Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. ágúst 1961 Rætt um helztu virkjanir sem til greina koma a ársþingi Sambands islenzkra rafveitna NÍTJÁNDA ársþing Sambands xslenzkra rafveitna var haldið að Laugarvatni dagana 9.—13. ágúst 1961. Þingið sóttu fulltrúar 20 raf- veitna þeirra tuttugu og tveggja, isem eru meðlimir sambandsins. Þingið sóttu og margir aðrir for- ustumenn raforkumála og raf- veitna í landinu, og konur margra þeirra, er þingið sdttu. Alls voru þátttakendur 85. Raforkumálaráðherra Ingólfur Jónsson, ýmsir alþingismenn Suðurlandskjördæmis og forustu- menn þar í héraði voru gestir rafveitnasambandsins, er aðal- fyrirlestrar þingsins voru fluttir. Á þinginu voru alls fluttir 10 fyrirlestnar um virkjunarmál og raffræðileg efni. Er þar fyrst að nefna mjög merka yfirlitsfyrir- lestra um framtíðarvatnsafls- virkjanir á Suðurlandi, er þeir fluttu Sigurður Thoroddsen, verk fræðingur, og Jakob Gíslason, raforkumálastj ór i. Rafor k um á la sk r i fs tof an hefur imdanfarin ár, sem kunnugt er, haft með höndum mjög um- íangsmikil rannsóknarstörf varð andi vatnsaflsvirkjanir, er til greina kæmi að ráðast í til þess a@ fullnægja raforkuþörfinni á Suðvesturlandi áratuginn 1960— l&JO. í erindum þessum var rætt um helztu virkjanir, er til greina fcæmu. Sveinn Einarsson, vélaverk- fræðingur, flutti á þinginu fyrir- lestur um virkjun hveragufu til raforkuvinnslu, og þá sérstak- lega með tilliti til byggingar 30.000 kw gufuaflsorkuvers í Hveragerði. Það kom mönnum nokkuð á óvart um hve mikla orku hér er að ræða í þessum énumdu orkulindum landsins, sem jarðhitasvæðin eru, en mæl ingar í nýju borholunum í Hvera gerði hafa sannað. að þar er fyr- ir hendi ótrúlegt orkumagn, sem hægt væri að nýta bæði sem gufu til orkuvinnslu og heitt vatn til iðnaðarnota o. s. frv. Eiríkur Briem, rafveitustjóri ríkisins, flutti erindi um sæ- streng til raforfkuflutnings frá kerfi Sogsvirkjunarinnar til Vest- mannaeyja, en fastráðið mun Síldarflutninga- skip til Neskaupstaðar? NESKAUPSTAÐ, 15. ágúst. — Allháværar raddir eru hér uppi um það meðal útgerðarmanna og sjómanna að eitthvað af síld- arflutningaskipunum verði látið koma hingað og látin taka síld hé,. Virðast líka flest rök hníga að því að svo verði gert þar sem ekkert er lengra fyrir síld- arflutningaskipin að sigla hing- að til Neskaupstaðar en til Seyð isfjarðar en aftur á móti er tölu- vert styttra hingað af miðunum fyrir síldveiðiflotann. Síldveiði- skipin myndu því bæði spara tíma og eldsneyti ef þau gætu landað hér og það án þess að síldarflutningaskipin t ö p u ð u nokkru við þá ráðstöfun. vera að leggja hann á næsta ári. Þá voru flutt erindi um flutn- ing og dreifingu raforku um Suð- vesturland frá fyrirhuguðum stór- virkjunum í Hvítá og Þjórsá. Margvísleg almenn rafveitna- málefni voru einnig rædd á fund um þingsins, svo sem samrekstur aflstöðva í eigu ríkis og bæja, t. d. á Vesturlandi, gjaldskrár- mál, fjárfestingarmál, skipulags- mál eða stjórnunarmál rafveitna, rafmagnseftirlits- og reglugerð- armál, norrænt samstarf á sviði rafmagnsmála o. fl. Þingfulltrúar fóru í langar ferð ir að skoða virkjunarstaði í stór ánum Hvítá og Þjórsá, svo sem: í Hvítá við Hestvatn. í Hvítá við Hvítárvatn. ÍH| í Þjórsá við Urriðafoss. 