Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 23
<| Fimmfudagur 10. ágöst 1961 MORCVISBL ÁÐ1Ð 23 Síldin v/ð Langa- nes stendur djúpt Reytingsveiði í gœrdag Norsku sérfræðingamir ráffgast um undirbúning framkvæmdaáættunarinnar (talið frá vinstri): Olaf Sætersdal, Per Tveite og Rolf Thodesen. (Ljósm.: Kristján Magnússon) f GÆRDAG var reytingsafli af síld norðarlega á Gerpisflaki, að því er síldarleitin á Raufarhöfn tjáði Mbl. seint í gærkvöldi. — Allmörg skip fengu síld í fyrri- nótt, en veiði þar þó minni en nóttina á undan. Í gærkvöldi var mikið af flotanum statt 40 milur NA af Langanesi, en sild- arleitarflugvélin fann þar síld í gærmorgun. Höfðu skipin engan afla fengið á þessum slóðum er Mbl. vissi síðast til í gærkvöldi, en lóðuðu hinsvegar á allmikla sílð, sem var of djúpt til að kasta á. Var síldin heldur á upp leið seint í gærkvöldi og von- uðust menn eftir veiði á þessu svæði í nótt. Veður var ágætt á miðunum i gærkvöldi. Síldarleitarflugvélin fann síld á tveimur stöðum í gærkvöldi, 24 milur austur af Langanesi Fólk ranglaöi um ölvað og vegalaust Skemmtistaöurinn rúmaði ekki fjöldann f — Aætlun Framh. af bls. 24. érangur starfa sinna að verulegiu leyti kominn undir því, að glögg- ar og greinargóðar upplýsingar yrðu veittar af þeim aðikim, sem til væri leitað. Það atriði vœri mjög þýðingarmikið fyrir alla að ila. Um athuganirnar er annars (það helzt að segja, að þær eru ekki takmarkaðar við einstök Iþröng svið, heldur ná yfirleitt til allra hliða efnahagslífsins. Um nokkrar verulegar niðurstöður er að sjálfsögðu ekki að ræða enn sem komið er. Framkvæmdaáætlunin, sem eins og fyrr segir mun ná yfir 5 ára tímabil, frá 1962—1966, felur ekki aðeins í sér fram- kvæmdir hins opinbera held- ur er þar einnig tekið tillit til þeirra framkvæmda, sem unnar verða á vegum ein- stakra aðila annarra á um- ræddu tímabili. Fullgerð í nóvemberlok. Áætlunin mun í öllum aðalat- riðum verða fullgerð — einnig af stjórnvaldanna hálfu — síðla í nóvembermánuði, þegar ráðgert er að þeir sérfræðingarnir haldi af landi brott aftur. Störf að þess um máluim munu þó halda áfram eftir að þeir eru farnir, þar eð sumar ákvarðanir er ekki unnt að taka fyrr en fram í sækir. Ánægðir með að starfa hér. Þess má að lokum geta, að (Norðmennirnir létu mjög vel af því að starfa hér og sögðu undir Ibúninginn miða vel áfram. Ekki Ihvað sízt kváðu þeir allt sam- starf við íslenzka aðila hafa verið hið ákjósanlegasta. Þeir tóku sér staklega fram, að sá munur, sem væri á tungumálunum, hefði ekki orðið þeim til trafala, þó að þar væri reyndar fremur íslending- um fyrir að þakka en xnálakunn- éttu þeirra sjálfra. Nefnd embættismanna. í íslenzku embættismanna- nefndinni, sem hefur með störf nefndarinnar að gera eru, auk Jónasar Haralz, þeir dr. Benja- mín Eiríksson, bankastjóri Fram- Ikvæmdabankans, Jóhannes Nor- <lal bankastjóri og Sigtryggur Klemenzson ráðuneytisstjóri. L -------------------- — Svæðamótið Frh. af bls. 1 Friðrik vann Johannesen. Filip jafntefli Ciric. Uhlmann vann Szabo. Niemela vann Perez. Gitescu biðskák Milic. Gragger vann Barandregt. Sliwa biðskák Blom Bobostov biðsk. Ljungquist. Friðrik er efstur með 7 vinn- tnga, Filip 6%, Uhlmann 5% og biðsk. Johannesen 4Vfe og Gitescu 4 og biðskák. — ÉG tel enga aðra lausn en að banna svona samkomur, því þó fjölgað væri lögreglu- liði, mundi það ekki nægja til að hægt væri að segja að þær færu sómasamlega fram. Þannig fórust Jóni Ólafs- syni, lögregluþjóni á Eski- firði, orð, í