Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 16
16 MORCIJNBLAÐIÐ Laugardagur 19. ágúst 1961 ég hélt áfram að betla vinnu. Loks vorkienndi píanóleikarinn mér, drap í sígarettunni og spurði: ,,Geturðu sungið, stelpa?“ „Auðvitað get ég sungið," svar aði ég, „er það til nokkurs??“ Ég var búin að syngja alla æfi, en mér þótti alltotf gaman að því til að láta mér detta í hug, að nokkuð væri upp úr því að hafa. I'ar að auki var þetta á velmekt- ar dögum Cotton klúbbsins, og allra þessara kynbombukettlinga, sem ekkert gerðu, nema líta vel út, hrista sig svolítið og tína peninga af borðum. Ég hélt, að það væri eina leið- in til að öðlast peninga, og ég þurfti að þéna átjánhundruðkall áður en dagur ryinni. (Ég hef fylgt þeim sið, að nefna allar upp hæðir í krónum, til að lesendur eigi hægra með að átta sig á þeim. Þýð.) Söngvarar heyrðust aldrei nefndir, nema þá helzt Paul Robeson, Julian Bledsoe, eða aðrir jafn virðulegir. Ég bað hann að leika „Einm á ferð“. Það líktist meir tilfinning- um mínum m en nokkuð annað lag. Og eitthvað hlýtur að hafa komist til áheyrenda. Allir stein- þögnuðu. Nálarfall hefði hljóm- að eins og sprenging. Þegar ég var búin var hver maður í saln- um skælandi ofan í bjórinn sinn, Og ég safnaði fimmtánhundruð- kall saman af X>orðunum. Þegar ég fór heim um kvöldið og var búin að skipta milli mín og píanó leikarans, átti ég enn rúm tvö þúsund eftir. , Ég fór út og keypti heila hænu og ristaðar baunir, mamma var gráðug í ristaðar baunir. Svo hijóp ég í spretti upp Sjöundu breiðgötu og heim. Þegar ég sýndi mömmu peningana fyrir húsa- leigunni og sagði heni, að ég hefði fengið vinnu með fimm hundruð á viku, gat hún varla trúað sínum eigin eyrum. Jafnskjótt og hún gat kom- ist úr rúminu kom hún niðureft- ir, svo að hún gæti séð þetta und- ur með eigin augum, og hún hjálpaði mér prýðilega. Siður var, að í hverju húsi voru fimm eða'sex söngkonur, og var talað um, að þær væru „teknar upp“. Sú, sem var ,,uppi“ gekk á milli borðanna og söng. Svo tók sú næsta við. Ég var uppi frá mið- nætti og fram undir þrjú en þá fóru tekjurnar að minnka. Einnig var siður þá, að stelp- urnar tóku peningana af borð- unum, en ég batt enda á það. Fyrir fyrstu peningana keypti ég meðal anars sallafínar bræk- ur ísaumaðar með rínarsteinum. En mér geðjaðist ekki að því að eiga að sýna á mér skrokkinn. Það var ekkert að honum, mér féll þetta bara ekki í geð. Þegar að því kom, að taka peningana af borðunum fór allt í handaskol- um hjá mér. Kvöld eitt var milljóneri við- staddur og lagði fimmtánhundruð á borðið. Mig langaði mikið í þann seðiL Ég reyndi mikið, en missti hann svo oft, að honum ofbauð og varð að orði: „Hvers konar krakkaasni ertu, pillaðu þig burt.“ Þegar ég hætti „uppi“ hlýtur hann að hafa vorkennt mér. Að minnsta kosti bauð hann mér að koma aftur og drekka eitt glas með sér. Ég gerði það, og hann rétti mér seðilinn. Mér fannst, að úr því að milljóneri gat gefið mér peninga á þennan hátt, gætu allir það. Þaðan í frá hætti ég að taka peninga af borðum. Þeg- ar ég kom til vinnu, stríddu hin- ar stelpurnar mér, og kölluðu mig „greifynju" og sögðu: „Lít- ið þið bara á, hún þykist vera hefðarfrú!" Ennþá hafði ég ekki fengið gælunafnið ,Lady Day“, en þetta var upphafið að þvi, að fólk fór að kalla mig „Lady“. Ef mamma var viðstödd til að hlusta á mig syngja, byrjaði ég alltaf ferðina við borðið hennar. Þegar ég var búin að fá eitt eða tvö hundruð í þjórfé, fór ég og skipti með píanóleikaranum og lét svo mömmu geyma af- ganginn. f fyrsta skifti, sem ég gerði þetta, ákvað hún að taka þátt í leiknum og bæta við skild- ingana. í næstu umferð hagaði hún sér eins og ríkisfrú og gaf mér hundrað kall. Það fékk aðra til að gera eins. Ég tók það með hinum peningunum, og þegar ég var búin með umferðina skipti ég aftur milli mín og píanóleik- arans. Hún ruglaði svo öllu kerf inu með því að sitja þama og leika hefðarfrú og gefa mér mína eigin peninga, og ég lenti í hörku rifrildi við píanólekarann. Þegar að því kom, að gera upp reikningana fyrir kvöldið, reyndi ég að fá mína peninga aftur. Ég hafði fengið mömmu þá, hún gaf mér þá aftur og ég var þannig búin að deila með píanóleikar- ainum fjórum eða fimm sinnum. Þegar ég reyndi að segja hon- um, hverju mammá hafði fundið upp á, leit hann á hina ungu konu við borðið og varð fok- vondur. „Þú ert skepna," sagði hann, „þessi þama getur ekki verið mamma þín.