Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 20
MARKAÐSMÁLIN Sjá bls. 11. ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 18. 179. tbl. — Laugardagur 12. ágúst 1961 5 tonn af stór- fiski í nótinni NESKAUPSTAÐ, 11. ágúst. — Síðdegis í dag tilkynnti Eld- bong að hún hefði fengið 700 tunnu kast í Reyðarfjarðar- djúpi. í kastinu voru einnig fimim tonn af stórufsa og gol- þorski, og þykir þetta óvenju- legt, þótt fyrir komi að sjó- menn fái einn og einn fisk í nótina með sildinni. — Svavar í FYRRADAG komu tveir 1 Hafnfirðingar, Þórður Guð- i jónsson og Georg Sigurðsson, fi með þennan gríðarmikla þorsk haus, sem hangið hafði á trön um í Hafnarfirði. Skógarþröst ur hefur notað tækifærið, og gert sér hreiður í munni þorsksins. Gekk fuglinn hagan lega frá hreiðrinu, og hóf hreiðurgerðina á því að stoppa upp hausinn aftanverðan. Þeir íi Þórður og Georg fylgdust J lengi með þrestinum, en þar I kom, að fuglinn yfirgaf hreiðr f ið, og má vera að óþefurinn af í þorskhausnum hafi valdið þar , einhverju um. f hreiðrinu eru þrjú egg, eins og sjá má. (Ljósm. Mbl. KM) Vopnahlé á enda ALSÍR, 11. ágúst (Reuter) Frakk ar tilkynntu í dag, að úti væri vopnahlé það, sem þeir Iýstu yfir einhliða í Alsír hinn 20. maí s.l. Var vopnahléð þá hugsað til að greiða fyrir samkomulagsumleit- unum við Serki. 30 farast BÚDAPEST, 11. ágúst (Reut er). — Ungverska frétta- stofan MTI skýrði frá því í dag, að hinn 6. þ.m. hefðu 30 manns farizt í flugslysi í Búdapest. Þeir, sem létu lífið, voru þriggja manna áhöfn, 23 farþegar og þrír menn, sem voru á jörðu niðri, þar sem flugvélin kom niður. — Sagði MTI fréttastofan, að orsök slyss- ins ætti rætur að rekja til þess, að einhverjir af áhöfn inni hefðu leyft kunningj- um sínum, sem voru með vélinni, að koma fram í stjórnklefann. Hefðu flug- mennirnir síðan leikið ýms- ar listir, sem bannaðar væru þegar farþegaflugvélar ættu í hlut. Lauk svo, að þeir misstu 'stjórn á flugvélinni, sem var af DC-3 gerð, og steyptist hún til jarðar nið- ur á Lumumba-götu í Búda pest. Enginn hljómgnunnur. Lýsti talsmaður Frakka Jean Sicurani, því yfir í dag, um leið og ákvörðun þessi var kunn- gjörð, að vopnahléð hefði ekki fundið hljómgrunn hjá alsírsk- um þjóðernissinnum. Sagði hann, að franski herstjórinn, Charles Ailleret, hefði nú fengið heimild til að gera hverjar þær ráðstafan ir, sem nauðsynlegar væru til að stamma stigu við þeirri hættu, sem fóliki og fjármunum stöfuðu af ógnunu'm þjóðernissinna. Mótaðgerðum fjölgaði. Það var upplýst í aðalstöðvum herstjórans, að síðan vopnahléð Frh. á bls. 2 NORSKU sildarflutningaskipin fjögur sem tóku síldina á Seyðis- l " * 1900 króna sekt fyrir fálkatamningu HÚSAVÍK, 11. ágúst. — Máli Þjóðverjans Egon Miillers lauk hér í dag með réttarsætt. Greiðir Muller 1900 kr. í sekt 7 fyrir brot á fuglafriðunarlög- l unum. Ennfremur var honum ( skipað að koma hvergi nálægt 1 Brettingsstöðum í Flateyjar- 7 dal, þar sem hann iðkaði fálka j tamningar þær, sem frægar i eru orðnar. Fékk hann þó í leyfi til þess að sækja hafur- 7 task sitt, en var tjáð að hann 1 fengi slíkt ekki nema í fylgd I með lögreglumanni. — Búizt l er við að Egon Muller, sem er / frá Múnstern, haldi til Akur, J eyrar á morgun. —Fréttaritari i firði til flutning til Noregs, hlóðu samtals rúma 15 þúsund hektó- lítra. Er nú komið í ljós, að ís- lenzku síldveiðiskipin, sem los- uðu afla sinn í þessi flutninga- skip, hafa sum aflað tvær hleðsl- ur á þeim tíma, sem þau myndu hafa þurft að bíða eftir losun á