Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. ágúst 1961 MOnCVTUllAÐlÐ 13 Reykjavík mundi verða manniaus á tveim mánuðum ' Sovétst jómin er að vonum Ihreykin yfir síðasta afreki Rússa 4 geimferðum. Með ótakmörkuðu fj ármagni hefur vísindamönnum þar vissulega tekizt að vinna stórvirki. Þetta viðurkenna allir um leið og þeir dást að hugdirfð þeirra manna, sem lagt hafa líf sitt í hættu við þessar tilraunir. Sönnun fyrir ágætf hins komm- úníska þjóðskipulags felst hins vegar ekki fremur í þessum af- rekum en í frábærri tækni Þjóð- verja á nazistatímabilinu fyrir ógæti skipulags þeirra. Óve- fengjanlegt er þó, að einræðis- stjórn getur auðveldlegar en lýðræðisstjórn einbeitt kröftum .íslenzkur æskulýður er yfirleitt mennilegur, dugmikill og frjálsmannlegur“. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 12. dgúst ^ þjóðarinnar að lausn ákveðinna verkefna. Hún þarf engum að Standa reikningsskap gerða sinna og lætur það eitt koma í ijós sem heppnast en fer dult með hitt. Kommúnistadeildin hér er svo Ihróðug yfir hinu síðasta geim- flugi, að ætla mætti að Titov og (hinir rússnesku vísindamenn væru aldir upp í hópi „þjóðar- innar á Þórsgötu 1“. Með slík- um áróðri gera kommúnistar sig einungis broslega. Almenningur ó íslandi viðurkennir að sjólf- sögðu það, sem vel er gert, hver sem í hlut á. En hér telja menn flóttafólk úr Austur-Þýzkalandi öruggari heimild um ástandið á görðu niðri austan járntjalds en geimfarir Gagaríns og Titovs. Á síðustu mánuðum hefur straum- ur flóttamanna að austan vaxið bvo, að hann svarar til þess, að Reykjavík hefði orðið manníaus ó tveim mánuðum, ef slíkur fflótti ætti sér stað héðan, eins og Geir Hallgrímsson borgar- Btjóri nýlega drap á í ræðu. líflátshegning við fjárdrætti Nú er það að vísu svo, að ástandið í Austur-Þýzkalandi er vafalaust mun verra en í sjálfu Rússlandi, því að Austur-Þýzka- land er um margt meðhöndlað sem nýlenda Rússa. Óumdeilt er, að miklar framfarir hafa orðið 4 Rússlandi hin síðari ár, þó að lífskjör manna þar séu enn mun lakari en á Vesturlöndum. Því ffer fjarri, að Rússum hafi tekizt að leysa ýms þau þjóðfélags- vandamál, sem eftir kenningum kommúnista áttu að hverfa af Bjálfu eér með eflingu þjóðskipu Jags þeirra. Það hefur t. d. vakið mikla athygli, að á þeim árum, sem líflótshegning hefur víða verið numin úr lögum meðal lýð ræðisþjóða og þar hvarvetna ffastlega á hana deilt, þá hefur ihún á ný verið lögleidd í Rúss- iiandi. í maí sl. var m. a. s. á- Ikveðið, að hún skyldi taka til mun fleiri brota en áður. Þar ó meðal var kveðið á um, að meiriháttar fjárdráttur af eigum ríkis og almennings skyldi varða ííflátshegningu. Til svo grimmi- tegra ráða er áreiðanlega ekki Igripið nema af mjög illri nauð- Byn. Rrot þessarar tegundar Ihijóta að hafa verið svo mörg og mögnuð, að talið hefur verið, Bð ekki yrði við þau ráðið nema ítrustu hörku væri beitt. Hert á refsingum fyrir drykkjuskap Um svipað leyti var einnig hert á refsingum fyrir drykkju- skap. Þeir, sem uppvísir verða að heimabruggi eða sölu þess, skulu nú sæ.a eins til þriggja ára fangelsi. Þetta væri naum- ast í frásögur færandi, ef drykkjuskapur væri ekki eitt þeirra