Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Jóhann Hannesson préfessor Fréttir frá P Haustið er að hefjast hjá skóla börnunum hér í landi. Barnaskól arnir byrja þann 17. ágúst og margir hinna æðri skóla hefja kennslu nokkruan döguim síðar. Þetta setur svip á bókabúðirnar, því mikil fjölbreytni er hér í gerð kennslubóka. í einum glugga sá ég t.d. kennslubækur í söng eftir 6 höfunda og í kristn um fræðum eftir 9 höfunda. Þannig er stöðug þróun í kennslu og kennsluaðferðum. Sú tízka að láta börnin hefja skólagöngu mjög ung, t. d. 6 ára, er hér í rénun. Margir spyrja skólasálfræðinga ráða varðandi skólaþroska barna. Er það gert í þeim tilgangi að ofbjóða börn- — Utan úr heimi Fhr. af síðustu síðu sem er nyrzta stórvatn Svíþjóð- ar. Stærri og minni klettaeyjar rísa upp úr tæru vatnsborðinu, en vatnið er sums staðar 170 m djúpt. Það lokkar mann til róðra og siglinga á öllum stundum dags ins. Stórfenglegust er samt reynsl an þegar róið er um vatnið á bjartri júlínótt, í gullnu skini oniðnætursólarinnar. Landið er klætt mjúkum pastellitum. Fín- gerð þoikuslæða yfir vatnsborð- inu myndar skarpa andstæðu við Ihið heiðskíra andrúmsloft fjall- anna, án þess þó að rjúfa heildar- svip myndarinnar. Milli nakinna fjalla, sem víða eru typpt snjó- Ibungum og vatnsins liggja mjó Ibelti af lágvöxnum birkigróðri. Garg nokkurra máva bergmálar í kyrrðinni milli fjallahlíðanna. ILitbrigði himinsins speglast í valnsborðinu. Milli Abisko-östra og hins ný tízkulega ferðamannahótels ligg ur rannsóknarstöð sem fylgist með lífinu hérna norður frá, lífi gróðurs og dýra. Við tökum okk ur göngu um skógarsvæðið. Fyr ir augu ber liggjandi, krjúpandi og uppistandandi bjarkir. Þær eru síðustu trén í fjallahlíðum Iheimskautssvæðisins. Vesaldar- legt vaxtarlag þeirra gefur til kynna hina hörðu og næstum von lausu baráttu þeirra fyrir tilver- unni. Kuldar og hríðarveður vetr arins, langar vetrarnætur, síð Ibúin hláka vorsins, stutt og þurrt vaxtarskeið, þetta eru lífsskilyrð in, enda ná bjarkimar ekki mikl um vexti. En enginn skyldi hætta sér út í skógana hér án þess að vera vel smurður til varnar gegn mý bitinu. Milljónir suðandi og sting andi mýflugna eru stöðugt föru- neyti okkar. Alls staðar í Lapp landi er þessi mývargsplága land læg. Einnig í finnska Lapplandi. (Þar átti ég líka ógleymaníega daga við Inari-vatnið í Norður ÍFinnlandi. Sólin hékk á himnin um dag og nótt meðan við dorg luðum á spegilsléttu vatninu. Hug ítakið „tími“ virðist ekki vera til í Lapplandi. Hér hefur maður tíma til að lifa. Tíma til alls. Leyndardómsfullir „skógarnir“ laða mann til sín. Eftir langa göngu komum við allt í einu að læk eða fljóti og tökum fram veiðarfærin sem við skiljum al drei við okkur. Við erum kannski dálítið kvíðin, því hver veit nema skógarbjörn leynist bak við Stóra steininn þarna. Það er ekki óalgengt. Óttinn við björn- inn yfirgefur mann aldrei á þess- um slóðum. Finnsk hjón sem voru hér á skógargöngu stóðu allt í einu, andspænis gríðarstór um bangsa, en til allrar lukku reyndist hann gæflyndur. Þannig eru leyndardómar norð ursins, töfralandsins handan við heimskautsbaug, sem er síðasta ósnortna auðn Evrópu. Evelyn Thomas. unum ekki — og eins til að finna hvort þau eigi við einhverja sér staka örðugleika að stríða. — Annars hafa hin svonefndu gáfna próf verið í deiglunni og yrði of langt mád að ræða þau hér, en svo er að sjá sem þau gefi alls ekki allar þær leiðbeiningar sem menn áður væntu sér af þeim. Sér í lagi kunna þau að villa um þar sem í hlut éiga óvenju bráð- þroska börn (þau verða ofmetin) eða óvenju seinþrbska börn (þau verða fyrir vanmati). Og síðast, en ekki síst, þá þarf barn- ið og unglingurinn ekki síður á öðrum gáfum að halda í lífinu en námsgáfum, t. d. siðgæðileg- um og félagslegum