Morgunblaðið - 12.08.1961, Side 1

Morgunblaðið - 12.08.1961, Side 1
20 síður Þýzhalands-málin: Krúsjeff segir nú að sómi Sovétveldisins sé í húfi Stóryrði og bliðmælgi á vixl i nýrri ræðu hans í Moskvu Moskvu, 11. ágúst. ( Reuter/NTB ) í D A G viðurkenndi Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétveldisins, í fyrsta skipti opinberlega, að sovétstjórnin teldi sóma sinn í húfi í Berlínar-málinu. En um leið lýsti hann yfir því, að Sovét- veldið mundi ekki verða fyrst til að „þrýsta á hnapp- inn“ og hefja nýja heims- Btyrjöld. Á vináttufunðl ' í ræðu, sem Krúsjeff hélt á sovézk-rúmenskum vináttufundi í Kreml, komst hann svo að orði, að á Þýzkalandsmálunum ylti „baráttan fyrir viðurkenningu á stórveldi okkar“. Þá ítrekaði hann enn einu sinn þann ásetn- ing, að undirrita þýzkan friðar- samning og sagði að Sovétríkin mundu „ekki hvika fyrir ógn- unum“. f móttöku í Kreml í gær- kvoldi sagði Krúsjeff, að hann gerði ekki ráð fyrir, að stríð brytist út vegna j Berlinar, af því að leiðtogar Bandarikjanna, Breta og Frakka væru „skynsamir menn“. Lét hann þessa skoð- un í ljós við nokkra vestræna sendiherra í veizlunni — og sagði þá einnig að hann hyggist nú við viðræðum um Berlín. Afstöðu Sovétveldisins lýsti Krúsjeff ýmist með hvössum orðum — nánast hrópum — eða mjúkmælgi; brá svo jafn- vel fyrir gamansemi á stund- um þær 80 mín., sem ræðan stóð yfir. Krúsjeff hafði uppi á víxl aðvaranir og óskir um samningaviðræður við vest- ræn ríki. Þykir ræðan ekki hera vott um stefnubreytingu hjá sovétstjórninni í Þýzka- lands-málunum. / Krúsjeff hvatti Vesturveldin til að „setjast að samningaborði" og reyna að finna lausn á ágrein- ingsmálum austurs og vesturs. „Látið nú skynsemina ráða, herrar mínir“, sagði hann. „Þess beiðist ég af þeim, sem ekki hafa glatað getunni til að hugsa í ró og skynsemi, þeim, sem þró- un alþjóðamálanna veltur á“» If „Brjálæði, að hóta styrjöld" í hinu orðinu gerði Krúsjeff gys að hernaðarmætti vestrænna þjóða og varaði þær við að freista Sovétveldisins um of. „Ef heimsvaldasinnar hleypa af stað nýrri styrjöld", sagði hann, „munu þeir um leið neyða okkur itil að gera afdrifaríkar árásir ekki aðeins á aðallöndin heldur einnig herstöðvar innan landa- mæra annarra ríkja, sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu". Engu að síður sagði forsætisráð- herra, að það væri „brjálæði, að hóta styrjöld á atómöld“ og benti á, að 1 hinni nýju stefnuskrá kommúnistaflokksins væri hvatt til friðar um heim allan. „Heims- valdasinnar góðir!“ sagði Krú- sjeff. „Við skulum keppa saman án styrjaldar“. Niður með kommúnismann Krúsjeff sagðist fagna ummæl- um Kennedys Bandaríkjaforseta, er hann hefði á blaðamannafund- inum sL fimmtudag hvatt til frið- samlegrar lausnar á Þýzkalands- vandamálunum. En sagðist hins vegar halda, að vestræn ríki stefndu enn að því að „brjóta j kommúnismann á bak aftur“ eins og John Foster Dulles, hinn látni utanríkisráðherra Bandarikj- anna, hefði barizt fyrir. Þeim væri mikið í mun, að ráða niður- lögum kommúnismans, og stæði það í vegi fyrir lausn Þýzkalands- málanna. , ítrekaði Krúsjeff enn einu sinni gamalkunnar kvartanir sínar yfir því, að vestræn ríki vildu ekki viðurkenna Sovét- ríkin sem jafningja. Sagði hann, að verkalýður Sovétríkj anna hefði tekið til sín völdin og stofnað ríki, „sem þið, ný- lendusinnar og heimsvalda- sinnar, ættuð að umgangast sem jafningja .. .“ Og enn hélt hann áfram um þetta sama og sagði, að Kennedy hefði sagt við sig á Vínar fundinum í júní sl.: „Við erum mikil þjóð“. „Ég sagði honum, að við værum mikil þjóð líka“, sagði Krúsjeff hvíslandi rómi, en lamdi um leið í ræðustólinn til áherzlu. Þá sagði Krúsjeff frá því í sama sambandi, að Macmillan hefði sagt við sig, þegar þeir hittust skömmu fyrir Parísar- fundinn fræga, sem aldrei varð? „Þér verðið að skilja, herra Krú- sjeff, að Bandaríkin eru mikil þjóð. Þau geta ekki, þau geta Framh. á bls. 19 Tvö herskip í Reykjavík BREZKA herskipið HMS Russel kom til Reykjavík- ur fyrir hádegið í gær til þess að taka olíu. Síðdegis í gær kom hér annað brezkt herskip, HMS Jutland, einn ig þeirra erinda að fá olíu. Jutland ætlaði að taka oMu á Siglufirði, en varð frá að hverfa sökum þess, að skrúf ur skipsins eru fyrir neð- an kjöl, og þótti full grunnt, á Siglufirði til þess að fara þangað