Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1961, Blaðsíða 20
LÆ K N I S RAÐ Sjá bls. 8. rositttMáfrifr IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. _ 178. tbl. — Föstudagur 11. ágúst 1961 Fálka-Míiller rændi sex valsungum J Geymdi Jbó i sokkbolum og hugðist \ j temja — Ætlaði hann að smygla J beim út? Húsavík, 10. ágúst. UM fálka. ngana og Þjóðverj ann Egon Miiller, sem dval- izt hefur í Flateyjardal, og sagt var frá í blaðinu í gær, hefur blaðið nú fengið eftir- farandi upplýsingar hjá Jó- hanni Skaptasyni sýslumanni á Húsavík: Um síðustu helgi fékk sýslumaður þær fréttir hjá refaskyttu, sem verið hafði í Flateyjardal, að sex fálka- ungar væru í haldi hjá út- lendum manni, sem héldi sig á Brettingsstöðum í Flat- eyjardal. í dalnum er nú öll byggð í eyði. Hóf þá sýslumaður þegar frekari athugun á þessu máli Skjalatasko fannst d sjdvorbotni UM HÁLF tvöleytið í gærdag fann Andri Heiðberg, kafari, sem var við vinnu á sjávar- botni við Grófarbryggju, skjalatösku allmikla, sem bíl- tjakkur var bundinn við, greinilega til að halda tösk- unni niðri. Fékk rannsóknar lögreglan töskuna til meðferð ar, en ekki var unnt að kanna innihald þennar að fulliu í gær sökum þess hvað taskan var morkin, enda hefur hún greini í lega legið lengi í sjó. Vitað er^ þó, að í henni eru tóm launa greiðsluumslög, a.m.k. eitt- hvað af þeim frá Kirkjusandi, og er ekki ólíklegt að taskan sé frá gömlu innbroti, seom upplýst var fyrir nokkru. Verðj ur innihald hennar kannað nánar í dag. og hafði m.a. samband við dr. Finn Guðmundsson, fuglafræð- ing, til að fá upplýsingar um, hvort honum væri kunnugt um útlending, sem leyfi hefði til að fanga fálka, en svo reyndist ekki vera. í gær fór svo sýslumaður í leiðangur til að athuga málið nánar, og var dr. Finnur í þeirri för, en ferðin tók um 20 klst. frá því að sýslumaður lagði af stað að heiman, og þar til hann kom aftur til Húsavíkur í nótt, og var þá með hinn seka mann. Dularfullar bjöllur Leiðangursmenn komu að Brettingsstöðum um kl. 2 í gær, og var Þjóðverjinn þá ekki heima við bæinn, en dót hans var þar. Biðu þeir heimkomu hans, og kom hann um kl. 7,30 í gærkvöldi. Meðan þeir biðu mannsins, leituðu þeir fálkaung- anna og sáu nokkra þeirra, sem allir voru orðnir fleygir og héldu sig í klettum skammt frá. Við fætur fuglanna voru festar litlar bjöllur, sem greinilega heyrðist í, þegar fuglarnir flugu upp. Bjöllurnar eru festar á fæturna með leðuról, sem Framhald á bls. 19. Skúli Magnússon með karfa S K Ú LI Magnússon kom til Reykjavíkur kl. 6 í gærmorgun haeð 200 lestir af karfa frá V- Grænlandsmiðum. Sæmilegur reytingur út af Langanesi og á Gerpisflaki SÆMILEGUR reytingur var á|ll miðunum í gær, bæði undan Langanesi og út af Gerpi. Held- ur dauft var á syðri miðunum; þó miðlungsveiði, en minnkandi afli fyrir Langanesi. SEYÐIISFIRÐI í gær. — Hér er heldur rólegt. Verið er að losa úr síðasta skipinu í höfninni, en nokkur skip hafa tilkynnt sig inn í kvöld með 500 upp í 1000 mál. Síldin er tímabundið uppi, stendur annars djúpt. Hún fæst helzt á Gerpisflakinu sjálfu og í suðurkanti þess. Annars er út- litið fremur gott enn og sjómenn bjartsýnir, þótt þeim finnist ganga tregar að ná henni nú en áður. RAUFARHÖFN í gær. — Hér hefur verið sæmileg veiði síðan í nótt, þótt átulaust sé orðið. Síldin heldur sig í stórum flétt- um eða breiðum, en þær eru af- ar grunnar, svo að mælarnir taka hana varla. Því er erfitt að kasta á hana. Hún heldur sig á tveimur stöðum, 28 mílur og 40 mílur undan Langanesi. Nokkuð margir komu inn í dag með 10— þús. mál alls. Nokkuð er saltað enn, þótt aðkomustúlkur séu ýmist farnar heim eða til Seyðisfjarðar. — E. J. NESKAUPSTAÐ, 10. ág. — Enn bíða hér nokkur skip, og er um það bil sólarhringslöndunarbið. Verksmiðjan geiigur mjög vel og afkastar nú um 4000 málum á sólarhring, þótt hún sé upp- haflega ekki ætluð til að afkasta meira en 2500. Enn er saltað á tveimur plönum. Hingað komu í dag til söltunar stöðvarinnar Drífu: Hafaldan með 450 tunnur og til Sæsilfurs. Glófaxi með 300 tunnur, og einn- ig hafði hann 300 mál í