Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 3
Sunnu'dagur 13. ágúst 1961 MORCTJlSJiLAniÐ 8 ★ KOBEitr' M. White, major fluffher Bandaríkjanna, heitir maðurinn, sem flýgur hinni nafntoguðu, vængjuðu rakettlWMHHHHH flaug, X-15 — fyrstu flugvél- inni, sem náð hefur 60 mílna hraða á mínútu. Það er einmitt X-15, sem sýnir yfirburði Bandaríkjanna yfir Rússum í kapphlaupinu um geiminn — því Rússar eiga enga mannaða flaug, sem jafn ast á við X-15. í þessu viðtali skýrir White major frá reynslu sinni — og því, sem koma skal. — Majór White, hvað hafið þér flogið hraðast? — Með 3.603 mílna hraða á klukkustund. Þetta var í X-15, 23. júní. Þetta var í fyrsta sinn, sem við komust fram úr Mach-5 — þ. e. fimm sinnum hljóðhraðann. — Hraðar en mílu á sek- úndu? Sr. Jón Aubuns dámprófastur: „Ókunnum Guði“ 23. júní sl. setti White major nýjasta hraðametið. Mynd- in er tekin eftir þá flugferð. Með míluhraða — Já, rétt rúmlega með mílu hraða á sekúndu. — Hvernig er að fljúga svona hratt í rakettuflaug? — í rauninni fann ég ekki til hraðans meir en áður. Það er erfitt að gera sér grein fyr- ir þessum ofsahraða upp í há- loftunum. Það eina, sem í raun inni bendir manni á hraðann, er sjálfur hraðamælirinn. — Hversu hátt flaugstu í þetta sinn? — í 107,700 feta hæð, sem er rálægt 18,5 milum. — Hvernig lítur jörðin út úr þessarri hæð? — Maður sér vítt yfir land, og sú sjón er sannarlega tign- arleg. Það má koma auga á staði í órafjarlægð, kannast við ýmsa staði, sem maður þekkir á jörðu niðri. Frá Suð- ur-Kaliforníu sést alla leið norður að San Francisco-flóa. A suðurleið sést öll Suður- Kaliiornía allt suður til Mexikó. — Áttir þú við nokkur sér- stök vandamál að stríða í met- flugi þínu? — Reyndar. Eitt vandamálið var klefaþrýstingurinn. Yfir- leitt er þrýstingurinn í stjórn- klefanum sem sva*r þrýst- ingi í 35.000 feta hæð, í hvaða hæð, sem flogið er. Hinsveg- ar brást klefaþrýstingurinn í þessarri ferð, og auðvitað verð ur þá þrýstiklæðnaður flug- mannsins honum lífsnauðsyn. Klæðin tútna upp og veita lík- amanum eðlilegan þrýsting. — Gerði þetta þér erfitt um vik? — Auðvitað, en ég gat hreyft mig lítilsháttar. Þrýst- ingurinn í klæðunum er ná- lægt 3,5 pundum, svo að hreyf ingar allar verða heldur stirð- ar. — Varstu nokkurn tíma hræddur um að missa stjórn á vélinni? — Nei, þvert á móti. Vélin lét svo vel að stjórn, að þær áhyggjur, sem ég hafði, voru hverfandi. — Hraðinn 3.603 mílur á klukkustund — er þetta met fyrir vængjaða flaug? — Já. viðnámi. Hitinn komst upp i rúmlega 420 stig á Selcius ib] síðasta flugi. Hitinn, sem. myndast, þegar flogið er um,| gufuhvolfið eða þegar komið I er inn í gufuhvolfið á miklum,f ÞEGAR Páll postuli kom til Aþenu uppi úr miðri 1. öld að kristnu tímatali, bar hún enn ægi- ljóma yfir aðrar borgir sakir feg- urðar og fomrar frægðar. Stjórn málamenn höfðu Grikkir reynzt lélegir, en svo var frægðarljómi Aþenu mikill enn, að sigurvegar- ar sæmdu hana stórgjöfum og vegsemd, þótt þeir legðu aðrar borgir í rúst. Á Aresarhæð, þar sem Sókrates, Plató og aðrir speking- ar höfðu starfað fyrr og kennt, flytur Páll rséðu. Hann segir Aþenumönnum að trúhneigð þeirra sjái hann af