstæðna hafa fengizt afnot af sundlaug í næsta nágrenni. Það er hugmynd þeirra fé- Iaga, Höskuldar og Vilhjálms, að þarna megi skapa mjög ákjósanlegan stað fyrir æskuna í þéttbýlinu. í samráði við Æskulýðsráð Reykjavíkur og Æskulýðsráð Kópavogs hefur verið til þessa námskeiðs stofnað, og veita þau ýmsa aðstoð og fyrir- greiðslu. Æskulýðsráð Reykja- víkur mun taka á móti um- sóknum í síma sínum, 15937, frá kl. 1—3 e. h. hvern virkan dag. Umsjónarmenn námskeiðanna verða þeir sr. Bragi Friðriks- son, Höskuldur Goði Karlsson og Vilhjálmur Einarsson. Fyrirkomulag verður að mestu sniðið eftir sumarbúðum þeirra Höskuldar og Vilhjálms, sem gefið hafa góða raun. Þátttökugjald með ferðum er kr. 300,00 pr. viku (mánudag til laugardágs) og hefst fyrsta námskeiðið nk. mánudag, 14. ágúst. Hver dagur mun hefjast með fánahyllingu og helgistund, og Framhald á bls. 23. félagar ákveðið að halda annað námskeið, ef þátttaka verður næg. Mun það standa frá föstu- degi 18 ágúst til fimmtudags 24. ág. Tilhögun verður svipuð og fyrr, sameiginlegur morgunmat- ur, kaffi og te, en fólk hafi með sér aðalfæðu. Þátttöku ber að tilkynna fyrir n. k. þriðjudag 16. ág. til skrifst. Ferðafélags íslands. St. Mirren vann 3:1 ENSKA 1. deildar liðið Leicester, sem lék í bikarúrslitunum í vor, hefur verið á keppnisferðalagi 1 Skotlandi. Um síðustu helgi léku þeir við St. Mirren, sem hér kom í sumar, og töpuðu með þremur mörkum gegn einu. Mörk Skot- anna skoruðu þeir Kerrigán, Bryoeland og Clunie, en Mcll- mioyle, landi þeirra, svaraði fyrii Leicester, Eins og menn muna tapaði St. Mirren hér í sumar 7:1 fyrir S.V.-úrvali og gerði jafn- tefli við KR. Þrír heimsfrægir keppa hér I UM helgina gefst kostur á að sjá einstakan viðburð í frjáls- íþróttum hér á landi. Austur- Þjóðverjar, sem senda B-lands lið sitt hingað til lands til keppni við okkar landslið í skfiptiheimsókn fyrir lands- keppni ytra í fyrra, sýna ísl. frjálsíþróttamönnum þá vin- semd að senda með B-liði sínu þrjá af sínum allra beztu íþróttamönnum til að „lífga upp á mótið“ og sýna getu A-Þjóðverja í frjálsum íþrótt- um. Og þremenningarnir eru í fremstu röð íþróttamanna í Evrópu og jafnvel heiminum. Þetta eru hlaupararnir Valen- tin og Grodotzki og stangar- stökkvarinn Jeitner. Valentin er einn fremsti hlaupari heims. Sérgrein hans er 1000 m og átti hann bezta heimstímann í þeirri grein s.l. ár. En frægur er hann fyrir 1500 m hlaup og var 1. júlí s.l. í 5. sæti heimsafrekaskrárinn- ar í ár 4.42.9. Grodotzki er einn fremsti langhlaupari heims. Hann hlaut silfurverðlaun í Róm bæði í 5 og 10 km hlaupi og vann með því jafnbezta árang- ur langhlaupara á Rómarleik- unum. Jeitner er framarlega í stang arstökki. Þó hefur hann í ár ekki náð jafn langt og áður. Bezt á hann 4.57 m, en hefur í ár stokkið 4.30 m. Þessir þrír munu taka þátt í greinum landskeppninnar sem gestir eða aukagreinum sem efnt verður til. Móttökunefndin og stjórn FRÍ hefur í huga að fara þess á leit við Þjóðverjana að Valentin og Grodotzki keppi t. d. í 2 km hlaupi. Yrði það væntanlega keppni sem ætti ekki sinn líka hér á landi. Þar gæti orðið um heimsárangur að ræða. Er sannarlega ánægjulegt að Þjóðverjar skyldu vera svo rausnarlegir að gefa íslendingum tækifæri til að sjá sína beztu menn. B-lið þeirra á ef að líkum má dæma auðunninn sigur hér, en þess meiri ánægja verður að sjá „toppmenn" ná ..toppár- angri“. §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.