Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. agusf 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 : ■ 1 H f ! - með míluhraða Framh. af bls. 3 fæst skórið eftir nokkur til- raunaflug enn. — Heldurðu, að þú komist hraðar en 4.000 milur á klukkustund í ár? — Já. — Hvað væri þá hægt að hugsa sér flugtímann milli London og New York? — Tæpa klukkustund. — Hve lengi flýgur þú yf- irleitt í einu? — Frá því, er móðurvélin B-52 sleppir flauginni, þangað til við lendum á vatninu, er- um við um 11 mínútur á lofti. — Komizt þið langt á þess- um tíma? — Já. í síðasta flugi flugum við um 200 mílur. — Gæti komið að því, að þú þyrftir að henda þér út í fallhlíf? Geturðu það? — Já. Útbúnaðurinn er sá sami og í venjulegum herflug- vélum. — Ef þú þyrftir að kasta þér út í mikilli hæð — yfir 100.000 fet — myndi þá búningur þinn skýla þér? — Einmitt. Búningurinn myndi tútna út, ef ég hendi mér út í mikilli hæð. — Myndirðu yfirleitt geta beint vélinni nær jörðu, áð- ur en þú stykkir út? — Það vonum við. — Hefur nokkur reynt að henda sér út úr vél með 3.600 mílna hraða á klukku- stund? — Það er ógerningur með þeim hraða. Okkur éru tak- mörk sett. Við yrðum að hægja talsvert á okkur fyrst. — Hvað með lendinguna — er hún ekki erfiðleikum bund- in, ef vélin er í mikilli hæð? — Ekki í rauninni. Margs þarf svo sem að gæta. Til dæmis, þegar komið er inn í lofthjúpinn — þá verður loft- mótstaðan vandamál. Og þeg- ar komið er inn í lofthjúpinn, lætur vélin aftur að stjórn, eins og venjuleg flugvél. Flugskilyrðin breytast eft- ir þéttleika loftsins. Það þarf því að rannsaka þetta atriði til hlítar — hvernig vélin læt- ur að stjórn við mismunandi aðstæður, hvernig hún tekur núningshitanum Og annað. Hinsvegar eru þetta engin stórvandamál. — Hvernig vinnur vélin á hitanum, sem myndast í loft- hjúpnum? — Á ýmsan hátt. Hægt er að hafa kælikerfi, en í X-15 myndast hitinn jafnt yfir alla vélina, svo að hættan er hverf- andL — Hve lengi hefurðu verið þyngdarlaus i X-lð? — í mínútu, eða rúma mín- útu. — Finnurðu greinilega til þessa? — Já, það er auðfundið, þeg ar þyngdin upphefst. Hinsveg- ar hefur þetta engin áhrif á stjórnarhæfni mína? — Finnurðu nokkuð til ógleði? — Alls ekki. — Hefurðu reynt að borða, á meðan á þyngdarleysinu stóð? — Það er hlutur, sem við erum ekki að rannsaka. — Hver er orka vélarinnar í X-15? — Þrýstiorka vélarinnar er 57.000 pund. (Redstone-flaug- in býr yfir 75.000 punda þrýsti orku). — Er þetta hámarksorkan? — Já. — Og var hámarksorkunni beitt í síðasta flugi? — Já. Hinsvegar má beita henni, eins lengi og eldsneyti er til. í síðasta flugi var há- marksorkunni beitt í 75 sek- úndur. — Hve lengi er hægt að beita hámarksorkunni? — Upprunalega var áætlað, að það væri 88 sekúndur, held ég. Ekki er víst, að þetta standi fyllilega heima. — Reyndirðu að fljúga beint allan timann, áður en þú lend- ir? — Það er lítið hægt að beita vélinni í þessarri hæð. Við breytum stundum um stefnu í tilraunaskyni, og af því fást mikilvægar upplýsingar um hæfni og stöðguleika vélarinn ar. — Færðu ekki fiðring í mag ann, ef þú þarft að breyta um stefnu að einhverju ráði? — Nei. Einbeitingin er svo