Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 12
12 r MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. ágúst 1961 Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, barna- barna og annarra ættingja og vina er með gjöfum, blómum, heimsóknum og heillaóskum, glöddu mig á 80 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan, Guð blessi ykkur öll. Kristín Jónsdóttir, Sigurðstöðum, Akranesi wfmm0*0 Bifreiðasalan Vitinn efst á Vitastíg sími 23900 Chevrolet ’60 Impala. Chevrolet ’59 Impala Chevrolet ’58 Taxi og Orginal. Chevrolet ’56. Skipti á yngri. Góður bíll. Peninga- milligjöf. Chevrolet ,53, góður bíll. Chevrolet ’49 og ’51. Lítil útborgun. Chevrolet ’55, skipti á Taxa. Chevrolet ’54, góður bíll Opel Capitan ’60. Skipti á eldri. M. G. sportbíll ’60. Volkswagen ’55, ’56, ’57, ‘58, og ‘60. Renault Dauphine, skjpti á 6 manna ’56—’58. Mikið úrval af flestum tegundum og árgöngum bif- reiða. Hringið í Vitann, látið hann vísa ykkur á réttu bifreiðina. Bíla-, báta- og verðbréfasalan Bergþórugötu 23. Bifreiðadeild VITIMIM á horni Vitastígs og Bergþórugötu sími 23900 iimiw Eiginmaður minn og faðir BALDVIN SNÆLAUGUR BALDVINSSON kjötiðnaðarmaður, Hólmgarði 14 andaðist miðvikudaginn 16. ágúst. Laufey Þórðardóttir, Jón Snævar Baldvinsson Maðurinn minn JÓNAS JÓNSSON frá Grjótheimi andaðist þann 16. þ.m. Guðný Benediktsdóttir GUÐBJÖRG GUÐRtJN BJÖRNSDÓTTIR frá Þurá í Ölfusi lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda Sigurbjöm E. Einarsson Hugheilar þakkir til allra, er auðsýndu samúð við andlát og jarðarför sonar okkar HALLDÓRS Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir, Halldór Jónsson Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför, KRISTJÁNS SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR Börn og tengdabörn Jón Krisfjánsson, Brag- holfi átfrœður Á harðindaárumim miklu um og eftir 1880 hófu ung og giftu- samleg hjón búskap við Eyja- fjörð, vestanverðan. Það voru þau Kristján Jónsson í Glæsi- bæ og kona hans, Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðaréyri. Bjuggu þau um áratugi í Glæsi- bæ og gerðu þann garð enn frægan að nýju, en þar hafði staðið prestssetur um aldarað- ir fram að þeim tíma. Kristján var mikill áhrifamað- ur um ýmis menningarmál og framarlega í bændaröð, en kunn- astur varð hann úti í frá fyrir frábæra söngrödd sína og mdk- inn áhuga á því sviði og ekki sízt um kirkjusöng. Og þar kippti sonum hans í kyn, því allir urðu þeir fjórir Glæsibæjarbræðúr, sem aldri náðu, aikunnir , söngimenn og söngunnendur, Jón og Oddur, Guðmundur og Stefán Ágúst. En einn bræðranna, Júlíus, mikill efnismaður dó ungur. Systir þeirra er Arnbjörg nú í Reykja- vík. Jón var þeirra elztur, fædd- ur 20. ágúst 1881 á Dagverðar- eyri, þar sem móðurfrændur hans hafa búið og búa enn, mann fram af manni. En í Glæsibæ ólst hann upp með foreldrum sín um og systkinum. Jón fór ungur í Möðruvalla- skólaf haustið 1899 og útskrifað- ist þaðan vorið 1901, ári fyrir skólabrunann. Var sú bekksögn ein sú stærsta, sem í skólann kom, og mikið mannval. Urðu þeir bekkjarbræður margir víða þekktir. Einn þeirra var Valde- mar V. Snævarr, sálmaskáldið, sem lézt í fyrra mánuði. En mest var því viðbrugðið hvílíkir afbragðs söngmenn voru í þessum- hópi, og fór þá mikið orð af söngnum, ekki sízt í kirkjunni á Möðruvöllum þá vetur. Kom söngkennarinn, Magnús Einarsson organisti, frá Akureyri í hverri viku og hvernig sem viðraði, ríðandi eða gangandi, fyrir sínar tvær krónur. En frægastir söngmenn á Möðruvöllum voru þá þeir Glæsibæjarbræður, Jón og Odd- ur, Ámi heit. frá Arnarnesi, seinna á Hjalteyri, Jónsson, og Þorsteinn heit. Sigurgeirsson, faðir sr. Garðárs, prófasts í Hafnarfirði. . Eftir skólavist sína tók Jón frá Glæsibæ til við kennslu- störf