Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. agúst 1961 'ÍORGVNRLAÐIÐ 13 Verkíræðingalaun — dönsk og íslenzk HINN 23. maí 1959 gerðu danska I fjármálaráðuneytið og danska verkfræðingafélagið með sér samning um kaup og kjör verk- fræðinga í þjónustu danska rík- isins. Samningur þessi tók gildi 1. júní 1959 og er uppsegjanleg- ur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. júní, þó ekki fyrr en 1. júní 1962. 1 þessum samningi eru ákveðin lágmarkslaun verk- fræðinga eftir tilteknum launa- stiga, sem fer eftir starfsaldri, en við ráðningu verkfræðinga í stöður, sem hafa sérstöðu að því er varðar starfið, stjórnun, starfshæfni eða á annan hátt, semur félagið og fjármálaráðu- neytið sérstaklega um launavið- bætur og önnur kjör verkfræð- ingnum til handa. Samningar þessir eru árangur af skynsamlegum viðræðum milli danska fjármálaráðuneyt- isins og danska verkfræðinga- félagsins, án þess að þvingun- araðgerðir, svo sem verkföll eða verkbönn komi til. Eins og áður er getið var fyrst hægt að segja samningn- um upp 1. júní 1962, og var því ekki nauðsynlegt fyrir danska fjármálaráðuneytið að fallast á neinar breytingar á honum fyrr en þá, en með tilliti til þróun- arinnar í launamálum verk- fræðinga í Danmörku, urðu samningsaðilarnir sammála um, að breyta launastiganum í samningnum frá og með 1. apríl 1961. Hækkunin nam 12—21%. Fer launastiginn hér á eftir um- reiknaður eftir gengi í íslenzk- ar krónur, en við hlið hans er launastigi, sem íslenzkir verk- fræðingar vilja koma á hér á landi: Starfs- Danskur lslenzkur aldur launast. launast. Ár Kr. Kr. 0— 1 10.242 9.000 1— 2 10.951 11.000 2— 3 11.424 12.000 3— 4 12.370 13.000 4— 5 12.842 14.000 5— 6 13.788 14.000 6— 7 13.788 14.000 7— 8 14.969 15.000 8— 9 14.969 15.000 9—10 16.151 15.000 10—11 16.151 16.000 11—12 17.333 16.000 12—13 17.333 16.000 13—14 18.515 17.000 14—15 18.515 17.000 15—1« 19.303 17.000 16—17 19.303 17.000 17— 18 19.303 17.000 18— 19 19.303 17.000 19— 20 19.303 17.000 20 o.fl. 20.878 17.000 Af danska launastiganum greiða vinnuveitendur 10% í líf eyrissjóð danskra verkfræðinga, en íslenzkum vinnuveitendum er ætlað að greiða 6% af ís- lenzka launastiganum í lífeyris- sjóð Verkfræðingafélags Is- lands skv. ráðningarskilmálum verkfræðinga. Islenzkir verkfræðingar hafa að mestu leyti stundað nám sitt erlendis, og er það allmiklu dýr ara en í eigin landi. Sömuleiðis er miklu óhægra að' fylgjast með í fræðum sínum fyrir menn búsetta á íslandi en þá, sem _ erlendis eru og hafa svo til hvaðeina við bæjarvegginn. Af þessum sökum er launaþörf íslenzkra verkfræðinga meiri en erlendra verkfræðinga, og ætti þá að vera ljóst, hve launakröf- um íslenzkra verkfræðinga er stillt í hóf. Ýmsir menn halda þvi fram, að atvinnuvegirnir geti ekki borið það að borga verkfræð- ingum þau laun, sem þeir fara fram á. Atvinnuvegirnir verði fyrst að stækka og blómgast, áður en hægt sé að verða við óskum þeirra, og virðast menn þá helzt hugsa sér verkfræð- inga sem tildur ofan á atvinnu- vegunum. Slíkur þankagangur er alger rökvilla og byggist á skilningsskorti á gangi tækni- þekkingarinnar. Verkfræðingur- inn er ein höfuðforsenda þess, að atvinnuvegirnir geti blómg- azt og skilað meiri arði en áður og að nýir arðvænlegir atvinnu- vegir geti skapazt. í>eir eru for- ustufólk á leiðinni til aukinnar tækni og betri lífskjara. Þessi sannindi hafa erlendum ráða- mönnum verið Ijós lengi, og þau eru skýringin á því, hvers vegna danska fjármálaráðuneyt ið féllst ótilneytt á 13—21% kauphækkun til verkfræðinga í þjónustu danska ríkisins og veitti þeim lágmarkslaun eins og að framan greinir. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að íslenzkir vinnuveitendur, op- inberir og einstaklingar, öðlist þroska til þess að geta tekið sér til fyrirmyndar það hugarfar og framkomu, sem fjármálaráðu- neytið danska sýndi dönsku verkfræðingunum í vor. NOTID: • HARPO # HÖRPU SILKI # HÖRPU JAPANLAKK • HÖRPU BlLALAKK • HÖRPU FESTIR • Hinrik Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.