Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 20
Þórustaðir Sjá bls. 8 og S. tíaMsfoilfr íþrottir Sjá bls. 18. 183. tbl. — Fimmtudagur 17. ágúst 1961 - Drengur fyrir bíl í Fnjóska- dal Akureyri, 16. ágúst. í GÆRDAG um sexleytið varð 12 ára drengur, Hreiðar Jó- hannsson frá Akureyri undir afturhjóli vörubíls og slasað- ist nokkuð. Þetta skeði við eyðibýlið Garð í Fnjóskadal Var verið að sækja þangað hey, og stóð Hreiðar til hlið- ar við vörubílinn, er hann ók hægt framhjá niður brekku. Hreiðar mun þá hafa runnið til I votu grasinu, og lenti inn undir bílinn framan við aft- urhjólið, en hjólið fór yfir hann. Sjúkrabíll frá Akureyri flutti Hreiðar í Fjórðungs- sjúkrahúsið og við rannsókn þar kom í ljós að mjaðmar- grindin er brotin. Líðan hans mun vera fremur slæm. — St.E.Sig Rússneskt tímarit hrósar Framsókn Tímiitn tekur enga afstoðu til ofbeldisverkanna í Austur - Berlín ÞÓRARINN Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, er nýkominn heim frá Austur-Þýzkalandi, þar sem hann sat ráðstefnur og boð við hlið böðla þeirra, sem myrtu saklausa borgara undir skriðdrekum 17. júní 1953 og nú hafa gert Austur- Þýzkaland að allsherjarþræla búðum. Blað hans hefur til þessa enga afstöðu tekið gegn ofbeldisöflunum, en flytur þess í stað daglega kommúnískan áróður gegn máli, sem Framsóknarflokk- urinn þó tók fyrstur ís- lenzkra stjórnmálaflokka inn á sína stefnuskrá. Það er því ekki að furða, þótt rússneskt tímarit tali í senn um hina geysimiklu hernaðarþýðingu íslands og ágæta frammistöðu Fram- sóknarflokksins og málgagns hans, Tímans. Mikil hernaðarþýðing íslands í grein, sem birtist í rússneska tímaritinu, International Affairs, er getið um breytingu þá, sem orðið hefur hjá varnarliðinu á íslandi og síðan segir orðrétt: 17 ára piltur drukknar af síld veiðiskipi eystra „Þetta sýnir hina hemaðarlegu þýðingu íslands, sem liggur við mikilvægar samgönguleiðir á sjó, sérstak- lega kafbá.taleiðir.“ Rússar gera sér þannig glögga grein fyrir hinni miklu hernað- arþýðingu fslands, þó að hér sé reynt að telja mönnum trú um Framhald á bls. 19. Þórarinn Þórarlnsson Kynnisferðir um bæinn og nágrenni Féll I sjóinn er hann var að stökkva ut í nótabát SEYÐISFIRÐI 16. ágúst — Um tíuleytið í gærkvöldi varð það slys 30—10 mílur út af Seyðis- firði, að 17 á,ra háseti á skipinu Freyju GK 110, Magnús Tryggva son, Hringbraut 116, Reykjavík, féll í sjóinn er haim var að stökkva út í nótabát, og drukkn- aði. Nánari atvik eru þau aS smur- dæla hafði bilað í aðalvél Freyju, og hafði skipið kallað á varð- skip til þess að það yrði dregið í höfn. Veður var tekið að versna, komin bræla og sjór, og skip- verjar drógu nótabátinn að skips- hlið til þess að taka síldarnótina og flytja um borð. 1 Náði ekki bjarghringnum Er báturinn var kominn að skipshlið, hugðist Magnús stö'kkva fyrstur um borð, en lenti á ,,vitlausu róli“, skall harkalega með bringspalirnar á borðstokk nótabátsins og féll í sjóiran á milli báts og skips. Annar háseti, Jón Stefánsson, renndi sér þá þegar niður með borðstokknuna, og hélt sér í hann. Mun hann hafa ætlað að reyna að halda Magnúsi uppi með fótunum. Magnús náði taki á Jóni, en sleppti því s'kömmu síðar. Greip hann þá í „slefið“ á milli skips og báts, en missti af því rétt strax. Var þá kastað til hans bjarghring, en Magnúsi tókst ekki að ná hringnum, enda sjór úfinn, og miklir straumar á þessum slóðum. Skipverjar blésu þá upp gúmmíbát í skyndi en tókst ekki að ná til Magnúsar, sem rak ört undan straumum og veðri. Var þá reynt að setja vél skipsing í gang, þótt biluð væri, en vél- stjóranum tókst ekki að fá nægi lega ferð á vélina, en á henni er sjálfvirkt tæki, sem slekkur á henni, ef hún bilar. Sökk Magnús síðan án þess að við yrði gert. HERAÐSMOT Sjálfstæðismanna í A.- Barðastrandasýslu SJÁLFSTÆÐISMENN efna til héraðsmóts í Félagsheimil- inu Króksfjarðarnesi, A-Barðastrandarsýslu, sunnudaginn 20. ágúst kl. 18. 