mikil — tíminn auk þess svo naumur — svo að ég tek raun- ar ekki eftir því. — Verður þú aldrei skelfd- ur? — Ef til vill, áður en lagt er af stað, ef manni gefst tími til að hafa áhyggjur. En á meðan á fluginu stendur, er maður með allan hugann við flugið. — Sumir segja, að X-15 sé einungls sýningarvél. — Ég held, að ég hafi sýnt ljóslega, að hún er annað og meira en það, því að upplýs- ingarnar, sem hún veitir okk- ur, eru ómetanlegar fyrir vís- indamenn okkar. Vélin hefur þannig hernað- arlegt gildi — þú spurðir um hernaðargildi hennar — en niðurstöður tilraunanna má nota flugtækninni til gagns. — Gæti þessi flugvél verið fyrirrennari háfleygra flutn- ingavéla? — Já. Hvaða verksmiðja í Bandaríkjunum sem er nýtur góðs af þessum tilraunum og getur beitt upplýsingunum, sem fást af X-15, í sína þágu. — Eiga Rússar eitthvað, sem jafnast á við X-15,? — Ekki svo ég viti. (Úr US News World Report) — Varsjárbanda- lagið Frh. af bls. 1 ur-þýzkra kommúnista, sagði einnig í ræðu, sem birt var í dag, að Varsjárbandalagsríkin hefðu á fundi £ síðustu viku, lagt á ráðin um aðgerðir til að stöðva flóttamannastrauminn. — „Við vorum sammála um, að tími væri kominn til að segja: Hingað og ekki lengra", hefur „Neues Deutschland“ eftir Ul- bricht. Það er álit fréttamanna, að hinn fyrirhugaði fundur Varsjár bandalagsins verði að öllum lík- indum haldinn eftir vestur- þýzku kosningamar 17. sept. og ennfremur eftir að Allsherjar- þing SÞ kemur saman tveim dögum síðar. Varsjárbandalagsríkin eru: Albania, Búlgaria, Tékkósló- vakía, Austur-Þýzkaland, Ung- verjaland, Pólland, Rúmenía og Sovétríkin. — Bylting Framhald af bls. 1. dögum eftir að aflétt hafði verið öryggisráðstöfunum, sem herinn hafði haldið uppi undanfarna 16 mánuði, til þess að koma í veg fyrir ógnarverk. Frondizi forseti hefur staðið af sér ýmsa storma í hernum, síðan hann tók við forsetaem- bætti fyrir 3 árum. En nýlega ræddu hershöfðingjar þeir — sem á sínum tíma veltu Juan Peron úr sessi — um það opin- berlega, hvort tími væri kominn til að varpa Frondizi fyrir róða l'íka. Hafa sumir borið Frondizi á brýn, að hann væri of deigur gegn kommúnistum og spilling hefði ekki verið upprætt. — Flugslysið Framhald af bls. 1. Varð að hætta við Skólabörnin voru á leið í 8 daga skemmtiferð um Nor- eg. Þau voru öll frá Lan- franc-skólanum i Croydon. — Prestaskipti Framh. af bls. 2 flutti ræðu fyrir minni prestshjón anna, og þakkaði þeim nær þriggja áratuga samveru. Síðan var drukkið kaffi og sungið und- ir stjórn Guðmundar Guðbrands- sonar. Bæði prestshjónin flúttu ræðu og létu í ljós þakklæti sitt til safnaðarins fyrir góða kynn- ingu og gott samstarf. Sr. Þor- steinn þakkaði sérstaklega Teiti Bogasyni organleikara fyrir gott samstarf, svo og Kolbeinsstaða- hjónunum Birni Kristjánssyni og Sigurrósu Guðmundsdóttur fyrir frábæra gestrisni og ágæta fyrir- greiðslu á kirkjustað. Aðrir sem tóku til máls voru: Stefán Jónsson, námsstjóri, sr. Þorgrímur á Staðastað, cand, theol. Árni Pálsson, Gísli Þórðar- son, hreppstjóri, Mýrdal, Gunnar Ólafsson, Jónas Ólafsson, Guð- björg Hannesdóttir, Björn Krist- jánsson, Guðbrandur Magnússon, Guðmundur Benjamínsson