Alþýðublaðið - 04.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1929, Blaðsíða 2
 ALÞÝÐUHiiAÐIB Maping llpýðasambands íslands. FB. Alþýðusamband Islands til- kynnir: Á auka|)ingi Alpyðusambands Islands, sem haldið var í Reykja- vík dagana 16.—22. nóv., voru mættir 47 fulltrúar fyrir 23 fé- Iðg víðs vegar af landinu. Voru |iar samþyktar allmargar tillögur, er bæði snerta starfsemi Alpýðu- sambandsins út á við og inn á ’við, ög eru hér birtar nokkrar þeirra. -;ír r■' . 1. Um afstöðpna til stjórnar- fiokksins. [Samþyktin hefir áður verið bÍTt hér i blaÖinu.] 2. Færsla kjördags. Sambandsþingið skorar á alpingi að bæta þegar á næsta ári úr því ranglæti, sem verkalýður lands- ins var befttur með 'því að flytja kjördaginn á mesta .annatíma ársins og leggur fyrir þingmenn ílokksins að neyta allra krafta til þess að fá þessu kipt í lag. 3. Lánadeild ti1 smábýla. Sambandsþingið skorar á ríkis- stjórnina að sjá um, að lánadeild smábýla viö kauptún og kaup- staði komi ■ til framkVæmda jafn- skjótt og Búnaðarbankinn tekur til starfa. ff ■- ": -r -•' \ h,:. i 4. Dómur i vinnudeilum. Aukaþing Alþýðusambands Is- lands mótmælir harðlega frum- varpi um dóm í vinnudeilum, er fram kom á siðasta alþingi, og felur þingmönnum flokksins á- samt sambandsstjórn að beita sér af alefli móti pví og öllum til- raunum, er gerðar verða í þeim tilgangi að hefta sjálfsákvörðun- arrétt alþýðunnar í kaupgjalds- málum. 5. Verkamannabústaðir. Sambandsþingið skorar á ríkis- stjórnina að láta lögin um verka- mannabústaði koma til fram- kvæntda í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins, þar sem verkamanna- og verkakvenna- og sjómanna-félögin á staðnum leggja með því. 6. Veðlánasjöður fiskimanna. Sambandsþingið skorar á al- þingi að samþykkja í vetur frum- varp um veðlánasjóð fiskimanna, sem Alþýðuflokksþingmenn hafa borið fram á síðustu tveimur þingum. 7. Skattamál. Aukaþing Alþýðusambands ís- lands skorar á alþingi að afnema þegar á næsta ári tolla á nauð- synjavörum og sjá ríkissjóði fyr- ir tekjum í peirra stað með ilt til íslenzka búningsins í fjðlbreFtto úrvali, m sem: 4 teg. af blæði, par á meðal hið viðnrbenda 14,50 blæði. Sílhi, úrvals teg. Mðtlahlæði, margir Htlr. Mötiashinnbantnr, ;. UpphlHtasilbi, ........Z'! Uppblatasbyrtnefni. P ^ Silbisvnntnefnl, svðrt og misiil • Slifsi í mjðg fjðlbreyttn drvaii. i *© Verzlunin Egill Jacobsen. einkasölum, hækkun tekju- og eigna-skatts og fasteignaskatts og verðhækkunarskatti. Jafnframt skorar sambandsþingið á alþingi að hækka hinn skattfrjálsa hluta teknanna svo, að brýnar þurftar- tekjur séu eigi skattskyldar. 8. Sjóveðsréttur sjómanna. Sambandsþingið mótmælir til- raunum þeim, sem komið hafa fram á alþingi um að nema úr lögum sjóveðsrétt sjómanna sem tryggingu fyrir vangoldnu kaupi þeirra, og skorar á alþingi að fella allar tillögur, sem fram kunna að koma í 'þá átt. 9. Sjómannalög. SambandsþlngiÖ skorar á al- þingi að samþykkja á næsta þingi frumvarp til sjómannalaga, er lagt var fyxir alþingi 1929, enn fremur að samþykt verði frum- varp til laga um lögskráningu sjómanna, er flutt verður af Al- þýðuflokksins hálfu á næsta þingi. 10. Lánsstofnun fyrir sjávar- útveginn. Sambandsþingið skorar á al- þingi og landsstjóm að koma á stofn lánsstofnun fyrir sjávarút- veginn í landinu, — stórútgerðin undanskilin —, hliðstæða Búnað- arbankanum, er samþyktur var á síðasta alþingi. 