Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. ágúst 1961 MORGVNBLAÐih 19 Samkomulag 20 Ameríkuríkja undirritað Þátfaskil i efnahags lífi Ameríkurikja Punta Del Este, 17. ágúát. (Reuter). í DAG var undirritað í Punta Del Este samkomulag tuttugu Ameríkuríkja um efnahagsáætl- un fyrir þessi ríki á grundvelli xnikillar efnahagsaðstoðar frá Bandaríkjunum. Kúba undirrit- aði ekki samkomulagið — eitt landa á ráðstefnunni. Hátíðahöldin í dag HELZTU atriði í dagskrá há- tíffahaldanna í dag fara hér á eftir. — Klukkan 14 verffur sýningarsvæffiff opnaff. Lúffra sveitin óvanur leikar. Klukk- an 15.30 verffur tízkusýning í Hagaskóia, o>g klukkan 21.40 skemmtiþáttur í umsjá Svav- ars Gests í Hagaskóla. Klukk an 22 hefst dans viff Mela- skólann og verffa þar stignir / bæffi nýju og gömlu dans- 1 arnir'. — Sjá nánar í auglýs-4 ingu á bls. 9. t Samkomulag þetta er árangur viðræðna sem staðið hafa síð- ustu vikur um áætlun Kennedys Bandaríkjaforseta um efnahags- aðstoð við Suður- og Mið-Am- eríkuríki til langs tíma. Nemur sú aðstoð tveim milljörðum bandarískra dala á næstu tíu ár- um. • • Þáttaskil Samkomulagið 1 Punta del Este þykir marka þáttaskil í efnahagslífi hlutaðeigandi S- og M-Ameríkuríkja. Samkvæmf á- ætluninni er gert ráð fyrir, að árið 1970 hafi börnum í skólum landanna fjölgað um 45 milljón- ir og a. m. k. sex ára skyldunám verði hverju barni veitt án end- urgjalds. Barizt verður gegn fá- fræði og æðri menntun aukin. Ennfremur standa vonir til þess, að á þessu tímabili takizt að hækka meðalaldur í viðkomandd löndum um fimm ár. Loks skulu gerðar ítarlegar ráðstafanir til þess að berjast gegn ýmsum sjúkdómum t. d. berklaveikinni, Malaríu, o. fl. og ráðgerðar eru viðamiklar endurbætur í land- búnaði ríkjanna. — Berlin Framhald af bls. 1. sama fundi hvatti Willy Brandt, borgarstjóri Vestur Berlínar, til þess aS Berlínar- málið yrði lagt fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Sagði hann ákvörðun Austur-þjóðverja um að loka landamærunum í Berlín freklegt hrot á mann- réttindum. fr ' • JOHNSON. Samkvæmt frétt frá Washing- ton kemur Lyndon Johnson varaforseti til Vestur-Berlínar eftir hádegi á laugardag. Kem- ur hann þangað sem sérstakur fulltrúi Kennedys forseta til að ikynna sér ástandið í borginni. í iför með varaforsetanum verður t Lucius Clay hershöfðingi, sem var yfirmaður bandaríska hers- ins í Þýzkalandi 1949 þegar Rússar bönnuðu alla flutninga til Berlínar. 1 í Washington er litið á heirn- sókn Johnsons sem yfirlýsingu af hálfu Bandaríkjanna um full- an stuðning við Vestur-þjóð- verja í Berlínarmálinu. Willy Brandt borgarstjóri lét í dag í ljós ánægju sína yfir væntanlegri heimsókn varfor- Setans og sagði að Berlínarbúar mundu fagna Johnson þannig að ekki færi á milii mála hve vel- bominn gestur hann væri. John- eon mun einnig koma við í Bonn og ræða við Adenauer kanzlara. I • VIÐBÚNAÐUR FYRIR AUSTAN. « Þrátt fyrir manneklu í Aust- wr-Þýzkalandi er nú reynt að etækka her landsins. Áskoranir voru í dag sendar til venksmiðja og búgarða þar sem, menn á aldrinum 18 til 23 ára eru hvatt- ir til að ganga í herinn. Allt er hú gert til að reyna að stöðva (lóttamannastrauminn til Vest- iur-Berlínar. Auk gaddavírsgirð- inga og steyptra víggirðinga xneð áföstum oddhvössum jám- spjótum, sem Austur-þjóðverjar ttiafa komið fyrir á landamærun- um í Berlín, er nú tekið að rífa upp járnbrautateina er tengja Iborgarhlutana. Þeir sem leyfi hafa til ^Eerða milli borgarhlut- anna, skýra frá því að mjög hafi verið hert á öllu eftirliti í Aust- ur-Berlín, og að tollverðir hafi