og Guðmundur Guðbrandsson. Þá flutti Kristján Jónsson, SnOrra- stöðum, presthjónunum kveðju í bundnu máli. Allir ræðumenn árnuðu prests- hjónunum heilla í nýjum stað með nýju fólki. Samkvæmi þetta sátu yfir 80 manns, og var langt liðið á kvöld, er hófinu var slitið. Hefur skólinn á hverju sumri um nokkurra ára skeið geng- izt fyrir nemendaferð til út- landa og mikill spenningur rifct yfir að fara i ferðina. Einn þeirra nemenda, sem útnefndur hafði verið til þátt töku í þessari ferð, varð að hætta við ferðina á síðustu stundu, af því að foreldrar hans gátu ekki látið hann fá þær rúmlega 3000 krónur, sem til þurfti. Tveir aðrir nemendur vildu þegar fá að komast í hans stað — og drógu þeir um, hvor fara skyldi. — Lungu Framhald af bls 22. Á leiðinni er okkur sýnt svæði, sem áburður hfeur verið borinn á meðfram veginum og sér þess greinilega merki. Þar sem áburð- ur hefur verið borinn á beran melinn, þýtur upp puntur og gras, lyngtoppar, blóðberg, lambagras og fálkapungur, sem börnin kalla flugnablóm. Við erum nú stödd í Tungun- um milli Hjalla og Löngu- brekkna. Þarna blasir Helgafell, Lönguhlíðar, Búrfell og Sveiflu- hálsinn við í Suðri, í austri Vífils- fellið Og í norðri Og vestri Esjan og Akrafjall. Þarna var fallegt,. en þó enn fegurra á Hjallabrún- inni. Ofan af henni var vegslóðin mjög torfarin, en þaðan er komið á Hlíðaveg, niður með hlíðinni, á Flóttamannaveg og að Vífils- stöðum. Flóttamannaveg lögðu Bretarnir á stríðsárunum og var hann ætlaður til undanhalds úr Reykjavík og Hafnarfirði, ef í al- gjört óefni væri komið. Þarna í hlíðinni hefur mikið verið rækt- að Og verður þar áreiðanlega vinsælt að drekka kaffi og með því á sunnudögum, þegar vegur- inn verður tilbúinn næsta ár. Mikil sorg ' Mikil sorg hefur ríkt vegna þessa sviplega slyss. í Stav- anger voru fánar alls staðar í hálfa stöng, margar verzl- anir voru lokaðar og kyrrlátt í bænum. Efnt var til minn- ingarguðsþjónustu í dóm- kirkjunni þar. — í Croydon við Lundúni, lét skólastjóri Lanfranc-skólans, A1 b e r t Fowle, svo ummælt, að hann mundi aldrei framar gefa leyfí sitt til þess að nemend- ur færu flugleiðis í hópferð- ir, en í sumar var það í fyrsta skipti gert. Frá Silungapolli yfir að Vífils- stöðum eru 13—14 km. MARÍUHELLIR Rétt fyrir sunnan Vífilsstaði er Maríuhellir. Það er stór og falleg- ur hellir, og hefur hvelfingin í miðjunni hrunið niður og mynd- ar víðan og skjólgóðan hring með göngum í tvær áttir. Þar rákumst við enn á snöggklæddan sóldýrk- anda, sem vaknaði ekki við ræsk ingar komumanna. Við gengum inn í hellinn, en hröðuðum okkur snarlega út aftur, þegar blaða- kona útvarpsins sagði upp úr eins manns hljóði: Almáttugur, ef hann nú hryndi. Við héldum nú áleiðis til bæj- arins eftir mjög ánægjulegan dag. Blaðamaðurinn var sánn- færður um það, sem hann hefur lengi grunað, að Heiðmörk á eftir að verða lungu Reykjavík- ur. Hjá Vifilsstöðum er verið að leggja vatnsveitu fyrir Garða- hreppinn úr mörkinni. Allir fá vatn úr Heiðmörk, sagði Einar um leið og við ókum hjá, en svo erum við sjálfir vatnslausir upp- frá. Við erum verndarar vatns- ins. I- R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.