Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 13
MORGVTSBLAÐIÐ 13 Í>riðjudagur 22. ágúst 1961 1 Á slóðum Jóns Sigurðssonar LÚÐVÍK Kristjánsson lætur ekammt í millum stórra högga. í kjölfar Vestlendinga, sem er inikið sagnfræðisverk í þrem ■bindum, kemur bókin Á slóðum Jóns Sigurðssonar, rúmar 350 blaðsíður. miöa athvalisverð oa Lúðvík Kristjánsson snjöll sagnfræðileg rannsókn á vissum þáttum í ævi forsetans, þar sem nýju ljósi er varpað á stórmennið, eða réttara sagt: Ijósi er varpað á lítt kunna þsetti á lífi hans, svo að við augum blas- ir betur en áður maðurinn bak við frelsishetjuna og þjóðardýr- iin inn. Ég býst við að sumum virðist igeislabaugurinn um höfuð Jóns mokkru daufari eftir lestur þess- arar bókar en áður, en að sama skapi hefur svipmótið lifnað og skýrzt, ég tel ávinning mikinn að umskiptunum. Yfirburðir Jóns Sigurðssonar eru á flestmn svið- um slíkir, að hann þolir mæta- vel að horfast í augu við hvern sem er, þó okkur hafi nú verið sýnt á bak við tjöldin, þangað sem sviðsljósin náðu aldrei með- an hann skilaði hlutverki sínu, og enn miklu lengur. Höfimdur skiptir bók sinni í þrjá aðalkafla, sem bera þessar fyrirsagnir: „Þjónusta án launa“ ,,begar Jóni reið allra mest á“ og „Jón og George Powell“. Hver þessara aðalkafla skiptist svo í fjölda marga smákafla, sem hver fyrir sig ber sinn titil. Léttir þessi tilhögun lesturinn, greiðir hina jnörgu þætt verksins hvern frá iiðrum. Bygging þess er vel og kunnáttusamlega hugsuð og af Jiendi leyst. Um vinnubrögð höf- lindar er það enn fleira að segja, að hann reisir sagnfræðilegar nið- urstöður sínar einvörðungu á frumheimildum, óyggjandi skjöl- um og skilríkjum, og birtir jafn- vel myndir af sumum þeirra. Munnmæli og getgátur fyrirfinn- ast ekki í bókinni, og afar víða eru leiðréttar missagnir annarra fræðimanna og rithöfunda, sem áður hafa fjallað um og gefið út á prenti bækur eða ritgerðir um eama efni og Lúðvík Kristjáns- eon er hér að skilgreina. Kemur jafnvel víða í ljós hvað upphaf- lega hefur valdið slíkum mis- BÖgnum, alloftast er það handa- Biófskennd og fljótvirknisleg notk un frumheimilda, eða skortur á þeim, stundum hlaupið eftir sögu eögnum, eða þá að valdið hefur 6Ú almenna tilhneiging þjóðar- innar að skilja alla hluti Jóni Sigurðssyni í vil, líka þá hluti, ®em varla hefðu orðið til sóma venjulegu fólki. Er hér einkum átt við samningsrof hans við að- iia, sem greiddu honum fyrirfram etórfé fyrir að rita bækur, sem Ihann svo aldrei byrjaði á, hvað l>á að hann lyki við þær. Enn fremur ráðgerðir Jóns um enn frekari fjáröflun af því tagi, þó ekki næðu fram að ganga, svo sem þá, er honum datt í hug að fá Dufferin lávarð til að greiða sér fúlgur fjár fyrir að skrá 5—6 bindi sögurit um samskipti fslendinga og Englendinga. Á þessar fjörur er Jón að fara tveim árum eftir að hann hafði tekið að sér að skrá Sögu íslands í mörgum bindum fyrir þann sér- kennilega auðkýfing og róman- tíska sakleysingja George Powell, og fengið fyrirfnam greidda ótrú- lega háa upphæð í ritlaun. í>á er Jón einnig á allháum árlegum launum hjá Fornfræðafélaginu danska fyrir að rita fyrir það sögulega Xslandslýsingu í nokkr- um bindum. Þessi laun tók Jón árum saman, en aldrei skilaði hann neinu handriti. Um þennan þátt í sögu Jóns Sigurðssyni farast höfundi, Lúð- vík Kristjánssyni, orð á þessa leið: „Höfundur þessa rits vill enn einu sinni leggja áherzlu á það, til þess að forða misskilningi, að Jón sækist ekki eftir fé fyrir sjálfan sig, heldur sem forsvari fslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra, en hana var ekki unnt að heyja gersamlega tómhentur. Og úr því ekki var aðstoðar að vænta að heiman, varð að leita hennar annað, þó með þeirri gát, að mál- um þjóðarinnar væri aldrei teflt í neina tvísýnu. Það er til dæmis eftirtektarvert, að Jón Sigurðs- son hafnaði ætíð hverri uppá- stungu, sem á bryddi um það, að fslendingar leituðu aðstoðar rík- isstjórna annarra landa.