“ Við hnakkrifumst þanna en að lokum gat ég þó sannfært hann um að mamma væri móðir mín og hefði ein- u.igis verið að reyna að hjálpa okur. Seinna fékk ég vinnu handa mömmu í eldhúsinu í Log Cabin. Við vorum þá búnar að koma okkur þar fyrir. Bannið var þá í andarslitrun- um, sömuleiðis leynisalamir, bruggaramir, ólöglegir barir og næturkrár, sem bannið bar á- byrgð á. Ýmsir héldu, að svona myndi þetta verða að eilífu. En ég man eftir löngum lista af dásemdar krám, sem þrifust vel áður en bannlögin voru numin úr gildi 1933 — en flestar eru þær komnar undir græna torfu núna. Basement Brownies, Yea Man, Alhambra, Mexico, Next, Clam House, Shim Sham, Cowan, Morrocco, Spider Web. Á hverri nóttu héldu lúxus- bílarnir til úthverfanna. Mink- arnir og safalaskinnin ruddust hvert um annað þvert til að kom- ast á undan hinum gegnum kola- kjallara eða yfir sorptunnur inn í nýjustu krána, þar sem „allir voru“. Ferill minn byrjaði eiginlega þarna í Log Cabin. Fjöldi ^hinna stóru“ sóttu staðinn. Eitt kvöld- ið kynnti forstjórinn mig fyrir Paul Muni, sem stóð þar við bar- inn. Annað skipti man ég eftir John Hammond, sem þá var að verða stjama í tónlistarviðskipt- um. í næsta skipti kom hann með Red Norvo, Mildred Bailey og ungan, laglegan og alvarlegan náunga, sem hét Benny Good- man. Mildred var hin fræga Rocking Chair Lady. Red var vel þekktur tónlistarmaður og eigin maður Mildred. Og Benny spil- aði í útvarpshljómsveit, hann talaði oft um, að hann ætlaði einhverntima að stofna sína eigin hljómsveit. Þessi þrjú komu oft. Eitt kvöldið gaf Mildred Red Norvo utan undir og gekk út. Á eftir var mér sagt, að hún væri afbrýðissöm vegna mín og Red. Ég hafði ekki eirru sinni hugmynd um, að hann hefði litið til mín hýru auga. Bobby Henderson lélk þá á píanó með mér. Ég álít enn, að hann hafi verið þeirra X>eztur. Seimna kom John Hammond með Joe Glaser, hinn fræga um- Xxjðsmann. Hann sá um Ia>uis Armstrong, Mildred Bailey og yfirleitt alla, sem komist höfðu áfram. Glaser gerði samning við mig á staðnum. Þá fór ég að flakka milli skemmtistaðanna í Harlem. Hvar, sem ég kom, var allt á ferð og flugi. Af öllum þeim frægu mönnum, sem komu til að Iilusta á mig syngja, kunni ég t>ezt við Bemie Hanighen. Hann var frægt sönglagaskáld. Ég hélt mikið upp á lögin hans og hann líka. Ég söng að jafnaði „When a Woman loves a Man“ (þegar kona elskar mann) og „When the Moon Turns Green“ (Þegar mán inn gerist grænn), hvorttveggja lög eftir hann. Bernie sat oft tímunum saman inni og hlustaði á mig, og gaf mér stórar fúlgur í þjórfé, þegar ég söng lög eftir hann. En ég hefði með ánægju sungið fyrir hann fyrir ekki neitt. Mér þótti vænt um þann kall. Benny Goodman kom líka oft, og lolrs Kom að því, að hann bauð mér að syngja inn á fyrstu plöt- una mína með sér. Ég gleymi því aldrei. Benny kom og sótti mig og fór með mig niður í upptöku- salinn. Þegar þangað kom, og ég sá hljóðinemaferlíkið varð ég dauðhrædd. Ég hafði aldrei sung- ið inn í svona tæki, og það skelfdi mig. Enginn hafði hug- mynd um ótta minn, nema Buck, úr hinu fræga pari Buck og Bubbles. Buck skildi, hvað að mér var, og reyndi að herða mig upp. „Láttu ekki alít þetta* hvíta fólk sjá, að þú sért Xrrædd,“ bað hann mig,“ það fer að hlæja að þér.