gáfum. Þessu gefa menn nú meiri gaum en áð- ur. f barnaskólum Oslóar eru nú um 38.000 börn og fer þeim held- ur fækkandi. En í æðri skólum er mikil þröng á þingi og geta þeir engan veginn tekið við öllum, sem sækja. — Til þess að bæta nokkuð úr vandræðum þessum, hefir ríkið komið á fót bréfaskóla svo unglingarnir geta nú lært það sem læra þarf til realskóla- prófs hvar sem þeir eru — og þar á eftir haldið áfram til stú- dentsprófs. — Þetta var að vísu kleift áður, í einka-bréfaskóla, sem áður var að góðu kunnur, en nú notar ríkið sér reynslu hans og starfrækir aknennan bréfa- skóla. II. Kosningar þær til Stórþings- ins, sem fram eiga að fara í næsta mánuði, draga auðvitað að sér athygli manna. Ekki er þó búizt við neinum stórfelldum breyt- ingum. Verkamannafloikkurinn hefir jafnan aukið atkvæðatölu sína s.l. 30 ár í kosningum, Vinstri- og Bændaflokkunum hefir heldur farið aftur eftir stríðið en Hægri- og Kristilegi- flokkurinn hafa nokkru bætt við sig að atkvæðamagni. í nokkr- um kjördæmum hafa Vinstri- og Bændaflokkurinn kosningabanda lag, þó fremur til að verja sig en til að sækja fram. Aftur á móti veit enginn með vissu hve mörg atkvæði hinn nýi flokkur Social- istisk Folkeparti, kann að draga frá Verkamannaflokknum. Að vísu gera menn ekki ráð fyrir að hinn nýi flokkur fái neinn mann kjörinn, en áhrifin veröa ‘þó sennilega þau að hann öregur nokkuð til sín af atkvæðum verkamanna í þeim 6 kjördæm- um, sem hann býður fram. Á- greiningurinn milli hins nýja flokks og hinna er einkum á sviði utanríkismála. Vill flokk- urinn að Norðmenn taki upp hlut leysisstefnu. — En síðasta stríð er Norðmönnum í svo fersku minni að ólíklegt er að margir þeirra beri nokkurt traust til hlutleysisstefnunnar, eins og nú er komið þeim málum. Stjórnmálaumræður eru i þann veginn að hefjast í sjón- varpi og útvarpi. Fokkarnir kepp ast um að þjappa fylgjendum sínum þétt saman og minna þá á að í mörgum kjördæmum er svo ástatt að lítil atkvæðabreyt- ing getur valdið mikilli breyt- ingu á hlutfalli milli flokka. Við sjónvarpsumræður vandast mál- ið hjá frambjóðendum; nægir þá ekki að ræðurnar séu vel samd- ar, úieldur verða menn einnig að koma vel fyrir sjónir — og verða ræðumenn því að fegra sig, líkt og leikarar. Annars hefir Sjón- varp- ýmsa möguleika, sem auð- velt væri að nota, t. d. með því að sýna ýmis línurif og teikn- ingar. Þarf þá á prikum að halda til þess að skýra línurit- in o. fl. Henda menn gaman að því hvernig nota má þessi prik, ef andstæðingarnir halda sér ekki að efninu. III. Vandamál daglegs lífs eru mörg hin sömu hjá Norðmönnum og oss. Þar á meðal eru umferða- slysin. E. t. v. eru þeir lengra komnir en vér í því að draga úr þeim. Öryggisbelti eru í mörg- um bílum. Þeir, sem bifhjólum aka, hafa flestir hjálma á höfði — ekki aðeins lögreglumenn, heldur nálega allir, yngri og eldri. Það er almennt fullyrt að þessir hjálmar dragi verulega úr slysunum, svo þau verða miklu vægari en ella. „Sjoppurnar" hér í Osló eru með öðru móti en heima. í fyrsta lagi eru þær miklu færri og þar að auki er þeim lokað kl. 9 eða kl. 10 að kveldi. Ekki er hægt að „hanga" inn í þeim því að við skiptavinirnir komast ekki inn í þær, heldur aðeins sá sém af- greiðir — og hann afgreiðir gegn um lítinn glugga. — Eg gekk eitt kvöld í heila klukkustund um íbúðarhverfin hér milli kl. 9 og 10 að kveldi og fann ebki eina einustu „sjoppu“ opna. En við kvikmyndahúsin eru þær opn- ar nokkru lengur en annars staðar. Veðráttan hefir verið misjöfn hér. í Suðvestur-Noregi urðu bændur að henda talsverðu heyi, sem var orðið svo hrakið að það var talið ónýtt með öllu. — Hér eystra hefir verið með- alár hvað útkomu og hita snert- ir; þá er aftur útlit fyrir meira en meðalár varðandi ávaxtaupp- skeru — og í skógum er mjög mikið af