Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 23. ágúst 1961 MORGVl\TtT/AÐ1Ð 3 I Enginn er verri þótthannvökni Þetta er nú ekkert miðað við veðrin á veturna, segir annar, og regnið drýpur úr augna- brúnunum, ofan hökuna og niður á stakkinn. Þið hangið ekki inni í skúr í óveðrinu? — Við höngum aldrei inni í skúr í vinnutímanum, segir verkstjórinn. EKKI MYND 1 GALLANUM í Safamýrinni klofum við gegnum drulluna ' að hús* grunni, þar sem ungur maður og kona eru að rogast með skolprör á milli sín. Þið eruð að byggja? Hvað sýnist þér? Megum við taka mynd af ykk ur með rörið? Nei, eruð þið vitlausir, haldið þið að ég vilji fá mynd af mér í Mogg- anum í þessum galla, segir unga frúin, og reynir að hlaupa í hvarf frá myndavél- inni. STAKSTEINAR Af hverju ikki vigtarmanninn? Eysteinn Jónsson hefur tekitf sér það fyrir hendur að reyna að sanna landslýð að kaupliækkan- irnar í sumar svari til 1% af útflutningsverðmæti afurða. Við þessar kátbroslegu tilraunir hef- ur hann sett í gang allt ,,fræði- kerfi“ eysteinskunnar, en það er sem kunnugt er: falsanir, ósannindi og þegar bezt lætur hálfsannleikur. Að þessu sinni er röksemdafærslan á þann veg, að einn kostnaðarliður útflutnings- framleiðslunnar er tekinn út úr, þ.e.a.s. bein vinnulaun í frysti- hiisum. Bæði er svo skrökvað til um hækkun vinnulaunanna og eins um hundraðstölu þá, sem vinnulaun eru af kostnaði við fiskvinnslu. Loks er svo þver- summu lyginnar deilt inn í út- flutningsverð afurða og út kem- ur 1%. ÞO VERRA NIÐUR HRYGGLENGJUNA — Ég er alinn upp í sveit, en vann síðan í Vestmanaeyj- um alla algenga útivinnu, seg- ir bílstjórinn okkar, en hann er bráðum búinn að aka á B.S.R. í þrjátíu ár. Ertu vatnshræddur, spyrj- um við bílstjórann. Blaðamað urinn mundi, hvað hann öfund aði bílstjórana mikið í rign- ingu, þegar hann var í vega- vinnu á árunum. Maður venst því nú fljót- lega að vinna i rigningunni. Bara ef maður hefur góðan stakk og bússur. Bílstjórinn félLst þó á það að lokum, að það væri þægilegra að horfa á vatnið skvettast undan þurk unum, en finna það renna niður hálsmálið. HELDUR f SKÓLANN Á Miklatorginu ökum við fram á veurbarinn sendisvein á hjóli með rukkaratöskuna á maganum. Af hverju ertu ekki í regn- kápu? Það er ómögulegt að hjóla í svoleiðis. Þeim einum fannst gaman að sulla. — Ertu að sendast? — Ég er að sendast hjá bæj- arútgerðinni. Annars er ég í Miðbæjarskólanum á veturna. Það er gaman að sendast í sól. Hvort viltu heldur sendast í rigningu eða byrja í skólan- um? — Þá vil ég miklu heldur byrja í skólanum. STRÁKARNIR HREKKISVÍN Mamma skammar okkur, ef við erum að sulla, segja börn-. in á Snorrabrautinni, en það gerir ekkert til, hún skamm- ar okkur ekkert mikið. Ég má alltaf vera úti í rigningu, ef ég hef sjóhatt, segir ein stelpan, Það eru bara bílarn- ir, sem skvetta á okkur, segir vinkona hennar, og svo strák arnir. Þeir eru hrekkisvín. HRESSILEGRI GUSUR Á HALANUM Niður á Faxagarði er verið að Ijúka við löndun úr Pétri Halldórssyni. Hann var að koma frá Grænlandi með 100 tonn af karfa. Þeir eru að skola lestarnar og bæta upp rigninguna með vatnsslögun- um. Menn kippa sér ekki upp við nokkrara vatnsgusur við höfnina. Það þýðir ekkert að spekú- lera í smá rigningu, segja karl- arnir. Það verður að skipa karfanum upp. Það voru nú hressilegri gusurnar á Halan- um á árunum, segir gamall sæ- garpur. Þeir kunna líka að klæða af sér vatnið héma við sjóinn. í stakk og bússum, með sjóhatta og gúmmívettl- inga. Á ÞINGMANNSSKÓM í þann mund, að blaðamað- urinn og ljósmyndarinn hafa flúið undan rigningunni í bíl- inn, hallar veðurbarinn