'iljf í Þjórsá við Búrfell. Á síðasta degi þingsins var kosin stjórn rafveitnasambands- ins fyrir næta starfsár. Kosningu hlutu: Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri, formaður og aðr- ir í stjóm: Jakob Guðjohnsen, rafmagnsstjóri; Eiríkur Briem, rafveitustjóri ríkisins; Helgi Hjart arson, rafveitustjóri í Grindavík; og Knut Otterstedt, rafveitustj., Akureyri. Tilkynning frá stjórn ! Samb. ísl. rafveitna. Nehru ræðir vopnakaup Nýju-Dehli, 14. ágúst - (Reuter) NEHRU, forsætisráðherra Ind- lands, sagði hér í dag, að stjóm sín mundi taka til athugunar, að kaupa nýtízku vopn erlendis frá, ef framhald yrði á vopna- sendingum til Pakistan frá Bandaríkj unum. 1 KVÖLD verður leikritið | „Horfðu reiður um öxl sýnt í 75 sinn og verður sú sýning 1 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þessari leikferð Þjóðleik- hússins fer nú senn að Ijúka þvi æfingar hefjast í leikhús- inu í næstu viku og þurfa þá allir leikarar stofnunarinnar að vera mættir tii starfa. Leikurinn verður sýndur í Vík í Mýrdal, Kirkjubæjar- | klaustri og í Hveragerði um næstu helgi. SKAKIIM ELLEFTA umferð á svæðamót- inu var tefld í gær. Úrslit urðu: Filip vann Sliwa, Uhlmann vann Blom, Ciric vann Ljungkvist, Gitesku vann Gragger, Baren- dregt vann Nimela. Friðrik og Szabo jafnt, Perez jafnt. Milic. — Biðskák hjá Bobosov og Jo- hannessen. Biðskákir úr 9. umf. Friðrik vann Milic, Uhlmann vann Bobo sov. Skák Bloms og Graggers fór aftur í bið. Biðskákir 10. umferðar: Frið- rik vann Perez, Filip vann Mil- ic, Johannessen vann Szabo. Sfeák Uhlmanns og Barendregts fór aftur í bið og hefir Uhl- mann betri stöðu. Friðrik er' efstur með 9)4 v. Filip með 9. • Um gaddavír Það er enginn vafi á því, að gaddavír er mikið þing í sjálfu sér, enda hefur hann oft komið að góðum notum. íslendingar urðu snemma skeleggir í gaddavírsmálum og höfðu mikla ást á honum lengi vel, en eru nú hófsmenn á vír að kalla. Þessi mikli gaddavírskippur, sem landinn tók, þegar fyrstu rúllurnar voru fluttar inm, stafar senni- lega af langvinnum bakverk við torfhleðslu og grjótburð. Gaddavírinn gegnir nú hlut verki sínu með prýði hérlend is, og ver tún gegn rollum og skiftir landinu í hólf með mæðiveikigirðingum, en á þeim eru hliðin, sem svo Skemmtilegt er að opna uppi á heiðum. Margt Ijótt hefur þó verið sagt um blessaðan gaddavír- inn, enda hefur hann oft ver- ið misnotaður, eins og aðrir gagnlegir hlutir. Óhugnarleg- asta dæmið u-m þá misnotkun er vafalaust, þegar gaddavír er notaður til þess að stía af fólk, eins og tíðkaðist í fanga- búðum nazista á stríðsárun- um og nú í vinnubúðum „al- þýðunnar", austur á sléttum Síberíu. • Gaddavír sem meðal gegn frjálsri hugsun Stjórnvöld, sem