Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1961 Angantýr Guðjónsson verkstjóri Minningarorb ANGANTÝR Guðjónsson var einn þeirra Sjálfstæðismanna, sem aldrei lét sig vanta til starfa fyrir flokk sinn. Hann sótti manna bezt fundi í Verði, Óðni og fulltrúaráðinu. Hann leysti hik laust af hendi hvert það verk, sem hann tók að sér, Á meðal verkamanna og annarra borgara hélt hann aetíð ótrauður fram sannfæringu sinni. Trúnaðar- mönnurn flokksins sagði Angan- týr umbúðarlaust skoðanir sínar, hvort sem hann var þeim sam- mála um einstök atriði eða ekki. Ótalin eru öll þau erindi, sem Angantýr fékk greitt úr fyrir vinnufélaga sina og aðra, er leituðu hans fyrirgreiðslu. Að vonum sakna margir slíks manns enda veit ég, að fleiri setti hljóða en mig, þeg- ar fregnin um skyndilegt andlát hans barst. En við miunum geyma miinninguna um Ángantý Guð- jónsson í hugum okkar, því að hans er gott að minnast. Bjarni Benediktsson t f t Angantýr Guðjónsson, verkstjóri í DAG er til moldar borinn Ang- antýr Guðjónsson, verkstjóri. Hann var fæddur hér í Reykjavík 22. maí 1917 og ól hér allan sinn aldur. Foreldrar hans voru hjón- in Málhildur Þórðardóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð og Guðjón Jónsson þá fisksali í Reykjavík, hann var fæddur að Hliði á Álft- arnesi, en að mestu uppalinn að Nesi á Seltjarnarnesi, Og oft kend ur við það. Guðjón var söngmað- ur góður og tók þátt í ýmsum félagsskap og því flestum eldri Reykvíkingum kunnur. Systkini Angantýs voru 9, fimm systur, Lilja, Anna, Sigríður, Gunnfríð- ur og Halldóra Sigríður og fjórir bræður, Jón, Sigurður er dó ung- ur, Sigurbjörn og Svavar en Ang antýr og Svavar voru tvíburar. Kvæntur var Angantýr hinni ágætustu konu, er lifir mann sinn, Dóru Halldórsdóttur bif- reiðastjóra Einarssonar og konu hans Sigríðar Guðjónsdóttur en Sigríður hefur af og til verið á heimili þeirra hjóna, einnig var Guðjón faðir Angantýs á heimili þeirra síðustu ár ævi sinnar. Börn þeirra Dóru og Angantýs eru fimm, öll gift, Svanhildur gift Guð mundi Guðjónssyni, Hilmar gift- ur Elsu Jóhannesdóttur, Ólöf gift Þórarni Haraldssyni, Málhildur Þóra gift Sigurði Hallvarðssyni og Sigurður giftur Fanneyju Jóns dóttur. Eftir að Angantýr hóf störf hjá Reykjavíkurbæ lágu leiðir okk- ar saman flesta daga ársins nú í meira en 20 ár, ég er því einn þeirra er þekkti vel mannkosti hans, en hann var maður er leit á hvert mál með rólegri íhugun Og lagði ávalt gott til mála. Hann var því vinsæll meðal samstarfs- manna. Angantýr var hreinskil- inn maður og taldi þá vart vini sína, er hann ekki gat sagt út við það er honum bjó í brjósti, en hinni feimnislausu hreinskilni fylgdi ekki framgimi, því hann var hlédrægari en flestir aðrir. Það var því ekki vegna framgirni, að honum voru falin trúnað- arstörf, heldur af því að aðr- ir vildu fela honum þau. Ang- tránaðarstörf, heldur af því að aðrir vildu fela honum þau. Ang antýr tók virkan þátt í knatt- spyrnu á æskuárum og var með- limur í Knattspyrnufélaginu Fram. Ennfremur var hann virk- ur meðlimur í Sjálfstæðisflokkn- um. Angantýr átti síðasta áratug- inn af og til við vanheilsu að stríða þótt ekiki væri það sá sjúk- leiki er leiddi hann til dauða, en hann varð bráðkvaddur þann 6. þ.m. Það duldist ekki að hann gekk ekki heill til skógar síð- ustu mánuði, enda þótt ekki væri æðrazt. Með hinu sviplega frá- falli hans er þyngstur harmur kveðinn að fjölskyldu hans og systkinum og öðru venzlafólki, því hann var með afbrigðum góð ur heimilisfaður og hjónabandið farsælt, hann bar og hag syst- kina sinna og ánnars venzlafólks mjög fyrir brjósti, svo þeir eru margir er um sárt eiga að binda, og þótt honum auðnaðist að koma upp barnahópnum og þau væru öll gift, þá voru barnabörnin 10, en hjá þeim var hugur Angantýs ekki hvað sízt, enda sérlega barn góður Og ekki síður kærkominn gestur þeirra en fullorðna fólks- ins, þar sem hann bar að garði. Við samstarfsunenn