inn. — Það er ekki oft, að tvö brezk herskip eru samtímis í Reykjavík- urhöfn. í gær lá hér einnig A- þýzki togarinn Eisenach, en skipið kom hingað vegna vélarbilunar á mið- vikudagskvöldið. Togari þessi er að sögn rannsókna- skip. «v Titov Itom til í fallhlíf IVIil íll blaðamannafundur í Mloskvu um geimferðina Moskvu, 11. ágúst. — (Reuter) ANNAR geimfari Sovétríkj- anna, Gherman Titov, sagöi á blaðamannafundi hér í dag, að hann hefði lent í fallhlíf, eftir 25 stunda geim- flug sitt sautján sinnum um- hverfis jörðina. —- Voru um 1500 blaðamenn, stjórnarfull- trúar og vísindamenn á fundinum, sem haldinn var í aðalsal Moskvu-háskóla. — Greindi Titov þar frá ýmsu í sambandi við för sína. Tveggja kosta völ Titov sagðist hafa getað valið um, hvort hann lenti í geimfar- inu sjálfu eða skyti sér út úr því og f?eri síðasta spottann í fallhlíf. „Mér var ekkert að van- búnaði, svo að ég ákvað að taka síðari kostinn,“ sagði Titov. „Þeg ar skammt var eftir, þrýsti ég á hnapp og sveif síðan til jarðar í fallhlíf. Og geimfarið lenti heilu og höldnu skammt frá.“ — Yuri Gagarin, fyrsti geimfari Sóvét- ríkjanna, var sjálfur innanborðs, þegar farkostur hans lenti eftir geimferðina 12. apríl. Fá að fylgjast með Á blaðamannafundinum var m. a. próf. Metislav Keldysh, for- seti sovézku vísindaakademíunn ar. Vár hann inntur eftir því, hvort erlendum fréttamönnum yrði gefinn kostur á að fylgjast með í framtíðinni, þegar sovézk geimför yrðu send af stað. „Já, það munu þeir áreiðanlega,“ svaraði prófessorinn. ,,Við erum að reyna allt sem við getum, til þess að koma því í kring.“ Fæturnir upp í loft Titov, sem nú kom í fyrsta sinn fram fyrir vestræna frétta- Lydia, Marcelle og Claire eru ná- lægt fimmtugu — allar þrjár - en eru laglegir 17 ára þríburar. Geimflaug frá ísrael TEL AVIV, 11. ágúst. (Reut- er). — Israelsmenn áforma að skjóta upp annarri geim- flaug sinni síðla í næstu viku, herma áreiðanlegar heimildir hér. Af opinberri hálfu er því jafnframt vísað á bug, að flauginni hafi þegar verið skotið fyrir nokkrum dögum. Sagt er að eldflaugin, sem er fjölþrepa og nefnist „Shavit III“, sé ferðbúin og geti farið á loft „bráðlega eftir kosningarn- ar“, sem verða hér á þriðju- dag. — Búizt er við að geim- flaugin muni ná upp í 160 km hæð eða tvöfalt hærra en fyrirrennari hennar, ,Shavit 11“ fór hinn 5. júli sl. Frekari geimskot fsraels- manna eru þegar í undir- búningi, og segja vísinda- menn að „Shavit IV“ muni verða búin ýmsum tækjum, sem hinar fyrri hafa ekki haft. Megnið af flotanum úti af Langanesi Litil veiði i gærdag ER MBL. hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn seint í gærkvöldi, höfðu nokk ur skip kastað 85 mílur SA af Langanesi. Ekki var vitað um afla, en megnið af flot- anum virðist vera á þessum jarðar Titov fagnað í Moskvu. menn, gaf ýmsar athyglisverðar upplýsingar um hina 435,000 mílna löngu geimferð sína, hvað hann hefði séð og reynt. Hann Frn. á bls. 19 slóðum. Höfðu skipin Ióðað á smápeðring, en einstaka góðar torfur voru á milli. — Hvítalogn var á miðunum í gærkvöldi, en dimm doka á köflum. Almennt var ekki búizt við góðri veiði í nótt. Lítil veiði var í gær, en ein- staka skip fengu afla á Gerpis- flaki, um 50 mílur frá landi. í fyrrinótt fékk 41 skip afla í Reyðarfjarðardýpi, þar af 27 skip 500 mál eða meira. Einnig fengu nokkur skip afla austur af Langanesi. Tveir bátar komu til Raufar- hafnar í gær, Haraldur með 600 mál og Höfrungur AK. 1 gær komu þrjú skip tH Vopnafjarðar, Hugrún með 900 mál, Geir 750 og Tálknfirðingur 750 mál. Engin skip komu til Seyðis- fjarðar í gærdag, en í gær- kvöldi var von á tveimur skip- um til Haföldunnar, Dofra og Eldborgu, með samtals 800—900 tunnur. Til Eskifjarðar komu Guðrún Þorkelsdóttir með 700 tunnur, Vattarnes með 200, Einir 200 og Björg með 500 tunnur. Tvö slys í gær LAUST fyrir klukkan 10 í gær- morgun varð það slys við Bænda höllina að maður, sem þar var að vinna, Tryggvi Eyvindsson, Eskihlíð 20, lenti með höndina í vindu. Brotnaði hann illa á vinstri handlegg. Sjúkrabíll flutti Tryggva á slysavarðstofuna, og þaðan á Landakotsspítala. Klukkn eitt í gær var Þórhall- ur Steinsson, Hólmgarði 39, flutt- ur frá mótum Hvassaleitis og Miklubrautar á slysavarðstofuna. Hafði hann skorizt á höfði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.