Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNfíL4ÐIÐ Miðvikudagur 23. ágúst 1961 Þúsundir lögreglumanna vernduðu lif Mikoyans hafa þótt heldur kuldaleg. Hafa viðskiptamál landanna nær algerlega orðið útund- an, vegna áhuga Mikoy- ans á að koma á fram- færi skoðunum sínum og fé- laga sinna á öðrum efnum. Reyndar eru flestir farnir að venj'ast nokkrum gjósti, þeg- ar sovétleiðtogar eiga í hlut. En nú fjölgar hviðunum frem- ur en hitt. 0 Ögranir og hótanir Það sem Mikoyan virðist hafa lagt mest upp úr í sam- bandi við heimsókn sína til Japans, er að fá þar tækifæri til að ráðast á varnasamstarf Japans og Bandaríkjanna. Hefur hann haft uppi ýmsar ögranir og reynt að vekja meðal almennings andstöðu gegn stjórnarvöldum landsins - gestgjöfum hans - í málinu Þá hefur Mikoyan í ræðum sínum m. a. hótað japönsku þjóðinni eyðingu í stríði, ef til þess komi, en samskonar hótanir hefur Krúsjeff marg- endurtekið að undanförnu ANASTAS Mikoyan, vara- forsætisráðherra Sovétríkj anna, hefur verið í heim- sókn hjá Japönum upp á síðkastið. Hann kom til Tokyo um miðjan mánuð- inn, til þess að opna um- fangsmikla sovézka vöru- sýningu, en heimleiðis fór hann í gær, eftir 9 daga dvöl í landinu. — Ekki verður sagt, að hinn sov- ézki ráðherra hafi verið mikill aufúsugestur eystra. 9 daga heimsókn sovékka ráðherrans á enda Japanir veittu IVIikoyan hirtingu fyrir að blanda sér i innan- ríkismál þeirra -x 0 Mikil varúð Strax áður en Mikoyan kom til landsins, voru farnar fjöl- mennar göngur, til þess að mótmæla heimsókn hans. Óhjákvæmilegt þótti, að gera víðtækar varúðarráðstafanir, svo að gesturinn yrði að mestu óhultur, meðan hann stæði við í landinu. Hvarvetna, þar sem hann átti að leggja leið sína, var reynt að þúa svo um hnút- ana, að ekki yrði hægt um vik að sýna honum tilræði. Drjúg- um hluta af dagskrá þeirri, sem gengið hafði verið frá fyr- ir heimsóknina, var haldið leyndum, til þess að honum yrði síður gerð fyrirsát. Og svo mætti fleira telja. Komm- únistar og aðrir vinstri menn hafa þó að sjálfsögðu reynt sitt til þess að heimsóknin fengi á sig hlýlegri blæ. • Fleira í pokahorninu Heimsóknin var vegna vöru- sýningarinnar, sem Mikoyan kom til að opna og var fyrir fram tengd verzlunarviðskipt- tun landanna. Var það trú margra að hann mundi leggja höfuðáherzlu á að skapa bætt- an jarðveg fyrir vöxt þeirra og viðgang. En það er nú kom- ið á daginn, að annað og fleira bjó undir. í , heimsókninni hafa hrotið af vörum Mik- oyans ýmis ummæli um hin ólíkustu mál, sem mörg hver mál“. — Yfirlýsingin, var flutt bæði í sjónvarp og út- varp af framkvæmdastjóra flokksins, Shigesaburo Maco, eftir að Ikeda, forsætisráð- herra, hafði tjáð sig sam- samþykkan henni. Er það al- gjört einsdæmi, að tilefni gef- ist til útgáfu slíkrar yfirlýs- ingar, þegar í hlut á tiginn erlendur gestur. En það er útbreidd skoðun, að með ummælum sínum hafi Mikoyan tvímælalaust gengið skrefi of langt til íhlutunar um innanríkismál landsins. * gagnvart vestrænum þjóðum, sem eru í bandalagi um varn ir sínar. • Gestgjafarnir hirta gestiim Þessi áróður Mikoyans í Japan getur m. a. gengið svo langt, að flokkur forsætisráð. herrans, Hayato Ikeda, neydd ist til að gefa út yfirlýsingu, þar sem m.a. er vísað á bug þeim ummælum hins sovézka gests, að varnarsáttmálinn sé til þess fallinn að draga Jap- an inn í heimsstyrjöld. Var komizt svo að orði í yfirlýs- ingunni, að ummæli Mikoyans væru „fávísleg tilraun til að ýta undir kommúnisk öfl og seilast til áhrifa um innanríkis • Takmarkið: Varnarlaust Japati Meðal annarra ummæla Mikoyans, sem mælzt hafa illa fyrir í Japan, eru staðhæfing- ar á borð við þær, að ekki sé þorandi að leyfa