Morgunblaðið - 11.08.1961, Side 11

Morgunblaðið - 11.08.1961, Side 11
Föstudagur 11. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Markmiðum Atiantshafs- bandaiagsins hefur verið náð ig farið a@ framleiða bæði kjarna vopn og vetnisvopn, og síðan hefðu Bretar og Frakkar siglt í kjölfarið. Þessi ríki hefðu nú framleitt slík vopn árum saman. Hann kvað það hafa verið 1 tízku um tíma að gera greinar- mun á hinum stærri kjarna- og vetnisvopnum og hinum minni hefðbundnu vopnum, en nú væri það að breytast. Mönnum væri nú ljóst að hér væri ekki spurn- og ný verkefni biða Jbess — sagði Nils Langhelle í fyrirlestri í Háskólanum í gœr NII-.S Langhelle forseti norska Stórþingsins og formaður þin.g mannasambands Atlanthafsríkj- anna hélt fyrirlestur í Háskólan- lum í gær kl. 6 e.h. á vegum Sam taka um vestræna samvinnu og félagsins Varðberg. Pétur Bene- eliktsson bankastjóri, formaður Samtaka um vestræna samvinnu ikynnti fyrirlesarann og bauð hann velkominn. \ Langhelle kvaðst mundu víkja stuttlega að nokkrum helztu við foorfum og vandamálum Atlants Ihafsbandalagsins eins og nú Stæðu sakir. Hann benti fyrst á þá stað- reynd að burðarásinn í sáttmála Atlantshafsbandalagsins væri hin mánu tengsl sem skapazt hefði anilli Vestur-Evrópu annars veg- ar og Norður-Ameríku hins veg- . ar. Án þessara tengsla væri banda lagið dauðadæmt. Hann kvað Bandaríkin hafa komið inn á vettvang heimsimálanna upp úr seinni heimsstyrjöld með alveg mýjum hætti. Hin hefðbundna ein angrunarstefna þeirra hefði ver- ið rofin. Að vísu væru öðru hverju uppi raddir um það í Bandaríkjunum, að þau ættu að standa ein og óstudd, en þær settu ekki verulegan hljómgrunn vestan hafs. Það væri í þessu sam bandi athyglisvert, að áróðurinn gegn Atlantshafsbandalaginu beindist fyrst og fremst gegn Bandaríkjunum. Markmiðinu ná'ð. Næst vék Langhelle að því, að upphaflegu markmiði Atlants- hafsbandalagsins hefði þegar ver ið náð. Ef litið væri á landabréf Evrópu væri það ljóst. Síðan 1949 hefðu engar breytingar orð ið á landamærum Vestur-Evrópu. Markmiðið í upphafi hefði verið að koma í veg fyrir árásir og landvinninga. Hann kvað óttann hafa verið meginorsökina að Stofnun Atlantshafsbandalagsins, ekki hina lamandi angist, held- ur raunsæjan ótta við raunveru- legar hættur. Þessi ótti væri enn megintengiliður bandalagsríkj - enna. í þessu sambandi vitnaði Langhelle í síðustu ræðu Krú- sjeffs, þar sem hann sagði, að sagan hefði sýnt að næði árásar- eðili árangri færði hann sig upp á skaftið, en ef hann mætti mót- spyrnu drægi hann sig til baka. Með þessum orðum hefði Krú- sjeff raunar túlkað afstöðu At- lantshafsbandalagsins, sagði Langhelle. Vonir um samninga í Berlín. Síðar vék hann að vandamál- um Þýzkalands og Berlínar. í eumar hefði enn komið til átaka um Berlín, og menn biðu frekari þróunar í haust með eftirvænt- ingu. Hann kvað bandamenn hafa hersetu í borginni samkvæmt við urkenndum samningi, og auk (þess hefðu rúmar tvær milljónir Berlínarbúa, þ.e.a.s. fíestir íbúar Vestur-Berlínar, hvað eftir ann- að ítrekað þann ásetning sinn í kosningum að halda áfram að lifa í frelsi. Hann minnti á nýleg ummæli Krúsjeffs þess efnis, að Rússar vildu ekki ráðast á rétt Vesturveldanna í Berlín og að Bamgöngubann við borgina væri óhugsanlegt. Langhelle sagði að samband Vestur-Berlínar við Vestur-Þýzkaland skipti öllu imáli einkanlega á efnahagssvið- inu, því borgin gæti ekki komizt af án þessa sambands. Þá væri þess að gæta, að yrði markalín- unni milli Austur- og Vestur- Berlínar lokað að fullu, þá væru vonir fjölda manna um frelsi ó- nýttar, þar sem landamæri Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands væru algerlega mannheld. Á síðustu 15 árum hefði hátt á þriðju milljón manna flúið Austur-Þýzkaland um Berlín. Hann kvað áðurnefnd ummæli Krúsjeffs gefa vonir um samningsmöguleika, en þeir