Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. ágúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Ágúst Sigurðsson: Eiga allir að læra þaö sama Landsprófið — kostir og hættur Þegar stofnað var landspróf xniðskóla með fræðslulögunum 1946, var miðskólum, hvar á land inu sem þeir voru staðsettir, gert kleift að halda próf, sem veitti inngöngu í menntaskóla og kenn- araskóla. Með þessu fyrirkomu- lagi var nemendum á öllu land- inu gert jafnt undir höfði, að því er snerti undirbúning undir langskólanám, auk þess að lágð- ur var grundvöllur að sam- ræmdri einkunnagjöf á prófi upp úr 3. bekk miðskóla. Hið nýja fyrirkomulag þótti Ibrátt verða þess valdandi. að þeir nemendur, sem höfðu ekki námsgetu til þess að búa sig und- ir langskólanám, voru látnir stunda að mestu eða öllu leyti sama nám og landsprófsnemend- ur, þannig að þeir fylgdust illa xneð og námsárangur þeirra varð xninni en verið hefði, ef þeir hefðu stundað nám við sitt hæfi —og að væntanlegir laiidsprófs nemendur fengju ekki nægileg viðfangsefni í 1. og 2. bekk. Mest hefur þessu fyrirkomu- lagi þó verið fundið það til for- áttu, að námið síðasta veturinn undir landsprófið væri svo erfitt, að töluverðum hluta nemenda væri gersamlega ofboðið. Og þegar sjálfur skólayfirlæknir landsins skrifar í einu af dagblöð unum, að geðheilsa nemenda sé í hættu vegna hins erfiða lands- prófsundirbúnings og þess, hve margir nemendur falli á prófinu, er varla öllu lengur hægt að skella skollaeyrum við varnaðar- orðum þeirra manna, sem bezt mega vita, hvað í húfi er. Er landsprófið hættulegt geðheilsu nemenda? Þegar rætt er um landsprófið sjálft sem einangrað fyrirbæri, gefa þær umræður engan veg- inn rétta mynd af því vandamáli, sem um er að ræða, þar eð miklu meira er undir tilhögun undir- búnings komið en sjálfu prófinu að því er snertir hugsanlega skaðsemi þessa fyrirkomulags. Ef undirbúningurinn er mark- viss. og honum er haganlega skipt niður á alla þrjá bekki mið skólans, ætti sjálft prófið varla að geta sakað þá nemendur, sem námsgetu hafa til langskólanáms, — virðist því vandinn vera sá að skipa þeim nemendum í sér- deildir nógu snemma á náms- ferlinum, án þess að útiloka þá, sem eru seinþroska, algerlega frá langskólanámi. Á að leggja landsprófið niður? Til þess að forða frá þeim hætt um, sem skólayfirlæknirinn og aðrir benda á, virðist vera um tvær leiðir að ræða: annað hvort að leggja landsprófið niður — éður en það er væri gert, væri chjákvæmilegt að gera sér grein fyrir því, hvemig hægt væri að varðveita kosti landsprófsins með öðrum hætti — eða breyta tilhögun á Undirbúningi undir þetta próf í það horf, að komizt yrði hjá ofreynslu nemenda. — Fyrri leiðin virðist eiga litlu fylgi að fagna meðal skóla- manna. (Sbr. álit námsefnis- nefndar 1953, bls. 94, sem sýnir eð aðeins 1 gagnfræðaskóla- kennari, af þeim, sem svör *endu, vildi fella niður lands- prófið). Þeir láta að vísu stund- um meira til sín heyra, sem vilja landsprófið feiet — Hin leiðin, að breyta fyrirkomulagi unditbúningsins, mun sáralítið hafa verið rædd á opinberum vettvangi. (Sbr. þó álit náms- efnisnefndar 1953, bls. 51—52, þar sem lögð er til þrískipting gagnfræðanáms). Segja má að það liggi í augum uppi, að sjálfsagt sé að dreifa' undirbúningi undir landspróf jafnar, en verið hefur, á hina 3 bekki miðskólans. Orsökina til þess að þetta hefur ekki nú þeg- ar verið gert, er vafalaust að finna í þeirri staðreynd, að á tveim fyrri árum miðskólans stimda nemendur skyldunám, og því hefur ekki þótt fært að þyngja námið í 1. og 2. bekk jafnvel í þeim bekkjum séu náms- enda geti ekki fylgzt með, og þó er mér ekki grunlaust, að jafnvel í þeim bekkjum séu náms kröfur skólanna full