“ Þetta voru orð Lúðvíks Krist- jánssonar. Lesendur bókar hans hljóta að verða honum sammála. Jón Sigurðsson var aflakló, en eki í eiginhagsmunaskyni, heldur notaði hann tekjur sínar allar í þágu íslenzkra hagsmuna. enda vann hann alla ævi hin umfangs- mestu og gagnmerkustu störf fyr- ir ísland, án þess að fá þóknun fyrir. Útgáfa Félagsritanna var honum til dæmis fjárhagslegur baggi í 30 ár, en án þeirrar út- gáfu hefði honum orðið ókleift að fylkja íslenzku þjóðinni um frelsiskröfur sínar á hendur dönskum stjórnarvöldum. Jafn- vel hin miklu handrita- og bóka- kaup hans voru þáttur í réttinda- baráttunni fyrir ísland, því að á söguvísindunum reisti hann rök in fyrir réttarstöðu föðurlands- ins. í fyrsta kafla ritsins gerir höf- undurinn grein fyrir bókmennta- störfum Jóns Sigurðssonar og hverjar undirtektir og viðtökur rit hans hlutu meðal almennings á íslandi. Reynslan varð sú, að bæði bókmenntafélágsbækurnar og Félagsritin eignuðust nokkra duglega og fórnfúsa stuðnings- menn, en árgjöld greiddust seint og illa, og virðist almenningur lítt hafa metið þessi störf Jóns Sigurðssonar. í lok kaflans kemst 'höfundur að þeirri niðurstöðu að fyrirgreiðslustörfin fyrir fjöl- marga einstaklinga á íslandi hafi átt mikið meiri þátt í vinsældum Jóns en bókmenntastörf hans og st j órnmálabarátta. í miðkafla verksins „Þegar Jóni reið allra mest á“ hrekur höfundur þá útbreiddu skoðun meðal fslendinga, að Danir hafi beitt Jón refsiaðgerðum vegna frelsisbaráttu hans á þjóðfund- inum og á Alþingi og yfirleitt vegna stjórnmálastarfsemi hans. Það voru fslendingar, sem brugð- ust Jóni fjárhagslega, þegar hon- um reið allra mest á, en meðal danskra áhrifamanna átti hann ævinlega vini, sem reiðubúnir voru að tryggja lífsafkomu hans, útvega honum styrki, ráða hann til starfa. Hitt er satt, að Jón þáði ekki störf, sem á einhvern Islendingur stjóri í Vancouver FRANK Frederickson er einn hinná kunnustu manna af ís- lenzkum ættum vestanhafs. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, en það sem hann er frægastur fyrir og lengst mun halda nafni hans á lofti, eru afrek hans í ísknattleik (Hockey). Frank er fæddur í Winni- peg 11. júní 1895, foreldrar hans voru Guðlaug og Jón Friðriksson, bæði íslenzkrar ættar. Frank lauk prófi frá Kelvin Technical School and Central Collegiate árið 1913 og innritaðist næsta ár í laga- deild Manitobaháskóla og hafði stundað þar laganám í tvö ár er hann varð að hietta námi sökum fátæktar. Vann hann þá um skeið í lögfræði- skrifstofu, sem skrifstofumað ur, og þótt undarlegt megi virðast, fékk hann þá fyrst áhuga á ísknattleik. Frank gekk í 196. herdeildina í heimsstyrjöldinni fyrri, var sendur utanlands x flugher- inn og tók flugpróf sitt í Egyptalandi. Árið 1920 réðst Frank til hins fyrra Flugfélags íslands, með samningi til fimm ára, átti hann að sjá um og skipu- leggja flugferðir á Islandi. Samningurinn varði skemur en skyldi (tæpa 6 mánuði) vegna fjárhagsörðugleika fé- lagsins. Hélt þá Frank aftur til Winnipeg og lagði þar stund á ísknattleik og varð brátt mjög þekktur ísknatt- leikari. Stofnaði Frank þar flokk ísknattleikara, er í voru menn eingöngu af ís- lenzkum ættum; nefndi hann flokkinn Falcons (Fálkana). Flokkur þessi var mjög vel þjálfaður og fór Frank með flokk sinn á Ólympíuleikana