Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 10
10 Fðstudagur 11. Sgúst 1961 t/r MORGVNBLAÐIÐ Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. ,Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kfistinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAMUNDAN ER TÍMABIL ST ÓRFRAMKVÆMDA IHð íslenzku þjóðinni blasa^ * nú tækifæri til svo stór- felldra þjóðfélagslegra um- bóta, að óhætt er að fullyrða að 7. áratugur 20. aldarinn- ar mun verða glæsilegasta framfaraskeið í sögu þjóðar- innar, ef hún aðeins vill hag nýta tækifærin. í Evrópu, gömlu álfunni, eru nú leyst úr læðingi þau öfl, sem eru að gjörbreyta lifnaðarháttum þjóðanna á örskömmum tíma, svo að menn spá því að aðeins líði örfá ár, þangað til Vestur-Evrópuþjóðir búi við jafngóð kjör og Banda- ríkjamenn nú. Síðasta hálfan annan ára- tuginn hafa framfarir vissu- lega verið stórstígar í Vest- ur-Evrópu. íslendingar einir hafa þar dregizt aftur úr vegna rangrar stjórnar- stefnu og heimatilbúinna örð ugleika. En framfarir þær, sem orðið hafa í Evrópu, eru þó hverfandi miðað við það, sem búizt er við að verða muni á þessum áratug, þeg- ar efnahágsleg samvinna ríkjanna fær að njóta sín til fulls. Þótt Evrópuríkin séu mörg hver auðug, þá skortir þau yfirleitt orku. Hérlendis er nær ótakmörkuð orka óbeizl- uð og ýmiss iðnaður, sem hér væri vel staðsettur, þarfnast geysimikillar orku. Áhugi er þegar vakinn á því erlendis að hafa samvinnu við íslendinga um byggingu iðjuvera og stórvirkjana, að- eins ef við höfum manndóm til að fara svipaðar leiðir í efnahagsmálum og nágranna þjóðir okkar, þær leiðir, sem svo vel hafa reynzt, að gjör- byltíng er að verða á lífs- kjörum þeirra þjóða, sem stóðu langt að baki okkur í styrjaldarlokin. Viðreisnarstjórnin hefur sýnt að hún er staðráðin í að treysta fjárhag íslands, svo að hinum gullnu tæki- færum verði ekki glatað. — Fyrir þeirri stefnu verða góðir íslendingar næstu ár- in að berjast, hvar og hve- nær sem því verður við komið. Þá mun þessi áratug- ur sannarlega marka tíma- mót í íslandssögunni. MANNDÓMUR VERÐUR AÐ RÍKJA Sá manndómur \ ;ður að ríkja í íslen*v bjóðlífi, að ekki sé ætíð hugsað um líðandi stund. Það verður að útrýma þeim hugsunarhætti að engu máli skipti þótt þjóð arheildin eyði meiru en hún aflar. Það verður að berjast gegn því fjármálalega sukki og ofstjórn, sem hingað til hefur hindrað eðlilegar kjara bætur landsmanna. Við erum ekki lengur einangruð þjóð. Þess vegna verðum við að hafa hliðejón af því, hvernig hag okkar verði bezt borgið í samskiptum við aðra. Þótt íslendingar væru svo skammsýnir að þeir æsktu að vera utan við efnahags- samvinnu Evrópuríkja, þá yrði það von bráðar ókleift, því að ekki er hægt að ætl- ast til þess að æskulýðurinn yndi við það að búa hér við kyrrstöðu, meðan stórstíg- ustu framfarir í veraldarsög- unni ættu sér stað í næsta nágrenni. Þess vegna verðum við íslendingar að vinda að því bráðan bug að sækja um upptöku í Sameiginlegalega markadinn, svo að við getum frá upphafi gætt þar sér- hagsmuna okkar. Á mestu ríður þó að hvergi verði slakað til á þeirri end- urreisn efnahagslífsins, sem núverandi ríkisstjórn vinnur að. Hið unga ísland krefst þess að það fái að njóta þeirra framfara og velmeg- unar, sem því býðst. Nöldur pólitískra öldunga á borð við þá leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, sem að undan- förnu hafa verið að gagn- rýna viðreisnina, nær ekki eyrum æskulýðsins. Menn á borð við Eystein Jónsson og Einar Olgeirsson eru þegar orðnir pólitískir strandaglóp- ar á íslandi. Þeir gera sér enga grein fyrir hinni öru þróun, sem er að verða allt í kringum okkur. Þess vegna er tal þeirra jafnfjarlægt framsýnum mönnum og það væri karlinn í tunglinu, sem ætlaði að láta til sín heyra. Vissulega er það sorglegt að Framsóknarflokkurinn