Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 1
20 slður mnbUfoifo 48. árgangur 183. tbl. — Fimmtudagur 17. ágúst 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Vei oss, ef vér stöndumst ekki essa raun tt Þá munu hommúnistar ekki létta íor sinni við Brandenborgarriliðið - ekki við landomæri Austur- og Vestur Þýzkalands - og ekki við Rínarfljót.. Bonn, Berlín, London Nýju Delhi, 16. ágúst — (Reuter) HUNDRUÐ þúsunda áhorfenda söfnuðust saman á torginu fyrir framan ráðhúsið í Vestur-Berlín í dag til þess að mót- xnæla lokun landamæra Austur- og Vestur-Þýzkalands. Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, hélt skörulega ræðu og var mjög hylltur. Sagðist hann þar hafa ritað Kennedy, Bandaríkjaforseta, bréf og óskað stjórnmálalegra aðgerða í Berlín en ekki tómra orða. Brandt sagði, að Vestur-Þjóðverjar ættu kröfu á að vita hvar þeir stæðu — enginn gæti horft aðgerðarlaus á það, sem gerast kynni handan austur-þýzku landamæranna. Mótmælafundur þessi fór fram með spekt. Nokkrir hópar manna báru spjöld með áletrunum: „Kennedy til Berlínar", „Aðgerðarleysi ergir okkur", „Það er ekki hægt að stöðva skriðdreka með bréfsneplum" og „Hafa Vestur- veldin svikið okkur". Willy Brandt sagði meðal ann- ars, að ástandið í Berlín væri nú hættulegra en nokkru sinni fyrr. Sovétríkin hefðu losað ofurlítið um tjóðurbandið á Walter Ul- bricht, veitt honum náðarsam- legast leyfi sitt til þess að brjóta alþjóðalög og gerða samninga. — Við skírskotuðum til íbúa Vestur-Berlínar sl. sunnudag að sýiia ró og stillingu, sagði Brandt •— og það verðum við enn að gera, annað væri óábyrgt. Við munum igera það, sem í okkar valdi stend ur til þess að koma í veg fyrir bJóðsúthellingar. Hann bað íbúa Vestur-Berlínar að sýna, að þeir hefðu vald á til- finningum sínum — enn gætu þeir aðeins sagt hinum austur- jþýzku bræðrum sínum handan igaddavírsins hvað þeim byggi í brjósti en ekkert aðhafzt. Honum væri ljóst, að íbúar Vestur Þýzkalands vildu gjarna bera byrðar Austur-Þjóðverja með þeim, það væri þeim ekki leyft. „Vei oss — sagði Brant — ef vér af siðferðilegum veikleika stöndumst ekki þessa raun. Þá munu kommúnistar ekki létta för sinni við Brandenborgarhliðið — ekki við landamæri Austur- og Vestur-Þýzkalands — og þeir munu ekki létta för sinni við Rín arfljót. Það sem þá verður, varð- ar ekki aðeins Þýzkaland Og Þjóð verja, heldur Vesturveldin öll. Áður en Brandt hóf ræðu sína ræddi hann um stund við Bruce C. Clarke, yfirmann herliðs Bandaríkjamanna í Berlín Og gengu þeir saman meðfram mörk um borgarhlutanna. Austur- þýzkir lögreglumenn fylgdust Framh. á bK 2. Krúsjeff skrifar forsætisráðherra Japans „ JUIt þettu sknl geia þér u Tokíó, 16. ágúst (Reuter) NIKITA Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna hefur farið þess á leit við Japani að þeir losi Big við allar bandarískar herstöðv sr úr landi sínu. Anastas Mikoyan, viðskipta- málaráðherra Sovétríkjanna, sem verið hefur í níu daga heimsókn í Japan, átti klukkustundar fund með Ikeda, forsætisráðherra í dag Og afhenti honum þá persónulega orðsendingu frá Krúsjeff. í orðsendingunni segir m. a., að Rússar setli sér alls ekki að blanda sér í málefni Japana og Bandaríkjamanna — en vonandi 6é sá tími ekki langt undan, að erlendum herbækistöðvum í Jap- an verði lokað. Ennfremur segir að viðskipti þjóðanna tveggja — Rússa og Japana — gætu þrefald- azt eða fjórfaldazt á næstu fáu árum ef „þjóðirnar tvær legðu sig fram um það". Hinsvegar séu hernaðarleg tengsl Bandaríkja- manna