Morgunblaðið - 11.08.1961, Page 6

Morgunblaðið - 11.08.1961, Page 6
6 MORt?UNBLAÐIf' Föstudagur 11. ágúst 1961 Efla þarf markaði í frjalsu löndunum Rætt v/ð Hannes Kjartansson, sem heldur vestur ásamt fjölskylau kvöld smm i HJÓNIN ELÍN og Hannes Kjartansson, aðalræðismaður í New York, halda í kvöld vest ur um haf ásamt börnum sín- um þremur eftir sex vikna dvöl á Islandi. „Veðrið hefur verið ágætt, og ekki þarf að tala um móttökurnar, því að þær fær maður hvergi hetri en hér“, sagði Hannes, er fréttamenn Mbl. hittu fjöl- skylduna að máli í gærmorg- un. Við notuðum m.a. tækifærið til þess að rabba um ýmislegt varð andi útflutning íslendinga til Bandaríkjanna, en svo sem kunn- ugt er hefur Hannes Kjartans- son mjög komið við sögu varð- andi viðskipti íslands og Banda- ríkjanna. Og að sjálfsögðu barst talið að síldinni. Síldarsala til Bandaríkjanna. — Eg hefi verið umboðsmaður síldarútvegnefndar vestan hafs frá 1947, segir Hannes. — Það eru igerðir samningar um síldarsölu til Bandaríkjanna svo til árlega, en því miður hafa samningarnir aldrei verið upþfylltir síðan 1949. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst aflabrestur ög að ekki hef ur fengist meira af seinveiddri síld, sem Bandaríkjamenn vilja helzt. Heildarmarkaðurinn á sild í Bandaríkjunum er 125—150 þús. tunnur á ári, og þar af hefur ís- landssíld verið 20—25 þús. tunn- ur árlega. Bandaríkjamenn nota að mestu norsku vetrarsíldina, og kemur þar einkum til að hún er nálega helmingi ódýrari en okkar sítcL Seld í heilu lagi. — Hvernig er íslenzka síldin seld á innanlandsmarkaði í Banda ríkjunum? — Fyrst og fremst í heilu lagi, og þá í ýmsum sósum, sem eru annað hvort tilreiddar af innflytj endunum sjálfum, eða í verzlun um þeim, sem selja síldina. Það er lögð sérstök áherzla á, að sú síld, sem seld er í heilu lagi, sé stór. íslenzka síldin er anjög lítið notuð til niðursuðu. — Hafa verið gerðir samningar í ár? — Þegar eru fyrir hendi saimn- ingar um 7500 tunnur, og ég von- ast til að einhver viðbót fáist. Sennilega verður úr því skorið strax og éig kem vestur eftir helgina. Murtan á í erfiðleikum. — Hvað um aðrar útflutnings- vörur íslendinga fyrir vestan? — Það er fyrst og fremst hrað- frysti fiskurinn, sem líkar ákaf- lega vel og það virðist vera vax andi markaður fyrir hann. Þá höf um við okkar ágæta humar og rækjur, og einnig nokkuð af niðursuðuvörum, t.d. murtu úr Þingvallavatni, en hún á nú reyndar í dálitlum erfiðleikum um þessar mundir vegna harðrar samkeppni frá japönskum silungi, sam er allt að helmingi ódýrari. — Er japanski silungirinn svip aður murtunni? — Nei, ég mundi segja að murt an væri betri fiskur, en verðið er afgerandi atriði í þessu. — Svo eru nokkrir ungir menn að reyna að hefja útflutning á húsgögnum, heldur Hannes á- fram. — Það lítur vel út með að það ætti að geta tekizt. Þeirra hús gögn eru fullkomlega samkeppn isfær við skandinavísk húsgögn bæði hvað verð og gæði snertir, en það tekur talsverðan tíma að komast inn á markaðinn. Það er mikið selt af dönskum húsgögn- um í Bandaríkjunum og Dainir hafa komið sér vel fyrir á markað inum. Innkaup ísl. vestra — Hefur útflutningur frá Bandaríkjunum til íslands auk- izt að undanförnu? — Hann hefur aukizt aðallega vegna matvöru og ávaxtakaupa, en að öðru leyti hefur hann dreg- izt saman, og minnkar sennilega enn meira vegna þess hve vöru- verð er hátt í Bandaríkjunum Og flutningsgjöld þaðan til íslands eru allt að þrisvar sinnum hærri Frá vinstri: Hannes Kjartansson, Stefanía Margrét, frú Elín, Kjartan Jónas og Anna Elín. ' (Ljósm.: K. M.) en frá Evrópu. Þetta tvennt gerir mjög erfitt um innkaup frá Bandarí k j unum. Eflum markaðina — Álítið þér nauðsynlegt fyrir íslendinga að reyna að vinna markaði fyrir útflutningsvörur sínar í Bandaríkjunum? f — Að mínu áliti er ekki nokk- ur vafi á því að við eigum að reyna að hafa markaði okkar eins víða og mögulegt er og ein- beita okkur fyrst og fremst að því að reyna að efla og styrkja markaði okkar í hinum frjálsu löndum. — Hvað kæmi helzt til greina að flytja út til Bandaríkjanna annað en það, sem þegar er flutt þangað? — Það mætti vafalaust selja eitthvað af niðursuðuvöru, fyrst og fremst gaffalbitum, síldar- flökum og fiskibollum, en þvl miður hefur verð hjá okkur til þessa ekki reynzt samkeppnis- fært við það, sem t. d. Danir og Svíar bjóða. Einnig