Morgunblaðið - 11.08.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 11.08.1961, Síða 2
2 MORGVTSBLAÐÍÐ Föstudagur 11. ágúst 1961 í Góðar veiðihorfur fyrir austan — óbreytt fyrir norðan Varðskipið Ægir kom * ' hingað til Reykjavíkur sL mándagskvöld úr rarmsóknarleiðangri sín- um fyrir norðan og aust an. Skipið hélt aftur til rannsókna í gærkvöldi. Mbl. hafði í gær ta af leiðangursstjóranum á Ægi, Jakobi Jakobs- syni, fiskifræðingi, og spurði hann fregna af leiðangrinum. Jakob tjáði blaðinu, að Ægir hefði komið að norðan. Hefði veður fyr ir Norðurlandi verið slæmt og veiðihorfur þar ekki góðar. Hefðu Jakob Jakobsson, fiskifræðingur. þær lítið batnað. Fyrir Austurlandi væru hins vegar góðar horfur um síldveiði, a. m. k. fyrst um sinn, en erfitt væri að spá um það langt fram í tímann. Ægir hélt úr Reykja- víkurhöfn um kl. 21 í gærkvöldi og hélt vest- ur og norður fyrir á leið til síldarmiðanna fyrir Austurlandi. Síld- armiðin fyrir norðan verða könnuð í leiðinni. Ægir mun síðan halda sig á austursvæðinu, en fylgjast með breyting- um á norðursvæðinu. Framsökn reynir að mis- nota útvarpið Krefst útvarps á heilsíðugrein úr Tímanum ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær með þrem sam- hljóða atkvæðum svohljóðandi tillögu frá þeim Benedikt Gröndal, Sigurði Bjarnasyni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni: „Útvarpsráð ályktar að Fréttastofan skuli að jafnaði flytja ályktanir eða efni þeirra frá miðstjórnum og þingflokkum stjóm- málaflokkanna, en ekki greinargerðir með slíkum ályktunum“. Þeir Þórarinn Þórarinsson og Magnús Kjartansson, sem eru fulltrúar Framsóknarflokksins og kommúnista í útvarpsráði, greiddu ekki atkvæði um þessa tillögu. En tilefni hennar var það, að Framsóknarflokkurinn hafði óskað þess að birt yrði í útvarpinu í heilu lagi greinar- gerð sú, sem fylgdi ályktun mið stjórnar Framsóknarflokksins, þar sem krafizt var þingrofs og nýrra kosninga nú þegar. — Ályktun miðstjórnarinnar var birt í Ríkisútvarpinu í fyrra- kvöld, en greinargerðin með henni birtist í Timanum í gær, og var þar heil blaðsíða að lengd. 1 henni var hrúgað sam- an fáryrðum og sleggjudómum um ríkisstjórnina og ráðstafanir hennar í efnahagsmálum. Með birtingu hennar í Ríkisútvarp- inu hefði hlutleysi þess verið freklega brotið. Hinsvegar var Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCilEFGH sjálf samþykkt miðstjórnarinn- ar birt í útvarpinu í fyrra- kvöld, eins og áður segir, og með því fylgt venju, sem í gildi hefur verið undanfarin ár. Það hefur einnig verið ófrá- víkjanleg regla undanfarna ára- tugi, að ráðherrar og embættis- menn hafa flutt skýrslur og greinargerðir í útvarpi þegar nauðsyn hefur borið til. Hefur þeirri reglu verið fylgt, hvaða flokkar sem farið hafa með völd í landinu á hverjum tima. Það, sem nú hefur gerzt er það, að Framsóknarflokkurinn hefur krafizt þess að fá, auk miðstjórnarályktana sinna, að birta í útvarpinu svæsinn póli- tískan óhróður. Með fyrrgreindri samþykkt meirihluta útvarpsráðs, sem skýrt var frá hér í upphafi, hefur verið komið í veg fyrir að Framsóknarflokknum tækist að misnota útvarpið og hlutleysi þess á hinn herfilegasta hátt. iiPll, ^rf^lJ^. ABCDEFGH < HVITT : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhafnarmenn leika: Bd6 x h2f Siglfirðingar svara: Kgl — hl Síldar- vísur SÁ, sem sendi vísur í Mbl. sl. laugardag og taldi sig helzt í starfi hjá Hammarskjöld, en vera annars arfi píslarvotts, fær þessar stökur: Hermanns nafn með heiðri ber, háður stáli og blýi. Kynni að vera úr Kongóher, kannski í sumarfríi. Segi ég við minn Siglfirðing, sælan píslarvottsins arfa: Varla skortir verkahring, ef vílji er nógur til að starfa. Þinn ég heyrði hörpuslátt—, hér var margt af sæmd og prýði. En þú varst orðinn ærið hátt uppi — í þínu ljóðasmíði. Vil svo þakka ljóðaleik, að loknu því, sem nú er fengið. Næsta sumar kem á kreik, kannski í síld — bótt fellt sé gengið. Verðfall ó síldarlýsi og síldarmjöli TÖLUVERT verðfall hefur orðið á síldarlýsi og síldar- mjöli að undanförmi. Morgun blaðið átti í gærkvöldi tal við Sigurð Jónsson, framkvæmda stjóra Síldarverksmiðja ríkis ins á Siglufirði. Sagði hann, að í febrúar hefði verið selt dá- lítið magn af síldarlýsi fyrir- fram og hefði þá fengizt sæmi legt verð, en heldur ekki meira en það, 59 sterlingspund fyrir tonnið. Síðan hefði lýsið lækkað í verði og væri nú komið niður í u.