Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur Í9. ágúst 1961 Fjórir náöu árangri - unnu með yfirburðum Reykjavikurmótið undirstrikar þunnar rabir frjálsiþróttamanna MEISTARAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum hófst á Mela- velliirum í fyrrakvöld og var þá keppt í 8 greinum, og náðist góð ur árangur í sumum þeirra. Mótið stendur fleiri kvöld og er um leið stigakeppni milli Reykjavíkurfélaganna. Hlýtur fyrsti maður 7 stig, annar 5, þriðji 4 o. s. frv. Það félag sem flest stig hlýtur vinnur titilinn ,,Bezta frjálsíþróttafélag Reykja- víkur 1961“. ★ Yfirburðasigur Beztur árangur fyrsta kvöld mótsins var i hástökki, kúlu- varpi, 200 og 800 m hlaupum. En í þessum greinum unnust miklir yfirburðasigrar. Sigurvegaram- ir voru nánast án keppni og er árangur þeirra enn betri skoð- aður í ljósi þeirrar staðreyndar. Guðmundur Hermannsson Hástökkið var einna óvæntast Jón Þ. Ólafsson flaug yfir 2 metra í fyrstu tilraun og átti ágætar tilraunir við 2.04, þó ekki tækist faonum að svífa yfir þá hæð Valbjörn sigraði f 200 m hlaupi Ingimar í INGEMAR Johanson keppir ef til vill við Englendinginn Henry Cooper í janúar eða febrúar. Ingemar rar á ferð í London og ræddj þá mögu- leika á keppni við fram- kv.stj. Coopers. Ef samningur verður undir ritaður áskildi Ingemar sér rétt til þrig’gja mánaða æf- inga. „Jafnvel þó ég sé í þjálf un“ sagði Ingemar „verð ég að fá tíma til sérstaks undir- búnings". Framkv.stj. Coopers sagði að skilyrði hans fyrir leikn- um væri að Cooper fengi ekki í millitíðinni tækifæri til leiks um heimsmeistaratitil- inn og að Ingemar gerði út um deilumál sín við bandarísk skattayfirvöld. með nokkrum yfirburðum. Hann náði 22.8, sem er hans bezti tími í ár og jafnframt bezti tími ís- lendings á árinu í þessari grein. Þórhallur bætti og sinn persónu- lega tíma. Guðmundur Hermannsson hjó enn ískyggilega nálægt 16 metr- um, en honum tókst ekki að sigra „þann vegg“. En yfirburðir hans voru ótvíræðir — nær 60 senti- metrar skildi hann og næsta mann. Svavar hljóp 800 m hlaupið all-létt og sigraði með yfirburð- um á góðum tíma miðað við beztu tíma hans í ár. En Svavar hefur ekki í ár komizt nærri svo langt sem fyrr. it Aðrar greinar Sigurður Björnsson náði sín- um bezta árstíma í 400 m grinda- hlaupi og vann með yfirburðum. Valbjörn átti og auðvelt með sig ur í spjótkasti. — Jöfnust var keppnin í 5000 m hlaupi, en tími Kristleifs reyndar langt frá því sem hann getur. Úrslit urðu þessi. £ 400 m grindahlaup: Sigurður Björnsson, KR, Helgi Hólm, ÍR, 200 m hlaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR. Gretar Þorsteinsson, A. Þórhallur Sigtryggss., KR, 800 m hlaup: Svavar Markússon, KR, 1:58,4 Valur Guðmundsson, ÍR, 2:05,8 Reynir Þorsteinsson, KR. 2:08,9 Steinar Erlendsson, FH, hljóp, sem gestur og fékk 2:04,4. 5000 m hlaup: Kristl. Guðbjörnss., KR, 15:44,4 Agnar Leví, KR, 15:44,6 Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 2,00 Sigurður Lárusson, Á, 1,80 Langstökk: Úlfar Teitsson, KR, 6,69 Þorvaldur Jónsson, KR, 6,66 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 6,48 Skafti Þorgrímsson, ÍR, 6,06 Spjótkast: Valbjöm Þorláksson, ÍR, 58,77 Karl Hólm, ÍR, 48,00 Kjartan Guðjónsson, KR, 47,15 Kristján Ólafsson, KR, 40,99 Þórir Sigurðsson, Vestra, ísaf. kastaði sem gestur, 48,23 m. Kúluvarp: Guðm. Hermannsson, KR, 15,97 Gunnar Huseby, KR, 15,18 Bogi Sigurðsson, Á, 12,87 Kjartan Guðjónsson, KR. 11,79 Ungverjar unnu aðeins einn leik í Rússlandi UNGVERSKIR handknattleiks- menn fóru í kepnisferð til Rúss- lands á dögunum. En það varð engin sigurför þó þeir ungversku séu nú heimsmeistarar í hand- knattleik innanhúss. Að vísu kepptu þeir utan húss í Rúss- landi. En Ungverjar unnu einn leik, töpuðu tveim og tveim lauk með jafntefli. Þann síðasta var ekki unnt að ljúka við vegna storms. Þetta er enn einn vottur um styrkhik? Rússa í handknatt- leik- Blanceflower, fyrirliði í Tott- enham sést hér með sigurlaun in í deildarkeppninni og bik- arkeppninnri. Tottenham sigr- báðum þessum keppn- um á síðasta keppnistímabili, og hefir ekkert annað lið gert það síðan 1897. Deildakeppnin enska heíst í dag Enska deildarkeppnin hefst í dag og fara eftirtaldir leikir fram í I. og II. deild. I. deild. Arsenal — Bumley, Birming- ham — Fulham, Blackburn — Cardiff, BLackpool — Totten- ham, Bolton — Ipswich, Chelsea — N. Forest, Everton — Aston Villa, Manchester City — Lei- cester, Sheffield U. — Wolver- hampton, W.B.A. — Sheffield W. West Ham — Manchester U. II. deild. Bristol Rovers — Liverpool, Leeds — Charlton, Luton — Pre- ston, Middlesbrough — Derby Valbjöm Þorláksson Víkingsstúlkui vinnn - - og tnpn KVENNALIÐ Víkings í handknattleik lék í Bergen á miðvikudagskvöld og með þeim leik hófst keppn issferð stúlknanna um Norðurlönd. Víkingsstúlk- urnar unnu þennan fyrsta leik með 7 mörkum gegn 6. I fyrrakvöld kepptu þær gegn Grefsen og Vester í Ósló. Þær töpuðu báðum leikunum með 1 marki gegn 3. Þær sýndu þó góð- an leik. t gær voru þær í boði hjá sendiherra tslands í Ósló. — Skúli. Úr ýmsuíu áttum Real Madrid hóf keppnisferð sína í Suður-Ameríku með sigri yfir Colo Coli í Santiago (meist- arar Chile). if Ungverjar hafa ákveðið að láta 30 knattspyrnumenn æfa í sérstökum og lokuðum búðum fyr ir kappleiki landsins við Holland og Austur-Þýzkaland en leikir þessir eru í heimsmeistarakeppn- inni. if Hinn frægi Brazilíumaður „svarta perlan“ í knattspyrnunni, Péle — eða Edion Arantes de Nascimento eins og hann heitir fullu nafni — hefur ákveðið að feta í fótspor fjölmargra frægra íþróttastjarna og gefa út minn- ingar sínar. if Norska meistaramótið í frjáls um íþróttum hófst í Bergen í gær kvöldi. Af helztu úrslitum má nefna: Þrístökk Martin Jensen 15,35, 2. Odd Bergh 14.98 — 110 m grind Gulbrandsen 15.0, 2. Björn Holen 15.0. Beztu tímar í undanrásum 200 m hlaupsins voru Bunæs og Nord erud 22,7 og í 800 m hlaupi Hammersland 1.53,2. í 10 km sigraði Lundemo 30.11.4. í spjótkasti vann Rasmussen 79,37 og í maraþonhlaupi Thorsen 2,31.42. — • — ir Hinn frægi og vinsæli mark- vörður Rússa, Jashin leikur ekki landsleik Rússa gegn Austurrík- ismönnum. Jashin er meiddur og hefur læknir hans ráðlagt hon- um hvíld svo að hann hljóti góð- an bata. — fslenzkir knattspyrnu unnendur muna vel Jashin frá því hann var hér á ferð með Dynamo. ir Tékkneska knattspyrnusam- bandið hefur tilkynnt að þeir láti ekki menn sína leika leikinn gegn Skotum í heimsmeistarakeppn- inni í flóðljósum. Eftir langar umræður hafa Skotar fallizt á að lcikið verði um miðjan dag — 26. sept. Newcastle — Leyton Orient, Norwich — Bury, Scunthorpe — Brighton, Southampton — Ply- mouth, Stoke — Rotherham, Swansea — Huddersfield, Wals- all — Sunderland. Allar augu beinast venjulega fyrsta leikdaginn að þeim liðum er komu upp frá II. deild. Ips- wich leikur úti gegn Bolton og Sheffield U. fær leik heima gegn Wolverhampton svo augljóst er að bæði liðin eiga erfiðan dag. Einnig verður gaman að vita hverng Preston og Newcastle farnast í II. deild, en þau féllu bæði niður s.l. vor. Bury og Walsall komu upp úr III. deild og er reiknað með að þau standi sig vel. Enn aeilt um Waern DAN Waern, hinn kunni sænskl hlaupari, er nú aftur til umræðu hjá alþjóða frjálsíþróttasamband inu. Fyrir nokkrum vikum voru hatrammar deilur í Svíþjóð um það hvort hann væri atvinnu- maður eð„ áhugamaður. Þeim lauk með þeim dómi sænska sambandsins að það teldi Waera áhugaman-n. Nú hefur alþjóðasambandið aftur skrifað sænska samband- inu og biður um skýringu á ýmsum ' fjárhagsatriðum varð- andi Waern og íþróttirnar. —• Krefst sambandið ákveðins svars og segir að grunur leiki á að Waern hafi fengið meira fé fyrir íþróttakeppni en leyfilegt er samkvæmt áhugamamnaregl- um. Bæjarkeppni: Hoinaiíjöiður Kópavogur í dag kl. 3 e.h. fer fram að Htfrffn* völlum í Hafnarfirði hæjakeppni í frjálsíþróttum milli Hafnarfjarðar og Kópavogs, og verður keppt um bikar sem blikksmiðjan Vogur í Kópavogl hefir gefið. Keppt verður í dag f 100 m, þrístökki, sleggjukasti, kúlu« varpi, 400 m, stangarstökkl. Keppnin heldur áfram á morgun og verðut þá keppt í spjótkasti, hástökki, lang- stökki, kringlukasti, og 4x100 m boð- hlaupi. I liði Kópavogs verða m. a. þeir Arthúr Olafsson, Armann J. Lárusson, og Hörður Ingólfsson, og í liði Hafnar- fjarðar þeir Sigurður Júlíusson, Páll Eiríksson, Kristján Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Pétur Kristbergsson, Stein- ar Erlendsson, Ragnar Jónsson. Fyrirliðar Hafnfirðinga verða þeir Sigurður Júlíusson og Páll Eiríksson, en Kópavogs Hörður Ingólfsson og Armann J. Lárusson. Guðmundur Hermannson, K R. tslandsmeistari 1 kúluvarpi, verður með sem gestur í kúluvarpskeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.