Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 13. ágúst 1961v f HEIÐMÖRK er hlutar úr landi jarðanna Vatns- enda, Hólms, Elliðavatns, og Vífilsstaða. Smáspilda innan girðingarinnar er eign Vífilsstaða, en Heið- mörk er eign Reykjavík- urbæjar í umsjá Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Mörkin var girt 1948, en vígð 1950. Yfir 50 félög eiga spildur þar og setja niður 1500 trjáplöntur ár- lega. í lok júlí var alls búið að planta 1.615.820 trjáplöntum innán girð- I ingarinnar. í ár yfir 2.000. Séð norður HjaHabrúnir. 000. Vegir í Heiðmörk eru alls 22—23 km, þar af bú- ið að fullbera ofan í 14— 15 km. FYRIR skömmu bauð stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur blaðamönnum og nokkrum öðr- um gestum í ferð um Heiðmörk. Veður var með bezta móti Og vöru blaðamenn margs vísari, þeg ar komið var ofan af mörkinni sunnan við Vífilsstaði, en ekið var þvert yfir Heiðmörk eftir nýjum vegi, sem verið er að leggja og opnaður verður almenn ingi næsta vor. Þátttakendur í ferðinni vöru auk blaðamanna, Guðmundur Marteinsson, Einar Sæmundsen og Jón Helgason úr stjórn skógræktarfélagsins, en auk þeirra Páll Hafstað, Hákön Bjarnason, skógræktarstjóri, og Hafliði Jónsson, garðyrkjuráðu- nautur Reykjavíkurbæjar. Ferð þessi var hin ánægjuleg- asta, fólk í léttu skapi og bar margt á góma. Lagt var upp úr bænum um tvö leytið á sterkbyggðri bifreið, sem reyndist vel í ófærunum syðst í mörkinni, og ekið sem leði liggur upp að Silungapolli og þar inn um efra hliðið. Þegar komið er upp á hæðina fyrir ofan hliðið blasa við Hólms- borg á vinstri hönd og Vatnsenda borgin lengra sUnnar. Þessar borg ir eru gömul fjárskjól úr grjóti. Þar var fé gefið í gamla daga í vondum veðrum. Einar Sæmundsen bendir okkur strax á muninn á gróðri og kjarrinu innan girðingar Og utan. Fyrir utan er kjarrið lágt og kyrkingslegt og gróður fáskrúð- ugur Strax innan hennar hefur kjarrið rétt úr sér, enda fær brum ið þar að skjita sprotum í stað þess að lenda í kindarmaga. I TEIGINGUNUM Við göngum nú út úr bílnum og göngum upp í Teiginga. Á leið inni sýnir Einar okkur rauð- greni, sem er gróðursett 1 mos- ann ofan á beru hrauninu. Hann sagði, að þarna yxi reyndar aldrei nytjatré, en þetta dafnaði furðulega, veitti öðrum gróðri skjól og gæfi jarðveg. Á leiðinni upp í Teiginga geng- um við fram á fjölda sóldýrk- enda, sem sækja mjög í mörkina á sólríkum dögum. Varð oft að fara með gát er gengið var fram á lautir og bolla og ræskja sig stórum, því að fólk er gjarna léttklætt á svo heitum dögum. f spildu félags símamanna fræddi Guðmundur Marteinsson, formaður Skógræktarfél. Reykja- víkur, mannskapinn um Heið- mörk, en það er skógræktarfélag- ið, sem ber veg og vanda af fram kvæmdum þar. Það eru víst sumir að halda því fram upp á síðkastið, að for- sjónin hafi lagt Heiðmörk að fót- um Reykvíkinga, en síðan hafi þessir bannsettir skógræktar- menn útbíað hana með trjám, og það þar þungt í Guðmundi og þeim skógræktarmönnum. Saga Heiðmerkur er í stuttu máliþessi: 1938 sendi Skógræktar félag íslands bæjarráði erindis- bréf um, að hluti Elliðavatnsiands skyldi friðaður gegn ágangi bú- fjár með það fyrir augum, að þar yrði í framtíðinni friðland fyrir bæjarbúa. Síðar bættust svo við hlutar úr Hólms-, Vatnsenda Og Vífilsstaðalandi. 1946 er landið fengið Skógræktarfélagi Reykja- víkur til umsjár. 