Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Þrlðjuclagur 22. ágúst 196_ ' * 'Jbót Valur vann keppnina um þriðja sætið AKUREYRI og Valur léku um 3. sætið á íslandsmótinu um helg- ina á Akureyri. Leikur beggja liðanna var heldur lélegur, einkum Akureyr inganna sem sýndu nú líklega sinn slaikasta leik í sumar. Hjá Val aftur á móti mátti sjá all- skemmtilegt spil á köflum og sigur Vals 1—0 verður að teljast sanngjam eftir atvikum. Bergsteinn skorar sigurmarkið Valsmenn léku undan all- snarpri golu í fyrri hálfleik. Bergsteinn Magnússon skorar sigurmarkið á 9. mínútu leiksins. Skot Bergsteins af ca. 10 metra færi var ágætt og illverjanlegt fyrir Einar Helgason. Hinsvegar verður að reikna markið á fram- vörð Akureyringa, sem gleymdi með öllu að gæta Bergsteins. Bæði liðin eignuðust í leikn- um tækifæri, sem hefðu getað leitt af sér mark, en ekki tókst þó að hækka markatöluna Vals- menn með sín blátt-áfram upp- hlaup voru mun hættulegri, en Akureyringamir sem notuðu kantana illa vom eins og óbrýnt eggjárn. Hvers vegna leika báð- ir útherjar Akureyrar 5—10 m inn á vellinum í stað þess að nýta allan völlinn og draga vörn andstæðinganna í sundur? Meðal tækifærana, sem liðin fengu má geta tveggja tækifæra Matthíasar Hjartarsonar, sem í bæði skiptin komst einn inn fyr- ir en Einar Helgason varði í bæði skiptin með úthlaupi. Páll Jónsson útherji ÍBA fékk svipaö tækifæri á 22. mín., en var skotvana, skaut laust fram- hjá marki. Akureyringar sóttu fast þessar mínútur og á 25. mín. ver Björgvin Hermannsson fast skot Kára, eins og af tilviljun, er hann fékk boltann í útrétta hönd af örstuttu færi. í sömu lotunni átti Steingrimur skot sem „fleytti kerlingar" á þver- Slánni. Annað stangarskot áttu Akureyringar á 37 mínútu, það var Skúli sem skaut föstu og góðu skoti frá vítateig. Akureyringar feimnir að skora Eftir 3 síðustu heimaleiki Ak- ureyringa virðist manni að liðið sé feimið að skora heima. Akur- eyringar hafa fengið á sig 7 mörk en ekki skorað neitt mark i þessum leikjum og framlínan virðist al'Is ekki finna sig eins vel og fyrr í sumar. Valsmenn hafa á að skipa liði, sem berst vel og það ríður bagga muninn. I Valsliðinu áttu beztan leik að þessu sinni þeir Ormar Skeggjason og Árni Njálsson. Björgvin í markinu var góður þegar á reyndi en það var reynd ar ekki mikið þar sem leikurinn fór mest fram utan hans um- ráðasvæðis. Aftasta vörn Vals var öll góð, framverðirnir sömu- leiðis og höfðu þeir góð tök á miðjunni. Framlínan er heldur sundurlaus, en Björgvin og Matt hías eru þar beztir og langhættu 'legastir. Akureyringar léku að þessu sinni leik, sem veldur vonbrigð- um, enda yfirgáfu hinir akur- eyrsku áhorfendur völlinn mjög óánægðir, höfðu flestir gert ráð fyrir sigri að þessu sinni og þar með 3. sætinu á fslandsmótinu, en svo varð ekki. Liðið lék langt fyrir neðan það, sem það á að geta sýnt og fæstir leik- menn áttu góðan leik. Einar Helgason í markinu var góður og verður ekki sakaður um þetta eina mark. Aftasta vörnin er enn stórt vandamál. Jón Stef- ánsson var jafnvel ekki í essinu sínu og átti til að bregðast. Framverðirnir voru ekki jafn- góðix nú og móti Akranesi. Fram Mnan er ekki nógu hættuleg, enda þótt leikmennirnir sem skipa stöðurnar séu í sjálfu sér góðir. Útherjarnir léku mjög vitlaust eins og fyrr segir og komu út eins og ákjósanlegustu varnarmenn í liði Vals. Jakob Jakobsson léku ekki með að þessu sinni vegna meiðsla. Baldur Þórðarson, Þrótti, dæmdi leikinn mjög vel. Hinir áhugasömu áhorfendur á Akur- Hafnfirðingar unnu Keflvíkinga 75:46 BÆJARKEFPNI í frjálsum í- þróttufln fór fram milli Hafnar- fjarðar og Kópavogs á Hörðu- völlum í Hafnarfirði 19. og 20. þessa mánaðar. Úrslit keppninnar urðu þau, að Hafnarfjörður sigraði, hlaut 75 stig en Kópavogur 46. Blikk- smiðjan Vogur í Kópavogi gaf á sínum tíma bikar til keppni í iþessu skyni. En þetta er þriðja bæjarkeppnin á milli þessara að ila, og hefur Hafnarfjörður bor ið sigur af hólmi í öll skiptin. Vann hann því nú umræddan bik ar til eignar. Athyglisverður ár angur náðist í ýmsu greinum. Úrslit í hinum ýmsu greinum voru sem hér segi’" 100 m hlaup: — Hfj. 8 Kópav. 