mergð goða- myndanna í borginni, og altari nokkurt,' „h e 1 g a ð ókunnum Guði“, gefur honum tilefni þess að boða þann Guð, sem hann fór um löndin til að boða. „Ókunnum Guði“, — er ekki guðsleit mannanna helguð hon- um, sem þeir þekkja ekki? Innri rödd og þrá, sem þúsundum kynslóða hefir fylgt, hefir knúið mennina til að leita hans, sem enn eftir milljónir ára er hinn ókunni Guð. Getur takmarkað- ur mannshugur gripið hinn ótak markaða, stundarbarnið sjálfan hinn eilífa anda? Mannsandinn dýrkar hann, enþekkirhannvegu hans? Mannsandanum eru djúp veru hans órannsakanleg og veg ir hans órekjandi. Trúarleiðtogar, guðmenni, trú arsnillingar, allir hafa þeir á inn blásnum augnablikum fundið, að vera Guðs er hið óræða djúp, a<5 engin orð geta lýst honum, aS enginn þekkir huga hans, sem hvorttveggja er í senn: leyndar dómur leyndardómanna og veru- leikur veruleikans. ,,Leyndardóms í dimmu skýi Drottinn hylur sig“, — sagði skáldið í Bólu, og svo hafa skáld og sjáendur sagt, að engin orð gætu túlkað Guð, og að í ná- vist hans stæði maðurinn and- spænis hinu óræða og ólýsan- lega. Hinni ótvíræðu reynslu fyr- ir veruleika hans hafa hinir háu andar borið vitni. Fornkínverski spekingurinn sagði: „Tao — guð- dómurinn — er hið ólýsanlega. Það sem verður með orðum lýst, er ekki Tao“. Plató segist ófær þess að lýsa hinni æðstu reynslu, rökvísin og tungan séu tálmanir á þeim vegi. Origenes kirkju- faðir segir, að túlkun hins guð- lega veruleika sé aldrei annað en ófullnægjandi skuggamynd. skuggamynd. Og Aquinas, mesti guðfræðingur miðalda-kirkjunn- ar, lagði frá sér pennann og neit aði að ljúka við hið stórkostlega ritsafn sitt um guðfræði, vegna þess að allt, sem hann hefði rit- að, væri ekki annað en skuggi voldugs veruleika. — Hvernig vildirðu bera flug þitt saman við geimskot Shepards í Mercury? — Ég fór talsvert miklu hægar og lægra en Shepard. Hinsvegar finnst mér ekki á- stæða til að líkja þessu sam- an. hraða, verður alltaf vandamál, svo að rannsóknirnar miða að því að kynna sér hentugasta lögun og hentugasta efnið í siíkar flaugar. Og auðvitað erum við að rannsaka stöðugleika og stjórn arhæfni — það má læra margt á sekúndu — Er það ekki mikiivægur munur við X-15, að flugmað- urinn stjórnar henni algerlega sjálfur? — Jú, það finnst mér. Þetta er eitt af því mikilvægasta, sem við erum að rannsaka. Við fljúgum vélunum sjálfir og stýrum þeim allt flugið. Auðvitað erum við einnig að rannsaka sérstakar flaugar- byggingar, og auk þess hæfi- leika flugmanna til þess að stjórn flauginni við mismun- andi aðstæður. — Hverra hluta vegna er X-15 mikilvægust? — Ef hægt er að benda á eitthvað sérstakt, verður bein- iínis að benda á rannsóknirn- ar í heild. Til dæmis má nefna vandamál, sem stafar af loft- Robert M. White, majór af því að fljúga með slíkum ofsahraða. — Þegar þið fljúgið með þessum ofsahraða, lætur þá vélin betur að stjórn, eða er það öfugt? — Vélin okkar lét mjög vel að stjórn yfir Mach 5. Það var eins Og að stjórna venju- legri flugvél. Hinsvegar erum við að kynna okkur hver áhrif lögunin hefur á flugkosti hennar. Til allra hamingju lét þessi sérstaka gerð afar vel að stjórn. — Hefur X-15 nokkurt