Morgunblaðið - 12.08.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.08.1961, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Jón Effilsson Minning Fæddur 20. febrúar 1906. Dáinn 20. júní 1961. ENDA þótt seint sé, get ég ekki látið hjá líða að minnast með nokkrum orðum frænda míns og heimilisvinar, Jóns Egilssonar. Jón var fæddur 20. feórúar 1906 að Neðranesi í Stafholts- tungum. Foreldrar hans voru Egill Jóhannesson frá Síðumúla- veggjum og Ingibjörg Jónsdótt- ir. í>au hófu búskap að Uppsöl- um í Norðurárdal um 1907, bjuggu þar í 10 ár, brugðu þá búi og voru í húsmennsku á Höfða I Þverárhlíð fá ár, en fluttu þaðan að Síðumúlaveggj- um og áttu þar síðan heimili til dánardægurs. Ingibjörg dó 1931 og Egill 1950. Eg ætla ekki að lengja mál mitt með frekari ættfærsiu, aðeins geta þess, að foreidrar Jóns voru af góðum, borgfirzkum bænda- ættum, valinkunn að mannkost- um og dugnaði. Jón fór fljótt að vinna hjá vandalausum eftir að foreldrar hans hættu búskap, leið þá ekki Alúðar þakkir færi ég öllum þeim mörgu, kæru nem- endum mínum og fleiri vinum og kunningjum sem heiðruðu mig með heimsókn sinni, gjöfum og skeytum á 90 ára afmælisdaginn minn. Lifið heil í farsæld og friði allt til hinztu stundar. Ólafur Eiríksson. Heildregin stáliör 1400 metrar Stálrör 1”, einnig 1500—2000 metrar %”rör. ti lsölu nú þegar af sérstökum ástæðum. Tilboð merkt: „Staðgreiðsla — 5151“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. þriðjudag. 3ja herbergja íbúð með húsgögnum og heimilistækjum á hitaveitu- svæðinu til leigu frá 1. október til 1. júní næsta áx eða lengur. Upplýsingar í síma 10552. TIL SÖLU glæsileg 5 herb. ibuð í Mávahlíð. Gott verð. Ú^borgun aðeins 200 þús. kr. Notið nú gott tækifæri. FASTEIGNASALA EINAKS ASMUNDSSONAR, HRL., Austurstræti 12 HI. hæð — Sími 15407. Eiginmaður minn ASKELL ÞORKELSSON er andaðist 5. þ.m., verður jarðsunginn í Hrísey þriðju- daginn 15. þ.m. kl. 2 e.h. Lovísa Jónsdóttir. JÓN KKISTINN GUNNARSSON Gunnarshúsi Eyrarbakka, andaðist í Landsspítalanum 10« ágúst. Jarðarförin aug- lýst síðar. Fyrir hönd systkinanna. Axel Gunnarsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma ANNA RUNÓLFSDÖTTIR Samtúni 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 1,30 e.h. Börn, tengdasonur og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við an'dlát og jarðarför móður okkar KRISTlNAR JÓNSDÓTTUR Stóragerði 28. Börnin. Laugardagur 12. ágúst 1961 á löngu að orð fór af honum fyr- ir dugnað og trúmennsku við störf og glaða og aðlaðandi fram- komu. Eg, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að hafa hann fyrir heimilismann um margra ára skeið. Vann hann hjá mér þau ár öll sumur og oít vor og haust. Betri heimilismann get ur ekki, dugnaður og trúmennska vai með ágætum og han var vei- viljaður, glaður og prúður, svo af bar. Jón var við nám í heraðsskól- anum að Laugum í fúngeyjar- sýslu tvo vetur. Þar kynntist hann þeirri konu, er varö lífs- förunautur hans. Var það Guð- rún Jónsdóttir, Emarssonar bónda í Reykjahlíð við Mývatn, mikilhæf ágætiskona. Þau gíft- ust 1930 og bjuggu í Reykjavík upp frá því. Heimili þeirra að Meðalholti 17 var eitt þessajra aðiaðandi heimilia, par sem alúð og glaðværð hmnar sönnu gest- risni mætti manni í sinni feg- urslu mynd. Þau hjón eignuðust tvo syni: Snæbjörn, verzlunarmann hjá véladeild SÍS, kvæntan Þór- unni Kerúlf frá Reykholti, og Egil bifreiðasmið, kvæntan Regínu Ingólfsdóttur. Báðir etu þeir bræður velgefnir ágælis- menn. Fyrstu árin í Reykjavík stund- aði Jón ýmsa vinnu, þó einkum byggingarvinnu. Varð hann fljóít eftirsóttur, þar sem hann var bæði afkastamaður til verks og mjög lagvirkur, og þá ekki sið- ur fyrir sína glöðu og prúðmann- legu framkomu. Síðar varð hann starfsmaður mjólkursamsölunn- ar, var bílstjóri á mjólkurbilum hennar og hélt því starfi meðan starfsorkan leyfði. Nú, þegar þessi velgefni, góði drengur er allur, þá eru það hinar góðu minningar um hann, sem ávallt verða okkur vinum hans ógleymanlegar. Eg finn mig í mikilli þakkar- skuld við hinn látna vin minn, ástvini hans og heimili, fyrir ó- rofa vináttu og tryggð. Guð blessi ykkur allar minn- ingarnar. Kristján F. Björnsson. Hver stal 4 bílhjól- um í Hofðatúni? BROTIZT var inn á bifreiða- verkstæði við Höfðatún 2 aðfara nótt fimmtudags. Stolið var öll- um fjórum hjólunum undan bíl, sem þar var, svo að hann stóð á kubbum og hemlaskálum um morguninn, þegar