Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1961 Dr. Matthlas Jónasson: Syndardyggð og siðgæði hjartans Lokasvar til sr. Jóhanns Hannessonar 1 Jóhann Hannesson prófessor deilir enn á skoðanir mínar uim breytta réttarstöðu kvenna í nú- tíma samfélagi og væntanleg á- Ihrif hennar á siðgæðisþróun fram tíðarinnar. Dregur lítið saman með okkur. Bkki gerir hann mik ið úr aðgreiningiu minni á sið gæðishugsjón og hversdagssið- gæði, eins og það birtist í verkn- aði okkar. Eg hafði einmitt lagt áherzlu á það, bæði í Viku-grein um mínum og í svari mínu við ádeilu séra Jóhanns (Mbl. 7. júní) að raunsiðgæðið þarfnaðist um- byltingar og endiurnýjunar. Hvort slík bylting vex af auk- inni þátttöku kvenna í þróun menningarinnar, það er auðvit- að ágizkun mín, studd misjafn- lega sterkum líkum, og mun sannast eða afsannast í framtíð- inni. Jafnrétti kvenna á við karla táknar — ef það kemst á — rót- tæka breytingu í gerð samfélags- ins. Sú breyting mun aftur hafa djúptæk áhrif á menningarþró unina í heild, þar á meðal siðgæð isþróunina. Siðgæðishugmyndir og raunsiðgæði manna eru sífellt að breytast, til samræmis við nýj an skilning á tilverunni og breytt pr sam félagsaðstæður. Það er 1 Ihamingjuraun hverrar tíðar, hvort sú breyting leiðir til fram þróimar eða upplausnar siðgæð- isins. Siðgæðishnignun einkenn- ist á öllum tímium af því, að menn jáfcuðust í orði kveðnu undir hefðgrónar siðgæðishugmyndir, sem þeir virtu þó einskis í verkn aði sínum. Dífræn siðgæðisþróun aftur á móti einkennist ávallt af siðgæði hjartans, einlægri trú á igildi og myndugleik hugsjónanna. Eg nenni nú ekki að standa eins Og gladiator frammi fyrir les- endium og þrátta um það við séra Jóhann, hvort þetta sé guð fræði eða ekki. Hann hefir á réttu að standa um það, að guð- fræðin mætti ekki láta siðgæðis- þróunina fram hjá sér fara. (Hversu oft hefir hún gert það!) Samt er óskyldum hugtökum ruglað saman, ef hugleiðingar um mannréttindi og siðgæði eru ein- faldlega kölluð guðfræði. Gagnrýni séra Jóhanns í síðari greininni (Mbl. 14. júlí) virðist einkum ætlað að sýna fram á tvennt. í fyrsta lagi að sú sið- gæðisbylting, sem ég talaði um að spretta kynni af aukinni hlut deild kvenna í menningarþróun- inni, væri ókristileg og auk þess óþörf, þar sem við hefðum sið- gæðisboðskap Biblíunnar. í öðru lagi að ég myndi ætla mér að hrinda hinni umæddu siðgæðis- byltingu í framkvæmd, og getur séra Jóhann þess með góðlát- legri kímni, að þax sé ekki lítið í fang færzt. Um síðara atriðið er rétt að segja það strax, að ég viðurkenni það stílbragð séra Jóhanns að reyna að gera andstæðinginn broslegan, en að öðru leyti er þessi aðdróttun hans úr lausu lofti gripin, svo að kímni hans missir líklega marks. Trúboðs- hneigð mun fáum mönnium liggjá fjær en mér .Auk þess hrindir enginn einn maður af stað siðgæð isbyltingu. Orkulind slíkrar hreyfingar eru raunsannar sam- félagsaðstæður.hversu mjög sem þetta hugtak kann að hneyksla séra Jóhann. Hins vegar birtist Og skírist hugsjónin, sem tendrar Og leiðir þróun og byltingu, í huga einstaklingsins. Séra Jó- hann leggur mér hér orð í munn, sem hann gæti engan stað fund- ið. Með þvi gerir hann mér líka upp heldur frumstæðan sögu- skilning, sem ég vil sízt vera kenndur við. Um fyrra atriðið, viðleitni séra Jóhanns að vekja grunsemd á ó- kristilegu hugarfari mínu, get ég verið fáorður, einkum þar sem hann er sjálfur óákveðinn í aö- dróttunum sínum og tekur aftur í öðru orði það, sem hann sagði í Dr. Matthías Jónasson hinu. Hér er eitt dæmi: „En ef með nýju siðgæði er átt við það að yfirgefa hinn forna grundvöll kriSindómsins, kærleikslögmál- ið, þá eigum við auðvitað ekki lengur samleið. Eg hef þó ekki skilið dr. Matthías svo, að hann vilji það í alvöru eða heild“. — Eg mun ekki upphefja neina farí sea-bæn til þess að hreinsa mig af þessum grun. í greinum mín- um stendur hvergi orð um það, að ég telji að siðgæði framtíðar innar verði óháð trúarbrögðum. Eg sé ekki, að vaxandi hlutdeild bonunnar í menningarþróuninni auki líkurnar