fyrirbæra, sem kommún- istar héldu fram, að þeir væru búnir að útrýma. Menn minnast þess, þegar kunnur íslenzkur bindindismað- ur úr hópi rauðliða kom fyrir nokkrum árum úr heimsókn frá Rússlandi og sagði, að þar væri áftngisvandamálið ekki lengur til! Því miður var þetta mælt af mikili vanþekkingu og barna- skap. Rússar eiga ekki síður við böl að búa af þessum sökum en aðrar þjóðir. Um það vitnar þessi löggjöf og ótal áminning- arræður sjálfs Krúsjeffs. Þjóðarskömm Við Islendingar þurfum hins vegar ekki að fara austur til Rússlands til að kynnast áfeng- isböli. Af því höfum við yfrið nóg í okkar landi. Frásögur víðs vegar að af stjórnlausum drykkjuskap um síðustu helgi sanna, að hér er bæði þjóðar- skömm og þjóðarsýki á ferðum. Ekki er nóg að hneykslast á á- st„ndinu, heldur verður í fullri hreinskilni að gera sér grein fyr- ir orsökunum. Sumir krefjast aukinnar löggæzlu eða takmörk- unar á slíkum skemmtunum, a. m. k. í félagsheimilum, sem sannarlega hafa verið reist i öðrum tilgangi. Sjálfsagt er að íhuga, hver áhrif slíkar aðgerðir geti haft, en hætt er við, að menn sannfærist skjótt um, að þær muni hrökkva ærið skammt. Meinið liggur dýpra og er vafalaust margþætt. Margskonar höft og hömlar á sölu og með- ferð áfengis eru nauðsynleg. Varast ber þó, að þau verki ekki á móti tilgangi sínum. Algeru banni getur enginn raunsær maður haft trú á nú á tímum. Áfengislöggjöfinni verður að haga í samræmi við þá stað- reynd, að áfengi er selt og notað í landinu. Sá, sem heíur séð unglinga þamba ófeimna úr brennivínsflöskum fyrir allra augum á mannamótum, þar sem engin vxnsala er leyfð, verður nauðugur viljugur að viður- kenna, að með hömlunum einum verður þessi vandi ekki levstur. V arimáttarkennd íslenzkur æskulýður er yfir- leitt mennilegur, dugmikill og frjálsmannlegur. En agaleysi og skortur á sjálfsvirðingu er of mörgum til lýta. Þær veilur brjótast á stundum út í hóflaus- um drykkjuskap. Orsakanna er ekki eingöngu og e. t. v. ekki fyrst og fremst að leita í skap- brestum hvers einstaks, heldur í þjóðfélagsháttum og ófull- komnu uppeldi. Menn vilja vera sjálfstæðir án þess að taka á sig þær skyldur sem sjálfstæð- inu fylgja. Innst inni fylgir þessu vanmáttarkennd, sem reyn i er að breiða yfir með yfir- læti og deyfa með brennivíns- drykkju. Ýmsir uppalendur æskulýðs og jafnvel starfandi prestar eyða orku sinni í að telja fólki trú um, að íslenzka þjóðin eigi að bregðast þeirri frumskyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar að tryggja sjálfri sér og landi sínu nauðsynlegar vamir. Með þessu vinna þeir að því að gera ís- lenzku þjóðina að vanmetakind- um, sem bíði þess jarmandi að vera leiddar til slátrunar. Æsku- lýður annarra landa veit, að hon um er ætlað að verja land sitt og uppeldi hans miðast við það. Hér eru aðrar aðstæður. Og þó. Miðað við okxar aðstæður, þurf- um við ekki síður en aðrir að innræta hverjum manni að sjálf stæði fylgir ábyrgð. Æskúlýðn- um verður að fá verkefni, sem eyða agaleysi og vanmáttarkend en efla sjálfsvirðingu og heil- brigðan metnað. Hlutleysi ekki til, að dómi Krúsjeffs Samtímis því, sem kommún- istar og handbendi þeirra reyna að svæfa íslenzku