“ Hann gat loks fengið mig til að standa í námunda við hljóð nemann, með því að segja mér að ég þyrfti hvorki að horfa á hann né syngja inn í hann, X>ara standa rétt hjá homum. Það þýddi þó ekkert fyrr en hann fór að brýna mig, og sagði, að ég mundi aldrei hafa mig upp í að koma nærri appara-tinu. Það dugði. Ég sýndi hljóðnem- anum bara algera fyrirlitningu og við lékum tvö lög. Ég fékk fimmtán hundruð fyrir upptök- É >_ Ég vona að ekki hverfi Oeiri dýr í nótt Markús. — Ég ætla að vera í felum við stíurnar i nótt .... Yonandi kemst ég að því hvað hefur kom ið fyrir. — Gangi þér vel Markús! — í þessu tunglskini ætti ég að geta fylgst með öllu héðan. una, en plöturnar seldust ekki. Seinna lét John Hammond mig syngja við aðra upptöku með Teddy Wilson og hljómsveit hans. í þetta skifti félck ég tólf hundruð fyrir þrjár plötusíður, þar á með- al ,,I Only Have Eyes for You“, „Miss Brown to You“ og „I Cover the Waterfront". Þá vissi ég ekki einu sinni, hvað „prósent ur“ voru. Ég var dauðfegin að fá einhverja jæninga. Ég var kynnt sem söngvarinn með hlj óms veit Teddys, og ekkert meir. Efitir árið fóru þessar plöt- ur að renna út, og ég gerði ráð fyrir, að þær hafi selzt eins mik- ið út á mitt nafn, sem þá var að verða þekkt, eins og Teddy. Ég reyndi því að fá meira út á þær, en það reyndist ómögulegt. Þá var það, að Bernie Hanighen reyndist mér sverð og skjöldur Hann var tónlistarstjórj hjá Columbia. Þeir framleiddu lika fimmtán krónu plötur með Vocalion-merki. Bernie um- turnaði öllu á skrifstofunum, unz þeir X>orguðu mér þrjú þús- und fyrir tvær síður. Á þeim ár- um varð maður amnaðhvort að taka við því eða engu. Það var sama þó að útgefandinn græddi tugþúsundir á plötunni seinna, maður fékk ekki svo mikið sem fimmeyring til viðbótar. Þessi þrjúþúsundkall var stundum I>orgtm fyrir lög, sem ég hafði1 samið sjálf. Ég fékk elflkert fyrir það. Bemie hafði næstum lisst stöðuna hjá Colaumbia í þessum bardaga. Fjöldinn allur af þessum köllum gáfu þjórfé uppi í Harlem, en þegar þurfti að rífast fyrir manni inni í borg- inni fundust þeir hvergi. Bernie var öðruvísi.Það var honum að þakka, þegar ég söng inn á fyrstu plötunnar undir mínu nafni, ekki sem söngkona hjá einhverjum skröttum, heldur Billie Holiday — bil — og síðan listi yfir hljóð- færaleikarana, sem léku með. Bemie Hanighan er góður drengur. ★ ’ Ég fór frá Log Cabin til Hotcha Club. Og þar var líf í tuskun. um. Þeir höfðu Billy Daniels, og mig, og í hléunum lék Gar- land Wilson á píanó uppi á svök um. Það myndi kosta tugþúsunó ir á viku að halda uppi svona skemmtiatriðum nú á dögum. En þarna var þetta allt X>orið uppi af fimmtíú króna miðdegisverði, Fólk kom þangað líka vegna matarins. Þeir voru með kjúkl- inga cacciatore, sem hafði mikið aðdráttarafl. Meðan menn biðu eftir því, söng ég fyrir þá. Það varð enn nokkur bið á því, að þetta snerist við. Svo fór fólfc að koma aftur til að hlusta á mig. Franchot Tone og hii fagra móðir hans komu á alla þá staði, sem ég vann á, allt frá Pods og Jerry’s til Dickie Wells. Frú Tone hafði fádæma dálæti á mér, og sömu- leiðis á Billy Heywood og Clifí AJlen, sem voru með dásamleg- an þátt á Basement Brownies. Á Hotcha hitti ég Ralph Cooper. Hann var mikill maður, hafði þá þegar komið fram í kvikmynd- gHUtvarpiö Laugardagur 19. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veöurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. «*• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 i umferðinni (Gestur Þorgríms- son) 14:40 Laugardagslögin. — Fréttir kL 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Lög leikin á ýms hljóðfæri. ' 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr* 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Við sem erum skáld**, ellefu samtöl í síma, eftir Soya, Þýðandi: Aslaug Arnadóttir. Leikstjóri Gísli Halldórsson. 20:45 „Kvöld í Vínarborg**: Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt lög. 21:20 „Píus páfi yfirgefur Vatíkanið'% smásaga eftir Olaf Jóhann Sig- urðsson. (Höf les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.