Morgunblaðið - 23.08.1961, Page 8

Morgunblaðið - 23.08.1961, Page 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvilíudagur 23. ágúst 1961 MYNDIR FRA BERLÍN Bandaríska herliðið á leið inn í Austur-Þýzkaland hjá Helmstedt á leið til Vestur-Berlínar. í baksýn sjást rússneskir landamæraverðir. Lyndon Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, og Willy Brandt, borgarstjóri, aka um Vestur-Berlín. Johnson varaforseti og Brandt borgarstjóri taka á móti bandaríska herliðinu við komu þess til Vestur-Berlínar frá Helmstedt. Austur-þýzk brynvarin bifreið á verði við landamærin í Berlín. Austur-þýzkir hermenn og brynvarin bifreið loka landamærunum milli Austur- og V-Berlínar. Aðalfundi Skógræktar- félagsins lokið AÐALFUNDI Skógræktarfélags íslands á Hallormsstað lauk Iaust eftir hádegi á sunnudag. Á sunnudagsmorguninn var far- ið í skógargöngu um þann hluta af skóginum, sem beitir Lýsis- hólar en þar á að leggja sér- staka stund á viðhald og ræktun birkiskógar. lYæddi Sigurður Blöndal fulltrúana á fundinum um skógræktina og skógrækt- artilraunir á Hallormsstað. Lauk göngunni með keppni um það hver snjallastur væri að segja til um hvernig grisja skyldi greniskóg o,g var Guð- mundur Marteinsson, form. Skóg ræktarfélags Reykjavíkur hlut- skarpastur í þeirri grein. Þá var gengið frá samþykktum og fundi slitið. Eftir hádiegi á laugardag var skoðuð gróðrarstöðin og Mörkin í Hallormstað, en þar gefur að líta margar tegundir á ýmsu vaxtarskeiðí sem gefa hugmynd um vaxtarmöguleika hinna ýmsu tegunda. Skógræktarfélag Austurlands bauð fundarmönn* um upp á bressingu Á laugardagskvöldið var kvöldvaka með skemmtiatriðurn og stjórnaði Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, henni. Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri á Eiðum flutti greinargott og skemmtilegt erindi um Fljóta dalshérað og íbúa þess. Veitt voru tvenn verðlaun fyrir sér- staklega góða frammistöðu I skógiræktarmálum. Hlaut Magn- ús M. Simson frá ísafirði önnur en Eyþór Þórðarson, kennari j Neskaupstað hin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.