3 Ingvar Hallsteinsson H 11,3 sek Ragn-ar Jónsson H 11,6 sek Kúluvarp: — Hfj. 3 K 8 Arthúr Ólafsson K 13,86 m Armann Lárusson K 13,71 m Stangarstökk: — Hfj. 8 K 3 Páll Eiríksson H 3,52 Gunnar Karlsson H 3,32 Sleggjukast: Hfj. 8 K 3 Pétur Kristbergsson H 40,76 Gísli Sigurðsson H 26,40 Þrístökk: Hfj. 7 K 4 Kristján Stefánsson H 13,41 Höröur Ingólfsson K 12,25 400 m hlaup: Hfj. 8 K 3 Páll Eiríksson H 53,9 Steinar Erlendsson H 54,8 Spjótkast: Hfj. 8 K 3 Ingvar Hallsteinsson H 59,86 Kristján Stefánsson H 51,25 Hástökk: Hfj. 8 K 3 Kristján Stefánsson H 1,75 Ingvar Hallsteinsson H 1,70 Langstökk: Hfj. 7 K 4 Kristján Stefánsson H 6,66 Hörður Ingólfsson K 6,51 Kringlukast: Hfj. 3 K 8 Þorsteinn Alfreðsson K 45,11 Arthúr Ölafsson K 37,88 4x100 m boðhlaup: Hafnaríjörður 45,5 Kópavogur 47,2 Heildarúrslit : Hafnarfjörður 75 stig. Kópavogur 46 stig. eyri létu sig ekki vanta á völl- inn þrátt fyrir heldur hryssings- legt veður seinni ’hluta sunnu- dagsins. Björgvin markmaður Vals slær knöttinn yfir. Deyfð og slakur árangur einkenndi Rvíkurmótið FRAMHALD Reykjavíkurmóts- ins í frjálsum íþróttum varð held- ur dauft, þátttaka lítil og árang- ur af lélegra tagi. Valbjörn hélt áfram sigurgöngu sinni á föstu- dagskvöldið. Hann sigraði létti- lega í 100 m hlaupi og einnig í stangarstökki. Hlaut hann alls f jögur meistarastig á mótinu. Hörðust keppnin á föstudag var í 1500 m hlaupinu milli Kristleifs og Svavars. Kristleifur hafði for- ystu nær allt hlaupið en hafði ekki svar á reiðum höndum við endaspretti Svavars. Tíminn var lélegur. Á laugardag var keppt í fimmt- arþraut, 300 m hindrunarhlaupi og boðhlaupum. Þar var þátt- taka mjög léleg — ein sveit í h’voru boðhlaupanna og árangur slakur. Úrslit urðu þessi: 100 m hlaup Valbjörn Þorláksson ÍR .... 11,2 sek. Úlfar Teitsson KR ......... 11,4 — Þórhallur Sigtryggsson KR .... 11,9 — Kringlukast Friðrik Guðmundsson KR .... 45,07 m Hallgrímur Jónsson A ...... 44,94 — Þorsteinn Alfreðsson UBK .. 40,63 — Jóhann Sæmundsson KR....... 38,77 — Stangarstökk Valbjörn Þorláksson IR .... 3,90 m Valgarður Sigurðsson ÍR ... 3,75 — Gestir keppninnar: Brynjar Jensson, HSH, 3,75 m . Páll Eirí'ksson, FH 3,20. Yfir- lÝsing VEGNA aðdróttanna í dag- blöðum og kviksagna manna á meðal þess efnis, að ég hafi verið í vitorði um meint mis- ferli Þorsteins Löve í kringlu- kastskeppni á landskeppninni um daginn, lýsi ég því yfir, að þessar aðdróttanir eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég ann íþróttunum og heiðri mínum meira en svo, að ég myndi nokkru sinni vísvitandi verða þátttakapdi í svindli í sambandi við íþróttakeppni. Mannorðsspillandi ummæli og rangar aðdróttanir í garð iþeirra, er vinna á vettvangi íþróttanna, varpa rýrð á íþróttahreyfinguna, engu síð- ur en tilraunir til að hafa rangt við í keppni og er það einlæg ósk mín, að íþrótta- samtökin láti ekki slík fyrir bæri festa rætur innan sinna vébanda. Reykjavík, 21. ágúst 1961 Guðm. Þórarinsson íþróttakennari 1500 m hlaup Svavar Markússon KR ....... 4:03,8 mín Kristleifur Guðbjörnss. KR 4:04,1 — Agnar Leví KR ............. 4:13,3 — Valur Guðmundsson ÍR ...... 4:28,0 — Gestur: Steinar Erlendsson FH, 4:15,1. Þrístökk Vilhjálmur Einarsson ÍR .... 