Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 2
MORCUIVBL 4Ð1Ð Sunnudagur 13. agust 1961 Frá aðalfundi Samb. isl. rafveitna 12 virkjunarstaðir í rannsdkn á SV-landi AÐALFUNDUR Sambands ísl. raíveitna hefur undanfarna daga verið haldinn á Laugarvatni og lauk á laugardagskv. Á fundin- um voru flutt erindi um virkj- unaráform, og hafa fundarmenn skoðað ýmsa þá staði, sem til greina geta komið og hafa að und anförniu verið rannsakaðir með tilliti til virkjunar í framtíðinni. Á miðvikiudagskvöld var raforbu málaráðherra, Xnigólfur Jónsson, gestur fundarins og ávarpaði fundarmenn. Fyrsta fundardaginn, á mið- vikudag, fluttu þeir Jakob Gísla son raforbumálastjóri og Sigurð- ur Thoroddsen verkfræðinguir er indi um vatnsvirkjanir á Suður- landi og Sveinn Einarsson verk fræðingur um jarðgufuvirkjun í Hveragerðii Komu þar fram ýtar legar upplýsingar um hugsanlega virkjunarstaði, sean rannsakaðir hafa verið á Suðurlandi, um fjár festingarþörf, athugun á orku- þörf allt til ársins 2000 o.fl. Virkjunarstaðir í rannsókn á Suðvesturlandi eru 12 og skipt í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru smávirkjanir, innan við 20 þús. kw., en það eru jarðhitaorkuver í Hvera- gerði og vatnsvirkjanir við Dynjanda í Brúará, Efri-Brú ará, Árbæjarfoss í Ytri-Rangá og Tungufoss i Eystri-Rangá. / Miðlungsvirkjanir gætiu orð Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCoEFGH ABCDEFGH H V I T T : . Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhöfn leikur: Bb7 x ii5 ið við Hestvatn, og þrjár svo kallaðar Bláfellsvirkjanir í Hvítá, við Ábóta, Sandár- (ningu og Bláfellshólm. Stóru virkjanirnar, 100 kw stöðvar og þar yfir, eru þrjár: Tungufellsfallið i Hvítá, og tvennskonar Búrfellsvirkjanir í Þjórsá. Sveinn Einarsson skýrði frá á- ætlunum um jarðgufustöðina í Hveragerði. Áætlaður kostnaður að þessari stöð, sem yrði 15 þús. kw, er 250 millj. kr. og gert er ráð fyrir að slík stöð gæti fram leitt klílówattstundina fyrir 28 aura. Sagði Sveinn að byggingar kostnaður og rafmagnsverð sé við unandi í samanburði við vatns- aflstöðvar sem til g*eina kemur að byggja. Ódýr upphitun í E RIN D I sínu á fundi SÍR minntist Sveinn Ein- arsson, verkfræðingur, á heita vatnið, sem mundi renna ónotað frá hugsan- legri jarðhitastöð í Hvera- gerði, sem aðeins notaði gufuna. Væri þar um að ræða 150 1/s af 160 stiga heitu vatni, sem er tvöföld sú hitaorka er fæst frá Reykjum. Til að gefa hug- mynd um þessa miklu og ódýru afgangsorku, sem fengist, ef jarðhitastöðin yrði reist, sagði hann, að vatnið mundi nægja til að hita upp ca. 250 þús. ferm af gróðurhúsum eða nærri fjórum sinnum meira en öll gróðurhús hér á landi í dag. ♦-----------------------♦ Eftirtalin erindi voru ennfrem ur á dagskrá fundarins: Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri talar um sæstrenginn til Vestmanna- eyja, Jakob Bjömsson um aðal- orbuveitur um Suðvesturland frá virkjunum við jökulárnar, Ingólf ur Ágústsson og Haubur Pálma- son um viðtöbu raforbu frá stór virbjunum í Reykjavík og ná- grenni, Magnús Reynir Jónsson um Kw.st.mæla með símaálestri, Aðalsteinn Guðjohnsen um möskvakerfi í Reykjavík og á- samt Birni Kristinssyni um raf- orkuvinnslu beint úr hita og Jón Steingrímsson um aukningu vara stöðvarinnar í Reykjavík. I Ad /S hnúlor SV 50 hnútar X Snjókomo V Slúrir • OSi |{ Þrumur 'ssrabi 3 KuUaskil Hitaski! H Hmt L’" Lagl Ijægðin yfir suður-Græn- landi verður komin i námunda við ísland í dag, og má því búast við úrkomu sunnan lands, en betra veðri fyrir norðan. Enda fer norðlenzkum bænd um ekki að veita af þurrara veðri en verið hefur undan- farinn hálfan mánuð. Á síld- armiðunum ætti að verða veiðiveður. Snarráð húsmóðir BIRMINGHAM, 12. ágúst (Reuter) — Frú Alice Churchill var kominn af stað í jámbrautarlest og ætlaði að bregða sér í frí í gær, þegar hún mundi allt í einu eftir því, að