þjóðina með hlutleysisskrafi, fullyrðir yfir- maður þeirra, Krúsjeff, að í nýrri stórstyrjöld geti engin þjóð verið hlutlaus. Þessu sama lýsti menntamálaráðherra Sovét ríkjánna, Fúrtseva, yfir í einni ræðu sinni hér á dögunum. Hót- anir Krúsjeffs um gereyðingu allra þjóða, sem veita kynnu honum mótstöðu, ef til styrjald- ar kæmi, færa mönnum heim sanninn um, hversu mikið liggur við, að hann látj ekki leiðast út í styrjöld í trausti á veikleika og sundurlyndi lýðræðisþjóð- anna. Samiheldni og styrkur þeirra er bezta trygging fyrir bví að heimafriður haldist. Krúsjeff lætur svo sem Rúss- um sé ógnað með árás út af Berlínardeilunni. í raun og veru eru það einmitt Krúsjeff, sem magnar þá deilu. Berlín er og hefur verið friðuð allt frá 1945, — að undanteknu blóðbaði Rússa vegna byltingar verka- manna í Austur-Berlín 17. júní 1953. Hótanir Sovétstjóm- arinnar um að raska því á- standi, sem er, og beita til þess sínu ógnarvaldi, orsaka nú ótta manna um friðslit. E. t. v. er þó meira að marka tal Krús- jeffs um samninga en stríðshót- anir hans. Vera kann, að full- yrðingar hans um árásarhættu séu til þess gerðar að telja rúss- nesku þjóðinni síðar trú um, að með samningasnilld sinni hafi Sovétstjórninni tekizt að forða frá árás, sem hafi verið yfir- vofandi. Heimsókn Langhelles Heimsókn Langhelles, forseta norska stórþingsins, er enn eitt vitni um vaxandi samhug innan Atlantshafsbandalagsins. Lang- ihelle er einn af mestu ráða- mönnum Verkamannaflokksins í Noregi. Að kunnugra K dómi er hann einna líklegastur til að verða eftirmaður Gerhardsens, forsætisráðherra, ef hann léti af stöfum, sem raunar eru ekki miklar líkur til að verði skjót- lega. Langhelle nýtur ekki ein- ungis mikilla virðinga heima í Noregi, heldur og á alþjóðavett- vangi, sem sést af því, að hann er þetta ár formaður þingmanna samtaka Atlantshafsríkjanna. Vegna þeirrar stöðu sini.ar hef- ur hann heimsótt nokkur banda- lagsrí'kjanna >g kom þeirra er inda hingað. Langhelle hefur nokkuð ferðast um landið, hitt fjölda manna að máli og hélt ágætan fyrirlestur um alþjóða- mál, sem rækilega var sagt frá hér í blaðinu sl. föstudag. ís- landi er það mikill styrkur, að erlendir áhrifamenn kynnist landi okkar og þjóð. Við höfum og ekki síður gott af að kynnast skoðunum slíkra manna, sem af djúpstæðri þekkingu hvetja til samstarfs friðnum til varnar. Þrátt fyrir gegndarlausan á- róður og peningaaustur „her- námsandstæðinga“ fer vaxandi áhugi og skilningur á nauðsyn þátttöku íslands í varnarbanda- laginu. Stofnun Varðbergs, fé- lags ungra áhugamanna um þessi efni, sýnir hvert straumur- inn liggur. Sú félagsmyndun er enn ánægjulegri vegna þess, að í henní eiga þátt ungir menn úr öllum lýðræðisflokkum. Aðild margra ungra Framsóknar- manna að félagsstofnuninni er merki um, að ýmsx.m þar í sveit líkar ekki tvístig flokksins í varnarmálunum né hin algjöra þjónusta forystumannanna við kommúnista, sem verður æ meira áberandi með deei. er líður „Þung orð um guðleysi“? Lítið dæmi þeirrar þjónustu- semi er frásögn Tímans á dög- unum af því að hér í Reykja- víkurbréfi var vikið að ummæl- um Fúrtsevu og Gagaríns urn andstöðu kommúnista við kristna trú og skrifum séra Gunnars Árnasonar af því tilefni. Um þetta sagði Tíminn m. a.: Þessi trúmáladeila er ekki sérlega uppbyggileg fyrir þá, sem telja, að einstaklingsfrelsið í trúmálum aigi að vera mikið og vilja lítt áfellast trúarskoð- anir annarra, þótt þeir játi kristna trú sjálfir af einlægni.