möguleikar væru að sjálfsögðu takmarkaðir, því til væru hlutir sem ekki væri hægt að semja um. Það væri hægt að semja um formsatriði eins og það hvort Rússar eða Austur-Þjóðverjar stimpluðu vegabréf eða hefðu á héndi ýmiss konar stjóm mála í Austur-Berlín, en um efnahags- legt samband Vestur-Berlínar við Vestur-Þýzkaland væri ekki hægt að semja. Ekki spurning mn gerð vopna. Þá vék Langhelle að þróun kjarnavopna. Hann sagði að í upp hafi hefðu Bandaríkjamenn haft Nils Langhelle einokun á kjarnavopnum, en kringum 1950 hefðu Rússar einn ing trm gerð vopna, heldur notk- un þeirra. Munurinn á stærri og minni vopnum væri í rauninni sáralítill, því notkun minni vopna gæti hæglega leitt til þess að stærri vopnuim yrði beitt. Þess vegna væri nú lögð áherzla á hefðbundinn vígbúnað til að kum ast hjá tvíkostinum: uppgjöf eða kjarnorkustyrjöld. Langhelle kvað það vera ljóst að þekking manna bæði austan tjalds og vest an á kjarna- og vetnisvopnum væri trygging fyrir því, að þeir vildu komast hjá kjarnorkustyrj- öld hvað sem það kostaði. Rúss- um yrði þetta æ ljósara, og deila þeirra við Kínverja um óhjá- kvæmileik styrjalda benti til að Kínverjar hefðu ekki sömu þekk ingu á afleiðingum kjarnorku- styrjaldar og Rússar. Langhelle kvað þróunina rnundu leiða til aukins hefðbundins vígbúnaðar. Afdrifaríkasta vandamál síðustu ára. Þessu næst vék hann að hinum svonefndu vanræktu löndum eða þróunarlöndunum, eins og þau eru nú almennt nefnd. Hann kvað vandamál þeirra hafa ver- ið aðalumræðuefnið á NATO- fundi í fyrra. Nýlendustefnan væri að líða undir lok og flestir okkar fögnuðu því. En hin nýju ríki Afríku og Asíu hafa hug á sem allra örastri þróun og vilja því halda sér utan við átök stór- veldanna. Á sínuim tíma hefðu ýmsir vestrænir leiðtogar verið gramir hlutleysisstefnu þessara ríkja, en nú virtu menn hana al- mennt. Efnahagsvandamál þess- ara ríkja væru svo geigvænleg, að þau yrðu að leita sér hjálpar hvar sem hana væri að fá. Hér yrðu vestræn riki að bregðast við á skynsamlegan hátt ,því þetta væri eitt afdrifaríkasta vandamál Framh. á bls. 18. Halldór Jénsson: Hversvegna tapar togaraútgeröin? FYRIR nokkrum dögum mátti lesa í leiðaragrein, eins af dag blöðum höfuðborgarinnar: „Sjáv arútvegsmálaráðherra hefir skip að nefnd, til að gera athugun á hag togaranna og ber að vona, að unnt verði að bæta á einhvern hátt rekstursskilyrði þeirra. Tog arar eru afkastamestu framleiðslu tæki, sem þjóðin á, þegar afli er sæmilegur og þeir hljóta, að skipa mikilvægan sess í efnahags lífinu.“ Það er ekert nýtt að lesa í blaðagreinum, fáránlegt tal og blekkjandi á ýmsan veg, í fram setningu um atvinnumál þjóðar- innar. En það er furðulegt, að jafn almennt skynugur og dug- mikill mannhópur, eins og ís- lendingar eru, skuli standa uppi alveg undrandi, þegar kemur að gjaldþroti „afkastamestu fram- leiðslutækja" þjóðarinnar. Það er heldur ekki nýtt fyrir- bæri, að sjávarútvegsmálaráð- herra hafi skipað nefnd, til þess að gera athugun á hag togaranna. Ein slík var tilnefnd 1954 af al- þingi, skipuð greindufn og ágæt um mönnum, úr öllum stjórn- málaflokkum landsins (form. Björn Ólafsson fyrv. ráðh.). Önn ur var tilnefnd af alþingi 1956, einnig skipuð greindum og ágæt- um mönnum úr öllum stjórnmála flokkum (form. Gísli Jónsson alþm.). Báðar þessar nefndir komust að sjálfsögðu að þeim einfalda sannleika, hvernig „hagur togara útgerðarinnar“ var. Báðar skil- uðu ýtarlegu og greinargóðu yf irliti um störf sín. í örstuttu máli mættj skýra niðurstðður þeirra þannig; sú fyrri segir: „tog araútgerð landsmanna, hefir með fáum undantekningum, verið rekin með stórtapi síðasta ár“ (1953) ástæðurnar „eru aðallega tvær, minni afli en árið áður og lægra verð á heildarafla". Aflamagnið 1953 var talið vera 4,768 smál. en var árið aður 183 smál. hærra í 300 úthaldsdaga. Allir þeir sem sjó hafa stundað, eða við sjávarútveg starfað, vita að slík sveifla í aflabrögðum, hefði ekki bannað íslenzkri togara útgerð, og er þá megin orsök að allega ein, þ.e. fiskverðið sem veldur tjóninu. í greinargerð síðarj nefndarinn ar, segir m.a. „Tekjur útgerðar- innar byggjast í meginatriðum á tveimur þáttum þ.e. aflamagni og því verðmæti, sem fyrir aflan fæst.