Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUIVBL AÐIÐ Fimmtudagur 17. ágúst 196± Að sleppa einni málsgrein 1 FYRRADAG skýrði Mbl. frá athugun, sem leitt hefði í ljós, að um 50% heildar- kostnaðar við fiskvinnslu í frystihúsum vaeru vinnu- laun. Síðan sagði orðrétt: „Þá er þess að gæta, að vinnulaun við öflun aflans og flutning hans að frysti- húsi eru sízt minni að hundr- aðshluta en \ið vinnslu hans. Er því alveg óhætt að stað- hæfa, að í meginútflutnings- atvinnuvegi Islendinga, sjáv- arútveginum, séu vinnulaun a.m.k. helmingur heildar- útgjalda". Tíminn í gær birtir út- reikninga Mbl., en sleppir siðan ofangreindri málsgr. og segir: „Fiskkaup frystihús- anna eru hvergi reiknuð með hjá Morgunblaðinu! Það gleymir alveg að frystihúsin þurfa að kaupa fisk“. 1 von um að þessi ályktun Tímans sé byggð á fávizku en ekki fullkomnu siðleysi í blaðamennsku skal hér enn gerð tilraun til að skýra mál ið fyrir Tímamönnum með litlu dæmi. Segjum að 1 kg. af fiski kosti kr. 3.00, þegar það er komið í frystihús. Mbl. held- ur því fram, að a.m.k. helm- ingurinn af kostnaðinum við að afla þessa fisks eða kr. 1.50 sé vinnulaun. Segjum siðan, að það kosti kr. 3.00 að vinna þennan fisk í frysti húsi. Óumdeilar.legt er, að helmingur þess kostnaðar eða kr. 1.50 er vinnulaun. — Heildarvinnulaunakostnað- urinn við þennan fisk full- unninn er þá kr. 1.504-1.50= 3.00 og annar kostnaður nem ur sömu upphæð. I barna- skólanum var okkur kennt að 3 væri helmingurinn af 6 og það leyfði Mbl. sér að kaUa 50%. En ef „fræðimenn" ey- steinskunnar geta ekki fáll- izt á að fara þessa leið, þá getur Mbl. fúslega viður- kennt að vinnulaunakostnað- urinn í frystihúsinu einu er 25% af því, sem fiskurinn í ' dæminu kostar fullunninn. En gallinn er sá, að 25% af þeirri upphæð er líka greitt í vinnulaun, áður en farið er að vinna fiskinn. Og því hef- ur verið haldið fram, að tvisv ar 25% af sömu upphæð séu 50% hennar. HA /5 hnuiar » SV50hnútar H Snjókotna 9 Oíi *** V SHrir It Þrumur mas KuUotkU Hiltskil Flotinn kominn á miö- in eftir landleguna Síldar vart út af Siglufírði I FYRRADAG kom bræla á síld- armiðunum fyrir austan, og var landlega hjá síldarflotanum þá um nóttina og í gær. Er blaðið hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi, var veður orðið gott Andrés Haftiðason sjotugur ANDRÉS Hafliðason, forstjóri á Siglufirði, er sjötugur í dag. Skákin S V ART: Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn jABCiiEFGH ABCDEFGH H V í T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhöfn leikur: B h 2 — g 3 Siglufjörður svarar: - Be 2 — í 3 á miðunum, og flotinn látinn úr höfn. Ekki hafði þá frétzt um köst á austursvæðinu, en um 20 skip voru út af Siglufirði á svo nefndum Töngum. Höfðu sum skipanna þegar kastað, en ekki var vitað um afla. Ekki var þó þúizt við miklum tíðindum af þessum slóðum, en síldarleitar- flugvélin flaug yfir vestursvæðið í gærkvöldi og varð lítils vísari. Á Vopnafirði biðu níu skip löndunar í gær: Víðir SU með 550 mál, Gnýfari 250, Dofri 800, Tálknfirðingur 750, Hafrún 450, Sigrún 650, Hagbarður 700, Rán 700, og Árni Þorkelsson 600. í gær hafði síldarbræðslan á Vopnafirði tekið við jafn miklu magni sildar og 1959, sem var metár hjá bræðslunni, en þá tók hún við 138 þúsund málum. Töluverð afskipun hefur verið á lýsi og mjöli á Vopnafirði að undanförnu. Þaðan hafa farið til Danmerkur, Englands Og Þýzka- lands 730 tonn af síldarmjöli og 1181 tonn af lýsi. 1485 tonn af lýsi hafa verið flutt til geymslu á Hjalteyri. Þyrill var í gær á leið