Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 1
20 síðtir wMábib 48. árgangur 188. tbl. — Miðvikudagur 23. ágúst 1961 Prentsmiðja Mor'unblaðsiiUI Adenauer Einnig austan markanna Berlín, 22. ágúst (Reuter) Konrad Adenauer kanzlari V- JÞýzkalands kom til Vestur- Berlínar í dag og var ákaft f agnað af íbúum borgarinnar, bæði í austri og vestri. Á fundi með fréttamönnum í Berlín sagði kanzlarinn að samið yrði um framtíð Vestur Berlínar eftir nokkrar vikur eða mánuði og lagði til að Bandaríkin befðu forgöngu í málinu. Adenauer bætti því við að hann teldi viðbrögð Vesturveldanna við hinni ógn arlegu lokun Vestur-Berlínar alls ekki nógu ákveðin. Á ferð sinni við landamær in í Berlín var Adenauer á kaf t hylltur af íbúum Austur- Berlínar meðan háðsyrðum um gjallarhorn kommúnista. Á fréttamannafundinum sagði Adenauer: að framtíð Vestur- Berlínar yrði ráðin á næstu vik- um eða mánuðum með samning- um. Yrðu Vestuorveldin að standa sameiginlega að þeim samning um. — Eg tel ekki ráðlegt fyrir Vestur-Þýzkalandi og hafa for- göngu um slíkar samningaviðræð ur. Eg tel að Bandaríkin eigi að stíga fyrsta sporið, sagði kanzlar inn. Framhald á bls. 19. Svíar ekki í agsbandalagið Stokkhólmi, 22. ágúst. (NTB/Reuter) S Æ N S K A stjórnin hefur ákveðið að fylgja ekki því fordæmi Danmerkur og Bret lands að sækja um inntöku í Efnahagsbandalag Evrópu, sagði Tage Erlander, for- sætisráðherra á ársþingi málmiðnaðarverkamanna í Stokkhólmi í dag. Sagði hann að Rómarsamningurinn, eins Stolna listaverkið: Hertoginn af Wellington eftir Francisco Goya. — Sjá frétt á bls. 2. og hann liti út í dag, gæti ekki samrýmzt hlutleysis- stefnu Svíþjóðar. — Utanríkisstefna Svíþjóðar markast í aðalatriðum af því að forðast bandalög á friðartímum en halda hlutleysi á styrjaldar- tímum. Við höfum undanfarin ár orðið varir við það að hlut- leysisstefna Svíþjóðar hefur ver- ið að vinna álit meðal stórveld- anna, sagði ráðherrann. — I dag eru hlutlausu löndin í hreinum meirihluta hjá Sam- einuðu þjóðunum. Víðtæ'kur stuðningur er veittur við tilraun ir nýrra þjóða til að taka upp hlutíeysisstefnu og það væri furðulegt ef vestrænar þjóðir reyndu að knýja fram stefnu, sem orsakaði erfiðleika í utan- ríkismálum hlutlausra smáþjóða. Lyndon B. Johnson varafor- seti Bandarikjanna fagnar komu 1500 bandariskra her- manna til Vestur Berlínar s.I. sunnudag. Hægra megin við varaforsetann stendur Glover Johns ofursti, yfirmaður her- ' sveitarinnar — (sjé myndir | bls. 8). Svíar eru meðlimir í Fríverzl- unarbandalagi ríkjanna sjö. Breytingar í Moskvu Æila&i oð rétta Skakka turninn Pisa, ítalíu 22. ágúst (Reuter) LÖGREGLUVÖRÐUR hefur und anfarið verið hafður við skakka turninn í Pisa. Ástæðan er sú að fyrr í þessum mánuði barst hót- unarbréf um að sprengja turn- inn. í nótt stöðvaði lögreglan ungan f tala, sem gekk að turninum með sög í hendinni. Einn lögreglu- manna spurði manninn hvað hann hefði í hyggju. „Ég ætla að rétta turninn", var svarið! Maðurinn var sendur í sjúkra- hús til rannsóknar. SAMKVÆMT upplýsingum, sem borizt hafa til London, mun að minnsta kosti einn og sennilega tveir menn missa sæti sín í Æðsta ráði kommúnistaflokks Sovétríkj- anna þegar 22. flokksþingið kemur saman í október. — í Æðsta ráðinu eiga nú sæti 14 menn. Averki B. Aristov, sem verið hefur meðlimur Æðsta ráðsins, var í febrúar sl. gerður að sendiherra Sovétríkjanna í Varsjá og í rauninni útlægur frá Moskvu. Virðist öruggt að hann missi sæti sitt í Æðsta ráðinu. Otto W. Kuusinen, sem tek- inn er að eldast, en var eitt sinn æðsti maður Æðsta ráðs- ins, verður sennilega leystur frá störfum í Æðsta ráðinu. Talið er að Krúsjeff muni sjálfur tilnefna menn í sæti þeirra Aristovs og Kuusinens. Á flokksþinginu er einnig tal- ið að kosin verði ný miðstjórn kommúnistaflokksins. — 1 orði kveðnu hafa flokksþingið og miðstjórnin, skipuð 120 mönn- vbn, úrslitavöld í Sovétríkjun- um. En reyndin er sú að ákvarðanir Krúsjeffs ráða öllu. witil^BMnu MMííÉM Averki B. Aristov Túnis og Frakkland semji um New York, 22. ágúst. (NTB) ADLAI Stevenson, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, skoraði í dag á Frakka og Túnisbúa að hefja nú þegar viðræður um lausn Bizertadeilunnar. Sagði hann að löndin tvö ættu að vera yfir smáatriði -- segir Stevenson hafin og reyna að leysa deil- una með samningum. A fundi Allsherjarþingsins í dag um Bizerta vítti Stevenson Sovétríkin harðlega fyrir árásir þeirra á nýlendustefnu Vestur- veldanna. Sagði hann að . ekki væri unnt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Frakkar hafi veitt fyrrverandi yfirráða- svæðum sínum sjálfstæði, sem væru að víðáttu svipuð að stærð og þau landsvæði sem Sovétríkin hafa kúgað undir sig. Fulltrúar Frakka halda áfram að hundsa Bizertafundi Allsherj arþingsins. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum í New York hefur franska sendinefndin feng ið fyrirskipanir um að koma ekki nálægt stöðvum SÞ meðan Bizertafundirnir standa yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.