að var komið. Bíllinn er eign dánarbús, og átti að laga hann til sölu. — Hjól- barðarnir voru í góðu ásigkomu- lagi. Eru menn, sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um málið, vinsamlega beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. Vnknnði við vondon dinum VERCELLI, Ítalíu, 9. ágúst — (Reuter) — Sextugur bóndi, Leonardo Archini að nafni, vaknaði tvisvar sinnum upp við vondan draum í fyrrinótt. í fyrra sinnið vaknaði hann við það, að hann og rúmið hans féllu niður um timbur- gólfið í kofanum hans og nið- ur í kjallara. Ekki lét bóndi það á sig fá heldur sofnaði aftur þar sem hann var niður kominn, en vaknaði aftur við þann beiska sannleika, að rotturnar í kjallaranum- þær sem ekki lentu undir rúm inu og drápust — — höfðu næstum etið allt sparifé hans — nærri 56 þús. kr. (ísl.). Pen ingaseðlunum hafði hann troð| ið undir dýnuna í rúminu. Þdrsmörk Leiðrétting og ábendingar í GREIN eftir B.Þ. um ástandið í Þórsmörk gætir dálítils misskiln ings sennilega vegna ókunnug- leika. Hann segir að fólk í Húsa- dal hafi verið eftirlitslaust og lítið eða ekkert gert til að skipu- leggja ferðir þess um nágrennið. Þetta er ekki rétt eins Og raun- ar kemur fram annarstaðar í greininni. Hygg ég að sjaldan hafi verið betra eftirlit í Húsa- dal þar sem nú voru þar 4 lög- reglumenn sem öllum bar saman um að hefðu rækt störf sín vel, og þó sennilega bezt með því að vera til staðar ef „eitthvað kæmi fyrir“ en til þess kom ekki sem betur fór. Þrátt fyrir „Nýhafnar- braginn" var illindalaust. Má í því sambandi benda á að eðlilegra hefði verið að lækna- kandidatarnir hefðu verið stað- settir í Húsadal eða þar sem hætt an var mest. Engar upplýsingar var að sjá hvar þeir væru, en það kvisaðist að þeir væru ein- hversstaðar í Langadal, og vel má vera að þeim hafi ekki borið nein skylda til að vera nema þar sem þeim sjálfum sýndist. Og þarna var ekki þörf sem betur Suðurnespmenn Dansleikur í kvöld í Samkomuhúsi Njarðvíkur. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar Söngvarar: lingilbert Jensson og Einar Júlíusson. »ng Hlíðardalsskóla Sumargistihúsið starfar til 1. september. Nudd — böð — ljós. Fyrsta flokks þjónusta. Sanngjarnt verð. Ferðir frá Bifreiðastöð íslands á eftirtöldum tímum: Sunnudögum kl. 22 — föstudögum kl. 17:30 — mánudögum kL 17:30 — laugardögum kl. 14:30. fór. Þess má geta að í Húsadal var 5—6 sinnum meiri mannfjöldi en í Langadal sjálfsagt yfir 1000 þegar flest var. Á vegum Kjartans og Ingl- mars og B.S.Í. voru um 125 manns að mestu leyti ungt fólk og hafði takmarkaðann áhuga á gönguferðum, en þeim var boðin leiðsögn og fylgd á sömu slóðir og hjá F. í. Þátttaka var nokkur en þó of lítil. f Stakkholtsgjá fóru um 35—40 og sá víst enginn eftir þeim tíma. Á Valahnúk var alltaf göngufólk og eins á svæðunum í nánd við Húsadal. Mér var og kunnugt að bæði Úlfar Jacobsen og Guðm. Jónasson skipulögðu ferðir með sínu fólki. í bakaleið var komið á sömu slóðir og F. L gerðL Þess má ennfremur geta a8 fyrir atbeina Arnars bílstjóra hjá B.S.f. var dansað af miklu fjöri í Húsadal á sunnudagskvöld og þegar hann hætti tók við varð- eldur sem Úlfar og félagar hana stóðu fyrir. Var þar sungið af miklu fjöri og ríkti þar hin bezta stemning þar sem unglingarnir sátu kringum bálið. Var þetta góð tilbreyting. Drykkjuskapur var þarna mjög mikill, það er staðreynd, og óneit anlega fer það illa saman að skoða fagra staði og stunda drykkjuskap. Alltof stór hluti þessara unglinga gerði það síð- ara. Drykkjuskap fylgir alltaf háv aði og oft illindi. í Húsadal em« göngu hávaði. En þrátt fyrir þetta var við- skilnaðurinn í Húsadal mjög sæmilegur og mun betri að flestra dómi en undanfarin ár. Hitt er svo annað mál að mikil þörf væri að hafa í Húsadal ann. an eins staðarráðsmann og Jó- hannes úr Kötlum, jafnframt þyrfti að gera eitthvað dvalar« gestum til þæginda og ánægju, Skattar og tollar eru nú mjög í tízku og hvernig væri að taka smágjald af hverjum dvalargesti og láta það raunverulega ganga til Þórsmerkur, t. d. að kortleggja svæðið og gefa út ferðauppdrátt, Ennfremur að leggja gangstíga á helstu leiðir og merkja þá. — Gangstígur í Hamraskóg með- fram Markarfljóti er ekki hættu« laus. — Og hvernig væri að láta unglingana vinna þarna í sumar* fríum og í unglingabúðum. Hvað segja forráðamenn æskulýðsmála um það? , Þórður Kárason ^ fararstjóri B.S.Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.