Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 3
MORGVNBL 1 Ð 3 f L'augarSagur 12. agusf 1961 ^ Marianske Lazne eða Mari- enbad eins og það hét í gamlí daga þegar Þýzkaland vai þýzkt, er þægilegur og ur staður fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og hafa það rólegt. Einmitt á þeim stað fer nú fram svæðamót í skák. Meðal þátttakenda á því er okkar stórmeistari, Friðrik Ólafsson. Hann er þar að berjast um það að ná sæti í næsta móti — því þrír efstu menn á þessu svæðamóti — og þeir berjast síðan um það hver á að við heimsmeistarann um tit- ilinn. Morgunblaðið ætlaði að hafa tal af Friðriki í Mari- anske Lazne. Við heyrðum veikan óm af rödd hans, en Geimskot raskar ekki ró skákmanna Við erum hér á hinum ákjósanlegasta stað. Hvít eru húsin og þægileg, en allt í kring er skógurinn — dásam legt umhverfi, segir Friðrik við fyrstu spurningu okkar. ■ár Uhlman erfiðastur Við spurðum Friðrik hvort hann ekkert til okkar. En við þær upplýsingar frá hon- hann væri ánægður með ár- 1 með skeytasambandi fengum um, sem hér fara á eftir; ^ angur sinn fram til þessa. í — segir Friðrik i Marianske Lasne Hótelið sem teflt er skeytinu svarar hann þeirri spurningu þannig. — Auðvitað er ég það. Skák- in við Uhlman var erfiðust. Hún var framan af mjög jafn teflisleg en þegar skipt var upp og kom að endatafli mátti eygja möguleika til sigurs. Það þurfti að tefla nákvæm- lega en með því vannst það. ★ Bent Larsen útilokaður Þið spurðuð um hvort eitt- hvað sé eftirtektarvert hér. Það er eins og gömul venja — það er Bent Larsen. Hann vildi keppa hér og kom hing- að, en Blom kom líka og hafði gögn danska skáksambandsins og fékk þátttöku. Þótt Bent sé j^fn vígreifur og áður fékk hann ekki að taka þátt í mótinu, má því segja að mótið sé svipminna en ella. ir Geimflugið Við spurðum Friðrik um það hvort flug Titovs um- hverfis jörðu hefði haft áhrif á skákmennina. — Nei, nei, við erum alveg eins eftir sem áður, sagði Friðrik. Fólkið hérna og við allir dáumst að afreki hans, en við eins og allir hér tökum því mjög rólega og okkur finnst heimurinn alveg eins og áður. Marienbad — Marienske Lazue. Keildarailinn 228 þús. lestir í 6 mún. Togaraaflinn minni en í fyrra HEILDARAFLINN fyrstu sex mánuði ársins var 228.150 lest- ir, þar af hafa togararnir veitt 36.940 lestir og bátarnir 191.209 lestir. I fyrra var aflinn fyrri helming ársins 234.236 lestir, einkum var togaraaflinn þá meiri, eða 43.024 lestir. Af fisk- aflanum núna eru 36.847 lestir af síld. Af öðrum fiski er mest af .þorski, 143.430 lestir, ýsu 15.836 lestir, karfa 9.975 lestir, ateinbít 8.090 lestir. — 1 ár er humaraflinn fyrstu 8 mánuðina 252 lestir og rækjuaflinn 430 lestir, en var enginn á þeim tíma I fyrra. Sundurliðað eftir verkunarað- ferðum hefur mest af þorskafl- anum verið fryst, eða 80.461 lest, 51.407 lestir verið saltaðar, í herzlu farið 40.384, í ís 13.523 lestir, og hitt í mjölvinnslu og í innanlandsneyzlu. Af sildar- aflanum hefur mest farið í bræðslu, eða 19.275 lestir, í salt 6.374, í frystingu 7.415 lestir og ísað 4.119 lestir. Af humar og rækju hafa 556 lestir verið frystar og 125 lestir niðursoðn- ar. — Ekki tekið við AKRANESI, 11. ág. — M/b Ás- björn landaði í dag 6.5 tonnum. Vinnslu á afla togarans Víkings lýkur að fullu á morgun, laugar- dag. 215 tonn fóru í frystihús H. B. & Co., hitt skiptist milli Heimaskaga og Fiskivers. — CP semur um oiíusölu til Keflavíkurvallar Þrju oliufélög skipta við varnarliðið SAMNINGAR hafa verið undir- ritaðir um benzín- og olíusölur til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, og hefur málum