15,18 m Þorvaldur Jónasson KR ...... 13,92 — Jón í>. Olafsson ÍR ........ 13,51 — 110 m grindahlaup Sigurður Björnsson KR ..... 16,1 sek. Sigurður Lárusson A ....... 16,7 — Jón Ö. Þormóðsson ÍR ...... 17,6 — Sleggjukast Þórður B. Sigurðsson KR ........ 50,66 m Friðrik Guðmundsson KR .... 48,72 — Jóhannes Sæmundsson KR .... 43,10 — Birgir Guðjónsson ÍR ....... 42,76 — 400 m hlaup Grétar Þorsteinsson A ...... 51,1 sek. Sigurður Björnsson KR ...... 53,6 — Komi aftan við úrslit Rvíkurmóts 22 3000 m hindrunarhlaup: Kristleifur Guðbjömsson KR 9:53, 8 Agnar Levý KR 10:01,7 Fimmtarþraut: Þorvaldur Jónasson KR 2335 stig. Jón í>. Ölafsson ÍR 1919 4x100 m boðhlau: Sveit KR 46,8 4x400 m boðhlaup: Sveit KR 5:55,6 Enska knattspyrnan: Tottenham heldur áfram sigurgöngu FYRSTA umferð ensku deildar- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit þessi: 1. deild: Arsenal — Burnley ............ 2:2 Birmingham — Fulham .......... 2:1 Blackburn — Cardiff ........... 0:0 Blackpool — Tottenham ......... 1:2 Bolton — Ipswich .............. 0:0 Chelsea — N. Forest ........... 2:2 Everton — Aston Villa .......... 2:0 Manchester City — Leicester .. 3:1 Sheffield U. — Wolverhampton .... 2:1 W.B.A. — Sheffield W .......... 0:2 West Ham — Manchester U....... 1:1 2. deild: Bristol Rovers — Liverpool .... 0:2 Leeds — Charlton .............. 1:0 Luton — Preston ............... 4:1 Middlesbrough — Derby ......... 3:4 Newcastle — L. Orient ......... 0:0 Norwich — Bury ................ 3:1 Scunthorpe — Brighton ......... 3:3 Southampton — Plymouth ........ 1:2 Stoke — Rotherham ............ 1 '2 Swansea — Huddersfield ........ 1:1 Walsall — Sunderland .......... 4:3 í 3. deild vöktu athygli sigrar Peterborough yfir Hull 3:2 og Crystal Palace yfir Torquay 2:1. Bæði þessi lið komu upp úr 4. deilá eftir síðasta keppnistíma- bil. — Skozka bikarkeppnin hélt áfram sl. laugardag og meðal úrslita voru þessi: Alrdrieonians — Glasgow Rangers 1:2 Hibernian — Cheltic ........... 2:2 St. Mirren — Hearts ........... 1:0 Third Lanark — Dundee ......... 3:2 Tottenham hélt áfram sigur- göngunni með sigri yfir Black- pool 2:1. í hálfleik var staðan 2:0 og voru þeir Jones og Smith þar að verki. Blaokpool sótti sig í síðari hálfleik og skoraði Ray Charnley mark þeirra. Leik- menn Tottenham léku mjög vel og sýndiu enn einu sinni að það er réttnefni „lið aldarinnar", sem margir kalla nú Tottenham. Hinn 46 ára Stanley Matthews lék ekki með Blaakpool sökum meiðsla í hnéi. — Sigur Sheffield Unitet yfir Úlfunum koim mjög á óvart og sýnir enn einu sinni að efstu liðin í II. deild eru yfir- leitt mjög sterk. í II. deild kom rnjög á óvart sigur Walsall yfir Sunderland 4:3. Fram tapaði MEISTARAFLOKKUR Fram — ásamt nokkrum styrktarmönnum — er nú í keppnisferð í Sovét- ríkjunum. Leikur liðið þar þrjá leiki og var hinn fyrsti þeirra sL sunnudag í Eistlandi. Framarar St Co. mættu þá Eistlandsmeistur- unum, Kalev. Töpuðu íslending- arnir leiknum með 3 mörkum gegn 0. Liðið leikur »æst á miðviku- dag og síðasta leikinn n.k. sunniv dag. Ingimor og Lisfon í hringinn INGEMAR Johansson fyrrum heimsmeistari í þungavikt hnefa leika var í gær í Róm. Þar sat hann fund með bandaríska fram- kvæmdastjóranum Fugazy og ræddu þeir um möguleika á kapp leik milli Jolianssons og Sammy Listons. Verður leikurinn vænt- anlega í nóvember eða desember og fer fram í Kanada eða á Ítalío. Staðfest er í Bandaríkjunum að unnið sé að þessum leik milH Ingemars og negrans og er þeim hvorum um sig tryggðar 200 þús. dollara tekjur af leiknum ef af verður. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.