hún hafði skilið hrís- Í’ grjónabúðinginn eftir á elda- vélarhellunni heima hjá sér — og, það sem verra var, — gleymt að slökkva. Hún fór þegar á stúfana og bar upp vandræði sín við lestarþjón- inn. En góð ráð voru dýr, því að meirr. en 60 km voru til næstu brautarstöðvar. — Frúin tók þá það til bragðs, að fleygja bréfmiða til dóttur sinnar, Veru, út ti'l járn- brautaverkamanna, sem var að starfi rúmlega 20 km fyr- Lr utan Birmingham. Hann " hringdi í aðalskrifstofur járn brautanna og þaðan voru send skilaboð til Veru í skrifstofuna, þar sem hún vinnur. Vera, sem er 26 ára, flýtti sér heim og kom þá að búðingnum alveg mátulega bökuðum. „Hann bragðaðist yndislega,“ sagði hún. Kappreiðar við Arnarhamar í dag HESTAMANNAFÉLAGIÐ í Kjós arsýslu hefur skeiðvöll sii\n við Arnarhamar á Kjalarnesi og held ur þar venjulega síðustu kapp- reiðar ársins um miðjan ágúst ár hvert. f dag verða kappreið- arnar háðar að þessu sinni með þátttöku þekktra hesta úr ná- grenni Reykjavíkur. Má þar m. a. nefna hina þjálfuðu hesta Þor- geirs í Gufunesi, Garp í Dalsgarði og Kirkjubæjar-Blesa á Reykj- um. Þá kemur einnig fram fjöldl nýliða á ýmsum vegalengdum. Talsvert fjör er í félagsstarf- seminni, og um verzlunarmanna- helgina var farin hópferð á veg- um félagsins með þátttöku 65 manns og á annað hundrað hrossa. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra kunna Mosfellinga leggja upp í reiðtúrinn. Vafalaust verð- ur fjölmenni við Arnarhamar i dag, enda er staðurinn góður til veðhlaupa. Presiaskipti í Miklaholtspresta- kalli Söfnuðurinn hélt sr. Þorsteini L. Jónssyni og frú hans veglegt kveðjuhóf SUNNUDAGINN 30. júlí fór fram prestkosning í Miklaholts- prestakalli. Kosinn var prestur í stað sr. Þorsteins L. Jónssonar, sem þjónað hefur prestakallinu í 27 ár, en hún hefur fengið veitingu fyrir Ofanleitis-presta- kalli í Vestmannaeyjum. Einn prestur var í kjöri, cand. sheol. Árni Pálsson. Kjörsókn var góð í öllum sóknum, að meðaltali rúmlega 70%. Var kosningin lög mæt. Þann sama dag og kosið var, messaði sr. Þorsteinn L. Jónsson bæði á Fáskrúðarbakka og Rauða mel, og þá um kvöldið höfðu þær sóknir kveðjuhóf fyrir prests hjónin að Félagsheimilinu í Dals- mynni. Kveðjumessa á Kolbeinsstöðum Þriðjudaginn 1. ágúst flutti svo sr. Þorsteinn kveðjumessu að Kolbeinsstöðum kl. 4 e.h. Var við staddur við messugjörðina sr. Þor grímur Sigurðsson á Staðastað, sem nú þjónar Miklaholtspresta- kalli, þar til nýi presturinn tekur við. Báðir prestarnir þjónuðu fyrir altari, en sr. Þorsteinn flutti stólræðuna. Margir kirkju- gestir gengu til altaris, og þar á meðal prestarnir og hinn vænt , anlegi prestur Árni Pálsson cand. theol er var einn kirkjugesta. Var messugjörðin öll mjög há- tíðleg og ræða sr. Þorsteins góð Og sniðin sem kveðjuræða. Kirkj an var þéttsetin. Prestshjónin kvödd Að messugjörð lokinni til- kynnti safnaðarfulltrúi kirkju- gestum að öllum væri boðið til kaffidrykkju í félagsheimili Kol- beinsstaðahrepps. Sá frú Guðrún Guðjónsdóttir í Mýrdal um veit- ingar en samkvæminu stjórnaði sóknarnefndin. f henni eiga sæti: Guðmundur Guðbrandsson, Tröð, Kjartan Ólafsson, Haukatungu, og Sveinbjöm Jónsson, Snorra- stöðum, sem einnig er safnaðar- fulltrúi. Sveinbjörn Jónsson bauð kirkjugesti velkomna til borð og Framhald á bls. 23. ÞETTA skilti blasti við ís- Ienzkum ferðalöngum þeg- ar þeir komu til Meistara- víkur í Grænlandi fyrir skemmstu. Og hvað er þetta? Jú, merki danska flughersins, gert úr bjór- dósum frá Carlsberg. Um hundrað manns hafa tekið þátt í þeim tveimur ferðum til Islendinga- byggða A Grænlandi, sem Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugfélag lslands hafa efnt til í sumar, og hafa þær tekizt með ágætum. Síð- asta ferðin verður farin á miðvikudaginn í næstu viku, 16. ágúst og stendur í þrjá daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.