Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFN!= ENGINN brezkur rithöfundur hefur eftir síðari heimsstyrj- öldina haft eins mikla ánægju af ritdeilum og John Osborn, og eru fáir, sem hafa valdið eins miklum ritdeilum. Síðastu áideilu hans og tví- mælalaust þeirri bitrustu er beint gegn brezka þjóðfélag- inu. Birtist hún fyrir skömmu í Tribune, vikuriti vinstri sinn aðra í verkamannaflokknum, og nefnist hatursbréf. f bréf inu afneitar hann þjóð sinni og ákærir forystumenn henn ar. Þar segir m.a.: — Þetta er hatursbréf og það er til ykkar landar mínir. Eg á við þá menn meðal þjóðar minnar, sem hafa atað hana auri. Mannanna, sem hafa stjórnað með blindni, brjálaðs manns og svikið þjóð mína í hendur dauðanum. Þið eruð morðingj ar hennar og í heila mínum ríkir lítil önnur hugsun en sú að gnga af ykkur dauðum. Þetta bréf vekur undrun, þegar litið er á frægð þá, sem Osborne hefur notið meðal þjóðar sinnar s.l. fimm ár. Líf John James Osborne var ekki auðvelt framan af, og lít ið sem hann hefur gert síðan „Horfðu reiður um öxl“ gerði hann frægan og ríkan 1956, hefur breytt skapgerð hans. Tvö leikrit hans hafa notið viðurkenningar gagnrýnenda. Einnig hefur verið gerður góð ur rómur að nýjasta leikriti hans „Luther“ og ertgert ráð fyrir að það verði synt lengi í leikhúsum Lundúna. Kvikmyndafélag, sem Os- borne stofnaði hefur gert kvik myndir eftir tveimur fyrstu leikritum hans og hafa þær orðið mjög vinsælar. Osborne er 31 árs, kvæntur leikkonunni Mary Ure, sem fyrst hlut viðurkenningu, þeg ar hún lék konu Jimmy Port ers í „Horfðu reiður um öxl“ á leiksviði. Osborne hefur notið þeirrar ánægjutilfinningar, sem fylgir því að vera auðugur. Hann á skemmtilega íbúð í listamanna hverfi Lundúna og hús í Frakklandi. Einnig hefur hann getað veitt sér þá á- nægju, að ganga í dýrum föt um eftir nýjustu tízku. En leiðin til velgengninnar var erfið. Faðir Osborns var listamaður og lézt þegar sonur hans var enn á barnsaldri. iRt höfundurinn ólst upp við fá tækt og stundum þurftu hann og móðir hans að lifa af minna en 100 kr. á viku. Osborne hætti skólanámi 16 ára gamall og byrjaði að vinna, fyrst sem fréttamaður og síðar í leikhúsi. Hann komst á leiksviðið eft ir einkennilegum leiðum. Fyrst byrjaði hann með því að kenna börnum, sem Iéku í umferðaleikhúsi og þegar hann þótti ekki hæfur til starf ans, var hann gerður aðstoðar leiksviðsstjóri og að síðustu varð hann leikari. f sex ár barðist hann við fátæktina, sem leikari og skrif aði á þeim tíma fimm leikrit, sem enga vlðurkenningu hlutu, áður en „Horfðu reiður um öxl“ veitti honum frægð. Það var beizk ádeila á yfir borðskenndar venjur brezku þjóðarinnar. Osborne var ennþá reiður, þegar „The Entertainer" kom fram á sjónarsviðið sex mán- uðum síðar. En gagnrýnendur sögðu, að sú reiði, er þar kom fram væri hæglátari, eldri og daprari. Næst kom „Heimur Paul Slickey", þar kom fram reiði gegn hinum smekklausa heimi slúðurdálkanna, en leikritið var ekki sýnt nema sex vik ur. í „Luther“ er gamla reiðin komin aftur og var henni nú beint gegn Kaþólsku kirkj- unni. John Osborne er annars vegar hinn frægi leikritahöf- undur, kaupsýsluimaður, sem vill gjarna gegna forystuhlut verki í nútímaleikhúsum Eng lands og láta á sér bera. Ilins vegar er hinn hann hinn upp- reisnargjarni maður, sem er skjótur að ákæra og fylgja á- kærunni eftir með hvaða að- ferð, er til fellur og stundum getur hann orðið altekinn af óréttlætinu, sem honum finnst ríkja í kringum sig. Hatursbréfið virðist vera rit að af hinum síðar nefnda. • Gengið • - — Nei, forstjórinn hefur alveg á réttu að standa. Það er ekki