Morgunblaðið - 19.08.1961, Page 1

Morgunblaðið - 19.08.1961, Page 1
20 slður 48. árgangur Forseti Lslands í heimsókn >' til Færeyja ÍFÆREYJUM 18. ágúst. — I bréfi, sem P. M. Dam fékk í dag frá forseta íslands, segist forsetinn gjaman vilja heimsækja Pæreyjar bráð- (ega ásamt forsetafrú Dóru Þórhailsdóttur. — Dam lög- maður bauð forsetanum til Færeyja er bann var á Is- landi fyrir skemmstu, og sagði í dag, að hann vonaðist til að úr forsetaheimsókninni yrði mjö>g bráðlega. — hjh. Reykjavík tákn athafna og stórhugar -Frá setningu „Reykjavíkur - kynningarinnar 796/" BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, setti „Reykjavíkurkynningu 1961“ um kl. 9 í gærkvöldi. — Við opnunarhátíðina fluttu þeir einnig stuttar ræður, Björn Ólafsson, fyrrverandi ráðherra, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Sjálft sýningarsvæðið var opnað almenningi kl. 7.30, en kl. 8 fór fram guðsþjónusta í Neskirkju, þar sem séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, prédikaði, og séra Jón Thor- arensen þjónaði fyrir altari. • ÆVINTÝRILÍKAST velkomna til afmælishátíðarinn- Björn Ólafsson bauð bæjarbúaar fyrir hönd framkvæmdanefnd- ar Reykjavíkurkynningarinnar. Lýsti hann tilgangi kynningar- innar svo, að henni væri ætlað að sýna, hversu stórstígar framfar- ir hér hefðu órðið og ennfremur, hvað Reykjavík hefði íbúum sín- um að bjóða. Saga Reykjavíkur er líkust stórkostlegu ævintýri, sagði hann. Þessari kynningu er ætlað að gefa hugmynd um þró- un höfuðborgarinnar. • ELZTI SÖGUSTAÐUR LANDSINS Vilhjálmur Þ. Gíslason minnt- ist afmælis Reykjavíkur. Minnti hann á, að Reykjavík er elzti sögustaður landsins Og sagði: „Reykjavík hefur verið tákn at- hafna Og stórhugarins í íslenzkri sögu síðustu 175 árin.“ • FRAMTÍÐARVERKEFNI í setningarræðu sinni sagði borgarstjóri m. a., að eðlilegt væri á slíkri stund, að menn leiddu hugann að þeirri nauðsyn, að stjórnarvöld missi ekki sjónar af því þjónustuhlutverki, sem þeim er ætlað í lýðræðisþjóðfé- lagi. Sú hætta vofði alltaf yfir UM 6000 manns munu hafa veriff viðstaddir setningarat- höfn Rcykjavíkurkynningar- innar í gærkvöldi. Er myndin tekin þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, minnt- ist afmælis Reykjavíkur. — Myndir hlaðsins frá Reykja- víkurkynningunni og heim- sókn forseta fslands tók ljós- myndari Mbl. KM. opinberum aðilum, en hana bæri að forðast. Með Reykjavíkur- kynningunni kvað hann að því keppt, að menn leiddu ekki að- eins hugann að því, sem áunnizt hefur, heldur og þeim verkefn- um, sem framundan eru. Lauk borgarstjóri ræðu sinni með því að lýsa yfir, að Reykjavíkurkynn ingin 1961 væri hafin. Milli ávarpa Vilhjálms Þ. Gíslasonar og Geirs Hallgrímsson «r söng Guðmundur Jónsson óperusöngvari nokkur lög með undirleik Fritz Weisshappel. Einn ig lék Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Paul Pampichler nokkur lög skömmu eftir að sýn- ingarsvæðið var opnað, þar til guðsþjónusta hófst og svo aftur áður en kynningarhátíðin var sett. Þá söng Karlakórinn Fóst- bræður undir stjórn Ragnars Björnssonar, en eftir söng kórsins var 'sjálf sýningin opnuð. Framh. á bls. 2. Lyndon Johnson til Berlínar í dag Vesfur-þýzka þingið var kvaft saman til aukafundar i gær dag að reisa girðingar Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrimsson, ganga úr kirkju í gærkvöldi. Aff baki þeim sjást borgarstjórafrú, Erna Finnsdóttir, og for- maffur sýningarnefndarinnar, Bjöm Ólafsson, fyrrv. ráffherra. Berlín, 18. ágúst (Reuter) TILKYNNT var í Washing- ton í dag að Lyndon Johnson, varaforseti Bandaríkjanna kæmi í heimsókn til Yestur- Berlínar á morgun og hefur tilkynningin vakið mikinn fögnuð í Vestur-Þýzkalandi. í Austur-Þýzkalandi hafa lögreglumen unnið að því í reisa girðingar og tálmanir við landamæri Vest ur-Berlínar, m. a. hefur ver- ið steyptur tveggja metra hár veggur þvert yfir Potsdamer Platz, sem áður var ein mesta umferðaræð borgarinnar. Og meðfram Teltow skurðinum hefur verið komið upp Flýja Kúbu WASHINGTON 18. ágúst (NTB) —- Flutningaskipið Bahia de Nipe frá Kúbu, leitaði í dag hafnar í Norfolk í Virginiaríki á leið frá Hvana til Sovétríkj- anna með sykurfarm. Óskaðí skipstjóri og tíu menn aðrir af áhöfninni hælis sem pólitískir flóttamenn í Bandaríkjunum. Skipið verður afhent Kúbu- stjórn, sem sennilega mun senda sjómenn til Norfolk til að taka við af flóttamönnunum. Þá skýrði bandaríska utanríkisráðu neytið frá því í dag að seglbát- ur frá Kúbu hafi í gær komið til Marathon í Florida með tuttugiu menn og 15 konur og börn uffi borð. Þetta mun einnig vera flóttafólk. Ghana og Kína semja Peiping, 18. ágúst (Reuterv í DAG var undirritaður í Pei- ping vináttusamningur miiii Kína og Ghana og samningar um samvinnu á sviðum fjármáia, tækni, viðskipta og menningar- mála. kemur þriggja kílómetra langri gaddavírsgirðingu. En noklcr- ir Austur-Þjóðverjar hafa synt yfir skurðinn til Vestur- Berlínar undanfarna daga. Á austurbökkum Spandau- skipaskurðarins hafa tré ver- ið höggvin til að gefa vél- byssuskyttum Austur-þjóð- verja betri aðstöðu til að fylgj ast með flóttatilraunum landa sinna til Vestur Berlín- ar. Adenauer kanzlari Vestur Þýzkalands sagði á aukafundi þingsins í Bonn að vestur- þýzki herinn á vegum Atlants hafsbandalagsins yrði efldur Frainh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.