Angantýs þökkum hönum samfylgdina og Angantýr Guðjónsson verkstj. geymum ásamt fólki hans minn- inguna um góðan dreng og fel- um hinum trúa skapara alla er honum voru kærir. Gisli Guðnason. verður til moldar borinn í dag. Við fráfall hans, er genginn traustur og prúður drengsskap- armaður. Ég kynntist fyrst Angantý í félagsstarfi Málfunda- félagsins Óðins, en svo sem kunnugt er þá átti hann þar langt og heilladrjúgt starf, er með svo skjótum hætti lauk er hann lést 6. þ. m. Angantýr Guðjónsson, var einn af þeim mörgu, sem barðist fyr- ir hugsjónum sjálfstæðisstefn- unnar, og var því snemma virk- ur þátttakandi í störfum Sjálf- stæðisflokksins, hér í höfuðstaðn- um og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Flest trúnaðarstörf voru hon- um falin í Málfundafélaginu Óðni, en hann gerðist meðlimur félagsins skömínu eftir að það var stofnað. í stjórn félagsins átti hann sæti um 9 ára skeið, eða lengst þeirra manna, er setið hafa í stjórn félagsins frá upphafi. For- maður Óðins var hann 1949—50. Þá var hann jafnan tilnefndur fulitrúi félagsins á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins f trún- aðarmannaráði félagsins átti hann sæti til dauðadags. Þá hefir hann einnig verið virkur félagi í Lands- málafélaginu „Verði“ um 20 ára skeið. f fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna átti hann sæti þar til hann lést og starfaði þar sem og annarsstaðar af mikilli alúð og kostgæfni. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1958. Við sem áttum þess kost að starfa með honum að félagsmál- um finnum skarð fyrir skildi, nú er hann er horfinn af sjónar- sviðinu, og minnumst þess að hvar sem hans naut við í félags- starfi okkar bar hann gæfu til þess að starfa þann veg að gott hlytist af. •*000000»0000*00*t ir*t/ .Skrifar um KVIKMYNDIR Laugarássbíó: SALOMON OG SHEBA Þessi ameríska stórmynd, sem tekin er í litum og fjallar um Salomon konung ísraels og drottn inguna af Saba, var mikið rædd í blöðum víða um heim meðan verið var að vinna að henni. Bar margt til þess, meðal annars það hversu íburðarmikil hún var og sýnilegt að það mundi kosta ó- grynni fjár að gera hana svo úr garði sem ákveðið var. Ráðinn var til starfa við gerð myndar- innar fjöldi sérfræðinga á ýms- um sviðum, sagnfræðingar, bygg ingameistarar og listamenn. Var um allan ytri búnað myndarinn- ar reynt að kömast sem næst því sem um þau atriði gerðist á þeim tímum, sem um er að ræða og heimildir greina frá. En einna mesta athygli við .töku myndar- innar vakti þó sá atburður að hinn vinsæli kvikmyndaleikari Tyrone Power, sem ráðinn hafði verið til að fara með hlutverk Salomons, lézt áður en töku myndarinnar var lokið. Efni myndarinnar er að sjálf- Þess vegna verður sú mynd sem við Óðinsmenn geymum um Angantý Guðjónsson, nú er við kveðjum hann og þökkum allar þær mörgu við höfum átt með honum þau ár sem hans naut við, þann veg, að við kveðjum með söknuði heilsteyptan drengsskaparmann, sem alltaf gekk að starfi með æðruleysi og festu, og var reiðu- búinn að leggja fram krafta sína svo aðrir nytu góðs af. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum flyt ég persónu- lega og fyrir hönd félaga hans í Málfundafélaginu Óðni, dýpstu samúð, og hluttekningu. Magnús Jóhannesson. • Olía í fötin Iðulega snýr fólk sér til Velvakanda með kvartanir vegna ýmis konar erfiðleika, sem koma fyrir í daglega líf- inu. Með því að koma slíkum hlutum á framfæri, þó ekki séu það nein stórmál, má oft koma í veg fyrir að aðrir verði fyrir samskonar óþægindum. Oft stafar slíkt meira af at- hugunarleysi eða trassaskap en því að ékki sé vilji til úr- bóta. Nú ætla ég að drepa á nokkrar af þeim kvörtunum, sem ég fékk í vikunni. Kona ein í bænum hafði leyft tveim stálpuðum dætr- um sínum að fara í Tivoli. Þær fengu að fara í þrjú tæki. þær höfðu farið af stað í nýjum síðbuxum, en þegar þær komu aftur voru buxurn- ar útataðar í