símtali við blaðið I gær, en hann sá um lög- 50 ára í dag; Daniel Svein- björnsson, Saurbæ í DAG er stórbóndinn Daníel Sveinbjörnsson 50 ára. Daníel er af eyfirzkum ættum kominn. — Fór hann. ungur í Hvanneyrar- skóla en þegar eftir að hann hafði lokið búnaðarnámi kom hann til starfa í sveit sinni og hefur búið rausnarbúi á höfuð- bólinu Saurbæ í Eyjafirði. Daníel er kvæntur ágætis konu Gunn- hildi Kristinsdóttur frá Sam- komugerði í sama hreppi. Þau hjón hafa eignast 9 mannvænleg börn. R. gæzlu með aðstoð 6 annarra á skemmtuninni frægu í Atla vík í Hallormsstaðaskógi um verzlunarmannahelgina. Honum og Lárusi Salomons- syni, lögregluþjóni úr Reykjavík, sem var við gæzlu við fanga- húsið inni á Egilsstöðum, kom saman um að það sem Mbl. hafði eftir mönnum um þessa skemmtun væri ekki orðum auk- ið. Ummæli eins og „óskaplegt ölæði“, aldrei sézt neitt þessu líkt“, „æpandi ungmenni æddu um skóginn, þambandi brenni- vín o. s. frv. ættu við um þessa skemmtun. Fleygt flöskum og grjóti •Jón, sem hefur verið löggæzlu- maður á flestum stærri samkom- um austanlands um langt skeið, sagði að þetta hefði verið verra en hann hefði séð áður. Staður- inn rúmaði ekki þann fjölda, sem þarna safnaðist saman Og aðstæð- ur því erfiðar til löggæzlu. Húsa- kostur væri of lítill fyrir fjöld- ann, og einna erfiðast hefði verið við kaffisöluna. Ölvaðir menn, sem ekki komust þar inn, veitt- ust að húsinu og fleygðu inn flöskum og grjóti. Ein stúlkan hefði t. d. fengið grjót á bakk- anrt hjá sér og væri mildi að ekki hefði orðið slys af þessum látum. Á laugardag varð lög- reglan af þessum sökum að loka og taka fyrir kaffisölu. Á sunnu- dagskvöldið bilagi rafmagn og varð þá að hætta ballinu. Erfitt var um bílfar niður á firðina, svo fólk var að rangla í skógin- um vegalaust fram eftir öllum mánudegi. Lítill bílakostur kom í veg fyrir að nema nokkur hluti sjómanna í landlegu á fjörðunum kæmist á ballið. Að auki voru á skemmtun þess- ari meiri brögð af þófnaði en Jón kvaðst hafa vitað til áður. Hefði verið stolið tjöldum og svefnpokum og munum úr tjöld- um og jafnvel peningum. Kvaðst hann hafa grun um að þar hafi einhverjir atvinnuþjófar verið á ferð. Umgengnina í skóginum kvað hann fyrst og fremst slæma. aJ því leyti að brotin gler eru um allt, hver flaska brotin um leið og henni er sleppt, og svo þessi gamla umgengni íslendinga um tjaldstæði, dósir og drasl skil- ið eftir í hverju rjóðri. En ekki taldi hann að um beinar skemmd ir hefði verið að ræða. ömurlegt fyllirí Lárus Salomonsson vildi lítið um málið segja, kvaðst hafa gætt fangahússins á Egilsstöðum, og þangað hefði verið komið með fleiri úr Atlavík en hægt var að taka við. Aftur á móti fór allt fram með spekt í Ásbíói á Egils- stöðum, þó þar væri dansað á laugardag, sunnudag og mánu- dag. Sagði Lárus að sér hefði þótt ákaflega ömurlegt að sjá lætin og fylliríið á þessum fallega stað, Hallormsstaðaskógi. Sagði hann, að sér hefði sýnzt þetta líkjast mest ólátunum hér áður á Hreða- vatni. Þarna hefði verið álíka mik ið fyllirí. Þar er blaðið hafði fengið þær upplýsingar í áfengisverzluninni á Seyðisfirði, að þar hefði ekki verið nein óvenjuleg sala á föstu- daginn og búðin verið lokuð á laugardag, spurðum við Lárus hvaðan allt þetta vín hefði komið. Taldi hann að mest hefðu sjó- menn keypt á Raufarhöfn og átt í skipum sínum, sumir hefðu feng ið áfengi sent í pósti frá Akur- eyri. Og svo eru alltaf bílar, er stunda fólksflutninga og brenni- vínssölu. - íþrótfir Framhald af bls 