Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Pétur Vilhelm Jensen — Minning í DAG er til moldar borinn í Foss vogskirkjugarði Vilhelm Jensen stórkaupmaður Tómasarhaga 42 !hér í bæ. Hann lézt 26. júlí s.l., 86 ára að aldri. Banamein hans var heilablæðing. Hann hét fullu nafni: Pétur Vil helm Jensen, fæddur á Eskifirði l. des. 1874. Foreldrar hans voru Jóhanna María — dóttir Péturs Vilhelms ísfjörð, sem átti Eski- fjörð og verzlaði þar — og Jens Pétur Jensen beykir. Systkinin voru 7, 3 stúlkur og 4 piltar. Elztur bræðranna var Karl. Hann átti Reykjarfjörð á Ströndum, og verzlaði þar til dauðadags. Næstur var Vilhelm. Þriðji Kjartan. Hann dó ungur. Fjórði bróðirinn var Þór Brand, Gem nú er ein á lífi þeirra bræðra Hann va lengi þjóðgarðsvörðúr á Þingvöllum. Tók við þeim stað í mikilli niðurníðslu, en skilaði Ihonum sem einu fallegasta sveita foýli á íslandi. Vilhelm var aðeins 14 ára, er hann fór, með Tryggva Gunnars eyni, til Kaupmannahafnar, til þess að læra brúasmíði. Hann lauk því námi á 5 árum, og kom aftur heim árið 1895. Þá var lítið um brúagerðir á íslandi. Vilhelm hvarf brátt að húsasmíði, og smíðaði mörg hús hæði á Austurlandi og hér í Re.vkjavík, og víðar. Árið 1900 fór Vilhelm til Ame ríku, og dvaldi þar í 7 ár. En hvarf þá aftur heim. Mun því m. a. hafa valdið himþrá konu hans, því vestra hafði hann efn azt vel. Þá keypti hann, með Karli hróður sínum Reykjarfjörð á Ströndum. En eftir 2 ár fór hann aftur til Austfjarða, og stofnaði verzlun á Eskifirði í húsi afa sins, og rak þar einnig mikla út gerð í 20 ár. En þá flutti hann til Reykjavíkur, og rak hér umboðs verzlun, þar til hann, árið 1942, stofnaði heildsöluverzlunina Jen sen, Bjarnason & Co, er hann rak til dauðadags. Vilhelm var gjörvilegur maður og prúðmennj í viðmóti. Þó varð ekki vaðið í gegnum hann sem reyk. Hann var traustur maður, eins og allt hans kvn. Vinvandur og vinfastur. Af vinum hans var honum minisstæðastur Einar Jónsson myndhöggvari. Þeir urðu félagar og vinir í Kaup- mannahöfn. Mun því einkum hafa valdið líkt skapferli og hörð lífskjör beggja. Ekki var sú vinátta mærðarmikil, en ent- ist vel. Ekkja Vilhelms á mynd, sem Einar gerði og gaf þessum vini sínum. Hana kallaði Einar: Frá myrkri til ljóssins. Vilhelm var tvígiftur. Fyrri ikona hans var Þórunn Markús-1 dóttir prests Gíslasonar á Stafa- felli í Lóni. Þau eignuðust 7 böm Síðari kona hans, sem lifir mann sinn, var Svava Loftsdóttir kaupmanns í Reykjavík. Þau áttu einn son, sem nú er sextán ára. Sigurður Kristjánsson til Kaupmannahafnar og stund aðj þar smíðanám og smíðar næstu 5 til 6 árin. Fer þá aftur heim til Eskif. og á þar heima til ársins 1897. Áriðl895 kvæntist Jensen fyrri konu sinni Þórunni Markúsdóttur prests Gíslasonar. Kona séra Markúsar var Metta Einarsdóttir. Voru þau ættuð úr Borgarfirði syðra. 1897 flyst Jen- sen með konu sinni og fyrsta barni þeirra til Ólafsvíkur og dvelja þar til ársins 1900, er þau flytja búferlum til Ameríku. Þau settust fyrst að í Winnipeg, en tóku sér nokkru síðar heimaréttar land norðan við Manítobavatn. Þar bjuggu þau nokkur ár og áttu orðið ágætt bú. En heimþráin var sterk. Þau fluttu því aftur til Winnipeg með það fyrir augum að komast sem fyrst heim til ís lands aftur. Meðan þau dvöldu í Winnipeg stundaði Jensen húsa smíðar. Byggði sjálfstætt og seldi húsin fullgerð. Árið 1907 flytja þau svo aftur til íslands. Gerðist Jensen þá verzlunarfélagi Carls Fr. Jensens bróður síns, er þá hafði rekið verzlun í nokkur 'ár í Kúvíkum við Reykjarfjörð. Árið 1909 slíta þeir bræður félagsskapnum og flyst þá Jensen til Eskifjarðar aftur með fjölskyldu sína og hóf þar verzlun sama ár. Á Eskifirði rak hann verzlun og útgerð til ársins 1926, en fluttist þá til Reykjavíkur og hafði Þar umboðs verzlun í nokkur ár, eða þar til hann stofnaði heildsölufirmað Jensen Bjarnason & Co, en því firma stjórnaði hann til dánar- dags. Þórunn og P. V. Jensen eignuð ust 7 böm. Tvö þeirra dóu á 1. ári. Þau voru bæði fædd í Ólafs vík. Yngsti sonur þeirra Jens Pét ur Thorberg var skipstjóri