á því. En varajátn ing og sýndarguðrækmi verða aldrei grundvöllur nýs siðgæðis; til þess þarf einhuga trú og ó- kulnaða. Hvort siðgæði framtíðar innar hvílir á trúargrundvelli eða ekki, er því ekki eingöngu háð þróun siðgæðisins, heldiur engu síður þróun trúarinnar. Séra Jó- hanni er það eflaust kunnara en mér, í hvaða átt hún gengur nú innan kristninnar. Sú endurnýjun siðgæðisins, sem kynni að spretta upp af bættri samfélagsaðstöðu konunn ar, myndi auðvitað ekki takmark ast við þann hluta mannkynsins, sem játast — í einlægni eða að nafni til — undir kristna trú. Þjóðir, sem engin kynni höfðu af kristinni trú, áttu og eiga sitt siðgæði og gætu stundum orðið játendum kristninnar til fyrir- myndar. Eg hlýddi nýlega á út- varpsfyrirlestur séra Jóhanns Hannessonar, þar sem hann benti ókkur fslendingum á að taka hina hófsamlegu drykkjusiði Kín verja okkur til fyrirmyndar. — Hann hikar sýnilega ekki við að benda okkur á eftirsóknarvert fordæmi í siðgæði utan kristn- innar. Hitt er svo annað mál, að hófsemdarkrafcin er eitt af grund vallarboðorðum hins kristilaga siðgæðis, svo að vafamál kann að virðast, hverju við erum bættari, þó að okkur sé vísað austur í hið ókristilega Kína, ef hófsemdar- boðorðið á engan hljóm,grunn í siðgæðisvitund okkar sjálfra. Það væri ofrausn af mér að vilja meta þátt trúarbragða í sið gæði framtíðarinnar. Með því að trúarbrögðin eru einn þáttur í viðleitni mannsins til þess að skýra fyrir sér tilgang sinn og tilverunnar í heild ,hljóta trúar- leg viðhorf að breytast jafnhliða öðrum þáttum samfélagsmenn- ingarinnar. Síðan á blómatíð kirkjunnar á miðöldum hafa orð- ið róttækar breytingar, sem skap að hafa gersamlega ný viðhorf Og vandamál í siðfræðinni. „Summum bonum“, sem sið- fræði kirkjufeðranna hvílir á, stendur ekki lengur óhaggað. Hin stórkostlega tilraun Schelers að treysta þennan grundvöll (das Absolúte) að nýju, er í þessu at- riði ekki sannfærandi. Þessi vandarnál eru þó e.t.v. of flókin fyrir góðlátlegt rabb okk- ar séra Jóhanns í Morgunblaðinu. H. Eg hefi ekki geð til að eltast við mótbárur séra Jóhanns gegn þeirri margsönnuðu staðreynd, að konan hefir frá upphafi sætt misrétti og kúgun af hálfu karl- mannsins. Ólík samfélagsaðstaða kynjanna blasir við hverju sjá- andi auga enn í dag og kemur jafnvel skýrt fram í réttarákvæð- um, þó að allt sé það ólíkt mild ara en var fyrr á öldum. Gegn slíkum staðreyndum gagnar lítið sú fullyrðing, að konan hafi ekkl verið kúguð „abstrakt", eins og gagnrýnandi minn orðað það. Auð vitað hafa karlar, sem stýrðu völdum og auði, kúgað aðra karla, sem minna máttu sín. Svo mun lengi verða. Kúgun linnir ekki, þótt eittbvað létti á oki konunnar. En innan þessarar kúg unar var jafnan greinlegur eðlis- munur á aðstöðu karls og konu. Varla gat svo auman þræl, að hann væri ekki herra yfir einni konu eða fleiri. Þannig gekk það um aldaraðir, hvort sem þessi „pater familias“ var nú sjálfur kúgaður eða ekki. Eg hygg að séra Jóhanni gangi erfiðlega að fá konur til að fallast á þá skoð un, að þessi munur hafi litlu máli skipt í sambúð kynjnna og fyrir þróun menningarinnar. Séra Jóhann segir ágreininginn milli okkar snúast fyrst og fremst um það „hvernig nota beri hug- sjónasöguna og abstrakt hugsun- ina“. Sú útlegging er mjög fjarri mínum skilningi. Af minni hálfu er um það eitt að ræða að gera mér grein fyrir róttækuim breyt ingum, sem nú eru að verða á gerð (struktur) samfélagsins, m. a. vegna aukins frelsis og bættr ar samfélagsaðstöðu komumar, — þó að sú breyting sé enn þá varla komin á miðja leið. Ef sam félagsbyltingin gengur eins og nú horfir, hlýtur að leiða af henni djúptækar breytingar I þróun menningarinnar, ekiki sízt í siðgæðisefnum. Kannski er slíkr ar byltingar hvergi brýnni þörf en á siðgæðissviðinu, þar sem sýndardyggðir eru í þann veg- inn að kæfa siðgæði hjartans og Framh. á bls. 17 • Bréfaskrif um áfengismál G. Br. ritaði Velvakanda bréf á dögunum og birtist það hér í dálkunum á dögunum. Bréf þetta er ritað í tilefni af hugleiðingum Velvakanda