22. daglega munu fara fram íþrótt- ir, leikir, föndur og sund. Ferðum verður hagað þannig, að sem flestum í Kópavogi og Reykjavík sé gert kleift að taka sama bíl. Á hverjum morgni hefst ferðin við biðskýlið á Kópavogshálsi kl. 9 stundvís- lega; þá er stanzað á Mikla- torgi, í Lækjargötu við Búnað- arfélagshúsið, við Rauðarárstíg og loks á Suðurlandsbraut við Langholtsveg. í Reykjadal fær hver þátt- takandi tvær máltíðir: graut, smurt brauð og mjólk um há- degi og kakó með brauði um hálffjögurleytið, en komið er heim í kvöldmatinn um 6,30—7 eftir hádegi. Allar nánari upplýsingar gef- ur Æskulýðsráð Reykjavíkur — sími 15937. og einnig 28 mílur austur af nesinu. Einn bátur hafði farið á fyrrnefnda staðinn í gær- kvöldi, en ekkert fundið. Skipin, sem fengu afla í gær og í fyrrinótt, héldu flest með aflann til Austfjarðahafna. — Nokkur skip komu þó til Rauf- arhafnar í gær. Síðdegis í gærdag biðu 11 skip löndunar hjá síldarbræðslunni á Seyðisfirði, og í gærkvöldi komu tvö skip til Haföldunnar með samtals 750 tunnur í salt. Síldar- bræðslan hefur nú tekið við um 60 þúsund málum af síld, og salt- að hefur verið í 30,214 tunnur á Seyðisfirði. Er það mesta söltun þar síðan 1880, en þá var saltað þar í 40 þúsund tunnur. Til Drífu á Neskaupstað kom í gær Hafrún með 450 tunnur í salt og til Sæsilfurs kom Arn- firðingur H með 200 tunnur í salt. Er það í þriðja sinn á sama sólarhringnum sem Arnfirðingur kemur þangað með síld til söltun ar. Þá kom Björg með 600 mál í bræðslu til Neskaupstaðar, og eitthvað fór í bræðslu úr skipinu. Síldarbræðslan á Neskaupstað hefur nú tekið við 90 þúsund málum af bræðslusíld. Til Vopnafjarðar komu f gær tvö skip, með samtals 1150 mál í bræðslu. Útilegumaður Frh. af bls. 24 skömmu fyrir eitt í nótt voru þeir sýslumaður og dr. Finnur ókomnir til Akureyrar. Má vænta nánari fregna af máli þessu er þeir koma, og þá væntanlega með „útilegumanninn" með sér. — St. E. Sig. — Faðmlög Frh. af bls. 1 þeim á leiðinni og gífurlegtir mannfjöldi var samankominn á Rauðatorginu er þangað kom. Þar héldu Titov og Krúsjeff ræðtir á grafhýsi Lenins. Fánar blöktu og myndir af Titov og Lenin voru hvarvetna. í ræðu sinni skýrði Tihy frá gangi ferðarinnar og því með, að geimfarið hefði verið þannig tækjum búið, að það hefði get- að lent hvar á jörðu sem var. Hann lagðj áherzlu á mikilvægi afreks þessa fyrir kalda stríðið og sagði, að Sovétríkin væru bú- in nægilega öflugum vopnum til þess að ganga milli bols og höf- uðs á sérhverjum óvini. Sem herflugmaður væri hann reiðu- búinn til þess að inna af hendi hverja þá skyldu, sem flokkur- inn og ríkisstjórnin legðf honum á herðar. Á eftir Titov talaði Krúsjeff og tilkynnti að Titov hefði verið sæmdur nafnbótinni Hetja Sovét ríkjanna. Kvaðst Krúsjeff þeirr- ar trúar, að ekki liði langur tími þar til maðurinn héldi innreið sína á tunglið og pláneturnar. Að svo búnu vék hann að BerlínardeiLunni og geimskotum bandaríkjamanna (frá því er sagt á öðrum stað í blaðinu). Hann vék síðan að geimferð- um Bandaríkjamanna. Þær voru í rauninni engar geimferðir. — Þeir hoppa upp í loftið og d.tta í sjóinn, sagði Krúsjeff og bætti við og glotti. — Okkur þótti væntum að heyra að Grissom hinn bandaríski skyldi ekki drukkna. Að ræðum lokum fór fram mikil skrúðganga. Var gangan þrjár klukkustundir að fara fram hjá þeim Krúsjeff og Titov og allan þann tíman veifaði Krú- sjeff til mannfjöldans. f kvöld skyldi Titov haldin mikil veizla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.