bræðslusíldinni í flutningaskip in, sem flytja síldina frá Seyðis- firði til Norðurlandshafna. Hagnaður þessara skipa er því ekki einungis sá að koma bræðslu síldinni, sem ella hefðið orðið ónýt, í verð, heldur einnig að ná afla á þeim tíma, sem þau annars hefðu legið með skemmdan farm, sem að iíkindum hefði verið mok að í sjóinn aftur. Er engin furða að kommúnistar skuli vera óánægðir með að slíku ófremdar- ástandi skyldi verða afstýrt fyrir atbeina stjórnar Síidarverk- smiðja ríkisins. Eldur í bragga KLUKKAN þrjú í gærdag var slökkviliðið kvatt að Camp Knox G 15, en þar var eldur í bragga. Stóð eldurinn bæði út um glugga og dyr, er slökkvilið ið kom á vettvang. Útlendingar hefðu einir} hagnazt af samningnumi Loftleiðir höfðu ekki vélakost til að f fljúga á milli N.Y. og Moskvu | I ÞJÓÐVILJANUM í fyrradag er ráðizt hatramlega að ís- J lenzkum stjórnarvöldum, sem blaðið segir, að hafi hindrað * með ofstæki, að loftferðasamningur yrði gerður við Rússa. I Morgunblaðið aflaði sér í gær upplýsinga um, að flugmála- stjórn ákvað á sínum tíma að láta kanna möguleika á loft- j; ferðasamningi við Rússa, og mun hafa komið á daginn, að ((” e.t.v. væru möguleikar fyrir því, að slíkir samningar tækj- '}) ust. Var síðan rætt við forráðamenn Loftleiða, en félagið ([ lýsti því hinsvegar yfir, að það hefði ekki flugvélakost til 'j) þess að fljúga á leiðinni New York—Moskva. Var það því (p álitamál, hvort gera skyldi loftferðasamning, sem útlend- ingar einir hefðu hagnað af, en íslendingar ekki. Morgunblaðið sneri sér í gær til Alfreðs Elíassonar, <í\ forstjóra Loftleiða. Staðfesti hann, að mál þetta héfði verið ó rætt við Loftleiðir á sínum tíma, en félagið hefði hvorki o, „ talið sig hafa flugvélakost né aðstöðu til þess að fljúga á - .y umræddri flugleið. d Skipin tví- iyllq sig — a þeim tíma, sem annars hefði farið í bið Innbrotafaraldur TALSVERT hefur borið á inn- brotum í Reykjavík undanfarn- ar tvær nætur. I fyrrinótt var brotizt inn á tveimur stöðum hér í bænum, og á einum stað í Kópavogi. I fyrrinótt var gerð tilraun til þess að brjótast inn í birgða geymslu Áfengisverzlunar ríkis- ins við Snorrabraut. — Höfðu þjófarnir brotið tréhlera fyrir glugga skrifstofuherbergis út- sölunnar við Snorrabraut, en inn af herberginu eru geymdar áfengisbirgðir útsölunnar. Mun þar hafa verið áfengi fyrir á aðri milljón króna. — Fyrir geymslunni mætti þjófunum stálhurð og urðu þeir frá að hverfa. Brutust þeir þá inn í Dráttarvélar og stálu þaðan 100 krónum. 1 fyrrinótt var ennfremur brot izt inn í verzlunina Krónuna í Hlíðunum. Þaðan var stolið 30 kartonum af sígarettum, 20 dós- um og pökkum af píputóbaki og loks 12 konfektkössum. Innbrot í Kópavogi í fyrrinótt var ennfremur brotizt inn 1 Kaupfélagið f Kópavogi. Þaðan var stolið 86 kartonum af sígarettum og ýmsu áleggi fyrir um 400 krón- ur. Loks hafði þjófurinn á brott með sér 300 krónur úr peninga- kassa verzlunarinnar. ( Kastað á illfiski í GÆR varð vart við kol- munna á miðunuim. Eitt skip kastaði á torfu, en þar reynd ist kolmunni vera fyrir. Ánetj aðist illfiskið, en þó var talið að nótin hefði ekki orðið fyrir verulegtum skemmdum. Ann- að skip kastaði á torfu, sem það lóðaði, en í ljós kom að hér var um smiásíld eða kræðu að ræða. Var síldin svo smá að mikill hluti hennar smaug í gegnum möskvana, en mikið lánetjaðist, og voru skipverjar á bátruum, sem fyrir þessu varð, í mangar klst. að hreinsa síl-dina úr möskvun- um. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.