“ Nefndin lagði mikla áherzlu á, að finna út raunverulegan til- kostnað og tekjur, miðað við með alafla. Af þeim uplýsingum sem nefndin hafði um þessa liði, taldi hún að fyrir 37 togara árið 1955 (meðalafli 4870 smál.) hefði kostn aður á aflatonn verið 1.360.00 kr. eða 1/36 pr. kg. af fiski. En tekj ur, þar með taldar þáverandi upp bótargreiðslur, voru 1.240.00 kr. á smál. eða 1/24 pr. kg. Það vant aði því, til þess að standast bein an kostnað 12 aura á hvert fisk kíló, en það jafngilti um Vz millj. krónu tapi, á hvern togara. — ★ — Það hefir að undanförnu verið mikið að því gert á opinberum vettvangi, að vísa til fiskveiða Norðmanna á þann veg, að hjá þeim væri útgerðin á ýmsan hátt betur starfrækt heldur en hér, bæði hvað snerti sparnað í rekstri, meiri hagnýtingu afla og betri fiskmeðferð. Norskt fisk- verð samanborið ' við það ís- lenzka, hefir einnig valdið mönn um margvíslegum heilabrotum, sem eðlilegt er, en hvergi örlar á raunhæfri skýringu á því furðu lega fyrirbæri, sem mörgum virð ist slíkt í fljótu bragði vera. Það er skynsamlegt og sjálf- sagt, að fylgjast með því til sam anburðar, hvað gerist í atvinnu málum annarra þjóða, og tileinka sér það, sem betur fer. En það er hættulegt að hbrfa svo fast út í sjóndeildarhringinn, að mað ur detti á hausinn um sinn eigin þröskuld. Að ég geri tilraun til þess, að bera í bætifláka fyrir íslenzkan sjávarútveg, þýðir ekki að ég haldi því fram, að þar megj eða þurfi hvergi um að bæta, því að allt sé fullkomið. Skiljanlega á sér stað samfelld þróun og stig- breyting í þeirri atvinnugrein eins og öðrum. Heldur vegna þess, að mér blöskrar oft að lesa og hlusta á tal margra þeirra, sem til engrar ábyrgðar þurfa að svara um þessi mál, en sífellt bera þungar sakir á þá, sem í starfinu standa á sjó og í landi. — ★ — Norðmenn eiga 15 til 20 togara. Allir eru þeir minni (ca. 450/500 tonn) og sennilega verr útbúnir heldur en okkar togarar og út- hald skemmra, enda aflj þeirra árlega, að jafnaði þrisvar til fjór um sinnum minni heldur en okk ar skipa. í „Fiskets Gang" 1. des. 1960 (útgef. Fiskeridirektören, Berg- en) er ýtarleg skýrzla um af- komu norsku togaranna á árun- um 1953 til 1959. Meðalafli þeirra þessi ár hefir verið 1386 smál. meðaltekjur á fisk-kíló 1.77 kr. og meðalkostnaður á fisk-kíló 1.68 kr. (allt ísl. kr. á gengi 227.75 eins og var hér á tímabili). Af skýrslunni má í stórum dráttum gera samanburð við af komu islenzku togaranna 1955, samkv. greinargerð milliþinga- nefndarinnar. Það vill einnig svo vel til, að ekki þarf að halla á Norðmenn, því þetta er annað bezta tekju og aflaár þeirra. AU ar samanburðartölur eru meðal- tal. Framhald á bls. 19, Tekjur íslenzka togarans ........................ Kr. 1,24 á kg. Kostnaður íslenzka togarans ..................... Kr. 1,36 á kg. Tekjur norska togarans .......................... Kr. 1,86 á kg. Kostnaður norska togarans ....................... Kr. 1,56 á kg. Ef kostnaður beggja togaranna er sundurgreindur á skipverja og í öðru lagi á allan annan kostnað, kemur þetta út: Kostnaður til íslenzka skipverjans .............. Kr. 0,51 á kg. Allur annar tilkostnaður ......................... Kr. 0,85 á kg. íslenzka togarann vantar í kostnað ............... Kr. 0,12 á kg. Kostnaður til norska skipverjans ................ Kr. 0,77 á kg. Allur annar tilkostnaður ......................... Kr. 0,79 á kg. Norski togarinn umfram kostnað ................... Kr. 0,30 á kg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.