hern aðargildi? — Ekki í sjálfu sér. Vélin er einungis rannsóknatæki, og ó- gerningur að hugsa sér hana sem hernqjðartæki. Auðvitað er árangur rannsóknanna mikilvægur. — .flsaii hún vpj-íS fvri rrpnn ari hraðfleygra háloftavéla, sem væru U-2 fremri? — Ég vildi naumast segja fyrirrennari. Ég held, að menn líti almennt á vélina sem rannsóknatæki en ekki frum- drög að öðru tæki. — Getur X-15 eða svipað farartæki komizt á braut um- hverfis jörðu? — Það gæti orðið með Dyna Soar. Það hefur verið til- kynnt opinberlega, að ætlunin sé að reyna að koma tilrauna- vél á braut umhverfis jörðu. Það er ekkert því til fyrir- stöðu, að hægt sé að koma farartæki á braut um jörðu, enda þótt því sé stjórnað eins og flugvél. — Mun árangurinn af rann- sóknum X-15 veita Dyna-Soar tilraununum mikla hjálp? — Jé. Það held ég áreiðan- lega. Til dæmis byggingin á stjórnklefanum. Það, sem við lærðum á X-15, er því mikil- vægt fyrir Dyna-Soar. — Hver er áætlaður mesti hraði og mesta hæð X-15. — Mesti hraði, sem við búumst við, er öllu meíri en Mach 6 eða nálægt 4.000 míl- um á klukkustund. Hæðin get- ur orðið — samkvæmt útreikn ingum — nálægt 50 mílum. Nú höldum við, að ekki sé langt í land. Ef til vill kom- umst við enn hærra. Úr þessu Framhald á bls. 23. „Ókunnum Guði„ var altarið eitt í Aþenu helgað, og það gaf Páli tilefni þess að boða Aþenu- mönnum sinn Guð. Hver var hann? Það var sá Guð, sem hafði opinberað sig heiminum í Jesú Kristi. Það var sá Guð, sem geng ið hafði undir mannleg kjör í mannssyninum og sýnt þar mönnunum eins mikið af sér og mannshugur getur greint, eins mikið af ljóma sínum og dauðleg sjón þolir að líta. „Hver sá, sem lítur Guð, hann deyr“, lætur Ibsen Brand prest segja og vitna þar til helgra orða í Gamla Testam. Dauðleg sjón myndi blindast á einu vet- fangi, ef sólargeisli í fullum styrkleika félli beint á augað. En þegar sólargeislinn hefir dofnað, dvínað við það að fara í gegn um þokubeltin milli sólar og jarð ar, þá fyrst þolir mannsaugað geislann. Ægiljóma guðdómsfyllingarirai ar stenzt mannlegur hugur ekki.. En allt það, sem vér þolum að líta af þeim ljóma, sjáum vér í Kristi, hjúpað mannlegu gerfi, takmarkað af mannlegri mynd. Þennan Guð þekkti Páll. Hann sá hann í hinum upprisna Kristi. Þar sá hann ljóma Guðs og ímynd hans ólýsanlegu, háu veru. í honum sá Páll krystallast altt það, sem hann gat háleitast hug- myndað úm guðdóminn. Og þetta sama hafa séð göfugustu andar meðal kristinna manna, — og ekki aðeins þeir, heldur allir, sem í nánustu samfélagi við Krist hafa lifað og í einfaldleika og auðmýkt hjartans hafa litið mest af Ijóma hans. Til að túlka það, sem að fullu verður ekki túlkað, hafa menn lýst Guði í mannlegum myndum, hugsmíðum og máli. Og svo hlaut að fara, að menn töluðu barna- lega um hann, eins og þeir hefðu þekkt hann frá blautu barns- beini, eins og þeir vissu vilja hans og vegi. Og þó er hann í innsta grunni enn ~eins og á alt- arið í Aþenu var letrað: hinn ókunni Guð. En samhljóða reynsla kynslóð- anna vottar raunveruleika hans, þótt vitnisburðurinn verði aldrei annað en örveikt endurskin hins ómælanlega Ijóss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.