“ Áður hafði verið sagt, að í Reykjavíkurbréfi hefði verið mælt „þungum orðum um guð- leysi Moskvukomma". Sannleik- urinn er sá, að í Reykjavíkur- bréfi var ekki sagt styggðaryrði um kommúnista af þessu tilefni. Einungis var rakið það, sem þessir tveir framúrskarandi tals menn kommúnista höfðu sjálfir sagt og undrun látin uppi yfir því, að mikilhæfur prestur, séra Gunnar Árnason, skyldi fyrst reyna að vefengja þessi ummæli og síðan drepa þeim á dreii. Þvi miður sýnist séra Gunnar enn ekki kominn úr þokunni, saman- ber pistil hans í síðasta hefti Kirkjuritsins, þar sem enn er slegið úr og í. Sýna þau skrif, að sízt var að ófyrirsynju hreyft við þessu efni hér í blaðinu. Tíminn hljóp undir bagga með Þjóðviljanum eftir að þar hafði birzt svargrein við Reykja víkurbréfi, einstæð að taugaæs- ing og vanstillingu. Sannleikan- um verður hver sárreiðastur. Hérlendum kommúnistum verð- ur erfiðara um misnotkun nyt- sarnra sakleysingja í prestastétt eftir hinar ótvíræðu yfir’ýsing- ar Fúrtsevu og Gagaríns. Þar af kemur hin ofsalegá gremja yfir, að vakin skyldi athygli ’á þeim. 1 tilvitnuðu Reykjavíkurbréfi var lögð áherzla á að hver og einn á íslandi er frjáls að þeim trúarskoðunum, er hann sjálfur kýs. Forystumenn kommúnista einir hafa lýst yfir, að kenning- ar þeirra væru ósamrýmanlegar kristinni trú. Hnútur Tímans koma af því, að í Reykjavíkur- bréfi voru færð óvefengjanleg rök að þeirri staðreynd. Vonuðu að stjórn- in gæfist upp Ósennilegt er að forystumenn Framsóknar trúi sjálfir nema litlu af því, sem þeir halda fram í skammavaðli sínum um við- reisnarráðstafanir ríkisstjómar- innar. í öðru orðinu segja þeir, að allt hafi sigið á ógæfuhlið undanfarið lVz ár, en í hinu, að allt hafi verið í himnalagi eftir kauphækkanirnar í sumar. Þess vegna hafi engin ástæða verið til nýrra ráðstafana! Samræm- ið á milli þessa tvenns er í minnsta lagi. Enda ómerkti Ey- steinn Jónsson margra mánaða Tímaskrif og óteljandi ræður þeirra flokksbræðra, þegar hann sagði ástandið á Austurlandi í sumar harla gott; atvinna væri mikil og afkoma góð! Um sam- band kaupgjalds og gengisskrán ingar eru ótal yfirlýsingar Ey- steins og þeirra félaga frá fyrri árum. Nægir þar að minna á tii- lögu þeirra sjálfra frá 1950 um að lögbjóða berum orðum, að gengisskráning skyldi tekin til endurskoðunar, hvenær sem al- menn kaupgjaldsbreyting ætti sér stað. Gengislækkanirnar með jólagjöfinni 1956 og bjargráðun- um 1958 voru staðfesting í verki á tillögunni frá 1950. Gremja Fr. msóknarbroddanna nú og kröfur þeirra um þingrof og nýjar kosningar spretta ein- faldlega af því, að þeir geta ekki fyrirgefið núverandi ríkis- stjórn, að hún skuli ekki gefast upp og flýja af hólmi eins og Y-stjórnin gerði undir forystu Hermanns Jónssonar 1958 í lok hverjum Jmesta aflaárs, sem yfir ísland ‘ hefur gengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.