og kenndi bömum mörg ár, bæði í Glæsibæjar- og Arn- arneshreppi, en kvæntist 23. nóv. 1912, og gekk þá að eiga ágæta konu, Geirlaugu Konráðs- dóttur í Bragholti, Konráðsson- ar. Hófu þau búskap þar í sam- býli .við bróður Geirlaugar, Tryggva, sem seinna var lengi oddviti sveitar sinnar og mikils virtur nefndarmaður um ára- tugi. Hann flutti með þeim hjónum til Hjalteyrar, er þau brugðu búi vorið 1947, og hafa öll átt þar heima síðan. Einkadóttir þeirra Jóns og Geirlaugar er Jenný, húsfreyja á Akureyri, gift Þórði Sveins- syni, fulltrúa, frá Nesi. Ég ætlaði ekki með þessum línum að segja neina ævisögu Jóns í Bragholti, eins og við sveitungar hans og vinir köllum hann oftast enn í dag. Kennslustörfum hans kynnt- ist ég aldrei, en veit, að hann var góður kennari, og lét sér annt um skólamál, enda lengi í fræðslunefnd og formaður henn ar í Amarneshreppi. Bú hans var aldrei stórt, en 4 snoturt og gagnsamt, og um- gengni hans öll í Bragholti til mikillar fyrirmyndar. Og illa gekk Jóni jafnan, að skilja þá menn, sem „telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð". Var hann brautryðj- andi um skóg- og garðrækt í sveit sinni, og mjög sóttur til ráða um þá hluti fram á síð- ustu ár. En þekktastur hefur Jón í Bragholti allt af verið, frá því á unglingsárum í Glæsibæ og í Möðruvallaskóla, fyrir söng- gáfu sína og sönglistar- áhuga. Lærði hgnn korn- ungur orgelleik af Magnúsi organista og vandist þegar í föð- urhúsum margrödduðum söng. Og víst var þá ekki víða í land- inu blómlegra sönglíf en í Krækl ingahlíð og grennd, með þá Glæsibæjarfeðga í broddi fylk- ingar, Harald Pálsson í Dagverð- areyri, frábæran tenór, og Krist. ján Sigurðsson, kennara og bónda á Dagverðareyri. Fóru þrír þessara manna, þeir Jón, Oddur og Kristján, hina frægu Heklu- för til Noregs 1905, fyrstu söng- för karlakórs af íslandi. Geym- ist enn hinn fagri og mikli silkx fáni, sem Norðmenn gáfu „kórs- bræðrum“ að sönglaunum. En kirkjusöngnrinn hefur þó vafalaust verið kærasta viðfangs efni Jóns í Bragholti, og lék hann, uppihaldslítið, á orgelið í Möðruvallakirkju um hálfrar aldar skeið, og stýrði þar og í sveitinni öllum söng Við helgi. athafnir og hátíðleg tækifæri. Á ég frá þeim vettvangi góðar minningar um þenna síunga og fjörmikla mann, þar sem leiðir okkar hafa legið saman rúma þrjá áratugi. Því að þótt Jón taki nú orðið ekki oft í kirkjuorgelið, lætur hann sig ekki vanta I söngpallinn, og mun enginn nú- lifandi manna eiga þar fleiri spor, En þar kemur ekki einasta til brennandi áhugi þessa söngelska manns fyrir íþrótt sinni, heldur ást hans á kirkjunni og öllum hennar helgu dómum. Það hugar- far eignaðist Jón snemma, 1 foreldrahúsum og uppvexti, og það mun endast honum að leið- arlokum. „Ungur var eg og gamall er eg orðinn“, geta flestir sagt, þeir, sem ná háum aldri. En einhvern veginn hefur Jón í Bragholti aldrei orðið gamall, hvernig sem því er háttað. ,,Hver er þessi ungi maður?“ spurði margur á síðasta Möðruvellingamóti og benti á Jón. Söngurinn yngir. Það er sann. reynt. En líka gott skap og góð- vilji til alls, og allra. Það er hamingja Jóns Kristjánssonar, og hið friðsæla og fagra heimili, sem hann hefur alltaf átt. Eg sendi, norður yfir heiðar þessu sinni, afmælisbaminu, mínum góða og trygga vini, kæra kveðju, oð þökk fyrir Ijúfa sam- ferð, langt og farsælt starf. Ég bið blessunar þeim „gömlu", góðu Bragholtshjónum, ástvinum þeirra og skylduliði, á þessum merku og minningaríku tímamót- um. Auglýsing Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum leigugjöldum af lóðum svo og erfðafestugjöldum, sem féllu í gjald- daga 1. júli 1961, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 16. ágúst 1961 Kr. Kristjánsson Sigurður Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.