Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 22. agýsi 1961 MORGVTS BLAÐIÐ • 15 „Ég held, að við iminum ekki tala mjög mikið" UM helgina röltu íréttamað- ur og ljósmyndari blaðsins niður á Ægisgarð og snöruðu sér þar um borð í „rúss- neska“ togarann Puise, sem við höfðum haft spurnir af, að hefði verið dreginn hing- að til hafnar vegna bilunar. Hafði skipið verið á síldveið- um fyrir Norðurlandi að sögn skipsmanna. * Á dekki standa 3 skipverj- ar í hrókasamræðum. Við snúum okkur umsvifalaust að þeim og spyrjum, hvort einhver þeirra tali enska tungu. Ungur, viðfelldinn og gagarínslegur maður gefur sig fram og kynnir sig sem 2. stýrimann. „Hver er heimahöfn skips- ins?“ spyrjum við. „Tallin, höfuðborg Eist- lands“. „Jaeja, þið eruð þá Eist- lendingar?“ „Nei, við erum Rússar", svarar 2. stýrimaður og hreyknibros færist yfir and- litið. „Nú, en eru þá engir Eist- lendingar á skipinu?" „Jú, þrír“. „Og hvað er skipshöfnin fjölmenn?“ „Við erum tuttugu og sjö“. „Eru margir Rússar búsett- ir í Eistlandi? “ „Já, já. Rússland er Sovét- lýðveldi, Eistland er Sovét- lýðveldi, og íbúum Sovétríkj- anna er frjálst að búa í hverju lýðveldinu, sem þeir kjósa“. Nú rennur það upp fyrir okkur, hvers vegna Eistlend- ingar hafa átt svona auðvelt með að komast til Síberíu síðan landið var innlimað í Sovétsambandið. — Við segjum þó ekki neitt til þess að spilla ekki ánægju stýri- mannsins okkar með allt frelsið. Annar hinna Rússanna, sem við sjáum á öllu, að muni vera hinn pólitíski „Rússnesk radartæki mjög góS“. kommissar á skipinu, skerst nú í leikinn, hefur hendur sínar til himins, eins og sig- urvegari í hnefaleikakeppni, og segir fjálglega: „Reykjavík er góð borg. Rússland, Reykjavík, vinátta. Líkar ykkur ekki vel við Rússa?“ „Ef þið eigið við, hvort okkur líki við Rússa sem fólk, þá er sjálfsagt ekkert nema gott um það að segja. Ef þið hins vegar eigið við, hvernig okkur líki þjóðfélags kerfi ykkar, þá er sennilega óhætt að fullyrða, að fáir ís- lendingar muni fást til að lofa það“. Hvort sem svarið hefur skilizt eða ekki, þá er málið látið niður falla, og .við för- um ekkert út í vináttuhót Krúsjeffs landa þeirra, sem hefur heitið því hátíðlega að grafa okkur alla lifandi. Við færum það nú í tal, hvort þeir félagar séu ekki fáanlegir til þess að sýna okkur fleytuna, og er tekið vel í þá bón. í könnunarferð- inni fáum við að vita, að tog- arinn er smíðaður í Austur- Þýzkalandi, en uppi í brú er athygli okkar sérstaklega vakin á kompás og radar. „Rússnesk tæki“, segir stýri- maður, „mjög góð, mjög góð“. „Já, það hefur leikið grim- ur á, að sovézkir togarar við ísland hafi mjög góð radartæki", játum við, en þessi athugasemd hlýtur dauf ar undirtektir. Nú er farið með okkur eftir dimmum, þröngum gangi í áttina til matsalar skipverja. Þegar við komum að dyrunum staðnæmist kommissarinn, sem hefur far- ið fyrir liðinu, rekur haus- inn inn í myrkrið og mælir eitthvað á móðurmáli sínu, sem hefur þau áhrif, að inn- an stundar er kveikt ljós í matsalnum og okkur er boð- ið inn. Þegar kemur inn úr dyrunum blasir við okkur ásjóna félaga Krúsjeffs, sem horfir landsföðurlega til okk- ar. — Inni fyrir sitja tveir ungir sjómenn, situr annar þeirra við kvikmyndasýningavél, og á borði við hliðina liggja nokkrar kvikmyndaspólur. Þá er fengin ráðning á leyndar- dóminum um myrkrið. „Hvaða myndir eruð þið að sýna?