japönskum flugvélum að fljúga milli Tokyo og Moskvu, af því að einhver, sem með þeim væri, gæti gripið tækifærið til þess að taka loftmyndir fyrir bandaríska njósnara. En þessu hélt gesturinn fram 1 sjón- varpi. Mikoyan hefur í ræðum sin- um yfir japönskum áheyrend- um gerzt ákafur talsmaður þess, að í Asíu verði vetnis- vopnalaust belti. Þykir aug- Ijóst, að leiðtogar Sovétríkj- anna keppi nú að því, að Jap- an verði ginangrað og varnar- laust land, sem kommúnista- ríkin í nágrenninu — og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst So- vétveldið — geti haft í greip- um sínum. • Árangurslítil „virráttuheimsókn“ Mikoyan varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, er mesti tignarmaður rússneskur, sem síðustu 70 árin hefur sótt Jap- an heim. Ekki hefur farið hjá því að þessari „vináttuheim- sókn“ hans væri mikill gaum- ur gefinn. En það góða, sem hún hefur leitt af sér, þykir nú vera orðið harla lítið. Kenyatta laus Nairobi, Kenya, 21. ágúst JOMO Kenyatta, leiðtogi Mau Mau manna í Kenya, fékk í dag fullt frelsi eftir margra ára fang- elsi og útlegð. Kenyatta var handtekinn 1952 ög dæmdur í sjö ára fangelsi. Hann var leystur úr haldi eftir 514 ár en sendur í útlegð í af- skekktu héraði í Kenya. Þar dvaldi hann þar til í síðustu viku. Þá fékk hann leyfi til að flytj- ast aftur heim til sín, en var áfram undir eftirliti Breta þar til í dag. Fangelsisvist Kenyatta útilok- ar hann frá opinberum störfum. • Mataræði íslendinga mmmmmmmmmmmmmmmm i Reykvikingi líka ekki skrif- Velvakanda um mataræði fs- lendinga og tekur upp hansk- ann fyrir þá í bréfi: Velvakandi ræðir 16. ágúst s.l. um mataræði íslendinga og er stórorður mjög, —- talar um fordóma, þekkingarleysi og framtaksleysi í sambandi við hina einföldu matargerð landsins. Víst mætti matur vera fjölbreyttari hér, og þá einkum meiri notkun á ýms- um innlendum hráefnum, svo sem síld. En engin ástæða er til að hneykslast svo mjög á íslenzkri matargerð. I öllum sínum einfaldleika er með íslenzka matnum náð þeim megintilgangi að fæða hraustari og langlífari þjóð, en flestar aðrar þjóðir. Að vísu sitja menn hér ekki að jafnaði yfir krásum langtím- um saman og eru það án efa leifar frá frumstæðu þjóð- félagi, en landinn var heldur aldrei svo hrjáður að hann hefði ekki í huga, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikið hefur verið talað um eyðslusemi íslendinga á und- anförnum árum, enda hafa af- leiðingarnar ekki látið standa á sér í þjóðarbúskapnum. íburður í mataræði tíðkast þó ekki, en varla getur það ver- ið áhyggjuefni, þó að land- inn sé ekki allra þjóða eyðslu samastur á öllum sviðum. Svo eru fleiri hliðar á þessu máli: Á þessari öld kvenrétt- inda er vart hægt að ætlast til, að 'húsmæðurnar séu megin- hluta dagsins í eldhúsinu við matargerð. Á hinn bóginn hef ur verið reynt að létta þeim störfin með því að gera eld- húsin fullkomnari. Sá sem þetta ritar kynntist einu sinni miðstéttar fjöl- skyldu á meginlandi Evrópu. Húsmóðirin fór daglega á markaðinn og keypti úrval grænmetis auk annars. Ægði gjarnan öllu saman í tösku hennar er heim kom. Síðan tók við matargerðin í skítugri eldhúskytrunni, þar sem rekk- ar voru í stað skápa og „gas- apparat" í stað eldavélar. Eft, ir mikið umstang var matur- inn á borð borinn og yfirleitt ■bragðaðist hann mjög vel, og ekki skorti á fjölbreyttnina. En fróðir menn telja, að þeg- ar meta á hin varanlegu áhrif matarins, þá hafi þrifnaðurimv við matargerðina og hollusta fæðunnar meira að segja held* ur en bragðið. Þess má líka minnast, þegar dæmt er um íslenzkan mat, og eigum við þó mikið ólært. Reykvíkingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.