bræðslu. í bræðslu komu þessi: Hvann- ey með 650 mál og Hannes lóðs með 450 mál. — S. L. Síld til Rússa? Sumarferð Óðins MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn efnir til ferðar í Þjórsárdal um næstu helgi. Lagt verður af stað úr bænum eftir hádegi laugar- daginn 12. ágúst og ekið sem leið liggur um Mosfellsheiði, Grafning, Selfoss, Stokkseyri, Ný framhaldssaga: Tiegasöngvar í dag. — hefst í blaðmu Bls. 16. Gaulverjabæ, Skeið, um Hreppa, í Þjórsárdal. Tjaldað verður í Ás- ólfsstaðaskógi og höfð þar viðlega um nóttina. Á sunnudaginn verða svo skoð aðir merkustu staðir í Þjórsár- dal. Úr Þjórsárdal verður síðan haldið upp Hreppa, um Brúar- hlöð að Gullfossi og Geysi, það an að Skálholti og staðurinn skoðaður. Frá Skálholti verður síðan ekið um Grímsnes, ölfus og Hellisheiði til Reykjavíkur. Farmiðar verða seldir á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins. Þátt- takendur þurfa að hafa tjöld og annan viðleguútbúnað. f GÆRKVÖLDI hafði Síldarút- vegsnefnd ekki enn borizt svar frá Sovétríkjunum við tilboði nefndarinnar. í tilefni af frásögn Mbl. í gær um síldarsölu til Rússlands óskar Sveinn Benediktsson að taka fram, að hann og Gunnar Jó- hannsson hafi flutt breytingartil- lögu við tilkynningu síldarút- vegsnefndar 21. júlí, þar sem þeir vildu láta fella niður ummæli nefndarinnar um það, að hún teldi söluhorfur mjög slæmar. Þessi tillaga var felld með 5 atkv. gegn 2, og greiddi Sv. Ben. þá ekki atkv. um aðaltillöguna með hliðsjón af því, að uppi voru í nefndinni háværar raddir um að banna söltun algerlega, en þessi tillaga gekk ekki lengra en svo að vara saltendur við frekari sölt un og tilkynna þeim, að hér eftir yrði söltun algerlega á ábyrgð saltenda sjálfra. Fáum dögum eftir að nefndin sendi út tilkynningu sína notuðu Rússar heimild til að auka kaup sín um 10 þús. tunnur, og sala tókst til Vestur-Þýzkalands á 6 þús. tunnum síldar. Einnig kom fram eftirspurn eftir síld úr ýms- um öðrum áttum, Og nú síðast en ekki sízt hefur Prodintorg, innkaupastofnun Sovétríkjanna, lýst sig reiðubúið til að semja um frekari kaup á Austur- Og Norðurlandssíld, en enn er ekki fyrir hendi svar þeirra við tilboð- um Síldarútvegsnefndar um aukna sölu. Þessi mynð var tekm norður á Húsavík í gær. Til vinstri er dr. Fiimur Guðmunds- son, fuglafræðingur, en til hægri „fuglavinurinn“ Egon Múller. — Þeim þótt hann sumum hálf-fálkalegur. — Ljósm. Silli. i Happdrætti Háskóla Islands FIMMTUDAGINN 10. ágúst var dregið í 8. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 1,150 vinningar að fjárhæð kr, 2,060,000. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur, kom á hálfmiða núrner 59932, sem voru seldir í umboði Frímanns Frímannssonar í Hafn arhúsinu. Tveir eigendur áttu sinn hvorn hálfmiðann, en báðir þeirra áttu raðir, svo þeir hljóta einnig aukavinningana. 100,000 krónur komu á fjórð- ungsmiða númer 14275. Tveir fjórðungar voru seldir á Blöndu ósi, einn fjórðungur á Akur* eyri og annar í Borgarnesi. 10,000 krónur: 810 5676 7963 9207 9797 9866 13084 15847 17540 24257 29178 31595 32708 33032 34947 35402 37384 38816 39569 40652 48015 53743 54072 54586 58185 58256. Aukavinningar, 10,000 krónur: 59931 og 59933. (Birt án ábyrgðar) Sendiherra til viðtals THOR Thors ambassador verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 15. ágúst kl. 4—6 e. h. (Frá utanríkisráðuneytinu). VerkíaU iræSinga FÉLAGSDÓMUR felddi þann dóm í gær í máli Vinnuveitendasambands íslands gegn Stéttarfé- . lagi verkfræðinga, að verkfall Stéttarfélagsins að því er tekur til yfir- verkfræðinga þess, er málið var höfðað út af, sé ekki andstætt ákvæð um kjarasamnings verk- fræðinga, sem í gildi var áður en verkfall hófst í júlí sl. Jafngild- yiirverk- j lögmætt ir þessi niðurstaða úr- skurði um lögmæti verk falls yfirverkfræðinga, en vinnuveitendur hafa haldið því fram, að samkvæmt fyrrnefnd- um kjarasamningi hefðu yfirverkfræðingar ekki verkfallsrétt. Einn dóm- aranna taldi þó verkfall yfirverkfræðinga ólög- mætt. Nánar verður skýrt frá dómnum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.