harðar fyrir þá nemendur, sem seinir eru að læra, eða af öðrum ástæðum hafa litla námsgetu. Ófullnægjandi námsskrárákvæði í núverandi námsskrá er gert ráð fyrir ákveðnu námsefni fyr- ir hvern bekk en þess þó getið, að frávik séu leyfð, án þess að það sé nánar tilgreint. Þetta ákvæði tel ég vera algerlega ófullnægjandi. Til þess að kleift sé að gera mismunandi náms- kröfur til nemenda innan sama bekkjar, er óhjákvæmilegt að skipta nemendum í bekkjardeild- ir eftir námsgetu þeirra, eins og raunar hefur verið gert í ýmsum hinna stærri skóla mörg undan- farin ár ,innan þeirra marka, sem skólarnir hafa fengið því ráðið vegna fereldra, (einkum að því er snertir skiptingu í landsprófsdeildir og almenna þriðju bekki). Skipting í bekkj- ardeildir eftir námsgetu er þó hvergi nærri fullnægjandi, ef allir nemendur eiga eftir sem áður að ganga undir sama próf (upp úr 1. og 2. bekk). Jafnvel misþung próf í sama námsefni myndu ekki leysa vandann, þar sem getuminni hluti nemend- anna á þann hátt lærði hroð- virkni við námið. Þótt gott sé að læra um staðreyndir í skólan- um, er hitt þó enn mikilvægara að læra vandvirkni í starfi og hætta ekki við neitt atriði fyrr en það er fullunnið. — Aðeins mjög mismikil yfirferð í náms- efni getur gert skólunum kleift að kenna mjög misgóðum nem- endum við hæfi hvers hóps, svo að námið komi að fullu gagni. En af þeirri kennslutilhögun hljóta að leiða próf í mislöngu námsefni. Hjá nágrannaþjóðum í nágrannalöndum okkar þyk- ir engin goðgá að skipta nem- endum þegar á 12. ári eftir náms getu og ætla þeim, sem hyggja á langskólanám, og til þess dæm- ast hæfir, annað og meira náms efni en hinum, sem annaðhvort ætla aðeins að ljúka skyldunámi eða að fara í fremur létt og stutt framhaldsnám. Segja má, að það sé harkalega að farið að útiloka barn á 12. ári frá því að leggja út í langskólanám, vegna þess eins að barnið er seinþroska eða aðrar ástæður valda því, að það fær ekki notið þeirra námshæfi- leika, sem í því búa. Víðast munu þó vera einhverjir möguleikar fyrir nemendur, sem þannig Ágúst Sigurðsson. stendur á um að komast síðar inn á langskólabrautina, enda virðist það vera viðráðanlegt fyrirkomulagsatriði. Mnnimáttarkennd og hroðvirkni eða sóun hæfileika Að líkindum eru flestir, bæði kennarar og foreldrar, sammála um það, að æskilegast sé að nem- endur fái námsverkefni við sitt hæfi og að prófkröfur séu gerð- ar í samræmi við það. Til þess að svo geti orðið, er óhjákvæmi- legt að minnka námsefni í sum- um deildum, og haga prófum samkvæmt því. Af skiljanlegum ástæðum er foreldrum það ekki sársaukalaust, að börn þeirra séu sett í bekkjardeild í skólan- um, þar sem námsyfirferð er minni en í hinum deildunum. En að minnsta kosti þeir foreldrar, sem fylgjast vel með námi barna sinna og skólavist þeirra, held ég þó að hljóti að taka það enn nær sér að börn þeirra séu alltaf að glíma við verkefni, sem eru þeim ofvaxin eða þá að til þeirra séu gerðar kröfur um meiri námshraða, heldur en þau geta uppfyllt — enda er sú minnimáttarkennd, sem af slík- um námsferli leiðir, versta vegar nesti, sem skólinn getur gefið börnunum á lífsleiðinni, og get- ur enda valdið beizkju og þrjózku. — Að hinu leytinu er það sóun á góðum námshæfileik- um, og mætti reyndar kalla upp- eldi í slæpingshætti, að láta verulega vel gefna nemendur fara þannig gegnum 2 fyrri bekki miðskólans, að þeir þurfi aldrei neitt á sig að reyna og læri aldrei þau vinnubrögð, sem þeir þurfa á að halda bæði í lands- prófsbekknum og í síðara fram- haldsnámi. Nám og próf við hæfi Án þess að ég vilji halda þvi fram, að ekki megi leysa vand- ann í þessum efnum á fleiri vegu en einn, tel ég, að skipting í bekkjardeildir eftir námsgáf- um — alls staðar bar sem þess er nokkur kostur vegna fámenn is í skólunum, ætti að fara fram strax i fyrsta bekk mið- skóla eða unglingaskóla, og ætti námsefni 1. og 2. bekkjar að vera mjög mismunandi eftir bekkjar- deildum, auk þess sem kennslu- aðferðir mættu gjarnan vera mis munandi. Að sjálfsögðu gengi hver bekkjardeild undir ung- lingapróf (upp úr 2. bekk), sem væri í samræmi við námsyfir- ferðina. Við getum kallað þessi unglingapróf A-, B- og C-próf (önnur nöfn- væru ef til vill heppilegri). A-prófið væri mun erfiðara en núverandi unglinga- próf og veitti inngöngu í lands- prófsdeildina. Til B-prófs væri yfirferð í námsgreinum mun minni en til A-prófs ( t. d. % minni) og veitti það próf inn- göngu í almennar þriðjubekkjar deildir gagnfræðaskólanna og í þá sérskóla, sem ekki krefðust A-prófs. C-prófið væri til þess ætlað að ljúka skyldunáminu, og ættu námskröfur þar að vera mjög vægar (t. d. helmingur til % af kröfum til B-prófs). — Með þessu fyrirkomulagi væri engan veginn fyrir það girt, að nem- endur, sem tækju B-próf gætu næsta ár tekið A-próf með því að sitja í A-prófsdeild 2. bekkj- ar, og væri þá leiðin opin fyrir þá til framhaldsnáms. Væri þetta fyrirkomulag tekið upp, ætti að fækka til mikilla muna þeim nemendum, sem til lítils gagns, og oft til óbætanlegs tjóns, eru að glíma við nám sem þeim er ofvaxið, og um leið ætti að skapast grundvöllur fyrir því að veita gáfuðum nemendum í unglinga- og miðskólum betri undirbúning undir framhalds- nám. , Að sjálfsögðu væri fram- kvæmd deildaskiptingar, eins og hér er stungið upp á, miklum mun erfiðari í litlum skólum en stórum, en ef góður viljí væri fyrir hendi, væri þó hægt að yfirvinna þá erfiðleika, að vísu með nokkuð auknum tilkostnaði. Er landsprófið of þungt? Mætti breyta því? Að lokum mætti minnast á þá hugmynd að gera landsprófið svo létt, að miklu fleiri gætu staðizt það, heldur en nú er. Á þessu eru þó verulegir annmark- ar. Nálægt V\ hluti af nemend- um á 1. ári í Menntaskólanum í Reykjavík nær ekki bekkjar- prófi, og virðist það benda ein- dregið í þá átt, að landsprófið sé sízt of þungt inntökupróf í þennan skóla. (f hinum mennta- skólunum kann hlutfallstalan að vera nokkru hagstæðari). Við þessu kunna menn að segja, að Menntaskólinn í Reykjavik sé of þungur, að minnsta kosti 1. árið. Ekki skal ég leggja neinn dóm á það, en ég tel'þó vafa- samt, að nemendur, sem upp- fylla ekki námskröfur mennta- skólanna, eins og þær eru nú, séu til þess fallnir að stunda háskólanám. Hvað landsprófið snertir, gæti þó að mínu áliti komið til greina að minnka það námsefni, sem prófað væri í á landsprófi, en gera í þess stað auknar kröf- ur til nákvæmni í úrlausnum, þar sem ég tel ekki útilokað, að slíkt próf gæti verið allt eins góður mælikvarði á námsgetu, en reyndi hins vegar minna á þol nemenda í löngum próf- lestri. , LOKAÐ vegna sumarleyfa til 9. sept. Sveinn Helgason h.f. íbúðir til sölu Hefi til sölu 2ja, 3ja, 4ra 5 og 6 herbergja hæðir fullgerðar og í byggingu á ýmsum stöðum í Reykja- vík. Kaupið, áður en verðið hækkar. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314 velur hinn endingargóða T-Ball 'í'KKfáll Skynsöm stúlka Hún notar hin frábæra Parker T-Bail... þessa nýju tegund kúlupenna sem hefir allt að fimm sinnum meira rit-þol, þökk sé hinni stóru blekfyllingu. Löngu eft- ir að venjulegir kúlupennar hafa þornað, þá mun hinn á- reiðanlegi Parker T-Ball rita mjúklega, jafnt og hiklaust. Pourous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um klúuna og matar hinar fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker 'fýgJl kúlupenni PRODUCT OF THE PARKER PEN COMPANY Í-B2M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.