smurningi. Pabbi þeirra var með þeim og sá að ekki var því til að dreifa að þær hefðu fengið smurn- inguna í buxur sínar við að vera einhvers staðar að príla eða þessháttar. Þær gerðu ekki annað en fam í tækin, segir móðirin. Og hún vill fara þess á leit við þá sem tækjunum stjórna, að þeir gæti þess vand lega að bera ekki þannig á tækin að hugsanlegt sé að það fari í föt gestanna og hafi I' « (Vð FERDIIM AIMR -■ ......................... _............... w------------- sögðu byggt á hinum söigulegu heimildum í Gamla-testamentinu um Salomon konung og heimsókn hinnar fögru drottningar af Saba til hans. En höfundur myndarinn ar hefur vitanlega lagað efnið í hendi sér eftir þörfum til þess að auka dramatíska spennu mynd arinnar. Myndin er aðallega tek- in í hæðum og fjalllendi spænsku hásléttunnar, enda mun landslag þar ekki ólíkt landslaginu í land- inu helga. Myndin hefst á því, er Davíð konungur lýsir yfir þvl á dánarbeði sínum, að Salomon, yngri sonur hans, eigi að boði Guðs, að taka konungdóm eftir hann. Eldri bróðirinn, Adonijah, fyllist heipt og hatri til Salomóns vegna þessarar ráðstafanar, og situr á svikráðum við hann upp frá því. Gengur hann jafnvel í 1 itS með Egyptum, höfuðóvinum ísraelsmanna og fer með mikinn egypzkan her gegn þjóð sinni og bróður sínum. Þegar þetta gerist er drottningin af Saba gestur Salomons, send þangað af Egypta landskonungi til þess að sigra konung ísraelsmanna með ynd- isþokka sínum. Henni tekst þa<3 áform, en Salomon hefur einnig sigrað hana með karlmannlegum þrótti sínum og glæsimennsku, Ástir þeirra hafa nær því kostað Salomon ríki h»ns, en að lokum tekst honum með snjöllu her- bragði að sigra hinn mikla óvina- her og ná aftur trausti og virð- ingu þegna sinna, en drottning- in af Saba hverfur aftur heim I ríki sitt. Mynd þessi er að öllu leytl mjög stórfengleg, enda ekkert til hennar sparað. Þúsundir manna eru þarna „statistar", en aðal- hlutverkin eru í höndum hinna mikilhæfustu leikara. Má þar fyrstan nefna Yul Brynner, sem leikur Salomon frábærlega vel og sannfærandi, Ginu Lollobrig- Framhald á bls. 23. hlífar þar sem slíkt gæti hent sig. • Stubbur í ís Þá kom hér stúlka, sem hafði verið á ferðalagi á Vopnafirði og keypt sér þar ís. fsinn var ekki framleidd- ur þar, heldur kominn fros- inn frá stóru ísfyrirtæki. Þetta var ís með jarðarberjabragði, svo að þegar hún sá á dökk- leitan kökk í isnum, hélt hún að þetta væri jarðarber. En það kom á daginn, að þarna var heill sígarettustubbur. Hún skilaði ísnunj aftur og afgreiðslustúlkan sagðist ætla að senda hann til baka suður. Þegar stúlka hefur svo farið að segja frá þessu, þá hefur hún heyrt að þetta sé ekki alveg einsdæmi, þó hún geti að sjálfsögðu ekki fullyrt neitt nema það sem fyrir hana kom. En hvaðan koma síga. rettustubbar í ísinn? Er verið að reykja yfir körunum? Eða kemur það kannski fyrir að sígarettustubbar séu lagðir frá sér á slíkum stöðum? Mjólkurvara, þar með tal- inn is, er vara, sem verður að gæta alveg einstaks hrein* lætis við. Og því er ástæða til að minnast á þeita, svo að ráðstafanir séu gerðar til að útiloka alveg að sígarettu- stubbar geti komizt í isformin, • Strætisvagnar að háhýsum Þá hringdi hér kona, sem býr í öðru háhýsinu í Laug. arásnum, og bað um að koma því á framfæri hvort ekki væri hægt að fá strætisvagna- ferðir upp á brekkuna. í þess- um húsnm byggju um 709 m a n n s, og strætisvagnar stanza aðeins neðan við brekls una, á Laugarásveginum, Sagði hún að brekkan reynd. ist fullorðnu fólki oft erfið. Önnur ástæða væri líka til, að einhverjar af strætisvagna ferðunum gengju upp á hæð. ina. Og sú væri Dvalarheimili DAS. Aldraða fólkið, sem þar býr, ætti við sömu erfiðleika að stríða hvað strætisvagna. ferðir snertir, þó það þyrfti ekki að ganga eins langt og fólkið í háhýsunum, þá mætti gera ráð fyrir að það ætti erfiðara um gang upp brekku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.