sæ- garpur sér inn um gluggann og segir: — Hafiði eld handa mér, Framhald á bls. 19. I husgrunm i Safamyri. — Ekki mynd af mer í gallanum, sagði frúin. Tii gamans vill Morgunblaðið benda Eysteini Jónssyni á, að hann getur líklega reiknað þessa tölu niður í í/c með nákvæmlega jafn haldgóðum rökum, þ va.s. ef hann tekur til dæmis laun vigtarmannsins eins út úr og fer um þau höndum á þann veg, sem hann hefur gert með einrn kostn- aðarliðanna, Sá sannsögli Fyrir skömmu sat Eysteinn Jónsson fundi í stjórn síldar- verksmiðja ríkisins norður og austur á landi. Þar var það upp- lýst, að verð á síldarlýsi hefði lækkað úr 59 sterlingspundum fyrir tonirið í febrúarmánuði og niður í 49 pund nú. Jafnframt hafði svo síldarmjöl lækkað all- mikið á heimsmarkaðnum. Verð á þessum afurðum hefur sem kunnugt er verið mjög Iágt og töluverðar sveiflur á því. Þegar Eysteini Jónssyni hafði verið skýrt frá þessu, hraðaði hann sér suður til Reykjavíkur. Þar iét hann samþykkja ályktun um að allt væri í himnalagi, þar sem verðlag væri hækkandi, Lítil samlíking Eftirfarandi birtist í Iangri grein í Þjóðviljanum í gær, þar sem ofbeldisverkum vinanna í Austur-Berlín er sungið lof og dýrð. „Lítil samlíking. Ráðstöfun þessari má líkja við tvíbýli á bæ, þar sem annar bónrdinn hefði haft fyrir sið að reka rollur sínar í tún hins, en him\ siðan reist girðingu við tún- mörkin. Þá mundi fara líkt og í Berlín. Sá fénaður, sem vanur var túnstöðunni, mundi standa jarmandi við girðinguna í nokkra daga, en bálreiður eigandinn steyta hnefann í átt til nábúa síns.“ íslenzku kommúnistarnir eru þannig sýnilega ekki minni gadda vírsunnendur en flokksbræður þeirra fyrir austan tjald. Þeim finnst í bókstaflegri merkingu, að gaddavírinn eigi að gegna því hlutverki að hjálpa valdhöfuir- um til að meðhöndla fólkið á sama hátt og skynlausar skepn ur. Að þeirra áliti á að fara með almenning eins og sauðfé. Hann skal fóðra, meðan hann gegnir hlutverki í þágu valdhafanna. Hannr má girða inni og sjálfsagt líka slátra honum, ef svo býður við að horfa. Þá vil ég heldur byrja í skólanum. HANN byrjaði að rigna kl. 7 í gærmorgun með landsynn- ingi. VIÐ IIRINGJUM Á VEÐURSTOFUNA UPP ÚR HÁDEGINU — Er það veðurstofan, já góðan daginn, er Páll Berg- þórsson við? Augnablik. Halló, Páll? Komdu blessaður, það er á Morgunblaðinu, þar er góða veðrið í dag. Sæmi- legt, segir Páll, hraustum mönnum. Hvernig lítur þetta út? Ætli þetta gangi ekki yfir, býzt við því. Það er SA átt um allt land núna, verst hérna fyrir sunnan, 7 vindstig, en skánar sennilega á morgun með SV átt. Hitinn var 10 stig um hádegið. SA áttin er yfirleitt hlý og oft lítill mun- ur á hitanum á sumrin og vetrum. Jú ætli hann skáni ekki. Það er næstum þv{ ó- hætt að lofa því að veðrið hef- ur skánað um það leyti, sem blaðið fer í pressuna hjá ykk- ur. ALDREI INNI í SKÚR í VINNUTÍMANUM Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. voguðu sér út í rigning- una í gær, reyndar í bíl, og hittu margt veðurbarið fólk á förnum vegi. Víðsvegar var verið að vinna við byggingar og gatnagerð, en mönnum leizt greinilega illa á veður- farið, og tóku sér ríflegan kaffitíma, þ.e.a.s. þeir, sem voru svo hepnir, að verkstjór- inn stóð ekki yfir þeim með svipuna á lofti. Uppi á Miklubraut er vinnu- flokkur frá bænum að mal- bika. Við skjétumst til þeirra út í rigninguna og spyrjum galgopalega, hvort ekki sé þægilegt að vinna í bleytunni. Hressilegur ungur maður maður tekur vel í það, en einn eldri mannanna hnussar og segir, að þetta sé bölvaður óþverri, sérstaklega í tjörunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.