er nú verið að gera tilraun með útflutn ing á niðursoðinni reyktri síldi Það er Egill Stefánsson á Siglu- friði, sem hefur þá framleiðslu Og er að athuga fyrir sér um möguleika á sölu á Bandaríkja- markaði. — En hvað um íslenzku ullina? — Það hefur verið flutt af og til eitthvað af ull vestur, sem notuð hefur verið til teppagerðar, og einnig hefur verið þar hrað- fryst kindakjöt. Yona að ekíki líði fimm ár — Þið hafið ferðazt víða í þesa^ ari heimsókn? — Við fórum norður á Sauð- árkrók, Siglufjörð, Akureyri og I Mývatnssveit. Við fórum einnig mikið um sveitir hér sunnan- lands. — Hvað er langt síðan að fjöl- skyldan var hér öll? — Við komum síðast hér öll 1956, segir Hannes að lokum — en ég vona að ekki líði fimm ár þangað til við komum hingað aftur. — hh. Norsku síldarbátarnir tapa hundruðum þús. 1 Verða sjálfir að sigla með síldina til Noregs vegna skorts á flutningaskipum NORSKA blaðið Sunnmöre Arbeideravis í Álasundi skýrði frá því undir stórri fyrirsögn 24. júlí S.J., að norskir snurpibátar, sem stunda síldveiðar á fslands- miðum í ár, muni bíða tjón, sem nemur hmndruðum þúsunda norskra króna vegna þess að bræðslusíldarflutningarnir af miðunum séu í molum. 20 bátar annist þessa flutninga af íslands miðum, en langt sé frá því að þeir anni því að flytja alla siid ina, sem bátarnir veiða. Segir • Reit ungt fólk í sumar hefur Þjóðleikhús- ið valið leikritið „Horfðu reið ur um öxl“, til að fara með út á landsbyggðina og hér í Reykjavík var það sýnt lengi. Má því reikna með að brátt hafi þeir, sem áhuga hafa, séð það. Enda hefi ég heyrt nokk uð um það rætt aftur nú ný- lega. Það helzta sem menn hafa á móti leikritinu, er að það sýni okkur óskaplega reitt ungt fólk, en geri aldrei grein fyrir því gegn hverju reiðin hvað það er, sem maður æsir beinist. Jimmy segi aðeins eitt hvað í þá átt, að það sem hann lesi í blöðunum sé eintóm heimska, að honum þyki leið inlegt að hafa enga peninga, þar sem kona hans hafði þurft að yfirgefa ríka fjölskyldu til að giftast honum og að hann hafi andstyggð á ofurstum sem hafi þjónað í Indlandi — (ég hefi ekki textann að leik- ritinu og þetta er því ekki til vitnun). Sumum virðist að þetta tai sé að vísu allt ákaf- lega óljóst, en að það sé þó krassandi og klóri í bansett snobbið. ♦ Unglingurinn . t æsir sig upp í rauninni virðist í umræddu leikriti aðeins sunginn gamal- kunnur söngur, en undir nokk- uð nýstárlegu lagi; um tvítugt æsir maður sig gjarnanupp, án þess að vita nákvæmlega gegn hverju reiðin beinist. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað Það er, sem maður æsir sig upp gegn. Reiðin kemur af vanmætti að mæta lífinu og ótta við mistök. Síð- an beinist þessi reiði svo kannski að einhverju ákveðnu FERDINAIMH ííév-1% .sfx —íTíTTIá hi r fO. í L blaðið að þörf væri helmingi fleiri flutningaskipa, slíkar sem veiðarnar hafi verið, en nú sé hinsvegar orðið um seinan að senda fleiri flutningaskip til ís- lands. Snurpibátarnir verði því að sigla sjálfir með síldina til verksmiðja í Noregi, og tapi þann ig mörgum veiðidögium. Nemi tjónið vegna þessa hundruðum þúsunda norskra króna. marki ef maður ekki gætir sín í tæka tíð. Ungi maðurinn er þreyttur og leiður og feginn að falla einhvers staðar í hóp, verða „félagi“. Hann þarf ekki annað en skipa sér í ein hvern flokk fullorðinna og beina reiði sinni í sömu átt og þeir, til að finna að hann stendur ekki lengureinn. Hann getur þá sagt við sjálfan sig, að það sem þessi hópur manna segi og geri, sé ekki nein heimska og hætt að hugsa um það. Þar fær hann fast land undir fæturna. Kannski Osborne, höfundur „Horfðu reiður um öxi“, eigi við eitthvað þessu líkt, þegar hann sýnir í dramatísku leik- riti reiði Jimmys, sem ekki beinist ennþá að neinu sér- stöku. Hann hefur mikla þörf fyrir ást, hann fyrirlítur sjálf an sig dálítið, en er vanmegn- ugur að gera nokkuð í mál- inu. Vanmáttur hans og reið- in sem af honum leiðir, á kannski eftir að leiða hann á einhverja tilviljunarkennda braut, en ennþá hefur hún ekki beinzt í eina eða aðra átt, Þetta er sem sagt hættulegasta stigið á þroskabraut. 9 Jiminy meðal íslendinga Kannski er eitthvað af Jimmyum meðal unglinganna. sem í vandræðum sínum og öryggisleysi grípa til flösk- unnar á íslenzkum skemmti. samkomum. Það er eins og maður kannist við suma þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.