skuli ekki hafa manndóm til þess að standa með öðrum lýðræðisflokkum að upp- byggingu þjóðlífsins í sam- ræmi við hina óhjákvæmi- legu þróun. Útlit er fyrir að svo geti ekki orðið, fyrr en skipt hefur verið um forystu í þeim flokki, og vonandi verður það fyrr en síðar. — Hitt er aðeins vísbending um að við erum á rét'tri leið, að afturhaldssömustu leiðtogar Huímeyjan og Aiabarnír FLESXIR kannast við „Litlu hafmeyjuna“ við Kaup- mannahöfn, því að varla kemur sá fcrðamaður til Hafnar, að hann geri sér ekki ferð til þess að skoða hana — og þeir, sem ekki hafa komið til hinnar dönsku höfuðborgar, munu flestir hafa séð myndir af þessu fræga og fagra lista- verki. ★ Við birtum samt þessa mynd, þar sem hún er óneit- anlega dálítið óvenjuleg — og einhvern veginn finnst manni, að Arabarnir þeir arna „eigi illa heima“ þarna, í þessu umhverfi. — Einum blaðamanni Mbl., sem sá myndina, datt helzt í hug, að karlarnir hefðu verið að leita að „liðsauka“ í kvenna búrin sín — kannski verið dálítið nærsýnir og virzt úr fjarlægð, að þarna bæri vel í veiði, en hafmeyjan virðist mjög „lifandi“ til að sjá. Við vitum annars engin deili á myndinni — birtum hana einungis af því að hún er skemmtilega sérkennileg. Stœrsta skip heimsins Stærsta skip helmsins, hol- lenzka farþegaskipið „Rotter dam“, er í Lundúnahöfn um þessar mundir og mun liggja þar í þrjá mánuði. — Það ber þó að taka fram, að hér er einungis um að ræða lík- an af þessu risaskipi, sem sýnt verður — á landi. En líkanið er reyndar hreint ekkert smásmíði. Það vegur um 2 tonn — og það kostaði hvorki meira né minna en sem svarar 45 þús. kr. (ísl.) að smíða það. — Myndin var tekin, þegar verið var að flytja líkanið á sýningar- svæðið, og má nokkuð marka stærð þess af því, að það virðist ná endanna á milli á hinum stóra flutn- ingavagni. kommúnistaflokksins skuli varla geta mælt fyrir and- köfum. HLUTVERK VERK- FRÆÐINGA í öðrum stað í biaðinu birt ist grein um kröfur verk fræðinga frá einum forystu- manna þeirra. Af því tilefni skal farið nokkrum orðum um hið þýðingarmikla hlut- verk verkfræðinga í þeirri stórfelldu uppbyggingu ís- lenzks þjóðlífs, sem er að hefjast. Um það er engum blöðum að fletta, að verkfræðingar hafa einu þýðingarmesta hlutverki að gegna á íslandi í dag. Þeirra bíða nú jafn mikil — eða jafnvel meiri og glæsilegri verkefni hérlendis en nokkurs staðar annars staðar, vegna þeirrar stefnu, sem þegar hefur verið mörk- uð og ekki verður hvikað frá, hvað sem steinrunnir afturhaldsmenn kunna að segja. Með hliðsjón af þeirri staðreynd ættu verkfræðing- ar fremur en nokkur önnur stétt að greiða fyrir því að viðreisnin gæti borið skjótan árangur. Þeirra er framtíðin við hin stórkostlegu verk- efni, sem á næsta leiti eru. Það er skiljanlegt að verk- fræðingar uni því illa að þurfa að búa hér við lakari kjör en stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum. — En þeim er skylt að hafa það hugfast, að þannig er einnig með margar stéttir aðrar, vegna þess að hér hefur ver- ið fylgt rangri og afturhalds- samri stjórnarstefnu um langt skeið. Það er heldur ekki dagurinn • f dag, sem þeir eiga að berjast fyrir, heldur framtíðin, svo að þeir geti að loknu ævistarfi horft yfir farinn veg og bent á af- rek þau, sem þeir hafa unn- ið. — Morgunblaðið leyfir sér að benda verkfræðingum á þessar staðreyndir og skorar á þá að ganga til sann- gjarnra samninga og tryggja þannig þjóðarhag og fyrst og fremst þó sinn eigin. Það er almenn skoðun, bæði stjórnarandstæðinga og stuðn ingsmanna stjórnarinnar, að verkfræðingum beri nokkuð meiri hækkun en aðrar stétt ir hafa fengið. Þeir ættu að láta sér það nægja, þó að kjör þeirra yrðu að þessu sinni ekki bætt mikið meira en annarra með tilliti til tækifæranna, sem bxða þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.