í Antwerpen árið 1920. Kom flokkurinn þar fram fyrir hönd Kanada og vann glæsi- legan sigur. Var það í fyrsta skipti, er Kanada hafði unn- ið ísknattleik á Ólympíuleik- unum. Af þessari för varð Frank frægur mjög bæði í Kanada og Bandaríkjunum og raun- ar víðar, þar sem þessi íþrótt er þekkt og iðkuð. Frank rit- aði fjölda greina um ísknatt- leik í ýms blöð og var um langt skeið með hæstlaunuðu ísknattleikurum í Kanada og Bandaríkj unum. Árið 1935 fluttist Frank til hátt gátu heft hann í frelsisbar- áttunni, þar á meðal íslandsferð- ir hans til þingsetu annað hvert sumar. Skemmtilegasti hluti bókarinn- ar er tvímælalaust þriðji kafl- inn, ,,Jón Sigurðsson og George Powell“. Meginefni hans eru bréfaskipti þeirra Jóns Sigurðs* sonar og Eiríks Magnússonar, sem búsettur var í París. Bréf þessi fjalla öll með einhverjum hætti um ungan Walesbúa skáld- mæltan og rómantískan, sem er að bíða þess að ríkur og fordrukk inn faðir hans hrökkvi upp af klakki lífsins og eftirláti syni sín um arfinn, sem er mikið fé í löndum og lausum aurum. Powell yngra langar mjög til að verða frægur og tengja nafn sitt ein- hverju miklu menningarafreki, sem hann finnur sig þó ekki mann til að leysa af eigin hönd- um, öðruvísi en að kosta það af fjármunum sínum. Eiríkur Magn ússon telur hann á að ráða Jón Sigurðsson til að semja fyrir sig mikla íslandssögu í 6 bindum, því að fátt gæti orðið frelsi fs- lendinga meir til framdráttar, og kosta síðan útgáfu verksins á ensku og íslenzku og jafnvel þýzku, og muni hann verða heims frægur af því menningarafreki. Eiríkur verður síðan meðalgöngu maður milli Jóns og Powells yngra. Og þrátt fyrir það að gamli Powell heldur áfram að hjara árum saman og illvígir fj/árhaldsmenn gæti mauranna, tekst xrnga manninum að herja út 1400 sterlingspund í ritlaun handa Jóni, og þessa summu send ir Eiríkur honum snemma árs 1866, upphæð sem að verðgildi nam sem svaraði helmingi eigna ríkasta manns landsins, Friðrikc Eggerz í Breiðafjarðareyjum. Frh. á bls. 17. Vancouver B.C. og tók að sér vátryggingarstörf, en við það hafði hann unnið á sumrum þau árin, sem hann starfaði sem ísknattleikari. Árið 1946 bauð hann sig fram sem skólaráðsmaður í Vancouver og náði kosningu. Gegndi hann því starfi um nokkurra ára skeið. í desember 1958 var Frank í kjöri við kosn- ingar til borgarráðs Vancouv erborgar og náði kosningu; fyrsti maðurinn af íslenzkum ættum, sem hefur gegnt því var siðan endurkosinn árið 1960 til tveggja ára. Nú í sumar hefur Frank gegnt borgarstjórastörfum í Vancouverborg og er hann starfi. Meðfylgjandi mynd var tekin af Frank í hátíða- búningi borgarstjóra. Sem að líkum lætur starfar Frank í ýmsum nefndum og ráðum í Vanvouver, meðal annars í háskólaráði. í tilefni af 40 ára afmæli flugsins á íslandi var Frank boðið til íslands til að taka þátt í hátíðahöld- um þeim, er fram fóru af því tilefni þar eð hann var fyrsti maður íslenzkrar ættar, sem starfað hefur sem atvinnu- flugmaður á Islandi fyrir 40 árum. Einn mesti heiður sem Frank hefur hlotnazt var þegar hann var kosinn í Canadian Hockey Hall of Fame í viðurkenningarskyni fyrir hans mörgu afrek á sviði þeirrar íþróttar og er hann eini Islendingurinn sem sá heiður hefur hlotnazt. Þótt Frank sé fæddur og uppalinn í Winnipeg þá talar hann íslenzku og heldur sínu íslenzka ætterni mjög á lofti og er hreykinn af að vera íslenzkrar ættar. Hann er maður ljúfur í framkomu og laus við stærilæti og rembing og vill hvers manns götu greiða. Frank hefur borið hróður Islands víða og verið íslendingum til sóma hvar sem hann hefur farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.