bláberjum. í Norður- Noregi hefir viðrað vel Og fjöldi manns hefir farið þangað í sum- arleyfi. Meðan þetta var ritað, bar svo við að einkennilegt hljóð kvað við um borgina og heyrðist inn í hvert hús. Hvað var það? Loft- varnaræfingar, því nú er tekið að venja menn við að þekkja þa« hljóð, sem notuð verða til að gefa til kynna ef loftárás skyldi verða gerð á borgina. Þetta og annað fleira bendir til þess að Norðmenn hugsa sér hættuna á nýrri styrjöld meiri en vér ger- um heima . Með kærum kveðjum til les- enda. Osló, ágúst 1961. Jóhann Hannesson. Fékk krók í augað AKRANESI, 17. ág. — Það ó- happ varð á síldarmiðunum ausit ur frá á mb. Fiskaskaga, að skips maður hélt í stóra krókinn, sem síldarháfurim. er festur á, en missti taksins, svo að krókurinn slöngdist í andlit eins hásetans og kom á augað. Blæddi inn á það, og er hætt við, að hann missi sjón á því. Hásetinn, sem meiddist er þrítugur og heitir Júlíus Gígja Halldórsson til heimilis hér á Suðurgötu 18. Hann lá fyrst á sjúkrahúsinu á Norðfirði, en kom til Reykja- víkur með flugvél á laugardag og líður nú skár. — Oddur. Leikið á Hornaf. HöFN í HORNAFIRÐI, 16 ág. — Leikflokkur Lárusar Pálssonar hafði Kiljanskvöld í Mánagarði í gærkvöldi. Húsfyllir var og undirtektir áhorfenda með af- brigðum góðar. Flokkurinn held ur héðan ftugleiðis í dag til Reykjavíkur eftir mjög vel heppnaða leikför. — Guimar. „Spilamennirnir“ var eitt þeirra Gézanne-málverka sem stolið var Frakklandi. — sýningu í Sudur- Atta máiverkum stolið Á T T A málverkum eftir franska málarann Paul Cézanne var stolið af sýn- ingu á verkum impression istanna í Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi. Verð- mæti þeirra er talið nema um 80 milljónum króna. Þetta er þriðji stóri mál- verkastuldurinn á þessu sumri. Fyrir einum mánuði var 57 verkum nútímamálara stolið frá listasafni í Saint- Tropez á Ríveríunni og hinn 28. júlí sl. var málverkum eftir nútímamálara stolið á heimili G. David Thompsons, fyrrverandi iðnrekanda, í Pittsburgh, Pennsylvaníu, og var verðmæti þeirra talið 12 milljónir króna. ★ Málverkunum var stolið úr 287 ára gömlu húsi, Vendome Pavilion, sem byggt var fyr- ir hertogann af Mercoeur, sem var kardínáli af Ven- dome á 17. öld. Bæjarstjórn- in í Aix-en-Provence keypti húsið árið 1958 og hefur haft það til sýnis og í sumar var það notað til sýninga af ýmsu tagi. Stuldurinn á málverkunum í Vendome Pavilion er mun djarfari en sá í listasafninu í Saint-Tropez, þegar það er haft í huga að tveir vopnaðir lögreglumenn gæta svæðis- ins kringum húsið og hafa varðhunda sér til aðstoðar. Það er ekki ljóst, hvernig þjófunum tókst að komast fram hjá varðmönnunum, en talið er að þeir hafi notað tækifærið klukkan 4 um nótt ina, en þá fara vaktaskipti fram. Einnig er talið að þjófarn- ir hafi skriðið inn um glugga á þriðju hæð, sem var opinn um morguninn, þegar vörður- inn opnaði safnið. Skóför fundust og á gluggasyllunni og á svalahandriðinu fyrir utan gluggann. Húsið er stað- sett í litlum garði og er talið að þjófarnir hafi klifrað yfir steinvegginn frá nærliggjandi götu, og líklega notað stiga til að komast upp á þriðju hæð. Möguleiki er einnig á því að þjófarnir hafi falið sig í húsinu rétt fyrir lokun sl. laugardag ,en þjófnaður- inn uppgötvaðist á sunnu- dagsmorguninn. ★ Málverkin 8 voru öll vá- tryggð og sérstaklega tryggð fyrir þessa sýningu. Vegna þess hve sérstæð og þekkt þau eru, mun það verða erfitt fyrir þjófana að gera sér mat úr verðmæti þeirra. Þessi þjófnaður er sá sjötti sinnar tegundar á sl. nítján mánuðum í Suður- Frakklandi. Ekkert hefur enn frétzt af málverkunum, sem stolið var í Saint-Tropez, en tekizt hefur að hafa upp á listaverkunum, sem stolið var í hin fjögur skiptin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.