“ spyrjum við. „Þetta eru myndir frá sendiráðinu okkar“ er svarað, og við gerum okkur auðvit- að ánægða með þau svör. Kommissarnum er nú farið að verða nokkuð tíðlitið á klukkuna, svo að við búumst til brottferðar. Áður en við kveðjum fær kommissarinn það skriflegt hjá okkur frá hvaða blaði við erum, en þar sem okkur langar til þess að spjalla dálítið nánar við stýrimanninn viðfelldna mælum við okkur mót við hann daginn eftir. í þann mund, sem við kom- um svo niður á Ægisgarð dag- inn eftir til þess að sækja stýrimanninn, kemur hann frá borði við annan mann. Þegar það hefur verið rætt nokkra stund, hvert skuli haldið snýr hann sér allt í einu að Okkur og segir: Eistneskt skip meS rússneska áhöfn (Ljósm. Mbl.: K. M.) Rússnesk fiskiskp Álesund, Noregi, 21. ágús/ (NTB) NORSKUR skipstjóri, sem kom til Álesund um helgina frá Ný- fundnalandi, segir að á Nýfundna landsmiðum sé nú mikill fjöldi rússneskra fiskibáta, togara Og verksmiðjuskipa. Rússnesku skipin voru svo mörg, segir hann, að stundum komust amerísku veiðiskipin ekki að. Kommissarinn: „Rússland, Reykjavík, vinátta“. „Segðu mér alveg hreinskiln islega, hvað vakir eiginlega fyrir ykkur?“ Þar sem við eigum því ekki að venjast, að á bak við sam- ræður eða samveru manna af ólí-ku þjóðerni þurfi að leyn- ast neitt óhreint, kemur spurn ingin dálítið flatt upp á okkur, en svörum þó, þegar við höf- um náð okkur eftir mestu undrunina: „Það er ekki svo oft, sem við höfum færi á að ræða við Rússa, að okkur langar til þess að nota þetta tækifæri til að kynnast skoðunum ykkar. Og við búumst við, að þið hafið heldur ekki svo oft tækifæri til þess að hitta íslendinga, að það gæti kannski verið fróð- legt fyrir ykkur líka.“ Þessari skýringu er tekið með dálítið vandræðalegu brosi og svari, sem kemur okkur jafnvel enn meir á ó- vart en spurningin áður: „Ég held, að við munum ekki tala mjög mikið!“ — Á eftir fylgja útlistanir á því, hve þeir félagar hafi mikið að starfa í dag. En við viljum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana, og að lokum kom- umst við að samkomulagi um að hittast daginn eftir kl. 4,30 á Lækjartorgi. Við mætum stundvíslega, en enginn bíður okkar. Klukkan verður 4,40, og ekkert bólar á þeim. Hún verður 4,50, Og enn kemur enginn. Við bíðum til kl. 5, en árangurslaust. Þá gef umst við upp. Við skiljum ekki slagorð kommissarsins: „Rússland, Reykjavík, vin- átta.“ Kynþáttaóeirðir Middlesbrough, Englandi 21. ágúst (Reuter MIKLAR óeirðir urðu í iðn- aðarborginni Middlesbrough í Norður-Englandi um helg- ina. Hófust þær á laugar- dagskvöld og segir lögreglan að „þúsundir“ manna hafi tekið þátt í þeim. Orsök óeirðanna er sú að á föstudag var 18 ára hvítur pilt- ur stunginn til bana og Arabi sakaður um morðið. En í skugga- hverfum borgarinnar býr mikið af fólki frá Arabalöndunum, Pakistan og suðurhluta Afríku Á laugardagskvöld um það leyti þegar verið var að loka vínveit- ingahúsum, smöluðu nokkrir æs- ingamenn liði til að gera aðsúg að innflytjendum. Aðalátökin urðu hjá greiðasölustað, sem Pak- istanbúi rekur. Mannfjöldi safn- aðist saman þar fyrir utan og, grýtti húsið, en