um áfengismálin eftir verzlunar- mannahelgina. Það er ritað af mikilli hógværð og mættu þeir, sem mest rita um bind- indismál taka málflutning hans sér til fyrirmyndar. G. Br. spyr Velvakanda um hverjar úrbætur hann vilji gera í áfengismálunum. Því er fyrst til að svara, að Velvak- andi telur fyrstu úrbótina hljóta að vera að minnka áhrif þeirra manna og þess félags- skapar, sem einn þykist búa yfir patentlausn á málinu, allt annað innlegg í málið sé ill- kvittni eða fávizka. Velvakandi gat þess í áður- nefndum pistli, að sennilega væri hann að magna á sig sví- virðingar einkahandhafa á- fengisbölsins, með því að gerast svo djarfur að hafa skoðun á málinu. Það reynd- ist því miður rétt. 18. þ. m. ritar erindreki stúkunnar grein í Tímann. þar sem sví- virðingar um Velvakanda fyr- ir ofdirfzkuna sitja í fyrir- rúmi fyrir raunhæfum um- ræðum um vandamálið. Nú hefur Velvakanda borizt bréf frá áhugamanni um bind- indismál og segir þar m. a.: • Bréf til Velvakanda „Um þetta leyti, ár hvert, hefjast áköf blaðaskrif um áfengismál eftir þá vaxandi drykkju og útisvall sem er að setja svip á verzlunarmanna- helgina. Velvakandi birti harð orða hugvekju 12. ágúst og móðgaði um leið hina sjálf- kjörnu þjóðbjörgunarsveit bindindismanna sem með ára- tuga baráttu hefur tekizt að koma á fjölda hafta og þvingJ ana 1 áfengislöggjöfina með þeim árangri að siðlaus of- drykkja vext ár frá ári, þvert ofaní það sem til er ætlast. P.S. skrifar heilsíðugrein í Tímann um ekkert ! ! nema persónulegar skammir til Vel- vakanda, en G. Br. er svo ein- lægur að spurja í fáum orðum, hvað eigi að gera? Það er ekki á hverjum degi að bindindismenn viðurkenni uppgjöf sína opinberlega og óski eftir tillögum frá öðr- um; vonandi er að renna upp morgunn nýrrar stefnu bind- indismanna í áfengismálum, að viðurkenna tilveru áfengis og þeirrar staðreyndar að mikill hluti fólks vill neyta þess. • Fræðsla um vín Á siðustu árum heyrast fleiri og fleiri háværar radd- ir í blöðum og útvarpi um að nauðsyn sé að fræða fólk um vín og hvernig þess skuli neytt. Áfengið er ekki eitur sé rétt með það farið. Hollur matur gæti eins talizt eitur sé hans neytt í óhófi eins og gert er í ótal tilfellum með slæmum afleiðingum. Bíla á ekki að banna þótt árlega verði meir en tvöþús. árekstr- ar, heldur auka þekkingu manna á umferðarreglunum og auka eftirlit með því að þeim sé hlýtt. Sama gildir um áfengið. Mörg vín eru dýrðleg .Copyrighl P. I. B Box fe Copenhoge.-t listaverk sem á að umgangast á réttan hátt. Athugandi væri að veitingahús og danskenn- arar sameinuðust um að ala upp nýjan móral, almenning. ur þarfnast fræðslu um vín eigi síður en veitingafólk. Mjög örðugt er að fá góðar fræðslubækur um vínneyzlu og vín of dýr til tilrauna. • Land þriggja pela flöskunnar Áfengisfáfræði er áfengis- bölið (ofneyzla) sem röng stefna bindindismanna hefur orsakað öðrum fremur. Þetta sjá flestir aðrir en framámenn bindindismanna og almenn- ingi sárnar það og geldur þeirra áhrifa sem þeir hafa á stjórn áfengismála og ráða- menn landsins. Bindindishreyf ingin þarf að vinna sig í þann virðuléga sess sem hún getur skipað og henni ber, ef rétt er á haldið. Við förum í sjóferð með „Heklu" eða „Gullfossi1* til að njóta um stund fullkom. ins frelsis í mat og drykk, samt er þar viðburður að sjá drukkinn mann, unz stigið er aftur á land heilflöskunnar, sem minnsta skammt. Það er sagt ódýrara og friðsælla fyr- ir nokkra menn að drekka i leigubíl en að sækja góð veit. ingahús. Þar sem ég hef dval- izt erlendis hefur áfengi feng- izt í flestum matbúðum og verið feikna fjöldi af ölstof- um, þar sást helzt aldrei vín á fólki, vikum og mánuðum saman.“ ATHUGASEMD. Á sunnudag var sagt hér i dálkunum, að Kristmann Guðmundsson, rithöfundur 'hefði sent Velvakanda hina ágætu grein sína um framtíð íslenzkrar garðræktar. Hið rétta er, að Kristmann varð góðfúslega við tilmæl- um Velvakanda um að svara spurningunni: Hver er fram- tíð íslenzkrar garðræktar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.