ekki styðj- ast við fólkið í landinu, ein- ræðiskerfi, sem pína alþýðu, hafa oft þurft að grípa til gaddavírsins gegn frelsisþrá og frjálsri hugsun þegna sinna. Jámtjaldið er ein samfelld gaddavírsgirðing, sem austræn ir hafa komið upp til vernd- ar þegnum sínum. Þeir mót- mæla því raunar hraustlega, að þeir séu jafn míklir vinir gaddavírsins og þeir virðast vera. Velvakandi sá það eitt sinn, hvernig þeir kumpánar reyna að fela gaddavírinn, eins og Eva óhreinu bömin. Þegar hann ók yfir landa- mærin frá Austurríki inn í Tékkóslóvakíu, þá sá hann engan gaddavír á sjálfum landamærunum, og hann hugsaði ljótt um lygina í auðvaldsblöðunum, eins og Þjóðviljinn kallar það. Þegar ekið hafði verið um tíu mín- útur inn í sælulandið, þá blasti við rammefld gaddavírs girðing, og varðturnar með stuttu millibili, mannaðir vörð um, gráum fyrir járnum. Og nú hafa þeir sett gadda- vír í eina opið á járntjaldinu. Jafnvel þetta litla gat á því var orðið þjóðskipulag- inu hættulegt. Það er gert, að sögn herranna austanmegin, handhafa gaddavírsins, til þess að hindra saklaust fólk í þeim mistökum að flýja úr sælurík- inu í svínaríið vestanmegin. • Skítt með gaddavír- inn, ef þeir kæmust ekki sjálfir yfir hann Það vill oft fara svo, að þeir sem girða með gaddavír til þess að loka löndum sín- um, áskilja sér svo einum rétt tii þess að valsa óhindrað uin FERDINAMR ☆ lönd annarra manna. Það mundi sjálfsagt enginn amast við gaddavír kommúnista, ef hann væri jafn heldur á her- menn þeirra og undirróðurs- menn og hann er á saklaust flóttafólk. Og menn mundu efiaust varpa öndinni léttar, ef þessar gaddavírsfram- kvæmdir tryggðu okkur frið fyrir vígaþórum austanmanna. En svo er því miður ekki. Það hefur sýnt sig allt of oft. að þeir virða ekki einu sinni sínar eigin gaddavírsgirðingar, Áhangendur kommúnista hér á landi óska þess líka af heilum hug að þeir láti ekki staðar numið með vígaferli sín við gaddavírinn. Austan- menn hafa oft reynt að senda berserki sína yfir vírinn, stundum með nokkrum ár- angri, en oftar hafa þeir snú- ið aftur með rifinn rass, eins og rabarbaraþjófar. • Einn fékk ekki orða bundizt Kommúnistar hér á landi hafa oftast reynt að dylja ósk sína um, að ástvinir þeirra fyrir austan klofi yfir gadda- vírinn og arki hingað til þess að taka í taumana. Einn gat þó ekki orða bundizt, þegar rauði herinn drýgði þá dáð að undiroka Ungverja fyrir fjórum árum. Hann, mælti óstöðvandi af tungu fram lofkvæði um rauða her- inn og hvetur hann til frek. ari dáða. Kvæðið birtist ný- lega í Eimreiðinni og segir í því m. a.: Svo æddu þá vinur yfir álfuna vestanhallt, ástvinur okkar hinna ætíð þú vera skalt, þrátt fyrir þessa daga — þrátt fyrir allt. Þessi herhvöt ungkommún- istans finnst Velvakanda sýna litla virðingu fyrir gaddavírs- framkvæmdum austrænna, en hún sýnir þó ljóslega hugar- far vina girðingareigenda hér á landi og það skyldi þó ekki vera hið sama og húsbænd. atma eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.