eigandinn og fjölskylda hans faldi sig innan dyra. Báru þá uppþotsmenn eld að húsinu, en fjölskyldunni tókst að komast undan. í dag voru leiðtogar uppþots- manna leiddir fyrir rétt. 21 þeirra hlaut fangelsisdóm allt að sex mánuðum, en auk þess hlutu margir unglingar áminningar. — Héraðsmótin Framh. af bls. 3 land okkar til varnar uppblæstri og til eflingar gróðri og ræktun, en þjóðin má aldrei ganga á hönd öflum, sem vilja girða fólki veg- inn til frelsisins með gaddavírs- girðingum”, sagði Magnús í lok ræðu sinnar. Fundarmenn. sem voru hátt á fimmta hundrað, gerðu mjög góð- an róm að máli ræðumanna. Á eftir var flutt óperan Rita eftir Donnizetti. Söngvarar voru Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Guðjónsson og Borgar Garðarson. Undirleik- ari var F. Weisshappel. Um kvöld ið var stiginn dans og lék hljóm- sveit Óskars Guðmundssonar frá Selfossi fyrir dansinum. Sam- koman fór vel fram í hvívetna og skemmtu gestir sér með ágæt- um. Mótið í ölver Héraðsmót Sjálfstæðismanna i í Borgarfjarðarsýslu fór fram í Ölver undir Hafnarfjalli sl. laug ardagskvöld og sunnudag. Á laugardagskvöld var dansað og lék E. F. kvintettinn frá Akra- nesi fyrir dansinum. Sóttu rúm- -lega 700 manns dansleikinn og var margt tjalda í skóginum. Á sunnudag hófst svo héraðs- mótið kl. 5. Njáll Guðmundsson, skólastjóri, frá Akranesi setti mótið og kynnti dagskrá þess. Fyrstur tók til máls Sigurður Ágústsson, alþingismaður. Sig- urður ræddi um málefni Vestur- landskjördæmis og væntanlegar framkvæmdir í atvinnumálum. Þá vék hann máli sínu að þróun stjórnmálanna í tíð núverandi stjórnar og það öngþveiti, sem við blasti í efnahagsmálunum, þegar vinstri stjórnin sagði af sér. Þá ræddi Sigurður um ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar til bjagar efnahag landsmanna og endurreisn lánstrausts og virð- ingar Islendinga erlendis. „Það er trú mín“, sagði Sigurður, „að við þær alþingiskosningar, sem fram eiga að fara sumarið 1063, muni þjóðin hafa sannfærzt um heilindi og gott starf núverandi •ríkisstjórnar, og þá muni stjóm- in öðlast viðurkenningu kjós- enda með stórauknu þingfylgi í kosningunum" Næstur tók til máls Jón Árna- son, alþingismaður. Jón minnti á viðskilnað vinstri stjórnarinn- ar og frammistöðu framsóknar- ráðherranna og kommúnista við uppgjöf hennar. Mennirnir, sem þannig brugðust við vandanum þá. heimtuðu nú nýjar kosning- ar til þess að geta hafið öðru sinni samspil um örlög íslenzku þjóðarinnar. Þá rakti Jón í stór- um dráttum þá þróun, sem átt hefði sér stað í sambandi við viðreisnarlöggjöf núverandi rík- isstjórnar og benti á yfirlýsingu, sem fram kom í Tímanum 6. þ. m. undir fyrirsögninni: Blóma- skeið framundan. Verði ekki annað séð, en það sé áL fram- sóknar að viðreisnin hafi búið mjög vel að atvinnuvegunum. Væri það annað álit, en þeir hefðu haft á ástandi efnahags- málanna, þegar þeir hrökkluðust frá með uppgjöf stjórnar Her- manns Jónas;,onar. Fundarmenn tóku máli ræðumanna með lang- vinu lófataki. Að loknum ræðum þingmanna var flutt óperan Rita eftir Donnizetti og síðan stiginn dans um kvöldið. Héraðsmótið tókst mjög vel og skemmtu gestir sér ágætlega. Rúmlega 1400 manns sóttu mótið bæði kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.