þ.b. <£ 49 fyrir tonnið. Sigurður kvað yfirleitt hafa orðið verðfall á heimsmarkað- inum á svonefndum fiskiolíum og ylli því hið lága verð, sem Perúmenn bjóða vöru sína á, en þeir framleiða nú árlega um 80—100 þús. tonn af lýsi. !Þá hefði síldarmjöl einnig lækkað í verði á heimsmark- aði að undanförnu. Rétt fyrir hádegi á fimmtu- dag kom varðbáturinn Gaut ur til Hafnarf jarðar og hafði hann vélbátinn Trausta GK 9, í eftirdragi. Hafði báturinn, sem stundar drag- nótaveiðar, fengið neta- dræsu í skrúfuna. Var þetta úti á Sviði og veður þá ágætt ... — Héðan hafa nokkrir bátar stundað drag nótaveiðar í sumar og aflað dável. Myndin er af Gaut með Trausta í eftridragi og tekin hér rétt fyrir utan hafnarmynnið. Ljósm. Haukur Sigtryggss. Skipting lánsfjárins HÉR fer á eftir fréttatilkynning, sem bláðinu barst i gær frá Fram kvæmdabanka íslands: Sendiráð Bandaríkjanna greiddi Framkvæmdabanka íslands hinn 4. þ.m. kr. 21.500.000, sem er hluti af láni, er Bandaríkjastjórn veit- ir íslandi af fé því, er hún eignast hér á landi vegna sölu landbúnað arafurða samkvæmt Public Law 480. Upphæð þessi verður endur- lánuð Iðnlánasjóði, sem er í vörzlu Iðnaðarbanka íslands h.f. og verður varið til framkvæmda í iðnaði. Frá stofnun Framkvæmda- banka íslands 1953 hefir Export- Import Bank of Washington fyrir Þeg ar emum er bjargað, ÞAÐ ÓHAPP vildi til í strætis- vagni hér í bæ á fimmtudag, að er vagnstjórinn hemlaði snögig- lega, til þess að kómast hjá því að aka á dreng á reiðhjóli, kastað ist einn farþeganna, Hringiur Vig fússon, Hringbraut 78 til, svo að gleraugu hans brotnuðu og hann skarst eitthvað, svo að fara varð með hann á Slysavarðstofuna. Camel og Chester- field fyrir kr. 9100 AÐFARANÓTT fimmtudags var brotizt inn í verzlunina Straum- nes á Nesvegi 33. Þar var stolið 50 lengjum (kartonum) af síga- rettum, Camel og Chesterfield, samtals lun 9100 króna virði. Ættu þeir, sem orðið hafa varir við mannaferðir á þessum slóð- um um nóttina, eða óeðlilegt framboð á þessum tegundum, að láta rannsóknarlögregluna vita. í GÆR var hæg SV- og S- átt á hafinu suðvestur af land inu og á Vesturlandi. Þeirri átt fylgdi þokuloft og súld með köflum. Víðast á land- inu var hægviðri og skýjað; þó var bjart veður á SA- landi og 17 stiga hiti á Kirkjubæjarklaustri kl. 12. hönd Bandaríkjastjórnar veitt Framkvæmdabankanum alls 8 lán að upphæð samtals 20,8 millj ónir dollara, er hafa jafngilt 470,8 milljónum króna, en jafn- gilda á hinum nýja gengi 880 milljónum króna (2 lánin eru í íslenzkum krónum). Lán þessi hefir Framkvæmdabankinn tekið að ósk ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Að tilhlutan ríkisstjórnarinnar hefir lánsfénu verið ráðstafað á eftirfarandi hátt: milljónir Ræktunarsjóður .... Kr. 49,5 Fiskveiðasjóður .... — 30,0 Raforkusjóður ......... — 61,3 Sementsverksmiðja .. — 50,1 Efra-Sog .............. — 150,1 Rafmagnsveitur ríkisins — 27,2 Hitaveita Reykjavíkur — 25,0 Rafmagnsveita .-Rvíkur — 5,5 Keflavíkurvegur .... — 10,0 Iðnlánasjóður.......... — 21,5 Ýmsir aðilar .......... — 1,3 Ófrágeng. og óráðstafað — 39,3 Samtals Kr. 470,8 í þessum upphæðum, er að sjálf sögðu ekki Marshallaðstoðin, né heldur lán eða framlög, sem ríkið hefir sjálf verið aðili að. — Berlin Framhald af bls. 1. Austur-Berlínar, sem ynnu í V* Berlín. Hann sagði, að hinar nýju ráðstafanir myndu einnig hafa í för með sér nýjar kröfur um átak þjóðarinnar til þess að auka framleiðsluna í öllum grein- um iðnaðarins. Ulbricht vék að lögum um „verndun friðarins“ frá 1950, sem ekki hefur verið beitt til þessa, en eiga nú að komast í fram. kvæmd. Er þar m. a. gefin heim- ild til þungra refsinga, lífstíðar þrælkunarvinu eða dauðarefs- ingar, fyrir afbrot gegn velferð ríkisins. — Þjóðin vifl Frh. af bls. 1 t hlustað á afturhaldsþvaður á borð við það sem stjórnar- andstæðingar birta nú í mál- gögnum sínum. Þeir lifa f gömlum tíma, meðan þjóðin treystir þann grundvöll, sem tryggir hraðfara framfarir. Þeir eru hinir pólitísku strandaglópar, sem ekki skilja vitjunartíma þjóðar sinnar. Um þessi mál er rætt í rit- stjórnargreinum blaðsins í dag. — i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.