fyrirskipað ferðamönnum að enúa við vösum á fötum sínum, eýna veski sín, hsudlöskiur og farangur. Vestur þýzka þingið var kvatt saman til aukafundar í Bonn í dag, en þingmenn hafa verið í sumarleyfum undanfarið. Aden- auer kanzlari og Willy Brandt borgarstjóri tóku til máls á fund inum í dag, sem boðað hafði ver- ið til eingöngu vegna ástandsins í Berlín. • HRUN EINRÆÐISINS. Adenauer tilkynnti á fundinum að Vestur-þjóðverjar mundu auka framlag sitt til herstyrks Atlantshafsbandalagsins. Hann gaf ekki frekari útskýringar á því á hvern hátt það aukna fram lag væri hugsað en sagði að fram tíð Berlínar væri í húfi og að Vesturþjóðverj ar yrðu að grípa til viðeigandi gagnráðstafana til að styrkja aðstöðu Vesturveld- anna í Þýzkalandi. Hann sagði að með lokun landamæranna í Berlín sýndi Walter Ulbricht leið togi austuriþýzkra kommúnista umheiminum ljóslega stjórnmála legt hrun 16 ára einræðisstjórn- ar í Austur-Þýzkalandi. Sagði Adenauer að stjóm Vestur- Þýzkalands hefði áhyggjur af og viðbjóð á þessum aðgerðum Aust ur-Þjóðverja. Þetta væru verstu og grimmilegustu aðgerðir kom- múnista til þessa og augsýni- lega uphpaf tilrauna til að úti- loka hinn frjálsa hluta Berlínar frá sambandi við hinn frjálsa heim. Þegar Sovétríkin viður- kenndu aðgerðir Austur-Þýzka- lands brytu þau yfirlýsta stefnu sína um að leysa beri Þýzka- lands og Berlínarmálin með samningum. Adenauer sagði að samt sem áður mundu Vestur- Þjóðverjar ekki gefa upp alla von um að unnt verði að leysa málin með samningum. • SÞ RÆÐI BERLÍN. Willy Brandt bongarstjóri réð- ist í ræðu sinni harkalega á að- gerðir kommúnista í Berlín og kvatti til þess að málið yrði tek- ið til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Sagði Brandt að Krúsjeff forsætisráðherra hefði nú fengið hekningi krafa sinna varðandi Berlín fullnægt. Slík- ur hálf-sigur hlýtur að auka græðgi sérhvers einræðis, sagði borgarstjórinn, og þar leynist hin raunverulega hætta. Taldi Brandt nauðsynlegt fyrir Vest- urveldin að grípa til ákveðinna gagnráðstafana og varaði við vægum gagnráðstöfunum, sem eingöngu mundu vekja hlátur frá Potsdaimer Platz til Vladivostok, eins og hann orðaði það Margt fjölbreytt og glæsi- legt gat aff líta á afmælissýn- ingu í Melaskólanum, þegar hún var opnuff í gær. Sér- staka athygli vaktj sýningar- deild pósts og síma, og þar er þessi mynd tekin. Sýnir hún nokkra forngripi úr sögu símans hér landi. Lengst til vinstri er skiptiborð, eins og þau tíðkuðust og tiðkast enn, þar sem ekki eru sjálfvirkar skiptistöffvar. Niffur undan því er elzta símatæki, sem sett var upp af Talsímahluta- félagi Reykjavíkur. Þótti tæki þetta skrautmubla, og var komiff fyrir á áberandi stöðum í viffhafnarstofum heimilanna. Á veggnum lengst til vinstri hangir elzú. síma- tæki sem sett var upp hér í Reykjavík, en þaff var affeins notað í talsambandi sem var milli húsa. Var þaff sett upp i árið 1899, effa 7 árum úffur en I síminn kom. Á borðinu til I haegri á myndinni má sjá Morse-tæki símaþjónustunn- ar, en þau voru fyrsti tengi- liffur okkar viu útlönd. Tal- samband kom sem kunnugt er ekki fyrr en áratugum sáff- 1 — Útsvarskæra Frh. af bls. 20. Leiðréttingartekjulið niðurjöfn unarnefndar um of afskrifaðar vörubirgðir taldi hún að lækka bæri úr 1 millj. kr. i 600 þús. Staðfesti yfirskattanefnd þannig 203.000 kr. hækkun á útsvarinu í stað 290.800 króna frá niður- jöfnunarnefnd. Þessum úrskurði vildi K. S. ekki una og kærði til ríkisskatta- nefndar. Hins vegar kærði niður jöfnunarnefnd úrskurðinn ekki. Hinn 16. ágúst kvað ríkisskatta- nefnd upp