11. Afsetnlng Steínpórs Gnð- mundssonar skólastjóra. Aukaþing Alþýðusambands ís- lands, haldið í nóvember 1929, mótmælir eindregið afsetningu fé- laga. Steinþórs Guðmundssonar sem pólitískri ofsókn. , __iftkV ' •< «>-'- • 12. Ýms mál. A. Samþykt var að skora á þingmenn flokksins að bera fram á næsta alþingi frumvarp um átta stunda vinnudag í verk- smiðjum og jafnframt var sam- bandsstjórn falið að skrifa öll- um verkalýðsfélögum rökstuddar skýringar á nauðsyn styttingu vinnutímans og fá tillögur þar um. B. Samþykt var að skipa 7 manna nefnd til að undirbúa og semja stjórnarskrá fyrir Alþýðu- flokkinn og leggja fyrir verka- lýðsráðstefnu, er haldin verður rétt fyrir næsta sambandsþing. C. Áskorun til alþingis og þing- manna Alþýðuflokksins um að gera Siglufjörö að sérstöku kjör- dæmi var samþykt. D. Sömuleiðis var samþykt sér- stök áskorun um að fjölga þing- mönnum fyrir Reykjavík. E. Samþykt var að fela þing- mönnum Alþýðuflokksins að bera fram frumvarp um verkkaupsveð og að bera fram breytingar á lög- um um greiðslu verkkaups, þann- ig, að þau lög nái einnig yfir iðn- aðarmenn. F. Samþykt var aö bera fram breytingar á slysatryggingarlög- unum í ’þá átt að auka réttindi styrkþega. G. Samþykt var að fela þing- mönnum flokksins að bera fram á næsta alþingi frumvarp um einkasölu ríkisins á síld á svipuð- um grundvelli og áður hefir verið borið fram á þingi af Alþýðu- flokksmönnum. — Enn fremur var samþykt að beita sér fyrir því, að síldarverksmiðjan verði rekin af ríkinu. H. Samþykt var, að þingmenn flokksins beri fram á alþingi frumvarp um rétt verkamanna til að stofna rekstursráð við þau fyrirtæki, er þeir vinna við. /. Samþykt var að fela þing- mönnum flokksins að bera fram frumvarp um landsverzlun, er geti tekist á hendur einkasölu á olíu, tóbaki, korni, kolum, salti og lyfjum og annist ýms innkaup rikisdns, svo og frumvarp um heimild handa bæjarfélögum til að taka einkasölu á kolum og mjólk. ./. Samþykt var að skora á fjórðungssamböndin að bjóða flokksmönnum úr sveitum á fjórðungsþingin, þó. ekki fleirum en tveimur úr hverri sýslu. K. Alþýðusambandsþingið samþykti að bjóða fulltrúum frá Sambandi ungra jafnaðarmanna á næsta sambandsþing. L. Samþykt var að skora á þingmenn flokksins að bera fram breytingar á iðnaðamámslögun- um til þess að tryggja betur rétt iðnnema. M. Kaupgjaldsmál. Samþykt var að fela sambandsstjórninni að gera skýrslu um alt kaup- gjald í landinu, svo og að koma á samtökum meðal þeirra manna í sveitum, er vinna að vega- og brúa-gerðum. Enn fremur var sambandsstjórn falið að semja við ríkisstjórn um kaupgjöld við opinbera vinnu og gefa út kaup- taxta í samráði við stjóxnir fjórð- ungssamband.anna, ef ekki næst samkomulag um kaupgjaldið við ríkisstjórnina. BékmenfsKfélag lafBaaðaiiFisiaiiiiia stofnað. Snemma á þessu ári gengust nokkrir áhugasamir menn fyrir því að stofnað yrði Bókmentafé- lag jafnaðarmanna. Var stofn- fundur haldinn 10. nóvember og framhalds-stofnfundur 1. dezem- ber. Á síðari fundinum voru sam- þykt lög fyrir félagið og stjórw kosin. Tilgangur félagsins er ákveðinn í 2. gr. félagslaganna og er hún þannig: „Félagið gefur út rit og bækur í þeim tilgangi að auka þekkingu á jafnaðarstefnunni og starfsemi hennar og breiða út annan nyt- saman fróðleik, er alþjóð má að haldi koma, svo og fagrar bók- mentir, útlendar og innlendar." I stjórn voru kosnir: Séra Ingi- mar Jónsson skólastjóri formað- ur og meðstjórnendur Eggert B. Briem, Þórbergur Þórðarson rit* höfundur, Hallbjöm Halldórsson prentsmiðjustjóri og dr. Guð- brandur Jónsson. I varastjóm voru kosnir: JakQb Jóh. Smári varaformaður, Jón Guðjónsson bókari, Gísli Jónsson jámsmiður, Nikulás Friðriksson og Ólafur Þ. Kristjánsson esperantókennari. Endurskoðunarmenn voru kosn- ir Vilhelm Jakobsson hraðritari og Sigurður Ólafsson. Næsti aðalfundur félagsins verður í júní 1931 og síðan í júnímánuði ár hvert. Stjórnarkosningum skal fram- vegis haga þannig, að allir fé- lagsmenn geti tekið þátt í þeim, hvar sem þeir eru á landinu, og sama gildir ef um breytingar á lögum félagsins er að ræða. Hjálpræðisherinn. Hljómleika heldur foringja- skóli Hjálpræðishersins annað kvöld kl. 8. Á hljómleikaskránni em 14 lög.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.