þangað með lýsi frá Vopna- firði og Norðfirði, og átti að fara aðra ferð að því búnu. Síldin bráðfeit Það hefur vakið athygli manna á Vopnafirði hversu mikið lýsi fæst úr síldinni, en við lauslega athugun hefur komið í Ijós að til jafnaðar hafa fengizt 30 kg af lýsi úr málinu á móti 23,6 kg í fyrra, sem var bezta nýtingin þá. Frá því í fyrrakvöld og þar til um sjöleytið í gærkvöldi komu eftirtalin skip með afla til Siglu fjarðar: Aðalbjörg 300 mál, Sæ- Ijón 350, Leifur Eiríksson 600, Auðunn 700, Húni 250, Björn Jónsson 250, flutningaskipið Una 4878 til Rauðku, Heiðrún 300, Guðmundur Þórðarson 800, Rifs- nes 100, Haraldur AK 710. Síldar varð vart á svonefndum Töngum og fengu eftirtalin skip þar síld: Víðir II. 4—500 tunnur, Helga RE 100, Helgi Helgason 40, Baldur EA 100, Vitað var um tvö önnur skip, sem fengið höfðu síld, en ekki vitað um magn. Síldin var smá, og kölluðu sjó- menn hana Faxasíld. Allmörg skip biðu löndunar á Raufarhöfn í gær, flest með slatta. Var gert ráð fyrir að lönd un úr þeim yrði lokið á miðnætti. Þegar þessum löndunum er lokið, er gert ráð fyrir að verksmiðjan hafi fengið nálega 250 þúsund mál til vinnslu. Vegna brælunnar lágu 60 skip inni á Neskaupstað í gær, og hafði no’kkur hluti skipanna komið inn með slatta af síld. Verksmiðjan hefur nú tekið við 110 þúsund málum. H,Hm L&LmoS a NÝ lægð var í gær SA af Hvarfi, vinstra megin á kortinu. Var búizt yið að hún mundi valda hér rign- ingu í dag. Ný lægð er á ferðinni yfir Labrador. Ben Gurion fór halloka tapaði sex þingsætum í kosningum Tel Aviv, 16. ágúst. — (Reuter). MAPAI-flokkurinn í fsrael — flokur Ben Gurions, forsætisráð- herra, — tapaði sex þingsætum í kosningunum, er fram fóru í Iandinu í gær. Flokkurinn held- ur þó stöðu simri sem stærsti flokkur á þingi. Kosningarnar eru taldar veru- iegur ósigur fyrir Ben Gurion, en í kosningabaráttunni stefndi hann að því að ná hreinum meiri hluta á þingi. Haft er eftir Ben Gurion, að hann líti ósigurinn alvarlegum augum. — Er ég skoða kosning- arnar frá þjóðarsjónarmiði, eru úrslit þeirra ,,þjóðarskaði“, sagði forsætisráðherrann — en frá sjónarmiði flokksins tel ég, að um sigur hafi verið að ræða, þegar te'kið er tillit til hinnar gifurlegu andspymu, sem flokk- urinn mætti í kosningabarátt. unni. , ★ 1 kvöld yar talningu nær þ/l lokið. Þá hafði Mapai flokkur* inn fengið 41 þingsæti og rúm- lega 33% greiddra atkvæða. Hinn nýji Frjjálslyndi flokkur fékk 16 þingmenn kjöma og hægri flokkurinn, Heruth. 17, þingsæti. Kristilegi þjóðflokkur- inn hélt sínum 12 sætum. Tveir vinstriflokkar xmnu hvor sitt þingsæti og kommúnistar bættu við sig tveim, en fengu aðeins 4% atkvæða. Sama atkvæðamagn fékk Arabaflokkur einn er styð- ur Ben Gurion á þingi. Þess er væinzt, að Mapai-flokk- urinn og frjálslyndir reyni sam- an að mynda stjórn, en líklegt er að Igngar samningaviðræður verði undanfar skipun slíkr. ar stjórnar. — Berlin Framihald af bls. 1. vandlega með hverju spori þeirra — vatnsslöngum var beint að þeim, en enginn hafðist annað að. 1 nótt unnu austur þýzkir menn baki brotnu að því að reisa múrveggi á mörkum borgarhlut- anna og efla margfaldar gadda- vírsgirðingar, til þess að loka tryggilega öllum smugum til und ankomu, • Adenauer til Berlínar Konrad Adenauer, kanzlari Vestur-Þýzkalands ræddi við sendiherra Sovétríkjanna í Bonn, Andrei Smirnov í morgun. Var Adenauer á ráðuneytisfundi, er honum barst beiðni sendiherr- ans um viðtal — hann frestaði þegar fumdi og ræddi við sendi- herrann eina klukkustund. í viðræðum þeirra tjáði Aden- auer