bæði hægt að vinna og snyrta neglur sínar í einu. Prófessórinn, sem var mjöig við utan, horfði með undrun á snæri, sem hann hélt á í hendinni. — Þetta þýðir, sagði hann, annað- hvort að ég hafi fundið snæri eða tapað hesti. Söfnin Z.istasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Arbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameriska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað faug- ardaga og sunnudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alia virka daga, nema iaugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nsma laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, Mannætur höfðu tekið kristni- boða fastan og ætluðu að fara að sjóða hann. Höfðinginn sagði, að ef kristniboðinn gæti sýnt sér eitthvað, sem hann hefði aldrei séð áður, myndi hann þyrma hon- um. Kristniboðinn tók upp síga- rettukveikjara og kveikti á hon- um. — Allt í lagi, þú mátt fara, sagði höfðinginn, þetta er fyrsti kveikjarinn, sem ég hef séð kvikna á í fyrstu tilraun. Kaup Sala 1 Sterlingspund 120.30 120.60 1 Bandaríkjadollar M 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur 621.80 623.40 100 Norskar krónur ■«. 600,96 602,50 100 Sænskar krónur ..- 832,55 834,70 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frankar ... . 873,96 876,20 100 Belgiskir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,15 996,70 100 Gyllini 1.194.30 1.197.36 100 Tékkneskar kr 596.40 598.00 100 Vestur-þýzk mörk 1.077,54 1.080,30 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Pesetar 71,60 71,80 1000 Lirur ........... 69,20 69,38 !— Auðvitað er ég hlynntur sjálfsákvörðunarrétti — ég ákveð þessa hluti sjálfur. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Timbur til sölu Notað mótatimbur til sölu. Uppl. í sírna 346Ö8. íbúð til leigu Ný 3ja herb. ibúð í Kópa- vogi til leigu. Tilboð um leigu og fyrirframgr. send- ist Mbl. fyrir nk. miðviku- dag, merkt: „5289“. Barnarúm 3 gerðir. Verð frá kr. 550,- Húsgagnavinnustofa Sighvatar Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Sími 10274. Stúlka með barn á öðru ári óskar eftir vist. Má gjarnan vera í sveit. Svar sendist Kaarina Köpönen, Smiðs- húsi, Eyrarbakka. Báðskona Kona með 0 ára barn ósk- ar eftir ráðskonustöðu á góðu heimili í Reykjavík. Tilboð sendist blaðinu fyr- ir laugardag, merkt. „Ráðs kona — 5288“. Til Ieigu 4ra herbergja íbúð á góð- um stað í Kópavogi. Uppl. í síma 23912 kl. 1—5. Pússningasandur til sölu, góður, ódýr. — Sími 50230. Til söu Drag'nótaspil til sölu ásarnt nót og 8 tógum — fyrir 5—12 tonna bát. Uppl. í síma 33833. Herbergi óskast Tveir skólanemenuur óska eftir herbergi til leigu, helzt við Barónsstígin. — Uppl. í síma 18632. Rafvirkjar Vantar rafvirkja nú þegar. Ólafur Jensen rafv.m. Sími 34559. Tvítug stúlka ábyggileg, vön afgreiðslu, óskar eftir afgreiðslu- störfum. Uppl. í síma 35900. Kenwood hrærivél (Chef) með tilheyrandi hakkavél og berjapressu til sölu. Uppl. í síma 35900. Herbergi óskast Uppl. í síma 22150. Ung hjón vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 13261 á kvöldin á milli 7—8 í kvöld og næstu kvöld. íbúð óskast 2—3 herbergja íbúð óskast strax. Uppl. í síma 16110. Hátíðarpeningur 1930 Eins manns svefnsófi, am- erískt bamarúm og Tan- Sad kerra. Uppl. í síma 37795. óskast til kaups. Hátt verð. Tilboð sendist í pósthólf 1211. Uppþvottavél til sölu Stór uppþvottavél tilvalin fyrir veitingahús eða skóla. Verð kr. 12.000.00. Til sýnis í verzluninni Álafoss, Þingholtsstræti 2. Ó d ý r a r o g tieilsárskápur GUÐRIJ N Rauðarárstíg 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.