sinn úrskurð og stað- festi úrskurð yfirskattanefndar að niðurstöðu til en tekur fram m. a. að samvinnuskattur skuli skattgjaldstofn til útsvars og fellst þannig á gerðir niðurjöfn- unarnefndar. Áætlun niðurjöfnunarnefndar um 1 milljón króna óafskrifaðar vörubirgðir var m. a. gerð til þess að K. S. gæfi upp fullnægj- andi upplýsingar um vörubirgð- ir sínar, sem þó varð ekki. K. S. gaf upp meðalálagningu 1959 17% en afskrifaði vörubirgðir um 40%, sem samsvarar 66,7% álagningu. • Ríkisskattanefnd sammála Ríkisskattanefnd var sam- mála um úrskurð sinn nema Páll Zóphaníasson skilaði sératkvæði um veltuútsvar á innlendum vör- um, sem ekki skipti máli í þessu sambandi. • Söluskattur athugaffur Eftir að útsvarsmál þetta kom fyrir ríkisskattanefnd, var skatt- stjóranum í Reykjavík falið að framkvæma ath. á framtölum K. S. til söluskatts og tók sú athug- un yfir nokkur ár. Skattstofan hefir nú undirbúið úrskurð sinn til hækkunar, en þar sem beðið er úrskurðar um nokkur vafa- atriði, er ekki enn hægt að skýra endanlega frá því máli. Fiskleit við Grænland TOGARINN Ágúst eign Bæjar- útgerðar Hafnarf j arðar lét úr höfn 16. ágúst sl. í fiskileit við Grænland. Er Jón Magnússon fiskifræðingur leiðangursstjóri, eneinkum verður leitað fyrir Austur-Grænlandi, og könnuð útbreiðsla karfans þar en ekki mun ætlunin að leita beinlínis nýrra miða. Leiðangurinn mun standa í tvæi til þrjáx vikur. Leyniskjöl Moskva, 18. ágúst (Reuter) f DAG voru birt í Moskvu skjöl, sem sagt er að séu leyniáætlanir Bagdadbandalagsins um kjarn- orkuárásir á staði í Iran, Pakist- an og Afghanistan til að koma í veg fyrir gagnárásir Rússa í Asíu. Segir Tass fréttastofan að Bagdadbandalagið hafi ráðgert um 40 kjarnorkuárásir á ýms svæði í þessum löndum ef til styrjaldar hefði dregið gegn Sovétríkjunum. Utanríkisráðuneyti Sovétríkj- anna bauð erlendum fréttamönn- um í Moskvu í dag að skoða ljósmyndir af þessum skjölum, sem eru vélrituð. Þau eru dag- sett 3. febrúar 1958 og segja Rúss ar að þau hafi verið samin í að- alstöðvum Bagdadbandalagsins, sem var leyst upp í ógúst 1959 þegar Miðasíu bandalagið (CENTO) var stofnað. — Reykjarík Framh. af bls. 1. • GUBSÞJÓNUSTA í NES- KIRKJU Mikið fjölmenni var við guðs- þjónustuna í Neskirkju. Meðal kirkjugesta -voru forseti íslanda og frú, biskupinn yfir íslandi og frú, borgarstjórinn í Reykjavík og frú, ráðherrar og frúr þeirra, sendiherrar erlendra ríkja, al- þingismenn, bæjarfulltrúar, for- stöðumenn Reykjavíkurbæjar og bæjarstofnana og ýmsir aðrir framámenn. í prédikun sinni lagði séra Bjarni Jónsson út af 90, sálmi Davíðs, fyrsta Og síð- asta versi, sem hljóða svo: „Drottinn, þú hefir verið oss at- hvarf frá kyni til kyns“ og „Hylli Drottins Guðs vors, sé yfir oss; styrk þú verk handa vorra“. Afmælisútvarp Reykjavíkur hófst svo í gærkvöldi kl. 8 með útvarpi frá setningu Reykjavík- urkynningarinnar. Að setningar- athöfninni lokinni var sýningunni lýst. Ræstingakona óskast fBoírgimM&ft ib sími 22480 Húseigendur athugið Óskum eftir, nú þegar eða í byrjun september, 100—150 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað. Helst sem næst Miðbænum. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Iðnaður — 5276“. Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum mínum og öðrum ættingjum og vinum er glöddu og heiðruðu mig á sextugs afmæli mínu 10. ágúst sl. meðvheimsóknum, heillaskeytum, rausn- arlegum og dýrmætum gjöfum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. — Lifið heil. Jörundur Þórðarson, Ingjaldshóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.