Smirnov, að Vesturveldin myndu ekkert það aðhafast, er breytt gæti sambúðinni við Rússa til hins verra — eða orðið gæti til þess að ástandið í alþjóða- málum versnaði enn meir. Á hinn bóginn skýrði Smirnov Ad- enauer frá væntanlegum aðgerð- um ráðstjórnarinnar í utanríkis- málum. Talsmaður kristilega demo- krataflokksins í V-Þýzkalandi til kynnti í dag, að Adenauer hyggð ist fara til V-Berlínar snemma í næstu viku og kynna sér af eigin raun ástandið þar. • Mótmæli undirbúin I fregnum frá London segir, að í Washington sé nú unnið að harðorðri mótmæla- orðsendingu, sem senda skuli Sovétleiðtoganum nú í vik- unni. í þeirri orðsendingu verði Rússar gerðir ábyrgir fyrir aðgerðum Austur Þjóð- verja í Berlínar-málinu. Hef- ur í dag staðið yfir fundur sendiherra Vesturveldanna i Washiirgtor, Þegar í morgun vísaði yfir- maður sovézka hersins í Aust ur-Berlín á bug mótmælum öll- mn gegn aðgerðum austur þýzku stjórnarinnar. Segir hann mót- mælin frekleg afskipti af innan- ríkismálum Austur-þýzkalands. Ástæðan til þess að svo sé kom- ið í Berlín, sem raun er á, sé fyrst og fremst sú, að Vestur Berlín hafi stöðugt verið notuð til ólöglegrar íhlutunar í mál- efni Austur Þýzkalands, sem það sjálfstæða lýðveldi geti ekki sætt sig við. • Nehru beðinn liðsinnis í fregnum frá Nýju Dehli segir, að dr. Kurt Hager, sérleg- ur sendimaður Austur-Þýzku stjórnarinnar hafi komið þang- að í dag til þess að skýra fyrir Nehrú, forsætisráðherra Indlands, afstöðu stjómar sinnar í Berlín- armálinu. Jafnframt var upplýst í dag, að Nehrú hefði bæði bor- izt bréf frá Willy Bramdt, borg- arstjóra og Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra, þar sem hvor skýrir ítarlega sitt mál. Á þingfundi í Nýju Delhi í dag, þar sem utanríkismál voru rædd, sagði Nehru, að nauðsynlegt væri að halda opinmi samgönguleið til Vest- ur-Berlínar og væri þessi síð- asta ráðstöfun Austur-Þýzkra yfirvalda mjög óheppileg. Samskipti íbúa beggja hluta Berlinarborgar hefðu getað orðið til þess að auðvelda og flýta fyrir sameiningu Þýzka- lands, en ekki yrði hjá því konrizt að viðurkenna að þar væri um tvö ríki að ræða. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að aístaða Vestur- veldanna í Berlínarmálinu eins og það liggur nú fyrir muni mark ast af tveim grundvallar atrið- um. 1. Að grípa ekki til neinna ráð- stafana sem leitt gætu til gagn- kvæmra keðjuverkana, sem enduðu með styrjöld. 2. Að gera Sovétleiðtogum það áfram ljóst, að verði réttindi Vesturveldanna skert í Vestur Berlín muni það leiða til styrj- aldar. Með þessu vilja Bandaríkja- menn fullvissa sig um, að Rússar misskilji ekki afstöðu þeirra, þótt Vesturveldin hafi ekki grip- ið til neinna aðgerða í flaustri eftir lokun landamæranna. Forystumaður demokrata í öld ungadeild Bandaríkjaþings sagði í ræðu í dag, að nú yrði að hefja undirbúningsviðræður um Berlín armálið. , Hann kvað þó ekki sjá neinn á- vinning að því að ræða svo al- varleg mál sem Berlínardeiluna á fjölmennri ráðstefnu vegna þess leikaraskaps sem ríkti ávalt á slíkum samkundum.“ Samkvæmt síðustu fregnum hefur stjórn Bandaríkjanna gert ráðstafanir til að fjölga allveru- lega hermönnum sínum þegar i stað. Ennfremur hefur stjórn Kanada lýst sig fúsa að fjölga i herliði sínu innan Atlantshafs- bandaiagsins. Hafnarfjörður HAFNARFHfcÐI — Þeir, sem ætla að vera með í Stefnisferð'- inni upp í Borgarf jörð á laugar- daginn, eru beðnir að hafa sam- band við Sjálfstæðishúsið í kvöld og annað kvöld nriUi kiukkan 8 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.