Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 24
Vísindamaður f'/r Sjá bls. 8. IÞROTTIR Sjá bls. 22 187. tbl. — Þriðjudagur 22. ágúst 1961 Bátarnir í síld út af Skaga Atumagn djúpt út af Austfförðum UM HELGINA var lítið um síld fyrir norðan og austan, og voru sumir bátarnir að gera upp og halda suður, eink um Suðurnesja-, Akraness- og Vestmannaeyjabátarnir. En um kl. 3:30 í gær fann Áskell frá Grenivík mikla vaðandi síld á svokölluðu Kolku- grunni 19 sjómílur norðúr af Skaga. Héldu margir bátar þangað, bæði þeir sem voru að loggja af stað heim og bátar að austan, og voru fjöknargir að kasta þar á síld í gærkvöldi. Fjórir höfðu ) Utflutnings verðmætið' ca. 500 milljónir SAMANLAGT verðmæti síld- 1 araflans upp úr sjó er nú orð- Lð 238,1 milljón króna. Saltað hefur verið í 356.672 uppsaltað ar tunnur, og er verðmæti salt síldarinnar 93,8 milljónir kr. 1.099,442 mál hafa farið í Dræðslu og er verðmætið þessa 138,5 milljónir króna. 23.215 tunnur hafa verið frystar Og nemur það verðmæti 4,5 millj. kr., Og loks hafa 10.112 mál verið seld í erlend flutninga- skip fyrir 1,3 milljónir króna. Allar þessar tölur miðast við verðmæti síldarinnar úr sjó. Um útflutningsverðmæti síld arinnar er erfitt að segja að svo stöddu. Saltsildaraflinn rýrnar í tunnunum vegna á- pakkningarinnar um 10% og ennfremur mun sala lýsis og mjöls standa fram eftir hausti. Verð á lýsi hefur verið mjög misjafnt að undanförnu, allt að 10 sterlingspund á tonn mis munurinn. Auk þess ber að geta þess, að við framangreindar tölur bætist síldarúrgangur sá, er ýterksmiðjunum berzt til bræðslu frá söltunarstöðvun- um. — Útflutningsverðmæti síldaraflans mun sennilega verða um eða yfir 500 milljón- ir króna. tilkynnt afla sinn til Siglufjarð ar: Áskell 650 mál, Baldur EA 600, Bjarmi 600 og Garðar EA 300. Þetta er önnur tegund af síld en veiðzt hefur hingað til. Hún er smá ög fer öll í bræðslu. Á Austursvæðiniu höfðu nockkr ir bátar fengið síld í gær, upp í 400 mál, og vOru að kasta í gær kvöldi djúpt úti. Dreifða síldin í átuna. Fréttaritari blaðsins í Neskaup stað átti í gær tal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, sem er á Ægi fyrir Austurlandi. Sagði hann að nýtt átumagn væri að myndast 90-—100 mílur út af Aust fjörðum. Ægir hefði fundið mikið síldarmagn um 60—80 mílur út af Austfjörðum og áleit Jakob það vera sömu síldina sem hefur verið grynnra áður, og hafi hún fært sig út. Telur hann ólíklegt eða sennil. útilokað að þessi síld komi aftur nær landi. En síldin er mjög dreifð og lítið lun góðar torfur. Sagði Jakob að þetta væri sennilega góð reknetasíld, en tæp Iega snurpisíld. Jakob vildi ekkert fullyrða um nýjar sildargöngur, en sagði þó að nær einu líkurnar séu að ný ganga korni að norðan, því vart hefur orðið við allmikið magn um 70 mílur út af Langanesi. Hinn möguleikinn er sá að sumar gotsíldin að sunnan gangi norður eftir. En hvorutveggja telur Jak ob ólíklegt. Mun Ægir halda áfram að leita út af Austfjörðum. Bjóst Jakob við að dreifða síldin, 60—80 mílur úti, mundi leita í átumagnið og veiðast þar ef vel viðraði. Aðeins 15 norsk skip munu vera eftir um 80—90 mílur út af Austfjörðum og hafa þau feng ið nokkurn afla. 11 ára, saltaði í 10 þús. tunnuna Fréttaritarir þlaðsins símuðc gær: Neskaupstað 21. ágúst. — f gær og fyrrinótt komu 11 bátar hing að með síld til bræðslu. Aflahæst voru Akraborg með 372 mál, Hrafn Sveinbjarnarson 324, Manni 295, Árni Geir 176 og Helga 195 mál. Mjög margir bátar voru hér inni í gær, og munu flestir hafa komið hingað vegna uppgjörs. Frétzt hefur af síld 60—70 mílur hér fyrir utan og er vitað um báta sem þar hafa kastað. Sæfaxi fékk þar 200 tunnur og Guðrún Þor- Framhald á bls. 23. Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, býður forscta fslands og frú i hans velkomin til veizlunnar: (Ljósm. Mbl.: K. M.) j Hagur fyrir fiskiðnaðinn að ganga í Efnahagsbandalaglð CHRISTOPHER Soames, sjávarútvegsmálaráðh. Breta, heimsótti í sl. viku fiskihafn- irnar í Hull og Grimsby - og skoðaði m.a. stóra þorskalýs- isverksmiðju þar og nýjasta togara fiskimanna í Hull, D. B. Finn. Á fundi með blaða- mönnum um borð í togaran- um ræddi hann m. a. um fiskveiðar og Efnahagsbanda lag Evrópu, og sagði að yfir- leitt væru þau lönd, sem flytja inn fisk, þátttakendur í Efnahagsbandalaginu og því virtist mikill hagur fyrir fiskiðnað Breta, ef þeir gengju í Efnahagsbandalag- ið. — HÉRAÐSMOT Sjálfstæðismanna í Dalvík HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður á Dalvík, laugar- daginn 26. ágúst, klukkan 20.30. Á móti þessu munu þeir Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, og Magnús Jónsson, bankastjóri, flytja ræður. Þá verður flutt óperan Rita eftir Donizetti. — Með hlutverk fara óperusöngvar- arnir Þuríður Pálsdóttir, Guð munáur Guðjónsson, Guð Magnús mundur Jónsson og Borgar Garðarsson, leikari. Við hljóðfærið F. Weisshappel, píanó- leikari. — Dansleikur verður um kvöldið. Bjarni Mbl. leitaði álits Jónasar Har- aldz, ráðuneytisstjóra, á þessum ummælum brezka sjávarútvegs- málaráðherrans. Sagði Jónas, að þessi afstaða lægi í augum uppi, þar sem tollar á öllum fiskafurð- um öðrum en lýsi og fiskimjöli yrðu hjá Efnahagsbandalaginu 15—20%, t. d. 18% á freðfiski. svo að þeir sem stæðu utan bandalagsins ættu örðugt með að keppa á Evrópumörkuðum. Auk þess mætti búast við að landan- ir á nýjum fiski yrðu takmark- aðar eða jafnvel bannaðar þeim n'kjum, sem ekki verða í Efna- hagsbandalaginu. lVlik.il aðsókn að Keykjavíkursýmngunni MIKIL aðsókn hefur *verið að Reykjavíkursýningunni. Á sunnu daginn skoðuðu hana um 6 þús. fullorðnir og telja kunnugir að með börnum hafi sýningargestir verið 9—10 þús. Á laugardag komu 5.500 fullorðnir og í gær var einnig góð aðsókn. Á sunnudaginn var góð aðsókn að sýnin/gum þeim sem efnt var til, einkum fjölmennti æskufólk. Vakti athygli skrautsýning, sem fjöldi ungmenna tók þátt í. Fóru um bæinn vagnar, sem skreyttir höfðu verið með viðfangsefnum sögulegs eðlis. Þá sagði Jón Páls- son sögu Reykjavíkur og Helga og Hulda Valtýsdætur stjórnuðu barnaskemmtun. Um kvöldið var æskulýðsdagskrá í kirkjunni kl. 8,30 og síðan skátavarðeldur kl. 9,30. Kynningarferðir þær sem farn ar hafa verið um bæinn alla dagana hafa verið vel sóttar og á sunnudag fór 50—60 manns í kynnisferð austur að Sogsfossum. í gærkvöldi voru tónleikar í Neskirkju, kvikmyndasýning í Melaskólanum og kl. 10 átti Lúðrasveit Reykjavíkur að leika, ef veður lyfir. (Ljósm. Mbl.: K_ M.) BORGARSTJÓRI og for- seti bæjarstjórnar efndu til hátíðlegrar veizlu að Hótel Borg sl. laugardagskvöld af tilefni heimsóknar for- seta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, og frúar hans, Dóru Þórhallsdóttur, til Reykjavíkur. Milli 170 —-180 manns sátu veizluna. Borgarstjóri, Geir Hall- grímsson, bauð gesti vel- komna og stjórnaði sam- kvæminu. Frú Auður Auð- uns, forseti bæjarstjómar, flutti ræðu fyrir minni forsetahjónanna; forsetinn þakkaði fyrir og flutti ræðu fyrir minni Reykja- víkur. Fór veizlan i alla staði hið bezta fram og var lokið um miðnætti. T o a r a a fli í GÆR komu togararnir Jón for* seti Og Freyr af Grænlandsmið- um með um 200 lestir af fiski hvor. Síldaraflinn 1,5 miiij. mál og tunnur Bátarnir farnir að hætta veiðunum SÍLDARAFLINN á vertíðinni er nú orðinn 1.489.441 tunnur og mál, og bættust 118.703 mál og tunnur við í sl. viiku, en sjómenn álíta nú að sumarsíldveiðum sé nú að mestu lokið, að því er seg- ir í skýrslu Fiskifélags íslands, og margir hættir veiðum. Hæstu bátar á sumarsíldveið- unum eru Víðir II frá Garði með 20.552 mál og tunnur, annar ÓI- afur Magnússon AK með 19.266, þá Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði með 19000 og Guðmund ur Þórðarson með 17.342. HÁSETAHLUTUR 80 ÞÚS. KR. Fimmti báturinn, Haraldur AK, er hættur veiðum og kom- irm til Aikraness. Fréttaritari 'blaðsins á staðnum símaðj í gæa? að Haraldur hefði veitt 17.100 mál og tunnur, og væri hæstur Akranesbáta. Mundi það láta nærri að hásetahlutur væri 80 þús. kr. Skipstjóri á Haraldi er Ingimundur Ingimundarsan. Sjö 'bátar aðrir eru komnir heim til Akraness. Af heildarsíldaraflanum I sumar hefur liðlega 1 mállj. mál farið í bræðslu, en 3ð7 þús. tunnur í salt. í erlend skip vorui seld 10.112 mál af bræðslusíld og í frystingu fóru 23.215 upp- mældar ttmnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.