á m.b. ,,Hólmaborg“, er fórst með allri áhöfn í febr. 1956. Árið 1913 slitu þau hjón sam- vistum. Þórunn dvaldi síðustu ár ævi sinnar á heimili Markúsar elzta sonar síns. Hún lézt í sjúkra húsi í Reykjavík 18. marz 1941. Þórunn var elskuð og virt af öll um, sem hana þekktu. Eftir samvistaslit þeirra hjóna bjó P. V. Jensen í mörg ár með Erlínu Jónsdóttur frá Eskifirði og eignuðust þau 5 böm og eru 4 þeirra á lífi. Árið 1943 kvæntist P. V. Jen- sen Svövu Loftsdóttur ættaðri af Vestfjörðum. Lifir hún mann sinn. Þau áttu einn son, sem nú er 17 ára. P. V. Jensen var glæsilegur maður að vallarsýn. Hann var snyrtimenni mikið og smekk- maður, enda listhneigður. Hann var ör í lund og viðkvæmur til- finningamaður. Þótt hann fengist við kaupmennsku mikinn hluta ævinnar, þá var honum tvímæla- laust ljúfara að gefa en selja, enda nutu margir bágstddir ör- lætis hans. Það er tæplega hægt að minn ast P. V. Jensen án þess að geta þess, hvílíkur „charmör" hann var. Hann naut kvennhylli langt fram yfir það, sem almennt ger ist. Það mim ekki alltaf hafa verið öfundarlaust af hinum yngri mönnum, þegar konur og meyjar sögðu í hrifningu. ,,En hvað hann er glæsilegur“. Sá maður þyrfti að vera úr grjóti gerður, sem ekki að einhverju notfærði sér eigin kvennhyllL P. V. Jensen var ekki gerður úr grjóti. En út í þá sálma skal ekki lengra farið hér. P. V. Jensen lézt 26. júlí i Landsspítalanum eftir stutta legu. Friðrik Steinsson. I. O. G. T. Kaffiveitingar verða á kvöldin og um helgar. Stúkur sem ætla að fara að fara að Jaðri eru beðn ar að hringja og láta vita með nægum fyrirvara. Jaðar. Auglýsing Togarinn „KEILIR" Hafnarfirði, er til sölu. Kaup- tilboð sendist fjármálaráðuneytinu fyrir hádegi miðvikudag 16. þ.m. FJÁRMÁLARÁÐUNTEYTIÐ. LAN OSKAST Traust fyrirtæki óskar eftir láni 150—200 þúsund í 6 mánuði eða 1 ár. Tilboð merkt: „Einkamál — 5263“ sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir þriðju- HANN hét fullu nafni Peter Vil helm Jensen. Var fæddur á Eski firði 1. des. 1874. Móðir hans var Jóhanna María Pétursdóttir, Kjartanssonar ísfjörð, sem ættað ur var frá ísafirði, en fluttist til Eskifjarðar laust eftir aldamótin 1800 og hóf þar verzlun árið 1804. Sú verzlun var rekin á Eskif. rúmlega 40 ár. Síðustu ár in, sem verzlunin starfaði á Eski firði veitti sonur ísfjörðs henni forstöðu. Kjartan ísfjörð andað ist á Eskif. árið 1845 72 ára. Faðir P. V. Jensen var dansk- ur, Jens Peter Jensen. Hann var beykir að iðn, fluttist til Eskif. um 1870. Á Eskif. starfaði hann við verzlun Túliníusar til dauða dags árið 1911. P. V. Jensen ólst upp í foreldra húsum til 14 ára aldurs. Fór þá dagskvöld 15. ágúst. Símastúlka Símastúlka óskast strax. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamálanna áskilin. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins Lækjargötu 2 og Reykjanesbraut 6. rHERNDs RE6ISTERE0 TRADE MARK Heimsins bezti No. 16% Minor V* lítri No. 16 Standard y2 lítri No. 1616 Major 3A lítri No. 16Q Family 1 lítri No. 58Q KAFFIKÖNNUR FALLEGAR HENTUGAR ÚRVAL LITA Fæst allstaðar Umboðsmaður: JOHN LINDSAY — Reykjavík — Sími 15789. T I L S Ö L U glæsileg 5 herb. íbuð í Mávahlíð. Gott verð. Útborgun aðeins 200 þús. kr. Notið nú gott tækifæri. FASTEIGNASALA EINARS ÁSMUNDSSONAR, HRL., Austurstræti 12 m.hæð — Sími 15407. Verzlun Vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg til sölu. Tryggt húsnæði. Nýr vörulager. Góðir greiðsluskilmálar. Tilboð óskast send fyrir 15. þ.m. á afgr. Mbl. merkD „Ágúst 1961 — 1562“. Til sölu trésmíöaverkstœði í fullum gangi í eigin húsnæði. Mjög fullkomnar vélar. Til greina getur komið að selja vélarnar sér. FASTEIGNASALA Áka Jakobsson og Kristjáns Eiríkssonar Laugavegi 27 Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson sími 14226. Veðskuldabréf óskast Óska eftir að kaupa góð fasteignatryggð veðskulda- bréf til 5—10 ája. Upplýsingar óskast sendar í bréfi til afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. merktu: „Veðbréf — 5167“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.