nú svo skipazt, að samningarnir skiptast milli þriggja olíufélaga, en Esso hefur frá upphafi haft alla benzin- og olíusölu á Kefla- víkurflugvelli. Samningarnir, sem gerðir eru árlega við stofnun í Washing- ton, sem heitir Military Petrole- um Supply Agency, eru í raun- inni tveir, og tekur annar til benzíns og olíu á flugvélar varnarliðsins, en hinn til diesel- olíu og bezíns á bíla, vinnuvél- ar og önnur farartæki. — Esso heldur þeim samningum, sem snýr að flugvélunum, en Olíu- verzlun tslands (BP) hefur nú fengið síðarnefnda samninginn. Mun BP selja um 30 þúsund lestir af dieselolíu og 2500 lest- ir af benzíni til Keflavíkurvall- ar. Varðandi smurolíu á vinnu- vélar og farartæki á Keflavíkur flugvelli, mun Shell selja bróð- urpartinn, en BP selur einnig nokkuð af smurölíu. STAKSTtlHAR Eysteinskan í algleymingi Islenzk tunga hefur eignazt nýyrði, sem líklega verður nokkuð langlíft. Það er orðið eysteinska. Menn vita, að þetta orð er allvíðtækrar merkingar, en táknar þó fyrst og fremst það, að forðast rækilega allan sannleika um fjármálaleg efni og að haga mál- flutningi þann- ig, að sem allra erfiðast sé að átta sig á því hvað satt sé og rétt. Eysteinsk- an ríður nú hús um á heimili Framsóknar- Eysteinn manna og í þetta sinn er niðurstaða hennar á þessa leið: Kauphækkanirnar sem orðið hafa í þjóðfélaginu svara tH 1% breytinga á útflutningsverði afurða landsmanna. Sannanir eysteinskunnar eru á þessa leið: SÍS hækkaði kaup- ið aðeins um 5% vegna þess að áður voru boðin 6%, og heildar- kauphækkunin var bara 11%. Þetta á sérstaklega við frysti* húsin. — Vinnulaunakostnaður þeirra er 20% af útflutnings- verðmæti, og 5% gera þannig 1% heildarútflutningsins. Altt er þar með slétt og fellt á ey- steinska vísu, enda mundi þeirri fræðigrein ekki vera um megn að sanna það gagnstæða, að 99% útflutningsverðsins, væru vinnulaun, ef það hentaði, sem þeim Framsóknarmönnum mundi þykja, ef þeir væru í stjórn, vegna þess að sannleik- urinn hentar þeim aldrei. Hið sanna í málunum er hins- vegar þetta: Kauphækkunin í þjóðfélaginu er frá 13 til 27%, í frystihúsum til dæmis að meðaltali 20% vegna hinnar miklu hækkunar kvennakaups. Þar að auki hef- ur ekki verið gert ráð fyrir, að atvinnulífið gæti staðið undir öllum 6%, sem fólust í miðlun- artillögu sáttasemjara, heldur var beinlínis gert ráð fyrir því í tillögunni, að samningar væru óuppsegjanlegir, þó að helm- ingur kauphækkunarinnar hyrfi tii annarra en launþega. Hitt er rétt, að menn gerðu sér vonir um að 3% yrðu raunhæfar kjarabætur, enda þykir það góð, raunveruleg hækkun árlega, þar sem vel er stjórnað. Þar fyrir utan fara liklega flestir aðrir en Eysteinn Jónsson nærri um það, að það er fleira sem hækkar en kaup flakaranna í frystihúsum. Málþóf Eysteinskan segir: Kauphækkanirnar þýða 1% af útflutningsverðmætinu. -m Samkvæmt þeirri kenningu er fiskurinn meðan hann syndir í sjónum umhverfis Iandið álíka verðmætur og þegar landsmenn hafa aflað hans, unnið hann og flutt hann út, og hann er kom- inn í pottinn hjá brezkum eða rússneskum húsmæðrum. Vinnu Iaunakostnaður skiptir sem sagt nánast engu máli til eða frá. Efni málsins er það, hvort nokkrum heilvita manni dett- ur það í hug, að hægt sé að telja þjóðinni trú um, að út- gerð, sem berst i bökkum og raunar hefur um Iangt skeið verið á gjaldþrotsbarmi, þoH allt í einu 20% kauphækkun. Raunar er skelfilega leiðinlegt að ræða við „fræðimenn“ ey- steinskunnar og puðara á borð við Eystein Jónsson. en líklega verður að gera það. meðan ey- teinskan ræður heiium stjórn- málaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.