og Japana svo og her- bækistöðvar hinna síðarnefndu á japanskri grund sízt til þess fallin að efla eðlilega samvinnu og vinattu Rússa og Japana. Framh. á bls. 19. ENN sortna skýin yfir Austur-Þýzkalandi. Múrinn er eftifur — gadda. vírsnetið riðið þéttar og troðið í hverja þá smugu, sem kynni að verða einhverjum leið til undankomu. Þeir, sem síðastir hafa sloppið yfir mörkin, segja sögu þeirra, er urðu of seinir og horfa kvíðaslegnir á hinar ramefldu dyr þjóðarfang- elsisins. Þeir segja einnig sögu þeirra, sem hafa þegar verið teknir hönd- um og beittir hörku eftir árangurslausar tilraunir til flótta. A meðfylgjandi mynd sjáum við ungt fólk í Vestur-Berlín, sem safnazt hefur saman við Brandenborgarhliðið til þess að mótmæla þv^ að leiðin skuli lokuð ungum mönnum og konum, er vilja lifa við frelsi. Þessu unga fólki svellur móður þótt það fari að óskum reyndra forystu- manna að gæta stillingar. Athyglisvert er að hinar mörgu þúsundir ungmenna, sem flúið hafa yfir til Vestur-Berlínar síðustu vikur og mánuði eru einmitt sú kynslóð, sem frá æsku hefur alizt upp við fræði kommúnismans, kenninguna um. að ekkert lif sé ákjósanlegra því, sem grundvallast á kenningum Lenins. Sæmdur Cuggenheim- verðlaununum PARÍS, 16. ágúst — (Reuter). Alþjóðlega geimsiglingaakademí an (The International Aoademy of Astronautics) sæmdi í dag Sir Bernard Lovell, forstöðumann stjörnuathugunarstöðvarkmar á Jodrell Bank í Englandi æðstu verðlaunum Daniel og Florence Gugg«nheim. Nema verðlaunin 1000 bandaníkjadölum. Stórsigur Dr. Banda ¦ kosningum í IMjassalandi Fundir um inngöngu í Efnahagsbandalagið Blantyre, Njassalandi, 16. ágúst — (Reuter). í KOSNINGUM, sem fram fóru í Njassalandi ví gær, vann flokk- ur dr. Hastings Banda — Mal- awi-flokkurinn — mikinn sigur, hlaut 99% allra greiddra at- kvæða. Flokkurinn hlaut öll þingsæti í neðri deild þingsins og þrjú af átta sætum efri deildar. Hin fimm sætin féllu til flokks- manma Sir Roy Walenskys. Undirbúningur kosninganna og skipulag vao- hið bezta. At- kvæði greiddu 76.253 — eða 95,1% atkvæðisbærra nianna. „Ég hata kúgun" I dag lét dr. Banda svo um mælt, að þeir hvítir menn, sem ekki væru fúsir til að fallast á réttindi Afríkumanna til sjálf- stjórnar gætu „látið niður fögg- ur sínar og farið" Dr Banda átti Framhald á bls. 19. UNDANFARIÐ hafa verið haldnir margir fundir þeirra embættismanna, sem fylgj- ast með þróun mála í Efna- hagsbandalagi Evrópu og Fríverzlunarsvæðinu. Hefur verið haft samráð við sextán heildarsamtök atvinnuvega, og voru fulltrúar þeirra síð'- ast á fundum með embættis- mannanefndinni í gær. . Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra stjórnar athugun- um þeim, sem nú fara hér fram um þetta mál, en með honum starfa þeir Jónas Haralz ráðu- neytisstjóri, Sigtryggur Kleim- ensson ráðuneytisstjóri, Jóhann- es Nordal bankastjóri, Daváð Ólafsson fiskimálastjóri, Pétur Benediktsson bankastjóri og Benjamín Eiríksson bankastjórL Nefndin hefir haft samráð við eftirtalin samtök: Stéttasam- band bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins, S a m b a n d íslenzkra samvinmufélaga, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Sam la"g skreiðarframleiðenda, Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssam- band ísl. útvegsmanna, Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda, Fé- lag 5sí. iðnrekenda, Latndssam- band iðnaðarmanna, Verzlunar- ráð íslands, Kaupmannasamtök- in, Félag ísl. stórkaupmanna, Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.