Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 8
Ochnefititék Sunnudagur 13. ágúst 1961 Af erlendum vettvangi 1 DANMÖRKU er nýkomin á markaðinn skáldsaga eftir ung- an pólskan höfund sem á sínum tima vakti athygli á sér með því að flýja vestur fyrir tjald en snúa síðan heim til Póllands aftur. Hann heitir Marek Hlasko, og bók hans ber á dönsku heitið „Næste mand til paradis". Hlasko hefur lært ýmislegt af Ernest Hemingway, en þó einkanlega af hinum „franska Hemingway“, Georges Arnaud, sem samdi hina minnis- stæðu skáldsögu „Laun óttans" (kvikmyndin sem gerð var eftir henni hlaut heimsfrægð). Skáldsaga Hlaskos fjallar um flokk vörubílstjóra sem vinna að flutningum í skógarhéraði í Suður-Póllandi og aka fyrir björg einn af öðrum. Frásögnin hefst á því, að einn hinna eld- gömlu og úr sér gengnu vöru- bíla hefur oltið fyrir björg með trjáfarm sinn. Félagar bílstjór- ans leita að líkinu, sem þeir vita að er illa útleikið, og þeim léttir öllum þegar búið er að koma því í kassa og setja lok á. Stífl Hlaskos er frumstæður og „harðsoðinn", en hann dregur upp ljósa mynd af þessum öku- föntum, sem opinberlega hafa það göfuga sósíalíska hlutverk að útvega alþýðulýðveldinu trjá við, hvað sem það kostar, en aka eins og vitlausir menn, af því þeir eiga bara einn kost í lífinu. Fræðilega eru þeir auðvitað frjálsir að því að láta bílgarm- ana eiga sig og halda til borg- arinnar, en í reyndinni er þessi kostur ekki fyrir hendi, því hið nýja þjóðfélag býður þeim ekki upp á annað en skógana. Allir eiga þeir misjafna fortíð. Einn þeirra hefur setið í fangelsi fyr- ir að kála elskhuga konu sinn- ar. Annar hefur verið deigur í trúnni á hugsjónir Flokksins. Þennan harðsvíraða kumpána, Zawaba, hefur Flokkurinn sent hinum uppreisnargjörnu bíl- stjórum í staðinn fyrir nýju rauðu vörubílana, sem þeim hafði verið lofað. ..Tilgangurinn helgar tæki Zawabas, sem eru skammbyssa og merkt spil sem hann notar til að ná þessum dauðadæmdu mönnum á sitt vald. Harðgerðustu mennirnir í flokknum, hinn hugprúði morð- ingi Ni og „dauða sálin“ Wars- zawiak, geta ekkert gert til að koma honum fyrir kattarnef. Hins vegar tekst kvensniftinni, sem Flokksfulltrúinn hefur með ferðis, að murka lífið úr nokkr- um félaganna, áður en hún snýr aftur til iðju sinnar í borginni. „Næste mand til paradis" er ekki í flokki þeirra sósíalreal- ísku bóka sem koma Krústsjov til að geispa. Sagan er „hröð“ og geysispennandi aflestrar, en hún býr líka yfir Ijóðrænum töfrum, einkanlega í náttúrulýs- ingum. Hún lýsir með miskunn- arlausum hætti þjóðfélagi sem er ekki síður grimmt við utan- garðsmennina en auðvaldsþjóð- félagið. Og samúð skáldsins er einmitt rneð ■ þessum utangarðs- mönnum. í baksýn sjáum við svo hinn velalda hóp Flokks- flóna, fýlulegar sveitastúlkur, feita sjálfseignarbændur, veit- ingamenn með vonda samvizku og hrakta smákapítalista sem taka með ólöglegum hætti trén sem bílstjórunum lánast að lauma tU þeirra. Öliu þessu fólki er lý*t án s: ' '.nlegrar samúðar. Saurúðin ar hjá bílstjórumam, hinum dauðadwmdu vúdmönn- Robert Graves ius“, sem fjallar um Rómaveldi og er talin meðal klassískra verka af sínu tagi. Hann hefur skrifað fjöldann allan af öðrum bókum í ó- bundnu máli, bæði alvarlegs eðlis og til skemmtunar, og mun meginpartur þeirra hafa verið skrifaður í þeim tilgangi einum að hafa í sig og á. Hins vegar er ljóðagerðin köllun hans og þar liggur varanlegasta fram lag hans til bókmenntanna. Til marks um stöðu hans í enskri ljóðlist má hafa að í vetur leið var hann kjörinn eftirmaður W. H. Audens sem fyrirlesari í enskri ljóðlist við háskólann í Oxford, en það þykir einn. mesti virðingarvottur sem ljóð- skáldum þar í landi er sýndur. Graves er af enskum og írsk- um toga; faðir hans var sér- fræðingur í írskum þjóðsögum. Irski þátturinn í eðli hans þyk- ir áberandi: hann er uppreisnar- maður, bardagamaður, fer sínar eigin leiðir í öllum hlutum og yrkir manna bezt um ástir. Eft. ir dauða irska skáldsins W. B. Yeats árið 1939 hefur ekkert enskumælandi skáld ort hjart- næmari ástaljóð. Enda þótt Graves hafi skriLð merkilegt rit um grískar goö- Framh. á bls. lö um þessara kommúnísku „út- rýmingarbúða", sem hafa ekki gaddavirsgirðingu og hlekkja menn ekki með járnkeðjum, en binda þá eigi að síður við hálf- ónýta bílana meðan þeim end- ist stuttur aldur. Þessa fanga án fangavarða fjallar Hlasko um eins og manneskjur, og hann virðist gefa í skyn, að hver sú paradís sem keypt er við lífi þessara