1948 er morkin girt og Sigurður Nordal leggur til að þar heiti Heiðmörk. Vígslan fór fram 1950. Skógurinn í mörkinni er rækt- aður til prýðis og augnayndis, þar er ekki verið að rækta nytja- skóg, eins og margur ætlar. Yfir 50 félög hafa nú fengið spildur efra og planta þau nú árlega um 1500 plöntum hvert í landi sínu, en skógræktarfélagið leggur stikl ingana til án endurgjalds. Nú greip einhver frammí fyrir Guðmundi og spurði, hvort þessi mannsöfnuður, sem ræktar skóg þar árlega, stingi ekki niður tré og tré á stöðum, þar sem tré væru ekki til prýði. Hann kvað það henda, en eftirlit væri þó með þeim hlutum. Hákon skóg- ræktarstjóri lagði nú orð í belg og sagði það mikinn misskilning, að hægt væri að spilla landslagi IVibl. í ferð með skógræktar- mönnum í Heiðmórk með skógi. Það væri fljótlegt að fjarlægja plöntur, sem seinna reyndust ekki hressa upp á feg- urð eða sérkenni staðarins. Blaða menn komu heldur ekki auga á, að rauðgrenið, sitkagrenið og lerkið, sem símamenn hafa plant- að þarna væri til annars en prýði. Jafnvel án þess væri mörkin ekki svipur hjá sjón. BRÖNUGRASIÐ Hákon bendir okkur á blóm Og grös, sem þarna dafna í skjóli trjánna. Hér hefur landið gjör- breyzt á 4—5 árum, sagði hann. Hér áður stjórnuðu kindurnar gróðrinum með matarsmekk sín- um. Vitiði hvaða jurt þetta er, segir hann, og sýnir okkur brönu- gras. Þetta er orkidea, ekki verri en þær, sem Dungal ræktar. Brönugrasið er líka kallað hjónagras, segir hann við blaða- konu Vikunnar, hér áður og fyrr var það siður að grafa upp lauka brönugrassins og leggja þá undir kodda manns eða konu til ásta. Það er ekki allt jafn vitlaust í hjátrú, segir Hákon, það hefur nefnilega komið á daginn, að það er mikið að hormónum í laukn- um, en það væri sennilega áhrifa- meira að lauma lauk eða svo í mjólkina eða brennivínið hjá kærastanum. Við göngum nú aftur niður að bíl. Á leiðinni dregur Páll Haf- stað klippur úr pússi sínu og grisjar stöku tré á leiðinni. Sem svar við furðuspurningu blaða- mannsins, segir Páll, að þetta geri allir skógræktarmenn, og svo er hann aftur rokinn út í móa og klippir visna sprota á báða bóga. Það ér ekið upp að skála Nör- mannslaget, Torgeirsstöðum. Þar voru hópnum bornar veitingar. Skáli Norðmanna er eini skálinn í mörkinni, en félögum er heimilt að byggja litla skála á spildum sínum og má búast við því að þeim fjölgi á næstu árum. Hjá Torgeirsstöðum er veðurathugun arstöð, sem hefur leitt í ljós, að úrkoma er 40% meiri í mörkinni, en niðri í Reykjavík og hiti meiri á sumrin, en meðalhitinn ef minni en í bænum. Falleg stúlka með brönugras. SPELLVIRKJAR I VÍGSLUTRÉ Við erum nú komin niður á vígsluflöt, um 500 m. fyrir neð- an Torgeirsstaði. Þar vígði Gunn- ar Thoroddsen mörkina með þvl að gróðursetja tré, eða öllu heldur vígði Reykvíkinga til Heiðmerkur, eins og Sigurður Nordal kvað hafa sagt. Tréð, sem Gunnar setti niður fyrir um 10 árum er orðið einn og hálfur met- er á hæð, en hefur þrifist illá í ár. Það er kannski gengisfelling í trénu, sagði blaðamaður Tím- ans. Honum var trjáð, að spell- virkjar hefðu brotið sprotana ofan af trénu í vor. Héðan er gengið niður í Und- anfara, er þar heitir svo, vegna þess að þar hófst gróðursetning- in 1949. Við fórum hingað upp eftir eftirmiðdag í júní, gátum ekki beðið, sagði Einar, og hér gróðursettum við fyrstu sitka- greniplönturnar. Þær voru gjöf frá skógræktarstjóra. Tannfé Heiðmerkur. Hvaða padda er þetta, segir ein blaðakonan, og það er upplýst að þetta er blaðlús. Blaðlýs eru mjög góðar með salati, sykri Og rjóma, segir Hafliði garðyrkju- ráðnautur, um leið og hann harð- neitar að brosa á myndinni, sem við erum að taka af þeim félög- um undir fyrsta lundinum, sem er orðinn á þriðja meter. FYRSTA FERÐ YFIR HJALLABRÚN Og nú hefst aðalleiðangurinn, fyrsta ökuferðin eftir veginum, sem verið er að leggja þvert suð- ur yfir mörkina, um hjallana og niður hjá Vífilsstöðum. Skógrækt arfélagið hefur lagt mikið fé í vegalagningar í mörkinni. Aðrir vegir eru Teigingavegur frá Sil- ungapolli, Hraunslóð frá Jaðrl Og svo Hjallavegur, sem nú ej verið að leggja að Vífilsstöðum. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.