'Wh Á móti bessu munu beir : Ingólíur Jónsson, landbúnað- WÍW'' 2* arráðherra, og Sigurður H %, Bjarnason, ritstjóri, flytja F- Iky' ræður. kb '■í Jf Flutt verður óperan La 1 Serva Padrona eftir Pergo- H ,j~ 1 lesi. — Með hlutverk fara m óperusöngvararnir Sigurveig Ingólfur Hjaltested, Kristinn Hallsson Sigurður og Þorgils Axelsson, leikari. Við hljóðfærið Ásgeir Beinteinsson, píanóleikari. — Um kvöldið verður dansleikur. Magnús Tryggvason Neyðarflugeldum skotið Skipverjar skutu einnig neyð- arflugeldum, og komu skip þeg- ar til hjálpar, þ. á. m. varðskipið Óðinn, en skipin komu of seint til að nokkuð yrði að gert. Dró Óðinn síðan Freyju til Seyðis- íjarðar, og lauk sjóprófum í máli þessu á Seyðisfirði kl. hálf níu I gærkvöldi. Magnús Tryggvason var aðeins 17 ára gamall, sonur hjónanna Dorotheu Halldórsdóttur og Tryggva Magnússonar, póstfull- trúa. Sl. vetur stundaði Magnús nám í fjórða bekk stærðfræði- deildar Menntaskólans í Reykja- vík. — Sveinn. Saltskip til Akraness AKRANESÝ, 16. ágúst. — Skip er að korna beint úr hafi núna klukkan fimm m»ð saltarm frá Spáni. Þ-egar tollskoðun hefur farið fram mun það leggjast að hafnargarðinum. Um 4—500 tonnum verður skipað hér á land. Tvær trillur eru á sjó héð- an í dag, og reru ekki fyxr en á hádegi. Reknetjabáturinin Svanur lét reka aðra nótt til, og enn fékk hann eina tunnu. Síld- in var blandin að gæðum. — O. EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, verffa skipulagffar ferff- ir um bæin.i og næsta nágrenni hans ' sambandi viff Reykjavík- urkynninguna 1961. Farnar verffa kynnisferðir um gamla bæinn, nýju hverfin og í stuttar ferffir upp að Korpúlfsstöffum, Gufunesi, Reykjum, Ileiðmörk og Vatnsendahæff. Þá verffa og farnar lengri ferffir þá tvo sunnudaga, sem Reykjavíkur- kynningin stendur yfir upp aff Sogsfossum. Blaðamönnum var í geer boð- ið í kynnisför um gamla bæinn, sem tók um það bil 1% klu'kku- stund. Var keyrt um atlar helztu götur elzta bæjairhlutans, stórar og smáar, og skýrðu leiðsögu- mennirnir frá því markverðasta á leiðinni: örnefnum og staðar- heituim í fortíð og nútáð, vöktu athygli farþega á hinum mis- munamdi byggingarstíl húsanna og krydduðu frásögn sína með skemmtiLegum sögum af mönn- um, sem sett hafa svip á bæinn. Var ferðin öll hin fróðlegasta og ánægjulegasta. Er ekki að efa að mangir Reykvíkingar munu hafa gaman af að bregða sér í hringferð um bæinn einhvern þeirra 10 daga, sem Reykjavíkr Veiðif er ð Heimdallar HEIMDALLUR FUS efnir til annarrar veiffiferffar á Amar- vatnsheiði um næstu helgi, en eins og kunnugt er stóff félag- iff fyrir slíkri för fyrir nokkr- um vikum síffan og tókst hún mjög vel. Fariff verffur frá Valhöll á föstudagskvöld og komiff til Reykjavíkur á sunnu dagskvöld. Auk þess, sem veiffimennska verður iðkuff viff Fiskivatn og Kleppavatn munu þátttakendur skoða Surtshelli og Bamafoss. Þeir félagsmenn, sem áhuga hafa á ferffinni eru beffnir aff hringja í síma 18192 og verffa þar gefnar allar nánari upplýs- ingar. urkynningin stendur yflr, til ad kynnast bænum sínum betur. Leiðsögumennirnir í kynnis- erðum verða þeir Björn Þor« steinsson, og Gísli Guðmunds- son, en auk þess verða þeim til aðstoðar Vigdís Finmbogadóttir og Rósa Björnsdóttir. Fargj öld- unum verður stillt mjög í hóf. Sumarferð Hvatar í Landmannal. v SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉL. Hvöt fer hina árlegu sumarferð sína miðvikudaginn 23. ágúst, Stendur hún í þrjá daiga. Verður að þessu sinni farið í Land- mannalaugax og einnig gengið 1 Eldgjá. Lagt verður af stað í ferðima kl. 9.30 f. h. nik. miðvikudag frá Sjálfstæðishúsinu. Mega konuir taka með sér gesti. • Þátttakendur í förinni verðá að hafa með sér útileguútbúnað . og nesti. / AUar upplýsingar varðandi för ina gefa María Maack, Þing- holtsstræti 25 og Gróa Péturs- dóttix Öldugötu 24. *' Sumarferðir Hvatar hafa ver- ið mjög vinsælar og þátttaka mjög mikil. Má búast við að svo verði einnig að þessu sinni Benzíi; og olíur hækkaj VERÐLAGSSTJÓRI gaf í' fyrradag út tilkynningu um nýtt verff á benzíni og olíum, og kostar benzínlíterinn nú kr. 4,20 í staff kr 4 áður. Gasolía hækkar úr 1,37 í kor. 1,50, en mun kosta 1,55, þegar ekiff er með olíuna tii húsa. Svartolía kostaði áður kr. 840 tonnið en kostar nú 940 kr. tonnið selt úr leiðslu. Hækkanir þessar stafa eln- vörffungu af hækkun á cif verffi, sem orffiff hefur vegna gengisbreytingarinnar. -G>’ HÉRAÐSMOT Sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður í Ölver, Ba fjarðarsýslu sunnudaginn 20. ágúst kl. 16. Nánar auglýst í blaðinu á morguu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.