manna sé of dýru verði keypt. Þess vegna *r Zawaba ekki fögnuður í hug, þegar hann ásamt „síðasta móhíkananum", Warszawiak, sér nýja og betri bíla renna í hlað með nýja bíl- stjóra. Sólargeislarnir, sem brotna á þeim, særa hann í aug- un, svo hann verður að bera þungar, magnlausar hendurnar fyrir þau. Martröðinni er ekki lokið. En bæði félagi Zawaba og félagi Warszawiak hafa þeg- ar goldið hinum opinbera guði markaðinn safn ljóða sinna, og er það út af fyrir sig við- burður, því Graves er meðal merkilegustu Ijóðskálda á enska tungu eins og stendur. Annars hefur hann komið víða við á ritferli sínum og er sennilega Peter Scott þekxtastur fyrir bækur sínar i óbundnu máli: tveggja binda rit um grískar goðsagnir (Pen- guin 1026 og 1027), hálærða bók um skáldhneigðina sem hann nefnir „The White Godd- ess“ og skáldsöguna „I, Claud- Marek Hlasko það sem honum ber í fjálgum ræðum á fjöldafundi Flokksins. Þeir endurtaka lofræðurnar sem við heyrum frá hverri einustu útvarpsstöð í Austur-Evrópu, eins og þeir væru nýkomnir úr „heilaþvotti“. Bók Hlaskos gef- ur okkur hins vegar ófegraða lýsingu á því, hvað „sigurinn“ kostar. Hún vekur lesandanum ekki bjartsýni, en hún eykur honum skilning. Það er næsta ótrúlegt að svo opinskáar bæk- ur skuli vera skrifaðar í Pól- landi samtímans. — ★ — Peter Scott, sem mun vera ýmsum Islendingum kunnugur í sambandi við rannsóknir hans á fuglalífi íslands, hefur ný- verið sent frá sér sjálisævisögu sem hann nefnir „The Eye of the Wind“. Bókin er ekki sjálfs- ævisaga í þeim skilningi að höfundurinn kafi í sálina á sjálfum sér og reki hina meira og minna leyndu þætti mann- legs sálarlífs, heldur fjallar hún nær eingöngu um áhuga- mál höfundarins og ævintýri í sambandi við þau. Hún er skrif- uð í léttum tóni og segir frá óvenjulegu lífsstarfi sem hófst þegar í bernsku. Scott hefur unnið sér mikla frægð í heimalandi sínu og víð- ar með rannsóknum á fuglalífi og með málverkum sínum af fuglum. Hann er einnig þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi og hefur látið til sín taka á ýms- um öðrum sviðum. Bókin er skreytt fjölda mynda og hin eigulegasta. - ★ Brezka ljóðskáldið Robert Graves hefur nýlega sent á ÞAÐ var búið að aflýsa sýn- ingunni nokkur kvöld og veð- urhorfur voru ekki sem bezt- ar kvöldið sem ég fór í Tivoli í Kaupmannahöfn til að sjá Helga Tómasson dansa eitt af aðalhlutverkunum í léttum ballett sem kallaður er „I det vilde West“. Sýningin fór fram undir opnum himni í Pantomimeteatret og var mjög vel sótt þrátt fyrir þungbúin ský sem jusu úr skálum reiði sinnar strax að sýningu lok- inni. Ballettinn er saminn og sett ur á svið af Niels Björn Lar- Helgi Tómasson og Dida Kronenberg 1 hlutverkum sinum í ballettinum ,,I det vilde West“ í Pantomimeteatret í Tivoli í Kaupmannahöfn, Helgi Tómasson fœr góða dóma # Kaupm.höfri sen, en Ole Schmidt samdi tónlistina og Svend Johansen gerði leiktjöld. Efnið er gam- alkunnugt úr verkum eins og „Oklahoma“ og ,,Gaucho“. og meðferð þess ekki ýkjafrum- leg, en sýningin var í heild fjörug og full af skemmtilegri glettni. Helgi Tómasson dansar eitt aðalhlutverkið, hina ungu hetju sem bjargar ástmey sinni úr höndum óþokkans og leið- ir hana síðan að altarinu. Helgi fékk mjög góða dóma í dönsku blöðunum. Svend Kragh-Jacobsen sagði t. d. í „Berlingske Tidende": „Hlut- verkaskipunin var sérlega góð. Fyrst ber að nefna hinn nýja, unga dansara Helga Tómas- son, sem Bidsted hefur fengið hingað frá fslandi. Hann jafn- ast á við eitt handritanna eða verðskuldar a.m.k. eiginhand- aráritun frá Carstensen. Hann var áræðinn, hressilegur og viðfelldinn og dansaði af- bragðsvel ....“. í „Aktuelt1* sagði gagnrýnandínn: „Helgi Tómasson, sem fer með hlut- verk hinnar göfugu kúreka- hetju, tjáir eitthvað viðfelldið í dansi sínum og tilburðum. Það var mjög skemmtilegt og gaf sýningunni það sem með þurfti til að halda áhuganum vakandi." í „Politiken" sagði Hr. Bert: „Helgi Tómasson var hressilegur ungur kúreki. frá- bær í hinum áhrifamikla hnífadansi við skálkinn Erik Bidsted, sem var ósvikinn bófi“. Þegar ég hitti Helga eftir sýninguna var hann mjög ánægður n*eð gagnrýnina sem hann hefur fengið, en kvaðst eiga mikið ólært. Hann var í New York 1 fyrravetur hjá dansmeistaranum J e r o m e Robbins og vonast til að kom- ast þangað aftur í haust. Rob- bins bauð henum til Bandaríkj anna eftir að hann var hér með hinn nafntogaða dans- flokk sirrn. s-a-m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.